Morgunblaðið - 13.10.2010, Side 31

Morgunblaðið - 13.10.2010, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 Full ástæða er til að gefaleikstjóranum Anton Cor-bijn gaum í framtíðinni.Hann er í raun þekktari sem ljósmyndari og hefur myndað aragrúa listamanna gegnum tíðina auk þess sem myndir hans hafa prýtt ófá plötuumslög. Þá hefur hann leikstýrt þónokkrum tónlistar- myndböndum, meðal annars „He- art-Shaped Box“ með Nirvana og „Talk“ með Coldplay. Frumraun hans á kvikmyndasviðinu, Control, leit svo dagsins ljós árið 2007. Stór- góð mynd sem sagði sögu Ian Curt- is, forsprakka Joy Division. Nú er svo komið að uppfærslu skáldsögu Martins Booth uppá hvíta tjaldið. Bókin A Very Private Gentleman kom út árið 1990 en fékk heitið The American í kvik- myndaforminu. Myndin hefst í snæviþaktri sveitasælu í Svíþjóð þar sem Jack (George Clooney) hefur það huggu- legt með vinkonu sinni. Eftir hörmulega uppákomu í sveitasæl- unni er áhorfandanum ljóst að Jack er enginn meðal-Jack. Hann er vopnasmiður og leigumorðingi að atvinnu en langar nú að setjast í helgan stein. Eins og oft er neyðist hann til að leysa eitt verkefni að lokum áður en hann getur lagt riff- ilinn á hilluna. Hann kemur sér fyr- ir í ítölskum smábæ samkvæmt fyr- irmælum og undirbýr þar lokaverk- efnið. Jack er einfari og hreint ekki manngerðin sem blandar geði við ókunnuga, eða bara nokkurn mann yfirhöfuð. En hvort sem um er að kenna löngun Jack til að breyta til eða töfrum hins ítalska smábæjar kynnist Jack þó nokkrum heima- mönnum, og þá helst prestinum séra Benedetto og vændiskonunni Clöru. Hér skal svo söguþráðurinn ekki tíundaður meira þar sem les- endur eiga ef til vill eftir að sjá myndina góðu. Já góð er hún. The American minnir um margt á gömul minni í kvikmyndasögunni, eltingarleikir um þröng stræti smábæjarins minna um margt á staðarhætti í Don’t Look Now frá 1973 þar sem umhverfið leikur stórt hlutverk og aðalleikararnir minna allir á kvik- myndastjörnur fyrri tíma. Hin oft á tíðum hæga atburðarrás og mynda- takan minna á ljósmyndabakgrunn leikstjórans og úr verða afar fal- legar tökur. Clooney er firnasterkur leikari. Það sýnir hann vel í þessari mynd. Þó framvindan sé oft á tíðum hæg er unun að fylgjast með honum í hlutverki þessa þögla manns sem vinnur það undarlega starf að smíða vopn og taka ókunnuga af lífi gegn greiðslu. Clooney hefur verið óhræddur við að takast á hendur ólík hlutverk og hefur fram að þessu sýnt að hann veldur þeim öll- um. Þá eru ótaldar aðalleikkonur myndarinnar, þær Violante Placido og Thekla Reuten. Sú síðarnefnda birtist hér í hlut- verki kameljónsins Mathilde, koll- ega Jacks. Milli þeirra ríkir spenna sem hlýtur að einkenna samskipti fólks sem hittist jafnan með full- hlaðnar byssur í vasanum. Samband þeirra Jack og Clöru (Violante Placido) er sterkt. Þau vinna bæði störf sem tilheyra út- jaðrinum, starfstéttir sem hvorki tilheyra stéttarfélögum né halda árshátíðir. Þau finna styrk hvort í öðru, Jack sækir í ástúð og um- hyggju en Clara þráir öryggi. Úr verður falleg ástarsaga þar sem hin glaðlynda og glæsilega Clara nær að lífga ögn uppá hinn oft á tíðum þumbaralega Jack. Þá er ótalin tónlistin eftir Her- bert Grönemeyer sem ljær mynd- inni klassískan blæ. Óhætt er að mæla með The Am- erican. Þetta er vönduð mynd, fag- mannlega gerð og falleg áhorfs. Áhrifamikil saga, mögnuð mynda- taka og sterkir aðalleikarar eru allt innihaldsefni sem þarf þegar útbúa á góða kvikmynd. Það tókst hér. The American Ameríkaninn er vönduð mynd, fagmannlega gerð og falleg áhorfs. Smárabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri The American bbbbn Leikstjóri: Anton Corbijn. Handrit: Row- an Joffe. Gert eftir sögu Martins Booth. Aðalhlutverk: George Clooney, Violante Placido, Thekla Reuten, Paolo Bona- celli. Bandaríkin. 105 mínútur. BIRTA BJÖRNSDÓTTIR KVIKMYND Ameríski einfarinn Rhys Ifans er bíóáhugamönnum kunnugur sem leiðinlegi lúðinn úr rómantísku gamanmyndinni Nott- ing Hill. Columbia Pictures og Mar- vel Studios munu framleiða næstu Spiderman-mynd og hafa nýlega tilkynnt að Ifans muni leika ill- mennið í þeirra útgáfu. Myndinni verður leikstýrt af Marc Webb en handritið er gert af James Vander- bilt. Tökur hefjast í desember og frumsýning er áætluð í júlí 2012 og að sjálfsögðu í þrívídd. Forstjóri Columbia Pictures sagði svo frá að eftir að hafa séð bíómyndina Anonymous, sem þeir eru að hefja sýningar á, hafi hann verið sannfærður um að Ifans væri fullkominn í djobbið. „Það er þessi ótrúlegi hæfileiki Rhys Ifans að geta tjáð bæði hlýju og óstjórnlega reiði sem gerir hann að rétta mann- inum í hlutverkið.“ Ifans fékk BAFTA-verðlaunin á sínum tíma fyrir hlutverk sitt í Notting Hill, nú er að sjá hvort hann fái verðlaun ofan í kaupið fyr- ir þessa mynd. Reuters Kónguló Rhys Ifans verður vondi karlinn í næstu Spiderman-mynd. Rhys Ifans í Spiderman SÍMI 564 0000 14 14 L L 16 L L L SÍMI 462 3500 7 L 14 L THESOCIALNETWORK kl.8 FORSÝNING BRIM kl. 5.30 THEAMERICAN kl. 8-10.30 EATPRAYLOVE kl.5.30-10 SÍMI 530 1919 12 12 16 L L GREENBERG kl.8-10.20 BRIM kl.6-8 -10 R kl.6-10 EATPRAYLOVE kl.6-9 SUMARLANDIÐ kl. 6-8 THEAMERICAN kl.5.40-10.40 BRIM kl.4-6-8 -10 EATPRAYLOVE kl.5-8-10.45 EATPRAYLOVELÚXUS kl.8-10.45 PIRANHA3D kl. 10.40 WALLSTREET2 kl. 8 AULINN ÉG 3D kl. 3.40-5.50 AULINN ÉG 2D kl. 3.40 .com/smarabio -H.G., MBL NÝTT Í BÍÓ! ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 8 STEVE CARELL Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS HHH S.V. - Mbl. Sýnd kl. 6 - 3D íslenskt tal Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.