Morgunblaðið - 22.10.2010, Qupperneq 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
M
enn fara í sjóinn svo
lengi sem Nauthólsvíkin
botnfrýs ekki og það
hefur aldrei gerst. Met-
ið mitt er að hafa lagst til sunds
þegar sjórinn var mínus 1,7 gráð-
ur og þá var krapi í víkinni. Upp-
lifun af slíkum kulda er nánast
ólýsanleg,“ segir Heimir Örn
Sveinsson sjósundsmaður.
Sjósund nýtur sívaxandi vin-
sælda og iðkendum fjölgar stöð-
ugt. Heimir Örn er fyrrverandi
keppnismaður í sundi. Hann byrj-
aði aftur í sundinu fyrir þremur
árum, þá eftir fimmtán ára hlé, til
að vera í góðu formi fyrir sjósund.
Iðkun sjóbaða og -sunds hér á
landi á sér langa sögu og hefð,
samanber að áður fyrr var sund
kennt í sjó hér á landi. Þá voru
sjósundshetjurnar Eyjólfur Jóns-
son, Benedikt Waage og Erlingur
Pálsson áhrifamiklir. Margir
þeirra sem stunduðu sjósund fyrr
á tíð voru lögreglumenn og löng
hefð er fyrir nýárssundi þeirra
sem 300 manns þreyttu í upphafi
þessa árs.
„Með mikilli fjölgun iðkenda
hafa sjóböð og sjósund færst úr
fámennum og einangruðum fé-
lagshópum í gróskumikla almenn-
ingsíþrótt. Þegar ég prófaði fyrst
sjósund, fyrir fimm árum, voru
ekki margir sem stunduðu sjósund
að staðaldri og hvað þá yfir vet-
urinn. Þetta var fimm til tíu
manna hópur úr garpahópi Sund-
félags Hafnarfjarðar, lögreglu-
menn og nokkrir fleiri,“ útskýrir
Heimir sem er formaður sjósund-
snefndar Sundsambands Íslands.
Sprenging í fjölda iðkenda
Sjósund er stundað um allt land
og á Reykjavíkursvæðinu við
Gróttu, Álftanes, í Hvalfirði og
víðar. Flestir fara þó í Nauthóls-
víkina. Aðstaðan þar var lengi
framan af býsna bág en hefur ver-
ið stórbætt í seinni tíð. Árið 2001
opnaði ÍTR aðstöðu þar fyrir sjó-
sundsfólk og var eins og við
manninn mælt að aðstaðan skap-
aði áhuga. Haustið 2007 var svo
ákveðið að hafa opið árið um
kring.
„Hrunshaustið 2008 varð algjör
sprenging í fjölda iðkenda og
mæta að jafnaði 100 til 150 manns
á æfingar í Nauhólsvík. Kannski
má segja að fólk hafi leitað hugg-
unar og útrásar í faðmi hafsins og
til að gleyma öllum kreppuvand-
ræðum. Enda er bannað að tala
um kreppuna í heita pottinum í
Nauthólsvík. Er svo komið að að-
staðan er að springa utan af okkur
enda er nú unnið að því hjá ÍTR
að stækka heitu pottana og setja
upp sánabað fyrir iðkendur.“
Skemmtun og heilsubót
Sjósunds- og sjóbaðsfélag
Reykjavíkur var stofnað fyrr á
þessu ári. Félagið hefur fengið
góðar undirtektir og hefur staðið
fyrir fjölda viðburða. Formaður
þess er Benedikt Hjartarson sem
á sínum tíma synti yfir Erma-
sundið. Það þótti mikið afrek og
telur Heimir það hafa átt stóran
þátt í því að auka áhuga á sjó-
sundi almennt.
Heimir segir að langstærstur
hluti þeirra sem stunda sjósund í
dag, 80-85 %, iðki það sér til
skemmtunar og heilsubótar. Hinir
eru þröngur hópur fólks sem æfir
sérstaklega til að synda lengri
sund, til dæmis Drangeyjar- og
Viðeyjarsund, þríþraut og keppa í
formlegum víðavatnssundkeppnum
sem víðar eru haldnar. Er á vett-
vangi Sundsambands Íslands nú
unnið að því að setja regluverk
um slíka sundiðkun – enda mun
það auka öryggi auk heldur sem
greinin mun öðlast vægi og fá
tímabæra viðurkenningu.
www. sundsamband.is
www. nautholsvik.is
sjor.is
sbs@mbl.is
Kappsemi Iðkendum í sjósundi hefur fjölgað mikið á síðustu misserum og Íslandsmet í fjölda þátttakenda var slegið þegar stór hópur fólks synti frá Sundahöfn og út í Viðey.
Huggun í faðmi hafs
Sjósundsfólki fjölgar stöðugt. Ólýsanleg tilfinning að synda í köldum sjónum og gott
fyrir sjóinn. Um 150 æfa að staðaldri í Nauthólsvík þar sem aðstaðan verður sífellt betri
sem á sinn þátt í mikill fjölgun iðkenda. Flestir stunda sundið sér til heilsubótar.
’
Sjósund er stundað
um allt land og á
Reykjavíkursvæðinu við
Gróttu, Álftanes, í Hval-
firði og víðar Flestir fara
þó í Nauthólsvíkina.
Garpar Sundkapparnir Heimir
Örn Sveinsson og Benedikt
Hjartarson á þangi grónum
steini í Nauthólsvíkinni eftir
góðan sprett í köldum sjónum.
Fyrir þá sem vilja stunda sjósund er
best að mæta í Nauthólsvík þar sem
yfir vetrartímann er opið í eftirmið-
daginn og í hádeginu á auglýstum
tímum. „Mikilvægt er að fara varlega
í fyrstu ferðum. Yfir vetrartímann er
sjórinn frá -1,5° til 4°. Þeir allra hörð-
ustu eru um fimm til fimmtán mín-
útur í sjónum en byrjendur hálfa til
eina mínútu,“ segir Heimir Sveins-
son.
Mesta hindrunin í sjósundi er að
komast yfir áfall vegna kulda sjávar.
Til að minnka áfallið er gott að bíða
á ströndinni til að kæla sig aðeins
niður áður. Eftir um hálfa míntútu í
köldum sjónum dofnar líkaminn og
vellíðunartilfinning kemur fram. Þeg-
ar komið er upp úr er mikilvægt að
anda djúpt inn og út til að komast
yfir sjokkið. Fara síðan í heita pott-
inn eftir tvær til þrjár mínútur.
„Mín upplifun er sú að líffæri
verða virkari og minna um vetrar-
kvef. Eftir smástund í sjónum verður
jafnvægisástand í líkamanum sem
skapar vellíðan. Háræðar dragast
saman og líkaminn dofnar. Vís-
indamennirnir kalla þetta væga of-
kælingu sem er næsta stig á undan
ofkælingu. Með sjósundi lærir þú að
þekkja betur inn á sjálfan þig og lík-
amann þinn. Það er einfaldlega stór-
kostlegt að upplifa frelsið sem felst í
því að synda í sjónum.“
Jafnvægisástand
sem skapar vellíðan
NÝ SENDING FRÁ
Skoðið yfirhafnir á laxdal.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422