Morgunblaðið - 13.10.2010, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 13.10.2010, Qupperneq 29
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Ævintýri Dísu ljósálfs ættu að vera kunn Íslendingum þar sem þau hafa glatt margar kynslóðir hérlendis. Ár- ið 1929 birtust ævintýri hennar fyrst á síðum Morgunblaðsins í formi myndasögu en hafa síðan komið út á bók margsinnis. Sagan er skrifuð af hollenska höfundinum G.T. Rothman en hann er einnig höfundur bókanna Alfinnur álfakonungur og Dvergurinn Rauðgrani og brögð hans. Dísa ljósá- lfur hefst á því að skógarhöggsmaður finnur litla stúlku á stærð við fingur sinn sem situr grátandi á trjágrein því hún finnur ekki mömmu sína. Sagan fjallar um leit hennar að mömmu sinni og ævintýrin sem hún lendir í meðan á þeirri leit stendur. Ævintýrið verður að söngleik Páll Baldvin Baldvinsson og Gunn- ar Þórðarson sömdu söngleik um æv- intýri hennar sem er hugsaður sem skemmtun fyrir fólk frá fjögurra ára aldri og upp úr. María Ólafsdóttir búningahönnuður taldi sig hafa himin höndum tekið að fá þetta draumaverkefni í hendurnar. „Þetta var ein af mínum uppáhalds- bókum í æsku, ásamt Alfinni álfa- kóngi og Pollýönnu,“ segir hún. María hefur unnið í ein fimmtán ár við búningahönnun á jafn ólíkum verkum og Óliver, þar sem hún leit- aðist við að gera búningana eins og þeir væru teknir af fólki á götum Lundúnaborgar um 1800, og síðan Gosa þar sem hún sleppti ímynd- unaraflinu lausu og fór eins langt frá raunheimi og hún gat. Búningarnir í söngleiknum Aðspurð hvort hún setji Kaup- þingsmerkið í barm skógarhöggs- mannsins og merki skuldugrar og þjáðrar alþýðunnar í barm Dísu seg- ir hún hlæjandi að það sé ekki hægt að hugsa um ævintýri Dísu og krepp- una á sama tíma. Það sé enginn póli- tískur tónn hjá henni. Þetta sé ynd- islegt ævintýri og Dísa sé ljúf, falleg og viðkvæm og búningurinn tjái það. Hún segir að mottó sitt sé ekki „less is more“ heldur „more is more“ eins og sést á búningunum. Það sé helst Dísa sjálf sem fái að njóta smá hóg- værðar í búningagerðinni. En bún- ingur til dæmis froskadrottning- arinnar sé mikilfenglegur, pilsið hennar sé í raun svo stórt að allir geti falið sig undir því. „Svo er það hin óhugnanlega moldvarpa, sem er grimmasta persóna verksins, sem er í síðri dökkri kápu en skinnið á henni er farið að vaxa út úr kápunni enda hefur hún ekki farið úr henni í mörg hundruð ár.“ Dísa ljósálfur komin á svið Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson  Söngleikur saminn um ævintýri Dísu ljósálfs Leikhús Dísa ljósálfur er falleg, viðkvæm og brothætt hetja í ævintýrinu sem Gunnar Þórðarson og Páll Baldvin Baldvinsson hafa gert söngleik úr. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 Nær húsfyllir var á tón-leikum Sinfóníuhljóm-sveitar Íslands á fimmtu-dag. Úr því endurtekið var degi síðar var ugglaust vitað fyr- irfram að vinsældir viðfangsefnis væru á við Vínartónleika. Þó líklega við hæfi ívið yngri hlustenda, eða þeirra sem náðu að höndla djassinn áður en brezka bítskeflan ruddi hon- um út í horn á 7. áratug. Ekki varð annað séð en að sú aldursflokkun stæðist í meginatriðum. Hitt er algerlega óþörf synd og skömm, höfði amerísk „þjóðháttaó- pera“ Gershwins frá 1935, Porgy og Bess, ekki til yngri aldurshópa. Því þrátt fyrir örbirgð umgjarðar – bláfá- tæks blökkufólks í Suðurríkjunum – er tónlistin afar heillandi blanda af klassískri úrvinnslu og seiðandi söng- arfleifð afkomenda afrískra þræla, þ.e.a.s. frá vinnusöngvum, gosplum, ragtime, blús og djassi. Þökk sé undratærum flutningi mátti glöggt heyra hversu vel Gers- hwin vann úr öllu saman – þ. á m. í óvenjulitríkri notkun á tréblæstri og brassi. ¾ skipuð strengjasveitin var of fámenn til að jafnast á í styrk, en líklega varð fleirum ekki komið fyrir á sviðinu með góðu móti. Mestu skipti þó að spilamennskan var í algerum toppi, og kórsöngurinn small sömu- leiðis af innlifuðum krafti og agaðri nákvæmni tíndra úrvalsradda. Kannski mætti stundum deila um sveiflumýkt Íslendinganna, en fyrir fólk sem ekki fæst við slíkt á hverjum degi fannst mér býsna vel frá öllu sloppið. Bandarísku einsöngvararnir voru ljómandi góðir og risu hæst Indira Mahajan og Ronald Samm í hlut- verkum Bess og Sportin’ Life; hún mest fyrir öflugan en tæran sópran sinn og hann fyrir skemmtilega út- tekt á kókaíndílernum slóttuga. Ang- ela Renée Simpson sýndi einnig áhrifamikinn söng á víðu tíðnisviði, en annars snotur rödd Rodneys Clarke átti hinsvegar erfitt með að draga gegnum kór og hljómsveit í vondu húsi. Wayne Marshall var auðsjáanlega með allt á hreinu. Líkt og landar hans var hann sérfræðingur í n.k. „ferða- pakka“ sem erfingjar tónskáldsins gera út til að halda utan um upp- færslur, enda er hvorttveggja Gers- hwin og Porgy and Bess heimsskráð vörumerki. Fráleitt einsdæmi í söng- leikjaheiminum (sbr. t.d. Vesalingana og verk Lloyd Webbers) og viðhaft til að tryggja lágmarksgæði og vernda sæmdarrétt höfunda, þó eflaust skipti fjárhagssjónarmið einnig máli. Kvartað hefur verið undan því að slíkt fyrirkomulag skerði sjálfstæða túlkunarmöguleika, og kann svo að vera. En hvað sem því líður stóð engu að síður eftir frábær heildartúlkun, og skemmtu hlustendur sér kon- unglega allt til enda. Háskólabíó Óperutónleikarbbbbm Gershwin: Porgy og Bess. Einsöngvarar: Rodney Clarke (Porgy), Indira Mahajan (Bess), Angela Renée Simpson (Serena/ Maria) og Ronald Samm (Sportin’ Life). Kór: Hljómeyki / Kór Áskirkju (kórstjóri Magnús Ragnarsson). Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Wayne Marshall. Fimmtudaginn 7. október kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Glóandi Gershwin Tónskáldið George Gershwin. Reykjanesbær og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar standa dagana 18. til 22. október fyrir tónlistarviku og „master-classes“ í umsjá þekktra bandarískra tón- skálda og flytj- enda. „Master- classes“ verða haldnir í Reykja- nesbæ, Tónlistarskóla FÍH og Listaháskólanum í Reykjavík. Tón- leikar verða m.a. haldnir í STAPA og er aðgangseyrir 2.000 kr. en ókeypis fyrir eldri borgara og nema. Meðal þátttakenda í tónlistarvik- unni eru Beth Anderson, Barbara Harbach, Haskell Small og hinn óviðjafnanlegi Jazz Bob Ackerman. Þeir eru allir fulltrúar Jeffrey James Arts Consultants í New York en Jeffrey James mætir einnig í eig- in persónu og heldur fyrirlestur um málefni tónlistariðnaðarins. Meðal verka á tónleikum í STAPA þann 21. október verður frumflutn- ingur á verki eftir Eirík Árna Sig- tryggsson sem hann skrifaði fyrir Adolphe-saxófónkvartettinn. Hluti viðburðanna fer fram í Grindavík og Reykjavík. Tónleikadagskrá  19. október kl. 20:00. Stapi: Has- kell Small, tónskáld og píanisti.  20. október kl. 20:00. Grindavík- urkirkja: Barbara Harbach, tón- skáld og organisti.  20. október kl. 20:00 Norræna húsið: Beth Anderson, tónskáld (Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðla).  21. október kl. 20:00. Stapi: Hátíð- arkammertónleikar (Ackerman, Anderson, Harbach, Small, Eiríkur Árni).  22. október kl. 21:00 Risið: Kvart- ett Bob Ackerman (gestaleikari: Bob Hanlon). Bjóða til amerískrar tónlistarviku Eiríkur Árni Sigtryggsson 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Gauragangur (Stóra svið) Fim 14/10 kl. 20:00 10.k Fös 29/10 kl. 20:00 aukas Lau 13/11 kl. 20:00 13.k Fim 21/10 kl. 20:00 11.k Fim 4/11 kl. 20:00 12.k Fim 18/11 kl. 20:00 14.k Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Harry og Heimir (Litla sviðið) Fös 15/10 kl. 19:00 8.k Fös 22/10 kl. 19:00 11.k Fim 28/10 kl. 20:00 14.k Lau 16/10 kl. 19:00 9.k Lau 23/10 kl. 19:00 12.k Lau 30/10 kl. 19:00 15.k Lau 16/10 kl. 22:00 10.k Sun 24/10 kl. 20:00 13.k Sun 31/10 kl. 20:00 16.k Allra síðustu sýningar í Rvk. Sýnt á Akureyri í nóv. Enron (Stóra svið) Fös 15/10 kl. 20:00 7.K Fim 28/10 kl. 20:00 11.k Lau 20/11 kl. 20:00 15.k Lau 16/10 kl. 20:00 8.k Lau 30/10 kl. 20:00 12.k Fim 25/11 kl. 20:00 16.k Fös 22/10 kl. 20:00 9.k Lau 6/11 kl. 20:00 13.k Lau 27/11 kl. 20:00 17.k Lau 23/10 kl. 20:00 10.k Fös 12/11 kl. 20:00 14.k Heitast leikritið í heiminum í dag Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Fös 15/10 kl. 20:00 2.k Sun 24/10 kl. 20:00 7.k Sun 7/11 kl. 20:00 13.k Lau 16/10 kl. 19:00 3.k Þri 26/10 kl. 20:00 aukas Fös 12/11 kl. 19:00 14.k Lau 16/10 kl. 22:00 aukas Fim 28/10 kl. 20:00 8.k Fös 12/11 kl. 22:00 15.k Sun 17/10 kl. 20:00 4.k Lau 30/10 kl. 19:00 9.k Sun 14/11 kl. 20:00 16.k Þri 19/10 kl. 20:00 aukas Lau 30/10 kl. 22:00 aukas Lau 20/11 kl. 19:00 17.k Mið 20/10 kl. 20:00 5.k Sun 31/10 kl. 20:00 10.k Lau 20/11 kl. 22:00 18.k Fös 22/10 kl. 19:00 Aukas Mið 3/11 kl. 20:00 11.k Sun 21/11 kl. 20:00 19.k Lau 23/10 kl. 19:00 6.k Lau 6/11 kl. 19:00 12.k Lau 23/10 kl. 22:00 aukas Lau 6/11 kl. 22:00 aukas Ath: Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning er hafin! Horn á höfði (Litla svið) Lau 16/10 kl. 13:00 aukas Lau 23/10 kl. 13:00 8.k Lau 30/10 kl. 13:00 10.k Sun 17/10 kl. 14:00 7.k Sun 24/10 kl. 14:00 9.k Sun 31/10 kl. 14:00 11.k Gríman: Barnasýning ársins 2010! Orð skulu standa (Litla svið) Þri 19/10 kl. 20:00 Þri 26/10 kl. 20:00 Gestir 12/10: Karl Sigurðsson Baggalútur og Þorbjörg Marinósdóttir rithöfundur Harry og Heimir - snarpur sýningartími Fíasól ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200 Sýningar alla laugardaga og sunnudaga. Í kvöld verður haldin sérstök for- sýning á Óróa á vegum Kvikmynd- ir.is. Hún hefst í Sambíóunum í Álfabakka kl. 22.40. Þetta er í fyrsta sinn sem Kvikmyndir.is held- ur sýningu á íslenskri kvikmynd. Myndin fjallar um unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi hinna fullorðnu og því fylgja margs konar vandræði, hvort sem þau tengjast áfengi, skapsveiflum, greddu, einelti eða annars konar skemmtilegheitum. Myndin er byggð á bókum leik- konunnar Ingibjargar Reynisdóttur Strákarnir með strípurnar og Rót- leysi, rokk og rómantík sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Eftir að seinni bókin kom út datt Ingibjörgu í hug að redda sér hlut- verki í bíómynd og fór með bæk- urnar til framleiðendafyrirtækisins Kisi með þá kröfu að þeir fram- leiddu myndina og gæfu henni hlut- verk móðurinnar. Við þeirri kröfu var orðið. Morgunblaðið/Ernir Bíó Baldvin Z leikstýrir Óróa en í kvöld verður forsýning á myndinni. Forsýning á Óróa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.