Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 13

Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Blaðsíða 13
„Blásum til bjartsýni og trúar“ Enginn sem kominn var til vits og ára 23. janúar 1973 gleymir þeim degi og þeim miklu tíðindum að morgni dags að allir íbúar Vestmannaeyja væru á leið til lands. Eldgos væri hafið og öll byggðin væri í hættu, en það fylgdi fréttinni að svo væri forsjóninni fyrir að þakka að allur bátafloti Eyja- manna væri í höfninni vegna vondrar veðurspár, sem gerði það að verkum að fbúarnir gengu far til lands. I einni andrá eignaðist íslenska þjóðin eina þjóðarsál. Það verður aldrei hægt að setja sig í spor íbúanna sjálfra, sem voru rifnir upp úr rúmum sínum um miðja nótt og áttu fótum sínum fjör að launa, urðu að yfirgefa sínar helgustu eignir á stund mikillar óvissu og þungra örlaga. A mínu æskuheimili var þessi atburður mikið ræddur. Faðir minn, Agúst Þorvaldsson, átti marga góða vini í Eyjum, reri þaðan 12 vertíðir og var tengdur sterkum böndum við Kirkjubæ, en gosið var í hlaðvarpanum. Hann sagði frá því að margt bar fyrir hann í Kirkjubæ í vistinni hjá Guðjóni og Höllu, þar á meðal sá hann huldukonuna og dóttur hennar í skini af bláu ljósi að raða leirtaui. Guðjón sagði honum að óttast ekki, þær væru með sínu leyfi og héldu vemd- arhendi yfir bænum og meðan svo væri myndi hvorki veður né eldur granda bænum. Vestmannaeyjagosið er með Guðni Ágústsson stærstu atburðum íslandssög- unnar, þmngið tilfinningum og baráttu, þar sem Eyjamenn sýndu mikla hetjudáð í barátt- unni fyrir endurreisn eyjanna. f gosinu voru unnin mörg afrek sem skráð em á spjöld sögunnar, þar sem menn lögðu í baráttu við glóandi hraunstrauminn til bjargar höfninni og byggðinni. Það er erfitt að nefna einstök nöfn manna í svona baráttu en mikill var styrkur bæjarstjómar og ekki síst Magnúsar Magnús- sonar bæjarstjóra, Sigurgeirs Kristjánssonar forseta bæjar- stjómar og bæjarverkfræð- ingsins Páls Zóphoníassonar, en á þessa menn reyndi verulega sem forystumenn í bænum. Það var ekki einfalt að taka ákvarðanir við þessar aðstæður og blása til bjartsýni og trúar á að byggð risi á ný eftir svona harmleik. Ríkisstjórn og Alþingi stóð einhuga að öllu björgu- narstarfi og aðgerður í þágu Vestmannaeyja. En hvað sem hver segir, þá var yfir þessu öllu einhver hulin hönd, kraftur sem styrkti menn í trúnni og forðaði frá slysum og manntjóni. Vestmannaeyjar risu á ný og urðu aftur ein besta ver- stöð þessa lands. Megi heill og hamingja fylgja fólkinu í Vestmannaeyjum og eyjunum sjálfum um alla framtíð. Guðni Ágústsson Eygló í baráttusætinu. Eygló Harðardóttir er í bar- áttusætinu á lista Fram-sók- narflokksins í Alþingiskosning- unum. Eygló er framkvæmda- stjóri Þorsks á þurru landi og vinnur að þorskseiða- rannsóknum og eldi. Eygló er aðeins 30 ára. FRAMSÚKNARBLADID Útgefandi: Framsóknarflokkurinn í Vestmannaeyjum Ábm.: Andrés Sigmundsson Prentun: Eyrún ehf. Eftirtaldir aðilar styrkja útgáfuna Raggi rakari Islandspóstur Dala-Rafn Stígandi Vilberg Lundinn Börkur-Prýði Fjölverk Gistiheimilið Heimir Godthaab í Nöf Þórunn Sveinsdóttir VE Bóndadagsblóm Bóndadagurinn er á föstudag Með hverjum tilbúnum blómvendi fylgir Bóndabrauð frá Magnúsarbakaríi. Opið 09.00 -19.00. ✓ Odýrustu blómvendirnir í bænum Eyjablóm S-481-2047.• 848-1723. Við bjoðum öllum bæjarbúum í kaffi og með bví fimmtudaginn 23. janúar í stóru tialdl á mlðrl Vestmannabrautinni og í bakaríinu bióðum við bæjarbúum í kaffl og með bví frá kl. 7 um morguninn til kl. 11. f. h. Þð sleppir bví að hella upp á helma og kemur einfaldlega til okkar í morgunkaffi. Magnúsarbakarí 80 ára.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.