Morgunblaðið - 13.10.2010, Page 27

Morgunblaðið - 13.10.2010, Page 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVAÐ KEMUR TIL AÐ ÞÚ GELTIR EKKI Á MIG? HVAÐ HEITIRÐU? GRETTIR ÞÚ ERT EKKIÁ LISTANUM HVAÐ ÁTTU VIÐ, ÉG ER MJÖG ÞEKKTUR KÖTTUR ÍMYND- AÐU ÞÉR AÐ ÞÚ SÉRT Í SKÓGI ÞÚ ERT AÐ REKJA SLÓÐ... SKYNDILEGA SÉRÐU KANÍNU, HVAÐ GERIRÐU? SAGÐIRÐU FÖÐUR ÞÍNUM AÐ ÉG ÆTLAÐI AÐ HAFA LIFUR OG BLÓMKÁL Í MATINN? JÁ, AF HVERJU? ÉG GLEYMDI NEFNILEGA AÐ LÆSA HURÐINNI HVAR HÉLSTU ANNARS AÐ TANNÁLFURINN FENGI ALLAN ÞENNAN PENING? ALLT Í LAGI, ÉG SKAL TAKA GRÍMUNA AF MÉR... ...EÐA EKKI HVAÐ? BÍÐIÐ NÚ HÉRNA Á MEÐAN ÉG SEGI BORGARSTJÓRANUM FRÁ ÞVÍ HVERSU VEL ÞIÐ STANDIÐ YKKUR ÉG VEIT AÐ SONUR MINN NOTAÐI EKKI RÉTTA STÆRÐ AF SKÓKASSA EÐA RÉTTAN LIT AF MÁLNINGU EN... FYRIRMÆLIN VORU MJÖG SKÝR FRÚ ARDEN EF ÖLL BÖRNIN Í BEKKNUM GERÐU BARA ÞAÐ SEM ÞEIM SÝNDIST ÞÁ MYNDI RÍKJA ALGJÖR RINGULREIÐ Í SKÓLASTOFUNNI VILTU EKKI AÐ BÖRNIN LÆRI AÐ HUGSA SJÁLFSTÆTT? EKKI FYRR EN Í FYRSTA LAGI Í GAGGÓ Gleði og samvera Í vinnu með börnum sem eiga við félagsleg vandamál að stríða er mikilvægt að styrkja sjálfstraust þeirra og samskiptahætti. Það er mikilvægt að slíkt byggist á gleði og sam- veru við önnur börn. Samskipti eiga fyrst og fremst að vekja ánægju hjá börnum almennt og samskipti eiga að vera eftirsóknarverð, því í samskiptum koma eig- inleikar barnanna fram. Það er því missir fyrir samfélagið ef hluti þess gefur samfélaginu ekki tækifæri á að njóta þessara eiginleika. Í janúar 2010 hófst vinna við að skipuleggja námskeið fyrir börn á aldrinum 8-13 ára sem einhverra hluta vegna töldust félagslega ein- angruð. Námskeiðið var tilrauna- verkefni á vegum Evrópu unga fólks- ins og Ungmennafélagsins Fjölnis og var lögð áhersla á að bæta sjálfstraust og sjálfsímynd barnanna bæði í leik og hreyfingu. Miðað var að því að kynna fyrir börnunum ýmsar leiðir til hreyfiþjálfunar, ólíkar íþróttir og leiki sem ekki endilega krefjast kerf- isbundinna æfinga heldur var mark- miðið að sem flestir gætu fundið sína styrkleika og látið ljós sitt skína. Að auki var lögð áhersla á að læra um til- finningar og áhrif aðstæðna á líðan þeirra og annarra. Farið var yfir at- riði eins og samvinnu og hópefli með því að hvetja börnin til að hrósa hvert öðru, tengjast sín á milli og tala fyrir framan aðra. Lögð var áhersla á fjöl- breytileika og einstaklingsmiðaða vinnu sem fól meðal annars í sér sam- skiptaþjálfun, eflingu samkenndar og að styrkja hið góða í fari hvers og eins. Námskeiðshaldarar sáu töluverðar jákvæð- ar breytingar hjá flest- öllum börnunum meðan á námskeiðinu stóð. Til að mynda sýndu mörg þeirra aukið frumkvæði, aukið sjálfstraust og áttu í auknum mæli samskipti hvert við ann- að að fyrra bragði. Flestir foreldrar töldu námskeiðið gagnlegt og voru sátt við undirbúning og upplýsingagjöf. Börnin tjáðu einnig flestöll mikla ánægju með námskeiðið. Í upphafi námskeiðs voru hegð- unar- og tilfinningaleg vandamál áber- andi, börnin áttu erfitt með að fara eft- ir settum mörkum og var stundum erfitt að hvetja þau til þátttöku. Það var mismunandi hvað virkaði, hvenær og hvernig. Augljóst var að börnin voru ólík, með ólíkar þarfir, og komu misvel stemmd til leiks þá daga sem námskeiðið var. Eftirfarandi atriði standa þó upp úr: Gerum ráð fyrir að börnin haldi ekki einbeitingu í lengri tíma. Því stíf- ari sem rammarnir eru, því erfiðara eiga börnin með að vera virk. Beitum ekki refsingum heldur uppbyggilegum aðferðum við að aðstoða börnin. Ver- um börnunum góð fyrirmynd. Ekki gefast upp! Sara Hrund Gunnlaugsdóttir cand. mag. í músíkþerapíu. Ást er… … andlit úr fortíðinni. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Fundur á morgun kl. 10, Óskar Dýrmundur ræðir félagsstarfið og aukna þátttöku. Vinnust. og postulín kl. 9, útskurður/postulín, Grandabíó kl. 13. Árskógar 4 | Handav. kl. 9, smíði/útsk., heilsugæsla kl. 10, söngstund kl. 11. Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur og glerlist. Haustfagnaður á morgun kl. 15. Breiðholtskirkja | Samvera kl. 13.30. Spil, handavinna, spjall. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa kl. 9, leikfimi kl. 10. Bónusferð kl. 14.40. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, vefnaður kl. 9, leikfimi kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu- hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10, dans kl. 14, gestakennari Heiðar Ástvaldsson, Hljómsv. Hjónabandið leikur eftir kaffi, stjórn. Matt- hildur og Jón Freyr. Söngf.FEB æfing kl. 17. Félagsheimilið Boðinn | Leikfimi kl. 12, spilað kl. 13. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, trésk. kl. 9.30, ganga kl. 10, postulín/ kvennabrids kl. 13. Íslendingasögur kl. 16. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8.15/ 12, kvennaleikfimi kl. 9/9.45/10, bútasaumur/brids kl. 13. Félagsstarf Gerðubergi | Tréútsk. og handav. kl. 9, leikfimi kl. 10, spilasalur opinn frá hádegi. Farið að Laxárbakka kl. 17. Helgi- stund á morgun kl. 10.30, gestur hr. Karl Sigurbjörnsson, sr. Miyako Þórðarson túlkar fyrir heyrnarlausa, umsj. Ragnhildur Ás- geirsd. djákni. Grensáskirkja | Samverustund kl. 14. Háteigskirkja - | Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 11, brids kl. 13. Hraunbær 105 | Skartgripanámskeið kl. 13. Skráning á skrifstofu, s.411-2730. Hraunsel | Pútt kl. 10, línudans/ bókmentakl. kl. 11, boltal. kl. 12, gler- bræðsla, handav. og trésk. kl. 13, bingó kl. 13.30, vatnsleikf. kl. 14.40, kór. kl. 16. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30, vinnustofa kl. 9, samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl. 8.50, Stefánsganga kl. 9, tíurnar kl. 10, listasmiðjan og framsögn kl. 9, myndlist- arsýning Hrafnhildur Baldvinsdóttir. Íþróttafélagið Glóð | Ganga í Versölum kl. 16. Uppl. í síma 554-2780. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er gler og tréútskurð kl. 13 og keila í Keiluhöllinni við Öskjuhlíð kl. 10. Sjúkraleikfimi á morg- un kl. 14.30 í Eirborgum. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfr. kl. 10.30, iðjustofa - námskeið í glermálun kl. 13, Páll Ásgeir Ásgeirsson flytur erindið: Að Fjallabaki kl. 15. Neskirkja | Opið hús kl. 15. Þorleifur Hauksson segir frá bréfum, sem Davíð Stefánsson sendi Þóru Vigfúsdóttur. Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9, hjúkr- unarfræðingur kl. 10, félagsvist kl. 14. Sölusýning á fatnaði kl. 11. Vesturgata 7 | Sund, spænska kl. 10, myndmennt kl. 13, Bónus kl. 12.10, tré- skurður kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Tréútskurður og bókband kl. 9, handavinna kl. 9.30, morgunstund kl. 10, verslunarferð kl. 12.20, framhaldssaga kl. 12.30, dans kl. 14, við undirleik Vitatorgsbandsins. Guðmundur Árnason „ramma-skalli“ var með skemmtilegri mönnum. Vísur lágu á hurðinni þegar hann kom á verkstæðið einn daginn, undirritaðar af Ólafi Tryggvasyni lækni: Ef hann Gvendur Árna er við opið stendur verkstæðið. En ef kenndur kauðinn er kemst í bendu flest allt hér. Lukt er járnum hússins hlið. Höldum sárnar. Lengist bið. Gvöndur Árna er ekki við. Er nú kárnað gamanið. Umsjónarmanni barst vísa, sem eignuð er skáldinu Jóni Trausta: Framan af ég sæll sit síst mig þjáir ofslit undir þinglok eykst strit að sama skapi þverr vit. Ingólfur Ómar Ármannsson er svartsýnn á þjóðfélagsástandið: Staðan hérna hefur veikst hrakar kjörum manna, skattar hækka, skerðing eykst, og skuldir heimilanna. Margur glætu síður sér syrtir mjög í álinn; ríkisstjórnin óhæf er aukast vandamálin. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af „Gvöndi“ og þinglokum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.