Morgunblaðið - 13.10.2010, Side 24

Morgunblaðið - 13.10.2010, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 ✝ Sigríður Þor-steinsdóttir fædd- ist í Súðavík við Ísa- fjarðardjúp 1. júní 1934. Hún lést á Land- spítalanum við Hring- braut 28. september 2010. Sigríður var dóttir hjónanna Guð- nýjar Sigríðar Þor- gilsdóttur, f. 1902 í Skálavík í N-Ísa- fjarðarsýslu, og Þor- steins Þorleifssonar, f. 1902 á Saurum í N-Ísafjarðarsýslu. Þau bjuggu á Kolbeinslæk í Súðavík og síðar á Álfhólsvegi 84 í Kópavogi. Sigríður var yngst fimm systkina sem nú eru öll látin. Elst var sam- mæðra, Þorgerður Gestsdóttir, f. 1924, þá Þorleifur, f. 1928, Garðar Gunnar, f. 1930, og Þorgils, f. 1932. Eftirlifandi eiginmaður Sigríðar er Óskar Ingólfur Þórðarson, f. 1931 í Bolungarvík. Foreldrar hans voru Jónasína Guðjónsdóttir, f. 1902 í Bol- ungarvík, og Þórður Arason, f. 1889 á Hallsteinsnesi í A-Barða- strandarsýslu. Sigríður og Óskar gengu í hjónaband 4. maí 1957 og Sambýlismaður hennar er Ingþór Guðmundsson, f. 1978, þau eiga einn son. c) Edda Guðný, f. 1988, d. 1989. e) Freydís Edda, f. 1991. 3) Þorleifur, f. 1958. Fyrri maki hans var Sólrún Skúladóttir, f. 1960, sonur þeirra er Skúli, f. 1979. Seinni maki Þorleifs er Helga Kristín Gunnardóttir, f. 1957. Synir þeirra eru a) Gunnar Már, f. 1989, og b) Óskar Helgi, f. 1996. Þá ólst Þjóðólfur Lyngdal Þórðarson, f. 1946, d. 1968, bróðir Óskars, að nokkru leyti upp hjá þeim hjónum. Sigríður ólst upp í Súðavík, gekk í barnaskóla þar og síðan í Héraðs- skólann á Reykjanesi við Djúp. Sex- tán ára fór hún til Ísafjarðar og vann á sjúkrahúsinu þar. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur. Árið 1953 hófu þau Óskar búskap, fyrst við Sogaveg, en reistu sér svo hús í Blesugróf og bjuggu þar árin 1955-1970 þegar þau fluttu á Blöndubakka í Breið- holti. Þar hafa þau búið í 40 ár. Meðan börnin uxu úr grasi var Sigríður heimavinnandi. Seinna fór hún aftur út á vinnumarkaðinn, vann m.a. í frystihúsi Barðans í Kópavogi við fiskmat og verkstjórn en lengst af í Gullsmíðaverslun Guðmundar Andréssonar við Laugaveg. Sigríður tók lengi þátt í starfi Fóstbræðra- kvenna og var um tíma í Kvenfélagi Breiðholts. Síðustu árin tók hún af mikilli ánægju þátt í listmálun á veg- um starfs eldri borgara í Árskógum. Útför Sigríðar fór fram frá Digra- neskirkju 6. október 2010. bjuggu alla tíð í Reykjavík. Börn þeirra eru 1) Þórður Garðar, f. 1955, giftur Rannveigu Jónsdóttur, f. 1954. Dætur þeirra eru a) Ragnheiður Ósk Jensdóttir, f. 1982. Sambýlismaður henn- ar er Gunnar Páll Leifsson, f. 1978, þau eiga eina dóttur. b) Arna Vala, f. 1986, og c) Tinna Kristín, f. 1987. 2) Jóna Ingi- björg, f. 1956. Fyrri maki hennar var Þorsteinn H. Ein- arsson, f. 1955. Börn þeirra eru a) Helga Lyngdal, f. 1974. Maður henn- ar er Valtýr Freyr Helgason, f. 1972, þau eiga þrjá syni. b) Einar Ben, f. 1976. Hann var í sambúð með Kol- brúnu Indriðadóttur, f. 1974, þau eiga einn son. Sambýliskona Einars er Melanie Hallbach, f. 1981, þau eiga eina dóttur. Seinni maki Jónu er Benedikt Guðni Þórðarson, f. 1949. Börn þeirra eru a) Þórunn Ósk, f. 1981. Maður hennar er Sigbjörn Óli Sævarsson, f. 1974, þau eiga tvö börn. b) Sigríður Harpa, f. 1982. Nú þegar ég kveð tengdamóður mína langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Ég hef þekkt hana í rúman aldarfjórðung og ein- ungis að góðu, enda held ég að góð- mennskan sé það sem einkenndi hana helst. Hún bar mikla um- hyggju fyrir öllum í fjölskyldunni, ekki síst börnunum. Dóttur minni sem ég kom með inn í sambúðina með syni hennar tók hún frá fyrsta degi sem sínu barnabarni. Hún lagði sig fram um það að gera ekki upp á milli barnabarnanna, þótti of- urvænt um þau öll og sýndi það í orði og verki. Sigga hafði listræna hæfileika, málaði fallegar myndir og hafði fal- lega rithönd. Henni var umhugað um að heimili hennar væri smekk- legt og snyrtilegt og vildi hafa fal- lega hluti í kringum sig. Það var alltaf notalegt að koma í heimsókn til þeirra Óskars á Blöndubakkann, jafnt í flottu jólaveisluna þeirra á jóladag sem og sunnudagsheim- sóknir þar sem setið var í eldhús- króknum og spjallað. Það var gam- an að spjalla við hana Siggu, henni fannst skemmtilegt að fá fréttir af fjölskyldumeðlimum og ræða um landsins gagn og nauðsynjar. Þá fann maður svo vel hvað hún var mikil manneskja, hafði ákveðnar skoðanir en gat alltaf komið þeim frá sér án þess að tala illa um nokk- urn mann. Við höfum ferðast heil- mikið saman, bæði farið í útilegur, sumarbústaði og til útlanda. Alltaf voru tengdaforeldrar mínir hinir bestu ferðafélagar; þægileg í um- gengni, jafnlynd og ánægð með allt. Í þennan aldarfjórðung höfum við eytt saman jóladegi og gamlárs- kvöldi. Það hafa verið yndislegar stundir, en nú kvíði ég þessum tíma, því hann verður ekki svipur hjá sjón án Siggu og ég á eftir að sakna hennar mikið. Sigga fékk þrisvar sinnum krabbamein um æv- ina en í veikindum sínum sýndi hún ótrúlegt æðruleysi til hinstu stund- ar. Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og þakklæti. Rannveig. Sigríður tengdamóðir mín var einstaklega vel gerð, hjartahlý og góð kona. Hún var viðmótsþýð og nærgætin og ég kunni vel við hana frá því ég sá hana í fyrsta skipti á Blöndubakkanum fyrir rúmum 20 árum. Hún tók mér hlýlega og blátt áfram og okkur varð fljótt vel til vina. Það er margs að minnast frá öllum samverustundunum, hvort sem var á sumrin í bústað, á ferð um landið þegar strákarnir voru litlir eða á Blöndubakkanum. Sig- ríður ólst upp eins og hver önnur alþýðustúlka vestur á fjörðum á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Hún naut ekki langskóla- menntunar en fór snemma að vinna fyrir sér og stofnaði ung heimili í Reykjavík með eftirlifandi eigin- manni sínum, Óskari Þórðarsyni, sem einnig er uppalinn fyrir vest- an. Þau eignuðust þrjú börn hvert á fætur öðru og Sigríður fór ekki að vinna utan heimilis fyrr en börnin komust á legg eins og tíðkaðist í þá daga. Hún vann lengst af við versl- unarstörf og árum saman vann hún í gullsmíðaverslun Guðmundar Andréssonar á Laugaveginum. Henni var margt til lista lagt, hafði auga fyrir fallegum hlutum og yndi af að teikna og mála. Fjölskyldan var Sigríði mikilvæg og hún sýndi barnabörnum sínum og langömmubörnum sínum ein- staka umhyggju og alúð og allir fengu jafna athygli. Gestrisni henn- ar var ekki saman að jafna og jóla- boðin á Blöndubakkanum verða í minnum höfð. Sigríður var fé- lagslynd og glaðvær, hafði gaman af að spjalla og njóta samveru- stundanna. Hún hafði gaman af að ferðast og naut landsins og náttúr- unnar. Það leið varla það sumar að ekki færu þau Óskar vestur að heimsækja æskuslóðirnar, nú síð- ast í sumar sem leið. Sigríður tókst á við erfið veikindi sín af æðruleysi og aðdáunarverðum dugnaði. Það er ekki auðvelt að setja sig í þau spor sem hún stóð í þegar hún greindist með ólæknandi krabba- mein fyrir aðeins nokkrum vikum síðan. Hún var kölluð burt allt of fljótt, hennar er sárt saknað af fjölskyldu og vinum. Blessuð sé minning hennar. Helga Kristín Gunnarsdóttir. Elsku hjartans amma mín. Þú sem kvaddir okkur svo snöggt. Mínar fyrstu æskuminningar tengjast þér og afa á Blöndubakk- anum. Þar sem þið áttuð alltaf heima í mína tíð. Í minningar- greinum er oft minnst á það góða sem hefur á dagana drifið. Það er ekki erfitt, amma, vegna þess að af þér, með þér og nálægt þér á ég einungis góðar minningar. Þær eru margar samverustundirnar sem átti ég með þér. Fyrstu ár ævi minnar tengdumst við Helga systir mín þér og Óskari afa sterkum böndum, þegar við dvöldum hjá ykkur með Jónu mömmu okkar. Þakka þér fyrir að hafa sagt mér frá því fyrir nokkr- um árum hversu heitt þú elskaðir okkur. Þú klökknaðir enn þegar þú sagðir mér frá því hvað þér fannst sárt að sjá á eftir okkur flytja með mömmu til Egilsstaða. Oft á tíðum komum við fjöl- skyldan, sístækkandi, í heimsókn til ykkar á Blöndubakkann. Mér fannst ákaflega spennandi að fara til Reykjavíkur. Mest spennandi fannst mér að hitta þig og afa. Ekkert fannst mér eins gaman og að sjá hvað ykkur fannst gaman að hitta okkur systkinin. Það gerði mig sérlega ánægðan að sjá hvað þú varst ánægð að sjá okkur. Ég bað um að fá að koma með afa að sækja þig í vinnuna í skart- gripaverslunina á Laugaveginum, því mér fannst svo gaman að sjá þig brosa þegar við sóttum þig í lok vinnudagsins. Síðar fékk ég að vera hjá þér og afa á Blöndubakkanum eftir að ég hafði klárað stúdentspróf. Á þeim tíma var ég laus í rásinni og átti meðal annars mínar verstu stund- ir eftir alvarlegt bílslys. Þá átti ég meðal annarra þig og afa að. Hví- lík þolinmæði og góðmennska sem þið gáfuð mér. Ég þakka þér fyrir það að eilífu, elsku amma mín. Svo mörg tár sem falla kann ég ekki að telja þegar ég skrifa þessi orð, amma. Svo góð varstu, amma. Þín verður fyrst og fremst minnst sem sérstaklega góðrar manneskju sem ekkert mátti aumt sjá. Manneskja eins og svo marga dreymir um að verða, þannig manneskja varst þú, amma. Ekki get ég kvatt þig öðruvísi en að minnast sérlega góðrar kímnigáfu þinnar. Þú baðst mig stundum að segja þér brandara þegar ég dvaldi hjá ykkur sem Sigríður Þorsteinsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BRYNHILDAR EYDAL, hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík. Anna Inger Eydal, Jóhannes Magnússon, Guðfinna Inga Eydal, Matthías Eydal, Bergþóra Vilhjálmsdóttir, Margrét Hlíf Eydal, Friðrik Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, stjúpfaðir, bróðir, mágur og frændi, PÁLL STEFÁNSSON framreiðslumaður, Asparfelli 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Stóru-Núpskirkju laugar- daginn 16. október kl. 14.00. Nataly Stefánsson, Tatiana Helgason, Haukur Helgason, Amalía Stefánsdóttir, Leif Bryde, Guðný Stefánsdóttir, Hafsteinn Stefánsson, Sigrún Óla og frændsystkini. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES BERGÞÓR LONG, Kristnibraut 6, Reykjavík, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 5. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 15. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á heimahlynningu Landspítala í síma 543 1159. Berglind Long, Gunnar Bergmann Traustason, Íris Long, Guðmundur Guðjónsson, Helen Long, Jón Ingi Hilmarsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma, og langalangamma, LILJA ÓLAFSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Nausti, Þórshöfn, sem lést þriðjudaginn 5. október, verður jarðsungin frá Þórshafnarkirkju laugardaginn 16. október kl. 14.00. Ólafía B. Matthíasdóttir, Þórarinn B. Gunnarsson, Bjarki Friðgeirsson, Matthildur Jóhannsdóttir, Oddný Matthíasdóttir, Ólafur Stefánsson, Steinfríður Alfreðsdóttir, Magnea Stefánsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson, Einar Stefánsson, Guðlaug Ragna Jónsdóttir, Jón Stefánsson, Anna Jenny Einarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, KRISTJÁN FRIÐRIKSSON húsasmíðameistari, Strikinu 10, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstu- daginn 8. október. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 15. október kl. 13.00. Fríða Friðriksdóttir, Ellert Jensson, Ólöf S. Friðriksdóttir, Sigurður Tryggvason, Örn Friðriksson og systkinabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, KRISTBJARGAR MARTEINSDÓTTUR frá Ysta-Felli, síðar til heimilis að, Suðurgötu 70, Siglufirði. Börn hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.