Morgunblaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ | 19 Á hugi á enska fótboltanum er mikill og margir fara utan á hverjum vetri til að fylgjast með leik eða leikj- um sinna uppáhaldsliða. „Ferðir á enska boltann hafa dregist saman síðustu tvö árin. Það er enn mikill áhugi fyrir enska boltanum enda stemningin á leikjum þar einstök svo jafnvel fólk með takmarkaðan fótboltaáhuga hrífst með og skemmtir sér konunglega,“ segir Hörður Hilmarsson fram- kvæmdastjóri ÍT ferða. Fyrirtæki Harðar býður fjöl- breytt úrval utanlandsferða árið um kring; í rauninni allt nema hefðbundnar sólarlandaferðir. Liv- erpool og Man. Utd. eru lang- vinsælustu félögin sem helst í hendur við að flestir héðan sækja leiki þeirra liða. Einu sinni á vetri „Jafnvel þegar illa gengur, eins og hjá Liverpool FC undanfarið, þá eru stuðningsmennirnir tryggir og vilja heimsækja Anfield, að minnsta kosti einu sinni á vetri. Sama má segja um Man. Utd. og Old Trafford. Arsenal er einnig mjög vinsælt og sömuleiðis Chelsea og reyndar eiga mörg ensk félög dyggan hóp stuðnings- manna á Íslandi, þótt ferðir þeirra á leiki í Englandi séu ekki eins al- gengar og þeirra tveggja vinsæl- ustu,“ segir Hörður. Það þarf þó ekki endilega að fara á Anfield eða Old Trafford til að komast á skemmtilegan leik í Englandi. Hörður segir að oftast sé einfaldara og ódýrara að útvega miða á leiki Bolton, Everton, New- castle og fleiri félaga, jafnvel þeg- ar þau leika gegn einu af hinum fjórum stóru, þ.e. Arsenal, Chelsea, Liverpool FC og Man. Utd. Megi þar nefna ferð til New- castle 4. til 7. febrúar næstkom- andi þegar heimamenn taka á móti Arsenal. Newcastle sé auk heldur mjög lífleg borg sem gaman er að heimsækja, ekki síður en Man- chester og Liverpool. Bítlar og bolti Árshátíðarferðir fyrirtækja og alls kyns félagahópa til útlanda hafa nánast lagst af, eftir efna- hagshrunið. Þess í stað er hjá ÍT ferðum lögð aukin áhersla á tón- leikaferðir, sögu- og menning- arferðir og sérferðir. Raunar er reynt að setja sitthvað í pakkann – svo sem leik í enska boltanum, tónleikar eða annað skemmtilegt sem er í boði þá helgi sem viðkom- andi ferð er sett á. Þannig er í vet- ur á dagskrá Bítla- og boltaferð til Liverpool, með Óttari Felix Haukssyni og ferð í svipuðum anda til Manchester á vormán- uðum; það er sameinaðar bolta- og tónleikaferðir án þess að kaupa þurfi miða á hvort tveggja. www.itferdir.is sbs@mbl.is Boltaferðirnar hitta beint í mark Utanferðir landans eru með breyttum brag. Margir fara þó út á hverjum vetri, til dæmis í fótboltaferðir til Englands sem þykja ein- stök skemmtun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðalangar Starfmenn ÍT-ferða, frá vinstri talið Fannar Helgason, Hannibal Hauksson og Hörður Hilmarsson. sunneva Íslenskar mokkaflíkur Sunneva Design Skúlatúni 4, Sími 899 3241 sunnevadesign.com „Þegar kólnar fer kemur fólk hingað inn, ef til vill rjóðara í kinnum en venjulega, stoppar lengur og vill kannski rólegri tónlist en alla jafna,“ segir kaffibarþjóninn Sonja Grant sem ásamt Ingibjörgu Jónu stafrækir Kaffismiðju Íslands sem er við Kára- stíg í Reykjavík. Sonja hefur getið sér gott orð sem einn fremsti og besti kaffibarþjónn þjóðarinnar og hafa drykkir hennar skorað hátt. „Kaffi latte er alltaf vinsælt og þegar líður nær jólum verður eftir- sóttara að fá slíkt kaffi með auka- bragði eins og kanil, negul eða appel- sínu. Þá er macchiató vinsælt – tvöfaldur expressó með mjólkur- froðuhatti,“ segir Sonja sem finnur þess strax merki að kaffiáhugi land- ans hafi vaxið – nú þegar kólna tók á haustdögum. Chai er drykkur sem bruggaður er í eldhúsi Kaffismiðjunnar, en hann þarf þriggja tíma suðu á lægsta straumi. „Við setjum sitt lítið af hverju í pottinn; svo sem sojamjólk, Oolong-te, kanil, vanillu. Og þetta drekka allir og er ekki síst vinsælt meðal ófrískra kvenna,“ segir Sonja. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Kaffikonur Sonja Grant og Ingibjörg samstarfskonar hennar. Heitir kaffidrykkir og rjóðari kinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.