Morgunblaðið - 22.10.2010, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.10.2010, Qupperneq 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ F jalla- og jeppamenningin hef- ur verið í mikilli þróun á undanförnum árum og þá ekki síst vetrarferðir. Mér finnast þær jafnvel skemmtilegri en ferðalög að sumrinu til enda er óvissan og ögranirnar meiri,“ segir Snorri Ingimarsson, jeppamaður og verkfræðingur. Mikil gróska í sportinu Þúsundir Íslendinga stunda jeppaferðir yfir vetrartímann. Hef- ur verið mikil gróska í því sporti undanfarna áratugi þó heldur minni sl. tvö ár. Bílarnir verða stöðugt betri og sífellt er verið að prófa nýja hluti. Mörg verkstæði eru sérhæfð í jeppabreytingum enda þótt merk- ustu nýjungarnar komi jafnan fram hjá þeim sem fást við breytingar heima í bílskúr. „Ég er núna á Nissan Patrol sem er á 44 tomma dekkjum auk þess sem búið er að færa til afturhás- ingu, klippa úr brettum og breyta ýmsu fleira sem þarf til að ná sem mestu út úr bílnum. Jafnframt er aukamillikassi í bílnum eða nokkurs konar skriðgír sem kemur sér af- skaplega vel í snjóakstri, til dæmis í blota og brekkum. Á þeim átta ár- um sem ég hef átt þennan bíl eru komnir enn stærri og aflmeiri bílar sumir á allt að 54 tomma dekkjum,“ segir Snorri sem er einmitt að und- irbúa smíði á einum slíkum. Jöklarnir féllu einn af öðrum Lengi man til lítilla stunda. Fyrir um fjörutíu árum var Snorri með pabba sínum og bróður á leiðinni austur í sveitir um Lyngdalsheiði þar sem Austin Gipsy-jeppinn sem þeir voru á festist í snjóskafli. Bílinn náðist upp eftir svolítið bras sem aftur varð til þess að vekja áhuga Snorra á vetrarferðum til viðbótar við bíladelluna sem hann ungur tók. „Fyrsta alvöruvetrarferðin á jeppa sem ég fór í var um páskana árið 1982. Þá fórum við nokkrir fé- lagar inn á Hveravelli og þaðan svo áfram suður fyrir Hofsjökul, með Arnarfellsmúla í Nýjadal og svo suður Sprengisandsleið til byggða. Í páskaferð árið eftir var farið norður Kjöl og 1984 renndum við okkur norður fyrir Hofsjökulinn og þá leiðina á Sprengisand. Á þjóðhátíð- ardag sama ár, 1984, fórum við fyrstir allra á jeppum inn í Gríms- vötn á Vatnajökli. Upp úr því féllu jöklarnir einn af öðrum fyrir jeppa- ferðamönnum og jöklaferðir á jepp- um hafa verið mikið stundaðar síð- an,“ segir Snorri og nefnirþar sérstaklega að vinsælt hafi verið meðal jeppamanna seinniárin að aka um Langjökul síðari hluta vetr- ar – og fara þá leiðina á Hveravelli. Þursaborgir og Sólkatla „Skemmtilegast hefur mér fund- ist að leggja upp af Lyngdalsheiði, milli Laugarvatns og Þingvalla, og taka þar beina stefnu að jöklinum. Fara að Þursaborgum sem eru á jöklinum miðjum. Algengast er að fara áfram norður eftir jöklinum en skemmtilegt afbrigði er að fara nið- ur á Sólkötlu og þaðan áfram þvert yfir Kjalveg og í Kerlingarfjöll,“ segir Snorri og bætir við að vetrar- ferðir jeppamanna hafi að sinni hyggju haft góð áhrif á ferða- mennskuna almennt. Þegar landið sé ein alhvít snjóbreiða séu leiðirnar greiðar og hægt að komast hvert á land sem er. „Þetta hefur svalað þeirri land- nemaþörf sem býr með hverjum einasta jeppamanni. Gefið þeim kost á að kynnast nýjum slóðum en löng- un til þess held ég að búi í flestum,“ segir Snorri sem undirstrikar mikil- vægi þess að farið sé fram af for- sjálni. Þegar ekið sé um jökla sé nauðsynlegt að fara eftir þekktum leiðum og kanna hvernig snjóalög eru yfir sprungum hverju sinni. Slys í giljum og dölum Starf Ferðaklúbbsins 4x4 er öfl- ugt og þar eru í deiglunni mörg mál sem meðal annars snúa að vetr- arferðum. Á árlegum landsfundi klúbbsins sem nýverið var haldinn í Kerlingarfjöllum var meðal annars farið yfir mál er snúa að umhverf- ismálum og ferðafrelsi, Evrópu- reglum um jeppabreytingar og rekstur þeirra skála sem lands- byggðadeildir eiga víðsvegar um há- lendið. Fjarskiptamál voru rædd en NMT-kerfi símans er nú aflagt. GSM-kerfið þykir ágætt til síns brúks en vandamál eru við notkun þess vegna þess að erfitt er að fá GSM-símtæki sem duga og svo eru dreifikerfi símafyrirtækjanna tveggja ekki samtengd þannig að helst þarf að hafa tvö kort, bæði frá Símanum og Vodafone, með í för. Auk þess er virkni GSM-kerfanna ekki jafn víðfeðm og ætla mætti við fyrstu sýn og víða eru dauðir punkt- ar. „Þetta er mjög bagalegt því stað- reyndin er sú að slysin verða eink- um og helst á dauðu blettunum; of- an í giljum og dölum þar sem ekki er símasamband,“ segir Snorri sem telur mikilvægt að efla fjar- skiptanetið – hvort heldur er síma- eða talstöðvakerfi. Í raun sé lífs- spursmál fyrir jeppamenn og fjalla- ferðir þeirra á veturna að þessi mál séu í lagi. Í vetrarferðum geti orðið snögg veðrabrigði og þá er mönnum mikilvægt að geta komið frá sér neyðarboðum bregði eitthvað út af. Rætt var um að efla VHF- endurvarpakerfi klúbbsins til neyð- arfjarskipta, ef það verður sam- tengt og vaktað mun líklega verða til eitt öflugasta neyðarfjar- skiptakerfi landsins fyrir almenn- ing. Á fjöllum Jeppi við skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi. Svæðið hefur lengi freistað jeppafólks og eldgosið í fyrra dró svo sannarlega ekki úr þeim áhuga. Vetrarferðir fyrir landnemana Jeppamenn leggja landið að fótum sér yfir vetrartímann. Sigra jöka á æ betri bílum. Mikil upplifun. Fjarskiptamálin eru í brennidepli meðal fjallakarla. Áning Notalegt nestisstopp í fjallaferð undir bláhimni og í blíðskaparveðri á fjöllum. Ljósmynd/Úr einkasafni Bílar Jeppar og fólk undir Goðasteini, sem er hæsta bungan á Eyjafjallajökli, ári fyrir eldgosið. Fjallamaður Snorri Ingimarsson hefur stundað jeppaferðir lengi. ’ Ég er núna á Nissan Patrol sem er á 44 tomma dekkjum auk þess sem búið er að færa til afturhásingu, klippa úr brettum og breyta ýmsu fleira sem þarf til að ná sem mestu út úr bílnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.