Morgunblaðið - 13.10.2010, Side 32

Morgunblaðið - 13.10.2010, Side 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is 300 tónleikar á opinberri dagskrá há- tíðarinnar, tugir annarra aukreitis. 252 atriði, 1000 tónlistarmenn, þús- undir gesta og hundruð bransa- mógúla. Húff … er ekki bara best að sleppa þessu? Þetta er of mikið, ég veit ekkert hvað ég á að sjá, hvað ég á að gera og … Rólegur. Rólegur. Andaðu með nefinu. Vissulega er Airwaves, og tónlistarhátíðir, ekki kjörlendur fyrir fólk með valkvíða en það er alls ekki það sem leikurinn gengur út á. Málið er að marinera sig, frá toppi til táar í nokkra sólarhringa í tónlist, vera með hana í eyrunum, tala um hana, æsast og verða fyrir vonbrigðum; hlaupa upp og niður Laugaveginn til að missa ekki af hinum og þessum eða hreinlega hanga á sama staðnum all- an tímann og drekkja sér í tilrauna- kenndri raftónlist - eingöngu frá Ísa- firði. Íslenskt fyrst og fremst Einhvern veginn svona á maður að bera sig að í þessari mestu tónlist- arveislu ársins hér á Íslandi. Ég þarf ekki að fjölyrða mikið um sögu hátíð- arinnar, eða þá menningarlegt mik- ilvægi, en hátíðin er fyrir margt löngu orðinn fasti í tónlistarlífi landans. Líkt og Hróarskelduhátíðin snýst Airwaves um stemningu, fremur en að sjá þessa og þessa hljómsveit kl. 20.15 og 21.55. Þetta er eins og að fá risastóra vítamínsprautu og áhrif há- tíðarinnar klingja í kollinum í margar vikur á eftir. Hátíðin snýst fyrst og síðast um ís- lenskar sveitir, íslenska tónlist. Vit- andi að alþjóðlega tónlistar- samfélagið er með eyrun spert sýna menn jafnan á sér sínar bestu hliðar og í einhverjum tilfellum ná menn að snara upp samningi á staðnum. Erlendu sveitirnar eru þá lítt þekktar en sjóðandi heitar, og sumar hverjar á barmi þess að færa sig upp um deild. Sveitir sem hafa orðið heims- þekktar síðar (Florence and the Machine t.a.m.) hafa spilað hér á Ís- landi á sokkabandsárunum. Maður finnur fyrir því að nýjir skipuleggjendur hátíðarinnar hafa tekið hana fastatökum, og er óhætt að nurla saman höndum, fara í flippuðu strigaskóna og tjútta fram á rauða nótt undir tónvænum loftbylgjum. Í guðs bænum, marinerið ykkur … Aðfararorð Þá byrjar ballið … Amen Daníel Ágúst leggur blessun sína yfir Iceland Airwaves. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Pönkhljómsveitin Buxnaskjónar er farin að vekja athygli og mun leika á Iceland Airwaves-hátíðinni sem byrjar í dag. Buxnaskjónar gáfu út sína fyrstu plötu (EP) í fyrra í 74 tölusettum eintökum. Hún hét Þriðja heimsstyrjöldin og innihélt svo vinsamlega texta sem „Sprengj- um alla, sprengjum konur, sprengj- um kalla“. Þetta eru hjálplegir drengir sem skipa hljómsveitina og í einu laginu bjóðast þeir til að að- stoða forsetann við að fela líkið. Angist og biturð Piltarnir í hljómsveitinni eru þrír og stofnuðu þeir hana þegar þeir voru enn í grunnskóla fyrir norðan. „Já, það var bara ekkert að gera eft- ir skóla þannig að við byrjuðum að semja tónlist og það var bara rosa gaman þannig að við héldum bara áfram,“ segir Almar sem kallaður er Malli pönk. Hinir tveir piltarnir í hljómsveitinni eru kallaðir Þossi þruma og Steini skúrkur. „En núna erum við allir í Menntaskólanum á Akureyri en höldum áfram að spila og semja lög.“ Hljómsveitin gaf út sína aðra plötu núna í febrúar og nefnist hún Nýtt lýðræði. „Á þeirri plötu erum við jafnvel enn reiðari,“ segir Almar. Mikil reiði fyrir norðan? „Já, gífurleg reiði, angist, biturð og gremja.“ Eitthvað í loftslaginu? „Veturinn er kaldari, sumarið hlýrra. Öfgakenndara loftslag leiðir til öfgakenndra skapsveiflna“, segir Malli pönk. Sveinsprófið Buxnaskjónar Buxnaskjónar Öfgakennt loftslag. Sprengjum alla Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Hin vinsæla Dikta mun spila á svo- kölluðu Kölskakvöldi á Sódómu í kvöld. Dikta er líklegast vinsælasta hljómsveit landsins um þessar mundir, en ljúft popp-rokk þeirra hefur náð mjög breiðum aðdáenda- hópi síðustu árin. Ansi stirt í byrjun Meðlimir hljómsveitarinnar eru fjórir; Haukur, Skúli og tveir Jónar. Þeir eru allir æskuvinir úr Garða- bænum nema Haukur sem er af Álftanesinu, „en það er nú verðandi Garðabær, þannig að það telst með,“ segir Jón Bjarni trommuleikari Diktu. Þeir byrjuðu að spila saman á meðan þeir voru í grunnskóla og hafa haldið því áfram til dagsins í dag, semsagt ein fjórtán ár. „Það væri nú fyndið að eiga upptöku af fyrstu hljómsveitaræfingunni okkar svona til samanburðar við hvernig þetta er í dag,“ segir Jón og hlær. Dikta með ný lög Aðspurður hvernig þróunin hafi verið í tónlistinni hjá þeim og við hverju menn megi búast af nýju lög- unum þeirra segir Jón Bjarni að þeir setji sér engin markmið um hvert skuli stefna. „Kannski var meiri gredda í okkur þegar við vorum yngri, en samt finnst mér ennþá nóg af greddulögum hjá okkur. En það er örugglega meiri fágun í þessu hjá okkur í dag. En áhorfendur verða að dæma um þetta, því við komum með ný lög á þessa hátíð. Við komum allt- af með eitthvað nýtt á Airwaves og þessi hátíð hefur því verið okkur holl, hún ýtir við okkur með tón- smíðarnar,“ segir Jón Bjarni. „Svo er hátíðin bara svo rosalega skemmtileg, stemningin er svo góð, við hlökkum mikið til.“ Morgunblaðið/Eggert Stemning Hljómsveitin Dikta á Menningarnótt í Reykjavík 2010. Dikta á Kölskakvöldi Heimasveit Dikta „GEÐVEIKISLEGA FYNDIN“ - SHAWN EDWARDS, FOX-TV Frábær gamanmynd frá þeim sömu og færðu okkur “40 Year old Virgin” og “Anchorman” FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS 7 Steve Carrell og Paul Rudd fara á kostum ásamt Zach Galifianakis sem sló eftirminnilega í gegn í “The Hangover” SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI BEN AFFLECK LEIKUR BANKARÆNINGJA Í SINNI BESTU MYND TIL ÞESSA HHHH „ÞESSI LÆTUR KLÁRLEGA SJÁ SIG Á ÓSKARNUM Á NÆSTA ÁRI.“ - T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHHH “ÞETTA ER EINFALDLEGA BESTA MYNDIN SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÁRINU” - Leonard Maltin HHHH “EF ÞAÐ ER TIL MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ, ÞÁ ER ÞAÐ ÞESSI” - Boxoffice Magazine HHHH “THE TOWN ER ÞRILLER EINS OG ÞEIR GERAST BESTIR OG RÚMLEGA ÞAД - Wall Street Journal SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK Dýrin e mætt....o þau eru ek ánæg Bráð- skemmtileg grínmynd fyrir alla fjölskylduna HHH - D.H. EMPIRE SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLA BESTA SKEMMTUNIN WALL STREET 2 kl.8-10:30 L EAT PRAY LOVE kl.8 L SOLOMON KANE kl. 10:30 16 / SELFOSSI FURRY VENGEANCE kl.6 L THE TOWN kl.8 -10:30 16 ALGJÖR SVEPPI OG... kl.6 L DINNER FOR SCHMUCKS kl.8-10:10 L / AKUREYRI THE TOWN kl.6-8-10-10 16 FURRY VENGEANCE kl.6-8 L THE TOWN kl.8-10:40 VIP GOING THE DISTANCE kl.8:30 L DINNER FOR SCHMUCKS kl.6-8:15-10:30 7 ALGJÖRSVEPPIOG... kl.63D L SOLOMON KANE kl.8:15-10:40 16 AULINN ÉG m. ísl. tali kl.6 L SOLOMON KANE kl.5:50 VIP THE GHOST WRITER kl.10:40 12 / ÁLFABAKKA THE TOWN kl.8-10:10-10:40 16 FURRY VENGEANCE kl.6 L GOINGTHEDISTANCE kl.8 L ALGJÖRSVEPPIOG... kl.63D L STEP UP 3 - 3D kl.83D 7 INCEPTION kl. 10:10 12 L / KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.