Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 6

Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 6
..Hótel Lofiielðlr býður gestum stnum að velja á mllll 217 herbergja með 434 rúmun — en gestum standa Itka Ibúðir til boða. Allur búnaður mlðast við strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIÐAGESTUM LIÐUR VEL. SYÐSTU GÍGAR HRAUNSPRUNG- UNNAR ÞRUMA LINNULAUST 4 hús brunnin, fleiri í hættu og hraunkvíslar, sem stefna á Yztaklett, vello í sjó fram KJ—Vestmannaeyjum Nú sem ég stend hér og flyt þessa lýsingu, vellur gldandi hraunstraumur úr gignum rétt fyrir sunnan Kirkjubæ látlaust út i sjóinn meö miklum gný og hvæsi. Akafar drunur heyrast frá gosstöðvunum, enda hefur veriö hvaö hávaðasamast hér nú, og jöröin bifast undir fótum manns, og hús titra viö átökin. Taliö er, aö hraunkvislin sé komin tvö hundruö metra I sjó fram, og hefur hún nú oröiö stefnu á Yzta- klett, en þangaö er eitthvaö yfir þúsund metrar. Þaö fór eíns og margan grunaði, aö húsin i Kirkjubæ brunnu.Eru þar þrjú ibúöarhús rústir einar, auk útihúsa, og hraunslettur hafa kastazt á hús, sem fjær eru. Rétt fyrir klukkan átta I gær- morgun kom hörö goshviöa úr megingígnum hjá Kirkjubæ, og lenti þá steinn á þaki húss Péturs Guðjónssonar og kviknaöi þegar i þvi. Litil brögö voru að eldinum fyrst i staö, en smám saman magnaöist hann og læsti sig um húsiö allt. Um klukkan fjögur i gær kom önnur hviöa mjög hörö, og slettist 'þá glóandi hraun á þakiö á húsi Sigurbergs Jóns- sonar, sem brátt varö alelda. Siöast kviknaöi i húsi þvi, er nefnt var Kirkjuból, eign Kristjáns Kristóferssonar, múrhúðuöu timburhúsi, og virtist eldurinn koma upp i kjallaranum og brjótast þaðan upp. Hús þau, næst Kirkjubæ, er fyrir hraun- slettunum urðu, brunnu ekki, en úr þeim hefur allt lauslegt verið flutt, nema giuggatjöld hanga enn viðast uppi. Syöstu gigar gosspurngunnar eru aðmiklu leyti útkulnaðir, þótt enn rjúki úr þeim, en nyröri gigarnir eru þeim mun öflugri, eins og ljóst er af þvi, sem þegar hefur verið sagt. Sunnan viö syðsta giginn sést, hvernig jörðin hefur rifnað, og eru þar tiu senti- metra breiöar glufur á túni. t grennd við þessar glufur er likt og gróðurnál hafi iifnað við hitann, þar sem ekki er þeim mun meiri aska. Þegar hraunrennsli tók aö stefna á innsiglinguna, var ákveðið, að Lóðsinn, hafnsögu- bátur Vestmannaeyja, mældi dýpiö á tveggja klukkustunda fresti, en varöskip höföu frá þvi gosiö hófst lónað úti og fylgzt með dýpi. Var sagt i gærkvöldi, aö ekkert óeölilegt hefði komið fram við þessa mælingu. Magnús Magnússon bæjarstjóri sagöi i gærkvöldi, að mest áherzla væri lögð á það af bæjar- yfirvöldum að bjarga verö- mætum og halda öllu tilbúnu i frystihúsum og öðrum verk- stöövum, svo aö vinna gæti hafizt á ný án tafar, þegar gosi linnir. Þrátt fyrir allt er höfnin ekki talin i yfirvofandi hættu, en vel fylgzt meö allri framvindu. Raddir hafa komið fram um það, aö atvinnu- Frh. á bls. 15 Hraunbrúnin er komin fast að húsgöflunum. Timamynd: Gunnar. Kirkjubæjarhverfiö var orðiö alelda siödegis i gær og voru þá nýbyggö hús i næsta nágrenni I hættu. Timamynd: Kári. Nefnd skipuð til könnunar og ráðgjafar Kikisstjórnin ákvaö á fundi sinum í gær aö skipa 5 manna nefnd tii aö rannsaka hverjar afleiöingar náttúruhamfarirnar I Vestmannaeyjum geta haft fyrir efnhagslega afkomu þjóðarbúsins og hver úrræöi eru helzt fyrir heníli til aö draga úr þeim af- leiöingum. í dag hafa eftirtaldir menn ver- iö skipaöir i nefndina: Tómas Arnason, hrl., formaöur. Halidór S. Magnússon, viöskiptafræöing- ur. Guömundur Hjartarson, frainkvæmdastjóri. Guðlaugur Gislason, alþingismaöur og Magnús E. Guöjónsson, fram- kvæmdastjóri. Lagt var fyrir nefndina aö hafa i störfum sinum samráö viö bæjarstjórn Vestmannaeyja. Fjölskyldur úr Eyjum fá Tím- ann ókeypis Forráöamenn Tímans hafa ákveöiö, aö allar fjölskyldur úr Vestmannaeyjum, er oröiö hafa að hrekjast aö heiman vegna eldgossins, skuli fá blaðiö ókeypis fyrst um sinn, ef þær óska þess. Þeir, sern þetta vilja þiggja, eru beönir aö gera svo vel aö hringja I sima 1-23-23.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.