Morgunblaðið - 22.10.2010, Side 18
F
rosti og vetrarkuldum er mikilvægt að verjast vel. Og það er hægt með-
al annars með kremum sem eru unnin úr góðum fáanlegum hráefnum,
til að mynda íslenskum lækningajurtum. Anna Rósa grasalæknir vinn-
ur úr slíkum jurtum sem eru handtíndar á svæðum fjarri umferð og til-
búnum áburði.
„Erlendu lækningajurtirnar sem ég vinn úr eru undantekningalaust lífrænt
vottaðar, svo sem engifer og sólhattur. Kremin innihalda öll hátt hlutfall af líf-
rænu shea-smjöri og kakósmjöri sem eru einstaklega nærandi og rakagefandi
fyrir húðina. Tinktúrurnar sérblanda ég handa hverjum og einum, segir Anna
Rósa.
Tinktúran Sólhattur og hvönn er rótsterk jurtablanda sem inniheldur líka
engifer og chili. Anna Rósa segir þessa blöndu góða til að rífa úr fólki kvef og
flensur þegar fólk er orðið veikt.
Allar jurtir í einni blöndu
„Þetta er tinktúra sem margir nota sem forvörn. Hugmyndin á bak við
þessa tinktúru kviknaði út frá því að margir eru að taka annað hvort sólhatt
eða hvönn og blanda svo saman engifer og chili í te til að losna við flensur. Mér
fannst hinsvegar tilvalið að hafa allar þessar jurtir í einni blöndu til að auka
þægindin. Í tinktúrunni eru líka garðablóðberg og valhumall en allar eru
þessar jurtir mjög þekktar lækningajurtir gegn kvefi, flensu og háls-
bólgu,“ segir Anna Rósa.
„Nauðsynlegt er að blanda þessa tinktúru út í vökva þegar hún er tekin
inn því hún er rótsterk á bragðið. Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð
grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda og
eru þær teknar inn sem fæðubótarefni. Þessi hefur fengið mjög góðar við-
tökur hjá mér og margir hafa sagt mér frá því hvað hún virki vel.“
sbs@mbl.is
Lækningajurtir nýttar
gegn vetrarkuldanum
Áhugi fólks fyrir lækningajurtum og lækningamætti þeirra hefur aukist mikið.
Morgunblaðið/Ernir
Gróður Frosti og vetrarkuldum er mikilvægt að verjast til að mynda með kremum úr íslenskum lækningajurtum, sem Anna Rósa vinnur.
18 | MORGUNBLAÐIÐ
Barnasmyrslið
Gott á kuldaútbrot á kinnum á krökkum. Hægt að nota sem
varasalva fyrir börn, á þurrkubletti og barnaexem. Unnið úr
morgunfrú, arfa og kamillu.
24 stunda kremið
Rakagefandi og nærandi fyrir andlitið og hentar sérstaklega vel
til að vernda gegn kulda. Gott fyrir útivistarfólk og þurra og
þroskaða húð. Sárasmyrslið hefur slegið í gegn til að græða sár,
sprungur og þurrkubletti. Margir nota það sem varasalva og á
frunsur og því tilvalið að nota það á veturna.
Græðikremið
Vinsælt fyrir exem og sóríasis en það er vel þekkt að þessir húð-
kvillar versna oft mikið í kulda og frosti.
Rauðsmári og gulmaðra
Fyrir exem og sóríasis sem margir taka að
staðaldri. Grasalæknar ganga út frá þeirri
kenningu að það sé nauðsynlegt að fást við
exem og sórísais innvortis líka, ekki bara út-
vortis með kremum.
www.annarosa.is
Urtameðul Önnu Rósu
Árleg bólusetning gegn inflúensu er hafin hjá
heilsugæslustöðvum víða um land.
Samkvæmt upplýsingum á vef Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins er öllum yfir sextugt ráð-
lagt að láta bólusetja sig og einnig börnum og
fullorðnum á öllum aldri sem þjást af lang-
vinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifr-
arsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og
öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
Þá er starfsfólki hvers kyns heilbrigðisþjón-
ustu jafnframt ráðlagt að fá bólusetningu. Þeir
sem tilheyra einhverjum af ofangreindum hóp-
um fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu, en aðrir
greiða fyrir það 1.000 krónur. Allir þurfa þó að
greiða komugjald á heilsugæsluna, þar sem
bólusetningin fer fram.
Veirusýning
Bólusett er gegn inflúensu en það er veirusýk-
ing sem einkennist af háum hita, þurrum hósta,
höfuðverk, beinverkjum, oft með hálssærindum
og nefrennsli.
Árviss faraldur af völdum inflúensu A og oft-
ast einnig af völdum inflúensu B hefst oft í des-
ember eða janúar, en gera verður ráð fyrir að
upphaf inflúensufaraldurs geti verið frá október
til mars, segir meðal annars á vef Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Morgunblaðið/Ómar
Hiti, hósti og
höfuðverkur
Kvef Árlega veikjast margir af inflúensu.
Bólusetning gegn innflúensu
hafin á heilsugæslustöðvum