Morgunblaðið - 27.10.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2010
Dýrahald
Kanína óskar eftir heimili
Ég er að flytja erlendis og óska því
eftir góðu heimili fyrir kanínuna mína.
Hún er gæf og finnst gott að láta
klappa sér. Leita einnig að
ferðabúrum fyrir kött og hund. Hafið
samband í síma 867 0722.
Húsnæði óskast
Vil kaupa hús af byggingaraðila
Óska eftir að kaupa einbýli eða
raðhús af byggingaraðila gegn 100%
láni til 10 ára. Húsið þarf að vera
tilbúið til innréttinga, eða nálægt því.
Sími 697 9557.
Lítil íbúð óskast -
skammtímaleiga Reyklaus og
reglusöm miðaldra hjón óska eftir
lítilli og ódýrri íbúð á höfuðb.svæðinu
í 2 – 3 mánuði. Íbúðin þarf helst að
vera án húsgagna.
Sími 8663946.
Til sölu
Ódýr blekhylki og tónerar í
HP, Dell, Brother, Canon og Epson.
Send samdægurs beint heim að
dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150.
Sjá nánar á blekhylki.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Upp. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
Hreinsa þakrennur og tek
að mér ýmis smærri verk
Upplýsingar í síma 847 8704
eða manninn@hotmail.com.
Ýmislegt
Tveir alveg nýir
Teg. 100161 - Léttfylltur og mjúkur í
BC skálum á kr. 4.350,-
Buxur í stíl á kr. 1.990,-
Teg. 100241 - Léttfylltur og flottur í
BC skálum á kr. 4.350,-
Buxur í stíl á kr. 1.990,-
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18.
Lokað á laugardögum.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
- vertu vinur
Dömur!
Fjölbreytt úrval af vönduðum
götuskóm úr leðri.
Verð frá 13.050,- til 16.985,-
Sími: 551 2070,
opið: mán. - fös. 10 - 18,
laugardaga 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Bátar
Strandveiðibátur óskast
Óska eftir strandveiðibát á 5-6
milljónir staðgreitt, verður að ganga
14 mílur eða meira.
S: 8409339 eða gudi@simnet.is.
Bílaþjónusta
Hjólbarðar
40 feta notaðir gámar til sölu
Einnig einn 20 feta geymslugámur
með hurðum á hliðinni.
Kaldasel ehf. Dalvegur 16 b,
201 Kópavogur, s. 544 4333 og
820 1070.
Vörubíla-vetrardekk - Tilboð
205/75 R 17.5 kr. 29.800
8.5 R 17.5 kr. kr. 33.900
1100 R 20 kr. 69.500
12 R 22.5 kr. 66.500
13 R 22.5 kr. 79.500
Kaldasel ehf. Dalvegur 16 b,
201 Kópavogur, s. 544 4333.
Ný og notuð vetrardekk til sölu
Útsala á 13“ dekkjum.
Kaldasel ehf. Hjólbarðaverkstæði,
Dalvegi 16 b, Kópavogur.
S. 5444333
Húsviðhald
Þarf að breyta eða bæta þakið?
Hafðu samband, kannaðu hvað ég
get gert fyrir þig.
Guðmundur Gunnar, húsasmíða-
meistari, sími 899 9825.
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Smíði, múrun, málun og flísalögn
Iðnaðarmenn óska eftir verkefnum.
Viðhald og breytingar inni, úti, smátt
og stórt. Baðherbergi, eldhús o.fl. Sjá
verk á vinna.is
Sími 770 5599.
Byssur
HAGLABYSSUR og SKOT
Vorum að fá sendingu af byssum og
skotum á frábæru verði.
Sportvörugerðin hf.
www. sportveidi.is.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
✝ Ástríður KristínArngrímsdóttir
fæddist 11. apríl 1935
á Mýrum í Dýrafirði.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni
í Reykjavík 18. októ-
ber 2010. Foreldrar
hennar voru þau Arn-
grímur Friðrik
Bjarnason prentari
og Ásta Eggerts-
dóttir Fjeldsted
kaupmaður.
Alsystkin Ástríðar
voru: Guðmundur
Arngrímur, f. 31. október 1923, d.
1. september 1973, Jón Eggert Rík-
harð, f. 4. janúar 1925, d. 14. jan-
úar 1997, Helga, f. 7 apríl 1926, d.
30. maí 1998, Hrefna, f. 19. júlí
1927, Kristján Pétur, f. 26. júní
1929, Pálmi Kristinn, f. 29. júlí
1930, Sigurður, f. 20. október 1931,
stundaði nám í Barna- og gagn-
fræðaskóla Ísafjarðar og í Kvenna-
skólanum á Löngumýri í Skaga-
firði. Þá vann hún sem verkakona
á Ísafirði og í Reykjavík; starfaði
við fisverkun hjá Vestfirðingi og
hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga á Ísafirði.
Í Reykjavík vann hún á Hrafnistu
og Grund og síðan hjá Sjófangi og
Sláturfélagi Suðurlands.
Hinn 29. desember 1979 giftist
Ástríður Högna Magnússyni, f. 21.
maí 1913, d. 16. febrúar 1996.
Ástríður eignaðist einn son, Sig-
urð Sigurðsson, hinn 23. maí 1955,
faðir Sigurður Steinþór Krist-
jánsson Söebeck, f. 10. ágúst 1927,
d. 22. nóvember 1997. Sigurður er
kvæntur Áslaugu Jóhannsdóttur, f.
7. október 1956, og eiga þau þrjú
börn, Grím, f. 29. desember 1977,
m. Anna Björg Erlingsdóttir, f. 15.
febrúar 1976, Magnús, f. 4. ágúst
1984, og Ástu Margréti, f. 15. nóv-
ember 1985, sbm. Örn Arnaldsson,
f. 1. ágúst 1984, og tvö barnabörn,
Hrafnhildi Heklu og Arndísi Ás-
laugu.
Jarðarför Ástríðar fer fram frá
Neskirkju í dag, 27. október 2010,
og hefst athöfnin kl. 15.
d. 30. nóvember 2004,
Jósafat, f. 12. maí
1933, d. 13. júlí 2008,
Guðríður Erna, f. 27.
júlí 1938, og Arn-
grímur, f. 7. janúar
1941.
Hálfsystkin
Ástríðar (samfeðra)
voru: Jón, f. 11. júlí
1910, d. 12. ágúst
1965, Lína, f. 13.
ágúst 1912, d. 8. apríl
2001, Kristjana Wigö,
f. 5. janúar 1914, d. 3.
maí 1961, Inga Ólöf,
f. 12. júní 1915, d. 2. janúar 1976,
Friðrik Axel, f. 9. september 1916,
d. 7. mars 1935, Bjarni, f. 31. októ-
ber 1919, d. 12. mars 1991, og
Hannes Þórður, f. 18. janúar 1921.
Ástríður bjó á Ísafirði til ársins
1962 en þá flutti hún til Reykjavík-
ur og bjó þar til dánardags. Hún
Við Ástríður sitjum í anddyrinu og
bíðum eftir ferðaþjónustubílnum.
Við erum tímanlega enda báðar
stundvísar og samviskusamar og lát-
um ekki bíða eftir okkur. Það er
laugardagsmorgunn og við erum á
leiðinni í Kolaportið eins og við höf-
um oft gert undanfarin ár. Ef Ást-
ríður er hress og það liggur vel á
henni talar hún mikið og segir mér
sögur. Hún fer með ljóð og stundum
syngur hún líka. Aðra daga liggur
ekki eins vel á henni en þá segi ég
henni sögur af mér og mínum. Hún
hlustar en leggur lítið til og spyr
einskis.
Þegar Ástríður er ræðin og glöð
minnist ég sumardaganna þegar hún
kom vestur á Ísafjörð að heimsækja
okkur og mömmu sína. Hún kom á
hverju sumri og var alltaf í nákvæm-
lega eina viku. Þá fylltist húsið í
Hafnarstræti 11 af gleði og hlátri.
Húsið var gamalt og hljóðbært svo
það heyrðist um allt þegar þær
mæðgur spjölluðu saman. Stundum
hætti malandinn snögglega eins og
þær stæðu á öndinni en þá voru þær
komnar í Sattið eða Sannar sögur
sem Ástríður hafði komið með. Eftir
hádegi hljóðnaði húsið þegar Ásta
lagði sig og Ástríður arkaði eitthvað
út í bæ að heimsækja gamlar vin-
konur. Síðan endurtók sagan sig
þegar hún kom til baka með mergj-
aðar sögur úr bæjarlífinu. Ástríður
var góður sögumaður og talaði fal-
legt mál sem unun var að hlusta á.
Hún kryddaði líka sögurnar hæfi-
lega svo þær yrðu áheyrilegri og
skemmtilegri. Hún var með afbrigð-
um minnug og gat endurtekið orð-
rétt samtöl sem höfðu átt sér stað
fyrir löngu og farið með heilu ljóða-
bálkana utanbókar.
Hún kom færandi hendi úr stór-
borginni og dró upp úr hverjum pok-
anum á fætur öðrum allskyns varn-
ing sem hún vildi gleðja okkur með.
Kannski var ekki allt sem hún kom
með eftir mínu höfði en hvað gerði
það til? Hún vildi gleðja og gefa af
því litla sem hún átti. Þegar vikan
var á enda var hún horfin á braut og
húsið í Hafnarstrætinu þagnaði.
Aðrir dagar í lífi Ástríðar voru
ekki eins góðir. Þá þraukaði hún
samt sem áður eins og góðu dagana.
Hún lét mótlætið yfir sig ganga án
þess að kvarta eða reyna að berjast
gegn því. Það var eins og henni fynd-
ist hún ekki eiga betra skilið. En
Ástríður átti svo sannarlega betra
skilið. Hún var vönduð og vel gerð
kona sem var mikill húmoristi og
mannþekkjari. Hún var einlæg og
hreinskiptin og ófeimin að segja
skoðun sína á mönnum og málefnum
svo sumum þótti nóg um.
Okkur Ástríði samdi alltaf mjög
vel. Við héldum alltaf góðu sambandi
og áttum margar góðar samveru-
stundir. Ekki síst síðustu ár hennar
á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Hún
var þakklát fyrir allt sem ég gerði
fyrir hana en í vanmætti sínum gat
hún aðeins beðið mér Guðsblessunar
í hvert skipti sem ég kvaddi hana.
Nú er það ég sem að leiðarlokum bið
henni Guðsblessunar.
Áslaug Jóhannsdóttir.
Ástríður Kristín
Arngrímsdóttir
Það var hátíð í Bæ
þegar Ása og Bangsi
komu í heimsókn til
Vestmannaeyja. Þau bjuggu í
Bandaríkjunum, hann skipstjóri á
olíuskipum sem sigldu um heimsins
höf, hún glæsileg kona sem tók
endalaust á móti íslenskum gestum
sem lögðu leið sína vestur. Ása var
alin upp í Eyjum og þar bjuggu
foreldrar hennar, Þórhallur sím-
stöðvarstjóri og Ingibjörg. Ása var
ein örfárra kvenna af hennar kyn-
slóð sem gengu menntaveginn og
tóku stúdentspróf. Hún fór til
Boston í Bandaríkjunum til frekara
náms skömmu eftir að síðari
heimsstyrjöldinni lauk. Þar kynnt-
ist hún Bangsa, Birni Gunnlaugs-
syni. Hann var systursonur ömmu
minnar og alinn upp af henni,
lengst af í Laxnesi í Mosfellssveit
eftir að móðir hans dó úr berklum
og skildi eftir sig tvo litla drengi.
Gunnlaugur faðir Bangsa var í sigl-
ingum og settist að í Boston. Þang-
að hélt Bangsi að loknu námi í
Verslunarskólanum og gekk í her-
inn eftir að Bandaríkjamenn hófu
þátttöku í styrjöldinni 1941.
Ása og Bangsi voru sannarlega
glæsilegt par eins og myndir af
þeim sýna. Hann í einkennisbún-
ingi bandaríska sjóhersins, hún í
dragt í anda New Look sem komst
í tísku nokkru eftir stríð. Hann
sigldi í skipalestum til Múrmansk í
stríðinu og hafði margar sögur að
segja þegar þau kynntust. Þegar
þau hjónin komu til Eyja fannst
mér að þau gætu eins verið að
koma beint út úr Hollywoodmynd,
þau voru svo flott. Reyndar steig
Ása á leiksvið í Vestmannaeyjum
Ása María Þórhalls-
dóttir Gunnlaugsson
✝ Ása María Þór-hallsdóttir Gunn-
laugsson fæddist í
Vestmannaeyjum 23.
júlí 1923. Hún lést á
heimili sínu í Pomp-
ano Beach, Flórída
18. september 2010.
Ása María var jarð-
sungin frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 25.
október 2010.
árið 1929 þegar hún
lék barn í leikritinu
„Upp til Selja“ sem
kvenfélagið Líkn
setti upp í leikstjórn
Ingibjargar móður
Ásu. Til er mynd af
leikurum sýningar-
innar þar sem Ása er
í fremstu röð.
Þau Ása og Bangsi
voru gestrisin með
afbrigðum og naut ég
þess eins og fleiri úr
minni fjölskyldu eftir
að þau fluttu til Flór-
ída. Gunnlaugur bróðir minn dvaldi
hjá þeim í heilt sumar og mamma
heimsótti þau sér til mikillar
ánægju eftir að hún komst á eft-
irlaun.
Aðeins einu sinni náði ég að
heimsækja þau en það var í desem-
ber 1983. Sólin skein, loftið var
rakt og það var ekki ónýtt að
svamla í sundlauginni alla daga
með Imbu og Birni yngra. Þetta
var ljúft líf og ég bjó að því d-
vítamínskoti sem ég fékk í kropp-
inn allan veturinn. Bangsi sýndi
mér umhverfið meðan Ása tók líf-
inu með ró, réði krossgátur, las og
sinnti heimilinu. Það var íslenskur
blær á heimilinu eins og oft vill
verða hjá brottfluttum Íslending-
um, ekki síst settu tvær gullfal-
legar Eyjamyndir eftir gullsmiðinn
Baldvin Björnsson fallegan svip á
stofuna. Ása fór sjálf að mála á
Flórídaárunum og hún hélt sýn-
ingar hér á landi og seldi vel. Liða-
gigt neyddi hana til að leggja pens-
ilinn til hliðar.
Síðast hitti ég Ásu fyrir tveimur
árum. Hún bauð ættingjum og vin-
um til veislu og það reyndist okkar
kveðjustund. Að leiðarlokum kveð
ég Ásu, Eyjastúlkuna sem hélt út í
heim, hitti þar sinn íslenska lífs-
förunaut og ílentist í Vesturheimi.
Hún er komin heim aftur til að
hvíla í íslenskri jörð.
Fjölskyldan í Bæ sendir Imbu,
Þór og fjölskyldum þeirra samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning Ásu
Maríu Þórhallsdóttur.
Kristín Ástgeirsdóttir.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á for-
síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður
valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður grein-
in að hafa borist eigi síðar en á há-
degi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Minningargreinar