Morgunblaðið - 22.10.2010, Side 16

Morgunblaðið - 22.10.2010, Side 16
Brjóstsykurs- gerð og útsaumur 16 | MORGUNBLAÐIÐ Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 • www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Flottar úlpur fyrir flottar konur Stærðir 40-60 Vertu vinur á Facebook Ilmkerti í ljósbláu og bleiku. 995 krónur stykkið. Kerti hljóta að teljast til nauðsynjavara í skammdeginu enda fátt sem getur framkallað eins notalegt andrúmsloft og kertaljós. Í Ikea er hægt að fá fjöldann allan af fallegum kertum á ágætu verði. birta@mbl.is Þrefallt kerti í svartri skál. Kost- ar 995 krónur. Tíu græn kerti saman í pakka á 695 krónur. Kubbakerti í ýmsum litum. 395 krónur. Fjögur kerti í glasi kosta 595 krónur. Lugt fyrir sprittkerti kostar 3.490 krónur. Kertaljós í skammdeginu Meðal námskeiða sem í boði eru hjá Heimilisiðnaðarskólanum í vetur eru: Faldbúninganámskeið: Um er að ræða þriggja ára nám- skeiðaröð. Svuntuvefnaður: Ofið í 19. aldar svuntu að eigin vali undir hand- leiðslu kennara. Skírnarkjólar: Nemendur fullvinna kjóla undir leiðsögn kennara. Sauðskinnsskór og íleppar: Nemendur læra að gera þennan forna fótabúnað. Spjaldvefnaður: Námskeið og framhaldsnámskeið í þessari ævafornu vefnaðartækni. Prjón fyrir karla: Grunnnámskeið í helstu prjónaaðferðum. Prjóntækni-Aðferðir: Meðal aðferða sem kenndar eru má nefna perluprjón, klukkuprjón, kaðlaprjón og tvíbandaprjón. Lopapeysuprjón: Kennt að prjóna lopapeysu frá grunni. Dúkaprjón: Þátttakendur læra undirstöðuatriði í dúkaprjóni. Leðursaumur: Skorið, sniðið og saumað úr leðurbútum. Námskeið í vetur P rjónaskapur og önnur handa- vinna hefur aukist mikið hér- lendis síðustu ár og æ fleiri hafa hug á að framleiða sjálf- ir flíkur fyrir sig og sína í heima- húsum. Eins og á öðrum sviðum liggur handavinnan misvel fyrir fólki og því gott að vita fyrir þá sem telja færni sinni á þessu sviði ábótavant að fjöldi námskeiða er í boði. Heilmilisiðnaðarfélag Íslands stendur fyrir ýmiss konar nám- skeiðum fyrir þá sem vilja prjóna, hekla, vefa og sauma, og eru í boði námskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna. Soffía Magnúsdóttir er skólastjóri Heimilisiðnaðarskólans og hún segir eftirspurnina hafa aukist jafnt og þétt frá árinu 2007. „Þá héldum við ráðstefnu Samtaka norrænna heimilisiðnaðarfélaga hér á landi og höfðum fyrir það samband við ýmsar stofnanir hérlendis sem við héldum að vildu taka þátt í því með okkur,“ segir Soffía og nefnir Listaháskóla Íslands, Þjóðminjasafn- ið og kennara í grunn- og framhalds- skólum sem dæmi um samstarfsaðila. „Þema ráðstefnunnar var hvernig við gætum fært gamalt handverk til nútíðar og útkoman varð afar góð.“ Jólanámskeið í nóvember Eins og fyrr sagði er fjöldinn allur af námskeiðum í boði hjá félaginu, eða alls um 65 námskeið. „Við bjóðum meðal annars upp á ýmis jólanámskeið í nóvember, til dæmis jólavefnað, námskeið í að tálga jólasveina, náttúrukransagerð og brjóstsykursgerð furir börn og unglinga,“ segir Soffía. Áhugasamir geta haft samband við Heimilisiðnaðarfélag Íslands ef þeir vilja fræðast um námskeiðin eða skrá sig á þau. www.heimilisidnadur.is birta@mbl.is Heimilisiðnaðarfélag Íslands stendur fyrir námskeiðum fyrir fólk sem vill prjóna, sauma, vefa eða hekla. Orkeraðar stjörnur „Á námskeiðum hjá okkur er meðal annars kennd grunnaðferð við að hnýta blúndur og dúka með þar til gerðri skyttu. Orkeraðar blúndur eru t.d. notaðar framan á peysufataermar,“ segir Soffía. Vefstóll Vefnaður er meðal þess sem hægt er að læra í Heimilisiðnaðarskólanum. Í vetur er gott að hugsa um hárið. Rakagefandi sjampó og góðar næringar geta reynst hárinu vel í frosti og kulda. Body Shop kynnir nú nýjar hárvörur sem geta státað sig af því að innihalda hvorki para- ben né sílíkon og litarefni auk þess að vera umhverfisvænar. Línan er kennd við regnskóga en eitt helsta virka nátt- úruefnið í vörunum er olía úr fræjum prakaxítrés sem vex innan Amason-svæðisins í Brasilíu. Hægt er að fá ferns konar sjampó og hárnæringar í regn- skógalínunni auk þess sem ýmiss konar hármótunarvörur eru einnig fáanlegar ásamt hárnæringarúða. Hárvörur úr regnskóginum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.