Morgunblaðið - 13.10.2010, Side 15

Morgunblaðið - 13.10.2010, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það hefur verið hætt við sýninguna og okkur er sagt að það sé refsing fyrir friðarverðlaun Nóbels. Okkur er sagt að Norðmenn geti ekki leng- ur komið fram í Kína,“ sagði Thomas Langhelle, höfundur söngleiksins Some Sunny Night, í samtali við Reuters-fréttastofuna eftir að ljóst varð að hætt yrði við uppsetningu söngleiksins í Peking í nóvember. Ástæðan er sú ákvörðun Nóbels- nefndarinnar að veita kínverska and- ófsmanninum Liu Xiaobo friðarverð- laun Nóbels að þessu sinni en kínversk stjórnvöld álíta verðlaunin grófa móðgun og til vitnis um hroka Vesturlanda. Hefur með líku lagi verið hætt við tónleika Alexander Rybak, sigurveg- ara Evróvisjónkeppninnar árið 2009, í Kína í sama mánuði en hann er ein skærasta poppstjarna Noregs. Hætt við fundi í mótmælaskyni Þau hafa ekki látið þar við sitja því einnig var hætt við fund Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs, og Sun Dawei, næstráðanda í kínverska matvælaeftirlitinu. Þá hafa embættismenn kínverska utanríkisráðuneytisins látið af öllum samskiptum við norska kollega sína, þótt vinnufundir fulltrúa ríkjanna séu enn í eðlilegu horfi. Fleiri refsiaðgerðir kunna að vera í farvatninu því stjórnmálafræðingar telja líkur á að Kínastjórn muni falla frá fyrirhuguðum fríverslunarsamn- ingi við Noreg en undirbúningur að honum hefur staðið yfir í tvö ár. Viðskipti við Kína gegna orðið mikilvægu hlutverki í norsku efna- hagslífi en þau hátt í sjöfölduðust á tímabilinu frá 2000 og til 2009 er þau námu um 290 milljörðum króna, eða sem nemur hátt í fimmtungi af þjóð- arframleiðslu Íslands sama ár. Umrætt ár fóru 2% af útflutningi Noregs til Kína en hlutdeild Kínverja í innflutningi Norðmanna var þá 7,8%. Þá felur kínverski ferðamark- aðurinn í sér tækifæri fyrir Noreg enda talsvert af efnafólki eystra. Enn í stofufangelsi Fram kom á vef Taipai Times að Liu Xia, eiginkona Xiaobo, væri enn í stofufangelsi í Peking. Gamli farsím- inn hennar var tekinn af henni og ræddi hún við fréttastofu AP með nýjum síma sem bróðir hennar gaf henni. Sagði hún kínversku lögregl- una banna sér að hitta vini, kunningja og blaðamenn. Lögreglan fylgdi sér hvert fótmál og gerði henni að fara allra sinna ferða í lögreglubíl. Er óvíst hvort Xiu verði leyft að taka við verðlaununum fyrir hönd Xi- aobo en hann afplánar nú ellefu ára fangelsisdóm fyrir andóf sitt. Hefur Bandaríkjastjórn skorað á Kínastjórn að leyfa henni að fara. Kínversk stjórnvöld láta Norðmenn finna fyrir því  Norskum listamönnum bannað að koma fram í Kína vegna friðarverðlaunanna Reuters Hiti Stuðningsmenn Xiaobo krefjast lausnar hans fyrir utan kínverska stjórnsýslubyggingu í Hong Kong í gær. NÓBELSVERÐLAUNIN Í HAGFRÆÐI Heimild: Nóbelsstofnunin ** Ríki Rússneska keisaradæmisins og Sovétríkjanna eru hér meðtalin * Fyrrverandi yfirráðasvæði Breta eru meðtalin Verðlaunapeningur friðarverðlauna Nóbels SIGURVEGARAR - 2010 Peter A. Diamond (Bandaríkjunum), Dale Mortensen (Bandaríkjunum) og Christopher A. Pissarides (Bretlandi/Kýpur) voru heiðraðir fyrir greiningu sína á sviði vinnumarkaðsrannsókna SIGURVEGARAR TIL ÞESSA Bandaríkin 34 Bretland* 8 Rússland** 4 Fjöldi veittra verðlauna (1969-2009) Verðlaun seðlabanka Svíþjóðar í hagfræði í minningu Alfreds Nobel 22 4 15 41 Verðlaunin koma í hlut eins Tveir deila verðlaunum Þrír deila verðlaunum Upprunalönd verðlaunahafa 64 Önnur ríki 18 Óskum eftir karlmönnum sem vakna um nætur Karlmönnum, sem hafa ama af tíðum næturþvaglátum, er boðið að taka þátt í rannsókn á áhrifum SagaPro. Áhugasömum er bent á að leita frekari upplýsinga í síma 510 9911 eða 664 9937 milli kl. 8.30 og 16.30, eða með tölvupósti á netfangið clinic@encode.is. Nánari upplýsingar: www.sagapro.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.