Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 9

Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 9
“'T’ ^ f Þingvellir, Þingholt og Hótel Berg í ljósum logum. „og þar með meðábyrgur um það ómyndarlega og rislága nafn Eldfell. ... Eldfell þýðir jú ekkert annað en vulkan, eldfjall og mér fannst óþarft að upplýsa Vest- mannaeyinga um það að þetta væri eldfjall. Sjálfur aðhylltist ég nafnið Kirkjufell, mér finnst það látlaust og eðlilegt og sögulega rétt og fara vel við Helgafell, það fjall sem raun- verulega bjargaði bænum með því að varna því að sprungan lenti beint á hann.” Starfsemin í Hafnarbúðum Strax fyrsta daginn bauð borg- arráð Reykjavíkur Vestmanna- eyjabæ endurgjaldslaus afnot af Hafnarbúðum svo lengi sem þörf væri á. Starfsemin þandist út á örskömmum tíma, síma- kerfið sprakk t.d. strax fyrstu dagana og þurfti að fjölga línum úr þremur upp í 11 auk þess sem komið var upp skiptiborði með 16 innanhússímum. Aldrei gafst tóm til að skipuleggja starfsem- ina. Aðstæðumar sköpuðu þarfim- ar, oftast hraðar en hægt var að sjá þær fyrir. Þær réðu ferðinni og vom hinn raunverulegi stjómandi starfsins. Fyrstu dagana var fólk aðallega að leita upplýsinga um hvar vinir og ættingjar vom niðurkomnir og hvort og þá hvenær þeim væri mögulegt að komast út til Eyja aftur, til þess að sækja föt og aðrar lífsnauðsynjar. Rauði krossinn tók á móti flóttafólkinu við komuna til Reykjavíkur og kom því fyrir til bráðabirgða og útbjó tölvuskrá um dvalarstaði og símanúmer rúmlega 4000 Vestmannaey- inga. Rauði krossinn flutti alla starfsemi sína í þágu Vest- mannaeyinga í Hafnarbúðir og samstarfið og samvinnan varð mikil og góð. Margir sjálfboða- liðar komu til starfa, bæði á vegum Rauða krossins og úr röðum Vestmannaeyinga. Einkum unnu margar konur sjálfboðaliðastarf. Reykvískir skólanemar lögðu einnig hönd á plóginn og fyrirtæki, félaga- samtök og stofnanir lágu heldur ekki á liði sínu. Mikil ásókn var í að komast út til Eyja og Almannavamarráð setti sérstakar reglur um ferðir fólks til Eyja. Utgáfa þessara ferðaleyfa átti eftir að verða eitt verst þokkaða og vandasamasta verkefni fólksins í Hafnar- búðum. Gefin voru út sérstök skírteini til staðfestingar á því hverjir væru Vestmannaeyingar. Þau giltu sem aðgönguseðill að allri fyrirgreiðslu sem Eyja- mönnum stóð til boða og án þeirra fengu menn ekki afhenta búshluti úr móttökustöðvunum. Oskilamunir hlóðust upp og þegar farið var að flytja búslóðir til lands annaðist óskilamuna- deildin þær. Útvega þurfti bifreiðir til að aka búslóðunum frá skipi og húsnæði til að geyma þær í. Flestir höfðu yfirgefið heimili sín í flýti og margir vora peningalitlir eða jafnvel peningalausir. Rauði krossinn lýsti því yfir að hluti ljárframlaga sem borist höfðu skyldi þegar varið til fólksins. Fljótlega var einnig farið að út- hluta gjafafé sem barst til Hjálp- arstofnunnar kirkjunnar og Hjálparsjóðs Æskufólks. Starfsfólk Bæjarsjóðs Vest- mannaeyja yfirtók starfsemina fljótlega. Eyjakonur fóru þegar 25. janúar að veita kaffi í mötuneytinu. Kvenfélagið Heimaey bauð fram alla vinnu við mötuneytið nema elda- mennskuna sem nemendur Hótel- og veitingaskóla Islands sáu um fyrstu þrjár vikurnar. Leyfi ráðherra fékkst til að loka skólanum á meðan. Fjöldi máltíða á dag var oft um 600. Sjálfboðaliðum, sem unnu við móttöku búslóða, var sendur matur á vinnustaði sína. Smá saman dró úr aðsókn og um- svifin minnkuðu en mötuneytið var mikilvægur mótstaður fyrir Eyjamenn. Húsnæðismiðlun tók þegar til starfa og skilaði góðum árangri. Fólki hafði verið komið fyrir til bráðabirgða í skólum eða hjá ættingjum. Sú staðreynd að hægt var að koma svo mörgum fyrir á einkaheimilum á örfáum klukkustundum vakti athygli víða um heim. Fljótlega varð Ijóst að útvega yrði fólki betra húsnæði. Boðin voru afnot að einstaklingsherbergjum, íbúð- um, sumarbústöðum og allt upp í heilu sumardvalaheimilin. Munaði þar mest um Ölfusborg- ir, en þar var strax þann 28. janúar búið að koma fyrir um 280 manns. Viðlagasjóður tók fljótlega frumkvæðið í hús- næðismálunum. Atvinnumiðlunin útvegaði um 200 manns atvinnu. Rauði krossinn opnaði ráðleggingastöð í Heilsuverndarstöðinni. Einnig stuðlaði hann að starfsemi tveggja barnaheimila í samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar og kom upp aðstöðu fyrir unglinga í Tónabæ. Viðlagasjóður Viðlagasjóður var stofnaður samkvæmt lögum 7. febrúar 1973. Alþingi kaus stjórn, en forsætisráðherra skipaði for- mann og varaformann. Við- lagasjóður var framkvæmdaaðili að öllum björgunar- og varnar- aðgerðum í Eyjum. Það þurfti að hreinsa bæinn, lagfæra skemmd- ir á húseignum og bæta eig- endum þeirra tjón. Sjóðurinn greiddi einnig ýmsar skuld- bindingar húseigenda s.s. af- borganir og vexti. Bætur voru greiddar fyrir skemmdar og glataðar búslóðir auk tekjumiss- is. Af þeim 1349 fjölskyldum sem urðu að yfirgefa heimili sín í Eyjum leituðu tæpar 900 að- stoðar um húsnæði á vegum Viðlagasjóðs á 30 stöðum á landinu. Til að flýta framkvæmdum keypti sjóðurinn 542 íbúðarhús frá Norðurlöndunum. Eftir könnun ineðal Vestmannaeyinga var ákveðið hvar húsin skyldu staðsett á landinu. Einnig voru byggðar um 46 íbúðir í fjöl- býlishúsum í Reykjavík og Hafnarfirði. Viðlagasjóður tók þá ákvörð- un í ágúst að flýta fyrir upp- byggingu Heimaeyjar. Það skyldi gert með því að láta hefja vinnu við að koma stærstu atvinnufyrirtækjunum af stað aftur og flytja vélar og tæki til baka. Til að flýta fyrir heim- flutningi Vestmannaeyinga var ákveðið í september að greiða staðaruppbót til fólks sem komið var til baka. Frá 1. október tók bæjarstjórnin að sér hlutverk framkvæmdaaðila.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.