Morgunblaðið - 27.10.2010, Side 17

Morgunblaðið - 27.10.2010, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2010 Vel búinn á fleygiferð Það er engu líkara en að þessi ungi hjólreiðakappi hjóli á ógnarhraða gegnum haustlaufin sem liggja á víð og dreif á stígunum í Laugardalnum. Golli Stórisannleikur opnaðist nýlega fyrir utanríkisráðherra, Össuri Skarphéð- inssyni, að því er fram kom í fréttum í vik- unni. Svo virtist sem hann væri farinn að átta sig á því að er- lenda fjárfestingu þyrfti í íslensku at- vinnulífi. Í Evrópu- sambands-andakt sinni fór hann yfir reynslu Maltverja, Kýpurbúa, Slóv- ena og Slóvaka eftir inngöngu þess- ara þjóða í Evrópusambandið árið 2004. Þar hefði erlend fjárfesting tvöfaldast í kjölfarið og sú fjárfest- ing hefði að mestu leyti komið frá öðrum Evrópusambandsríkjum. Því væri réttast fyrir Íslendinga að ganga í Evrópusambandið og myndu þá allar dyr ljúkast upp og erlent fjármagn flæða um landið. Handhafa þessa stórasannleiks gleymist reyndar að síðan 1994 höf- um við Íslendingar verið með sér- stakan samning við Evrópusam- bandið, EES-samninginn, sem gerir stöðu okkar allt aðra en þessara landa gagnvart erlendri fjárfest- ingu. Engar hömlur hafa verið á fjárfestingu evrópskra fyrirtækja í atvinnulífi á Íslandi ef sjávarútveg- urinn er undanskilinn, en um hann gilda sérstakar reglur um þetta efni. Það sem ræður áhuga erlendra aðila á fjárfestingu hérlendis eru þau skilyrði sem við sköpum í rekstri fyrirtækja. Þar á meðal er skattastefna, stefna í nýtingu orku- auðlinda og almennt vilji stjórn- valda til að greiða fyrir erlendri fjárfestingu í íslensku atvinnulífi. Það eru þessi atriði sem ríkisstjórn Össurar Skarphéðinssonar hefur tekist að koma í uppnám. Hér ríkir pólitískur óstöðugleiki sem birtist í grundvallarágreiningi í ríkisstjórn- arflokkunum um hvert skuli stefna í þessum mikilvæga málaflokki. Ekk- ert eitt atriði hefur skaðað sam- keppnishæfni okkar meira gagnvart erlendri fjárfestingu. Heldur utan- ríkisráðherrann að reglulegt uppþot í ríkisstjórnarflokkunum hafi engin áhrif á áhuga erlendra aðila á fjár- festingu hér? Er handhafi stóra- sannleiks búinn að gleyma öllu rugl- inu í ríkisstjórninni í kringum Magma-málið? Það upphlaup leiddi ekki til neins annars en að skaða orðspor okkar á erlendum vettvangi. Nú er staðan því miður þannig að það forskot sem við kunn- um að hafa haft í þess- um málum er orðið að Akkilesarhæl í sam- skiptum okkar við er- lenda fjárfesta. Það er mikill misskilningur hjá Össuri Skarphéðinssyni ef hann heldur að aðild okkar að Evrópu- sambandinu leysi öll mál í þessu sambandi. Það þarf fyrst og fremst viðhorfsbreytingu hjá ríkisstjórn- inni og innan ríkisstjórnarflokk- anna. Þegar samstaða verður komin á innan ríkisstjórnarinnar og fulltrúar okkar geta farið að gefa skýr svör um hver áform okkar eru hvað erlenda fjárfestingu varðar, þ.a.m. í orku- og stóriðjumálum, þá fyrst er einhver von um að við okk- ur verði talað. Þegar iðnaðarnefnd Alþingis fékk fyrir stuttu á sinn fund fulltrúa þeirra stofnana sem hafa með að gera samskipti við áhugasama erlenda fjárfesta fyrir okkar hönd var það samdóma álit þeirra að áhuginn fyrir Íslandi hefði sennilega aldrei verið meiri en nú um stundir. Það er eðlilegt, hér er hagstætt að fjárfesta meðan gjald- miðillinn er svo veikur sem raun ber vitni. En pólitískur stöðugleiki verð- ur að vera fyrir hendi til að þessir aðilar treysti sér til að ganga alla leið, en sú er ekki raunin. Össur verður því að líta sér nær í ESB- draumum sínum, því enn og aftur blasir það við öllum að vandamálið er ríkisstjórnin, sem hann á svo ríka aðild að. Eftir Jón Gunnarsson »Hér ríkir pólitískur óstöðugleiki sem birtist í grundvall- arágreiningi í rík- isstjórnarflokkunum um hvert skuli stefna í þess- um mikilvæga mála- flokki. Jón Gunnarsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi. Össur, líttu þér nær Um þessar mundir standa yfir samn- ingafundir strandríkj- anna fjögurra sem stunda makrílveiðar á Norðaustur-Atlants- hafi, Íslands, Fær- eyja, Noregs og Evr- ópusambandsins. Niðurstaða er ekki fengin um stjórn mak- rílveiða á næsta ári en það er mikilvægur áfangi að þessi nágrannaríki fundi nú á jafnræð- isgrundvelli og leiti sameiginlegrar niðurstöðu. Ástæða er til að fagna því enda hafði Ísland krafist þess að taka þátt í viðræðunum með hinum strandríkjunum allt frá 1999. Tvær milljónir tonna af fæðu Atlantshafsmakríll var þekktur við Ísland alla 20. öldina og er t.d. talinn hafa verið hér við land í tals- verðu magni á hlýskeiði um miðja öldina. Hrygningarstöðvar hans eru í hafinu norður af Bretlandi og ná austur undir Noreg. Í sum- argöngum leitar makríllinn í norð- ur eftir æti og á undanförnum ár- um hefur hann gengið í íslensku efnahagslögsöguna í sívaxandi mæli. Makrílafli íslenska fiskiskipaflot- ans árið 2006 var 4.200 tonn. Síðan þá hefur hann aukist jafnt og þétt með vaxandi göngum makrílstofnins á Íslandsmið. Hann var 36 þúsund tonn árið 2007, 112 þúsund árið 2008 og 116 þúsund 2009. Afla- hlutur Íslands á þessu ári er 130 þúsund tonn eða um 17% af sam- anlögðum aflahlutum strandríkj- anna fjögurra. Þess ber að geta í þessu samhengi að samkvæmt sam- eiginlegum rannsóknum Íslands, Færeyja og Noregs kom rúm millj- ón tonn af makríl inn í íslensku lög- söguna á fæðuöflunartímanum í ár en það samsvarar 20-25% af stofn- inum. Hafrannsóknastofnunin áætl- ar að makríllinn hafi aukið þyngd sína um 25-30% í lögsögunni. Það er því varlegt að áætla að fæðunám hans innan íslensku lögsögunnar á þessu ári hafi numið um 2 millj- ónum tonna. Hafréttarsamningur SÞ tekur af öll tvímæli um rétt Íslands sem strandríkis til veiða á makríl. Þeim rétti fylgir sú skuldbinding samkvæmt sama samningi og úthafs- veiðisamningnum að starfa saman að verndun stofnsins og stjórnun veiða úr hon- um. Strandríkjunum fjórum er skylt að leita samkomulags um heildstæða stjórnun veiðanna til að tryggja sjálfbærni þeirra og þau bera hér sameiginlega ábyrgð. Sú afstaða Íslands að krefjast þátttöku í við- ræðum um makrílveiðar var því ábyrg afstaða strandríkis til veið- anna enda á Ísland mikið undir skynsamlegri nýtingu á stofni sem er ekki bara verðmæt auðlind fyrir þjóðina heldur einnig stór þátttak- andi í lífríkinu í kringum landið og hefur hér margvísleg áhrif. Í september sl. réðist fram- kvæmdastjórn ESB, með sjáv- arútvegsstjórann Mariu Damanaki í broddi fylkingar, á Ísland og kenndi makrílveiðum íslenskra og einnig færeyskra skipa um að heildarveiðarnar færu fram úr þeim heildarafla sem ICES hefði ráðlagt fyrir þetta ár. Fram- kvæmdastjórnin endurtók ásakanir sínar með bréfi nú í byrjun októ- ber og klykkti út með lítt dulbúinni hótun um að tengja málið öðrum óskyldum tvíhliða málum Íslands og ESB. Þessu til áréttingar und- irrituðu bréfið, auk sjávarútvegs- stjórans, stækkunarstjóri ESB og framkvæmdastjóri viðskiptamála. Hið rétta í málinu er að strand- ríkin náðu ekki samkomulagi um skiptingu heildarafla á makríl fyrir árið 2010. Af þeim sökum tóku þau hvert fyrir sig ákvörðun um afla- hlut sinn á þessu ári. Hlutur Ís- lands af samanlögðum aflahlutum strandríkjanna er um 17% eins og áður segir og tekur hann mið af stóraukinni göngu makrílsins í ís- lenska lögsögu og fæðunámi hans þar. Ljóst er að ekki fær staðist að varpa ábyrgðinni á Ísland og Fær- eyjar fyrir að heildarveiðarnar fari fram úr ráðlögðum heildarafla, enda er ábyrgð ESB og Noregs þar engu minni. Kjarni málsins er sá að öll strandríkin þurfa að leggja sitt af mörkum til að tryggja að heildarveiðarnar fari ekki fram úr því sem sjálfbært get- ur talist. Í svarbréfi mínu og utanrík- isráðherra til ESB komum við þessari afstöðu okkar skýrt á framfæri og höfnuðum því jafn- framt að reynt væri að tengja makrílmálið öðrum óskyldum mál- um, enda væri með því gefið hættulegt fordæmi fyrir fiskveiði- samninga almennt. Samstaða, fullveldi og fagmennska Þrjú atriði hafa skipt miklu við hagsmunagæslu Íslands í þessu máli eins og öðrum fiskveiðimálum á alþjóðavettvangi. Í fyrsta lagi hefur ríkt alger samstaða á hinum faglega og pólitíska vettvangi og einnig innan stjórnsýslunnar í mál- inu. Nýlegar umræður um málið á Alþingi endurspegla mjög vel þessa samstöðu og fyrir það ber að þakka. Samstarf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og utan- ríkisráðuneytisins í málinu hefur verið með miklum ágætum. Í öðru lagi hefur þjóðréttarleg staða Íslands skipt miklu. Hags- munagæsla landsins er í höndum íslenskra stjórnvalda og Ísland hefði ekki sambærilega stöðu til sinnar hagsmunagæslu innan ESB. Í þriðja lagi hefur faglegt og öfl- ugt ráðuneyti í málaflokki sjáv- arútvegsmála verið forsenda fyrir því að skapa Íslandi samningsstöðu í málinu. Fyrir forystuþjóð í sjáv- arútvegi er það metnaðarmál að hafa yfir því afli að ráða. Gjaldeyr- istekjur Íslendinga af makrílveið- um á þessu ári nema um 15 millj- örðum króna og talar það sínu máli um þá fjárhagslegu hagsmuni að hér sé vel og faglega staðið að mál- um. Eftir Jón Bjarnason » Samstaða, fullveldi og fagmennska eru þau þrjú atriði sem mestu skipta við hags- munagæslu Íslands í þessu máli eins og öðr- um fiskveiðimálum … Jón Bjarnason Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Makrílveiðar Íslendinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.