Morgunblaðið - 27.10.2010, Page 8

Morgunblaðið - 27.10.2010, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2010 Steingrímur J. Sigfússon sagðist„hafa fullt umboð“ til að halda áfram að styðja aðlögunarviðræður að Evrópusambandinu.    Samfylking-armenn telja sig einnig augljóslega „hafa fullt umboð“ til að hæðast að al- mennum fé- lagsmönnum Vinstri grænna eftir málefnaþing þeirra, þar sem rætt var um Evrópumál og Stein- grímur og lið hans fór mjög halloka.    Össur Skarphéðinsson, sá sem vél-aði VG til að ljá máls á því að svíkja sínar helstu hugsjónir fyrir að- gang að ríkisstjórnarborði, líkti þeim við vitleysinga í útvarpsþætti nýlega.    Og það má til sanns vegar færa aðforystumenn VG voru svo græn- ir og lítt til vinstri að þeir trúðu því að þeir þyrftu að borga með sér fúlgur fyrir að tryggja Samfylkingunni áfram valdaðstöðu í ríkisstjórninni sem Samfylkingin hefði aldrei gefið frá sér. Þess vegna var allt það svikið sem af mestum þrótti hafði verið lof- að áður.    Þannig virtist það að minnsta kostivera.    En nú skrifa samfylkingarmenn-irnir að Steingrímur J. og Árni Þór vilji innst inni ganga í ESB, þótti þeir „þori ekki“ að viðurkenna það.    Þeir eigi því að herða upp hugannog yfirgefa „vinstri sósíal- istabælið“ eins og þeir samfylking- armenn orða það nú og ganga til liðs við Samfylkinguna að formi til, þar sem þeir hafi gert það að efni til í hjarta sínu.    Getur þetta verið rétt? Steingrímur J. Sf gerir spé að VG STAKSTEINAR Veður víða um heim 26.10., kl. 18.00 Reykjavík 6 léttskýjað Bolungarvík 2 rigning Akureyri 1 súld Egilsstaðir 4 alskýjað Kirkjubæjarkl. 5 léttskýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 9 alskýjað Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 heiðskírt Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 1 léttskýjað Lúxemborg 7 heiðskírt Brussel 8 heiðskírt Dublin 16 skýjað Glasgow 15 skúrir London 11 skúrir París 11 heiðskírt Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 6 skýjað Vín 7 skýjað Moskva 7 skýjað Algarve 22 heiðskírt Madríd 20 heiðskírt Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 skúrir Aþena 21 heiðskírt Winnipeg 11 skúrir Montreal 10 alskýjað New York 20 heiðskírt Chicago 15 skýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:56 17:29 ÍSAFJÖRÐUR 9:11 17:23 SIGLUFJÖRÐUR 8:54 17:06 DJÚPIVOGUR 8:28 16:56 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Heimreiðinni að bænum Núpsstað í Fljótshverfi hefur verið lokað með stórum steinum og járnkeðju þar sem stendur á skilti: „Öll umferð bönnuð.“ Eigandi jarðarinnar, Hannes Jónsson, ferðaþjónustu- bóndi á Hvoli í Skaftárhreppi, ákvað að loka heimreiðinni þar sem engin varsla eða eftirlit er tryggt við bæ- inn, auk þess sem umgengni ferða- manna um staðinn hefur að hans sögn verið mjög slæm. Engin búseta hefur verið á Núpsstað eftir að Filippus Hann- esson, móðurbróðir Hannesar, lést fyrr á þessu ári en hann bjó lengi á bænum ásamt bróður sínum, Eyj- ólfi, sem lést fyrir fáum árum. Hefur Núpsstaður löngum verið vinsæll áningarstaður ferðafólks og bærinn t.d. verið eftirsótt myndefni með Lómagnúp í baksýn. Þjóðminjasafnið hefur haft bænhúsið á Núpsstað í sinni vörslu frá árinu 1957. Starfsmaður á vegum safnsins var þar í sumar við gæslu og leiðsögn en safnið hafði einnig frumkvæði að því að koma upp snyrtiaðstöðu á staðnum fyrir ferða- menn sem heimsækja Núpsstað. Þá lagði ríkissjóður fyrir nokkrum ár- um til 60 milljóna króna styrk í við- gerðir á bæjarhúsunum, sem unnar voru undir stjórn Þjóðminjasafnsins en í samráði við Núpsstaðarbræður. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður segist í samtali við Morgunblaðið vænta áframhaldandi góðs samstarfs við nýja eigendur Núpsstaðar, enda þannig ávallt ver- ið frá því bænhúsið komst í vörslu safnsins á 6. áratug síðustu aldar. Lítur Margrét svo á að bænhúsið sé á ábyrgð safnsins en önnur hús á staðnum séu í eigu landeiganda. „Nú er kominn nýr eigandi og ég vænti þess að gott samkomulag verði við hann um framtíðaraðgengi að staðnum, sem og við sveitarfélag- ið,“ segir Margrét og bendir á að á Núpsstað séu merkar þjóðminjar sem þurfi að varðveita og halda við. Það sé hins vegar alfarið ákvörðun landeigandans hvernig móttöku ferðamanna á staðnum sé háttað. Telur bænhúsið ekki þing- lýsta eign Þjóðminjasafnsins Hannes Jónsson á Hvoli segir við Morgunblaðið að um einkaeign sé að ræða og ekki sé sjálfsagt mál að hafa opið aðgengi að Núpsstað án nokkurs eftirlits. Dæmi séu um að ferðafólk hafi gengið örna sinna á bak við bæjarhúsin og skilið eftir sig rusl og annan úrgang. „Ég átti engan annan kost en að loka heimreiðinni. Þjóðminjasafnið útvegaði starfsmann þarna í sumar en sjálfur á ég heima á Hvoli skammt frá þar sem ég hef verið að byggja upp ferðaþjónustu. Ég hef ekki tök á því í augnablikinu að setj- ast að á Núpsstað þó ég hafi samt fullan hug á því, auk þess sem húsin eru vart íbúðarhæf.“ Varðandi bænhúsið bendir hann á að ekki séu til þinglýstir pappírar um eign Þjóðminjasafnsins á því. Þúsundir ferðamanna hafi gegnum árin átt leið um Núpsstað án þess að ábúendur hafi haft af því nokkrar tekjur. Eingöngu í sumar megi telja að hátt í 30 þúsund manns hafi farið um Núpsstað og enginn staður þoli slíka umgengni án þess að hafa einhverja stjórn á henni. „Á Núpsstað er ekkert annað að gerast en hefur viðgengist víða um land í allt of miklum mæli, það er ókeypis aðgengi ferðaþjónustuaðila að þekktum stöðum. Þegar framtíð Núpsstaðar hefur borið á góma í samtölum við opinbera aðila þá hafa þeir litið niður á jörðina og sagt enga peninga vera til núna,“ segir Hannes en að hans sögn hafa engar viðræður átt sér stað til þessa um framtíð staðarins við opinbera aðila. Ekki einfalt mál Þórður Tómasson, safnvörður Byggðasafnsins í Skógum, segir það miður að aðgangi að Núpsstað hafi verið lokað en málið sé ekki einfalt. Ekki gangi upp að hafa aðgang op- inn nema hafa einhvern á staðnum til að taka á móti fólki. Spurningin sé aðeins hvernig og hver eigi að tryggja fjármagn til verksins. Þórð- ur segist hafa fullan skilning á þeirri ákvörðun landeigandans að loka heimreiðinni á meðan varsla á Núps- stað er ekki tryggð árið um kring. Brýnt sé að halda áfram endur- bótum á húsunum. Hlutaðeigandi aðilar þurfi að komast að einhverju samkomulagi um framhaldið. Hjá Skaftárhreppi fengust þau svör að engin formleg erindi hefðu borist um aðkomu að málum á Núps- stað, enda hefði hreppurinn enga heimild til þess að fyrra bragði þar sem um einkaeign væri að ræða. Lokað heim að Núpsstað  Landeigandi Núpsstaðar hefur lokað heimreiðinni að bænum  Bænhúsið í vörslu Þjóðminjasafnsins  Þjóðminjavörður væntir samstarfs við landeiganda Núpsstaður Ferðamenn geta ekki ekið heim að Núpsstað vegna vega- tálma á heimreiðinni. Tugþúsundir manna hafa sótt bæinn heim árlega. Bænhúsið á Núpsstað hefur síð- ustu árin verið í vörslu Þjóð- minjasafnsins. Það var friðlýst árið 1930, fyrst allra húsa á Ís- landi, og var svo endurgert og bætt upp úr miðri síðustu öld. Var bænhúsið tekið til kirkju- legra nota árið 1961, að því er fram kemur á vef Þjóðminja- safnsins. Bærinn hefur löngum verið mikið aðdráttarafl ferðamanna, einkum bænhúsið og útihúsin, og fyrrverandi ábúendur öm- uðust ekki við heimsóknum fólks að bænum. Filippus Hann- esson bjó lengst allra Núpsstaðarsystkina á bænum en hann lést í maí sl., á 101. ald- ursári. Friðlýst 1930 BÆNHÚSIÐ Á NÚPSSTAÐ Bænhúsið á Núpsstað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.