Morgunblaðið - 13.10.2010, Page 1

Morgunblaðið - 13.10.2010, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. O K T Ó B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  239. tölublað  98. árgangur  ROBYN STÆRSTA NÚMERIÐ Á AIRWAVES Í ÁR NÖKKVI HELGA STEFNIR Á HOLLYWOOD MIKIÐ LÍF Í SIGURÐI INGA SEXTUGUM 12 ÁRA GAMALL LEIKARI 10 AFMÆLISTÓNLEIKAR 28GERIR ÞAÐ SEM HÚN VILL 30 Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Skemmst er frá því að segja að ekk- ert nýtt kom fram á þessum fundi,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um samráðsfund ráðherra og fjögurra fastanefnda Alþingis, sem fram fór í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöldi. Samkvæmt fundarboði átti að kynna „verkáætlun ríkisstjórnarinnar um lausnir í skuldamálum“ en ráðherrar hafa látið í það skína síðustu daga að unnið sé að almennum aðgerðum til að taka á þeim. Margrét Tryggva- dóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir andrúmsloftið á fundinum hafa verið gott, og samstarfsvilja hjá við- stöddum. „En ekkert nýtt var kynnt og hvað þá almennar aðgerðir.“ Stjórnvöld komin skammt á veg Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur í sama streng. Hún segir góðar umræður hafa átt sér stað á fundinum og til- lögur stjórnar og stjórnarandstöðu ræddar. Hún segist hins vegar „mátulega bjartsýn“ á að samráðs- vinnan skili árangri á næstunni. „Það virðist greinilega vera þannig að stjórnvöld eru komin mjög skammt á veg með þessa svokölluðu verkáætlun um lausnir í skuldamál- um heimilanna.“ Á að vera fyrir opnum tjöldum Sigurður Kári segir nauðsynlegt að ræða málin heildstætt. „Þetta snýst ekki aðeins um bráðaskulda- vanda heimilanna, heldur líka það hvernig á að tryggja að fólk hafi vinnu. Ríkisstjórnin er komin á endastöð. Hún hefur fengið sín tæki- færi og ekki nýtt þau.“ Engin verkáætlun kynnt  Segja ekkert nýtt hafa komið fram á fundi með ráðherrum  Stjórnvöld komin mjög skammt á veg hvað lausnir varðar MTil í að skoða niðurfærsluna »6 Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Lánasjóður sveitarfélaga hefur veitt Reykjanesbæ nýtt 14 ára lán til þess að greiða höfuðstól eldra láns á gjalddaga. Samkvæmt ársuppgjöri Lánasjóðsins fyrir síðasta ár var skuld Reykjanesbæjar við sjóðinn rúmlega 2,5 milljarðar króna. Á fundi bæjarráðs Reykjanes- bæjar fyrir helgi var skýrt frá beiðni til sjóðsins þess efnis að af- borgunum lána, utan vaxta, yrði frestað á þessu ári og því næsta. Erindinu hafi verið „svarað já- kvætt“. Óttar Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Lánasjóðsins, segir þetta ekki rétt. „Hér er ekki um frestun að ræða, heldur nýtt lán til að endurfjármagna eldra lán.“ Óttar segir Lánasjóðinn hafa endur- fjármagnað töluvert af lánum sveit- arfélaga. Þar sem um Lánasjóðinn gildi ákvæði laga um fjármálafyrir- tæki sé honum þó óheimilt að nefna önnur sveitarfélög sem hlotið hafi slíka málsmeðferð. Spurður að því hvort endurfjármögnun sé auðfeng- in segir Óttar að til þessa hafi engri beiðni um nýtt lán til þess að greiða upp eldra verið hafnað. Engri beiðni hafnað Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Þjónusta Fjárhagsstaða Reykjanes- bæjar hefur versnað síðustu ár.  Reykjanesbær tek- ur ný lán í stað eldri Andrúmsloftið í Chile var þrungið spennu og eftirvæntingu í gær þegar björgunarmenn bjuggu sig undir að hefja aðgerðir til að ná upp á yfirborð jarðar 33 þremur námumönnum sem fastir hafa verið á 700 metra dýpi í 69 daga. Ástvinir mannanna biðu í ofvæni við munnann og urðu vonbrigði nokkur þegar tilkynnt var seint í gærkvöldi að aðgerðir tefðust um tvær klst. Enn var þó vonast til að fyrstu mönnum yrði bjargað fyrir lok dags. Frelsið innan seilingar námumanna í Chile Reuters Samningurinn felur í sér að Landsbankinn, stærsti kröfu- og veðréttarhafi Avant, taki yfir félag- ið og eignist 99% hlut í því. »14 Samkvæmt upplýsingum frá bráða- birgðastjórn fjármögnunarfyrirtæk- isins Avant fela nauðasamningar fé- lagsins við lánardrottna í sér að 95% þeirra viðskiptamanna sem tóku gengistryggð lán, sem hafa verið dæmd ólögleg, fá kröfur sínar greiddar að fullu. Nauðasamningurinn felur í sér nokkrar leiðir fyrir þá sem eiga mögulega kröfu. Í einhverjum til- fellum kemur krafan til lækkunar höfuðstóls útistandandi láns. Þeir sem hafa greitt upp lán sem hafa verið dæmd ólögmæt fá kröfur upp að einni milljón króna greiddar að fullu. Í þeim tilfellum sem krafan er hærri en ein milljón króna stendur kröfuhöfum til boða að fá annaðhvort eina milljón greidda út eða þá 5,6% af sjálfri kröfunni. Miðað við þetta verða kröfur greiddar út að fullu í 95% tilfella af 4.500 lánasamningum í formi beinnar greiðslu eða þá skuldajöfn- unar. Meirihluti fær kröfur greiddar  Þeir sem greitt hafa upp lán fá kröfur upp að 1 milljón króna greiddar að fulluGert hefur verið ráð fyrir því við undirbúning orkufreks iðnaðar í Þingeyjarsýslum að ríkið tæki þátt í byggingu stórskipahafnar á Húsa- vík til að þjóna álverinu. Bæjar- stjórinn á Húsavík bendir á að ríkið hafi verið þátttakandi í þessu verk- efni frá upphafi. „Við gerum ráð fyrir því að ríkið komi að þessum framkvæmdum með sambærilegum hætti og ann- ars staðar,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norður- þings, sem jafnframt er hafnar- stjóri sveitarfélagsins. Hann vísar til jafnræðis og bendir á að ríkið hafi komið að slíkum verkefnum annars staðar. »12 Gert hefur verið ráð fyrir þátttöku ríkisins Morgunblaðið/Árni Sæberg Bakki Fulltrúar sveitarstjórnar Norðurþings og iðnaðarráðherra. Í aðsendri grein vekja þeir Gunnar Egill Jónsson lögmaður og Sturla Jónsson, löggiltur endurskoðandi, athygli á álita- efnum vegna skattalegrar með- ferðar endurskipulagðra skulda. Hvorki skuldaeftirgjöf né mynt- breyting verði framkvæmd án skattalegra afleiðinga, hugsan- lega neikvæðra. »17 Huga þarf að skattaþætti ENDURSKIPULAGNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.