Morgunblaðið - 22.10.2010, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15
Nýtt
20% afsláttur
Gildir í október
Haustið er komið!Á
ætla má að um tíundi hluti
þjóðarinnar finni fyrir and-
legum þyngslum af ein-
hverju tagi í skammdeginu.
Allflestir ná að komast í gegnum þær
hindranir sem slíku fylgja án utanað-
komandi hjálpar enda þó aðstoð
lækna og annars
fagfólks reynist
oft nauðsynleg í
hinum alvarlegri
tilvikum.
Seinna til allra
verka
„Dimmustu
vetrarmánuðirnir,
frá í nóvember og
fram í mars, þeg-
ar myrkrið grúfir
eru fólki oft erfiðir. Þetta eru ekki
endilega veikindi, frekar að ströggl
hins daglega lífs verður fólk erfiðara
úrlausnar og þá geta ýmsir áhrifa-
þættir verið undirliggjandi, svo sem
árekstrar í samskiptum, stúss í sam-
bandi við börnin, fjárhagsáhyggjur
og fleira. Í vetrarmyrkrinu magnast
einkenni af þessum völdum,“ segir
Andrés Magnússon geðlæknir á
geðsviði Landspítalans.
Skammdegisdrungi og þunglyndi
eru hvort sinn hlutirinn. Í fyrra til-
vikinu er oft um að ræða að slen er
yfir fólki og það seinna til allra verka.
Það er svo segin saga að þegar birta
tekur verður brúnin á fólki léttari og
vandamálin víkja.
Göngutúrinn er góður
„Oftast nær fólk að krafla sig sjálft
fram úr skammdegisdrungnum án
hjálpar,“ útskýrir Andrés sem segir
þunglyndi annað og alvarlegra mál.
Samkvæmt almennum skilgrein-
ingum sé fólk þá í tvær vikur eða
lengur orku- og einbeitingarlaust auk
þess að ala með sér svartsýnis- og
vonleysishugsanir. Við þessu er mik-
ilvægt að bregðast – og þá getur
notkun ljósalampa reynst vel.
„Í skammdeginu er fólki mikilvægt
að nýta birtuna. Góður göngutúr í há-
deginu gerir fólki gott, inni við ætti
fólk helst að vera í björtu húsnæði og
nota ekki dökkar gardínur í svefn-
herbergi. Þá reynist mörgum vel að
sitja við ljósalampa í svo sem klukku-
stund á dag, það er viðurkennt ráð
gegn skammdegisþunglyndi. Sumir
grípa svo til þess ráðs að fara í sól og
á suðlægari slóðir yfir veturinn og þá
hverfur þetta óyndi á skömmum
tíma,“ segir Andrés.
Birtan mörgum um megn
Þó svo að öllum almenningi finnist
skammdegismánuðirnir yfirleitt erf-
iðastir, þá er það samt sem áður svo,
að þyngstu þunglyndistilfellin koma
yfirleitt inn á geðdeildir á vorin –
þegar daginn er farið að lengja.
Mörgum reynist þá birtan um megn
og þunglyndið sækir á, þótt mót-
sagnakennt hljómi enda liggi skýr-
ingar á því ekki ljósar fyrir, að sögn
Arndrésar.
sbs@mbl.is
Í skamm-
degi er
mikilvægt
að nýta
birtuna
Myrkustu mánuðirnir eru
mörgum erfiðir. Ströggl og
daglegt líf verður erfitt.
Óyndið hverfur í ljósinu og
hreyfing gerir gott.
Andrés
Magnússon
Morgunblaðið/Golli