Morgunblaðið - 27.10.2010, Page 28

Morgunblaðið - 27.10.2010, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2010 Annað kvöld, fimmtudags- kvöldið 28. október, kl. 20.00 verður haldið menningarkvöld á Hótel Selfossi, tileinkað Guð- mundi Daníelssyni rithöfundi, en 4. október sl. voru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Dagskrá verður fjölbreytt. Matthías Johannessen, fv. rit- stjóri, og Óli Þ. Guðbjartsson, fv. skólastjóri, ræða kynni sín af Guðmundi og fjalla um rit- verk hans. Valdimar Bragason prentari segir frá samskiptum sínum og Guðmundar og les úr verk- um rithöfundarins. Einnig verða flutt ýmis söng- og tónlistarverk. Dagskráin verður öllum opin og aðgangur ókeypis. Bókmenntir Fjallað um Guð- mund Daníelsson Guðmundur Daní- elsson rithöfundur Meistaraverk Williams Shake- speares, Lér konungur, er komið út hjá Forlaginu í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns. Þýðing Þórarins er gerð í til- efni af uppsetningu Þjóðleik- hússins á verkinu en það verð- ur frumsýnt á annan í jólum í leikstjórn Benedicts Andrews. Í verkinu hefur aldurhniginn konungur ákveðið að skipta konungsríki sínu á milli dætra sinna þriggja, og skal hlutur hverrar dóttur fara eftir því hvað ást hennar á honum er mikil. En hvað vottar skýrast um ást barna til foreldra? Þetta er tímalaust listaverk, fullt af visku um átök kynslóðanna, drambið og það að missa allt. Bækur Þórarinn Eldjárn þýðir Lé konung Þórarinn Eldjárn Ný heimildakvikmynd Einars Þórs Gunnlaugssonar, Norð- vestur – björgunarsaga frá Flateyri, verður sýnd í kvik- myndahúsum víða um land á næstu dögum. Áætlaðar eru sýningar á Ísa- firði á morgun, fimmtudag, og í Sambíóunum á Akureyri, í Keflavík og á Selfossi á laug- ardag og sunnudag kl. 18. Auk þess er kvikmyndin sýnd í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Fjölmargir Flateyringar koma fram í mynd- inni, sem fjallar um snjóflóðin sem féllu á Flateyri í október 1995. Einnig koma fram björgunarsveit- armenn og fjölmiðlafólk. Kvikmyndir Norðvestur sýnd víða um land Einar Þór Gunnlaugsson Sjónleikur er nefnist Ódauðlegt verk um draum og veruleika verður frumfluttur af Áhugaleikhúsi atvinnumanna í kvöld klukkan 21, í Útgerð Hugmyndahúss há- skólanna við Grandagarð. Er þetta fjórða verkið í röð fimm „ódauðlegra verka um mannlegt eðli og tilvist“ sem leikhóp- urinn hefur fært upp í leikstjórn höfund- arins, Steinunnar Knútsdóttur. „Hvert af þessum verkum er eins og hugleiðing um ákveðið stef í mannlegri tilvist og þetta fjallar sérstaklega um hugmyndina um hvað er raunverulegt,“ segir Steinunn. „Þetta eru vangaveltur um veruleika og það rými sem manns- hugurinn er. Hugsanir, minningar, hug- renningar; við veltum fyrir okkur hversu raunverulegt þetta er.“ Steinunn segir vinnsluaðferðina svip- aða við öll verkin, hún leggur fyrir grunnhugmynd og farið er í vel útfærðar stílæfingar út frá þemanu. „Við vinnum með ákveðna spuna og í þessu tilviki eru textar verksins annaðhvort fundnir eða samdir af leikurunum sjálfum,“ segir hún. „Meira og minna hefur sami hóp- urinn tekið þátt í verkunum. Leikararnir taka ríkan þátt í sköpunarferlinu en ramminn er frekar stífur.“ Leikarar í sýningunni eru þau Aðal- björg Árnadóttir, Arndís Hrön Egils- dóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Hannes Óli Ágústsson, Lára Sveinsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Ólöf Ingólfsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Una Stígs- dóttir hannar leikmynd og búninga og Ólafur Finnsson annast myndbands- vinnslu. Aðrar sýningar á verkinu verða 7., 9., 10., 14. og 18. nóvember. Sýningin er tæp klukkustund. efi@mbl.is Hugleiðing um hvað sé raunverulegt  Áhugaleikhús atvinnumanna frumflytur sjón- leikinn Ódauðlegt verk um draum og veruleika Á sviðinu Frá æfingu Ódauðlegs verks um draum og veruleika í Hugmyndahúsi háskólanna. Hinn 18. nóv- ember næstkom- andi kemur út þreföld safnplata með Kristjáni Jó- hannssyni ten- órsöngvara er nefnist Il grande tenore. Í tilefni útgáfunnar blæs hann til tónlist- arveislu í Aust- urbæ föstudaginn 19. nóvember. Með Kristjáni koma fram Caput- hópurinn og söngvararnir Diddú – Sigrún Hjálmtýsdóttir – og Gissur Páll Gissurarson. Tónlistarstjórn og útsetningar verða í höndum Guðna Franzsonar. Kristján hefur átt langan og glæsilegan feril og komið víða við, m.a. í Metropolitan-óperunni og Scala, virtustu óperuhúsum heims. Nýuppgerður Austurbær varð fyrir valinu fyrir tónleikana þar sem leitað verður eftir ákveðinni nánd milli listamannanna á sviðinu og áhorfenda úti í sal. Aðeins 500 miðar eru í boði á tón- leikana og hefst sala miða á föstu- daginn kemur. Þreföld safnplata Kristjáns Kemur fram með Caput í Austurbæ Kristján Jóhannsson Fjármálaráðherra Breta hefur lýst því yfir að menningarráðuneytið þar í landi þurfi að skera framlög til menningarstofnana niður um 15%. Innifalið í því er að skera stjórnunarkostnað stofnana niður um 41%. Engu að síður á að ljúka viðbygg- ingum við Tate Gallery og British Museum í London. Nicholas Serota, stjórnandi Tate, segir að þessi niðurskurður muni hafa umtalsverð áhrif á rekstur stofnananna. „Ekkert verður eins og það var,“ segir hann. Bretar skera niður Skógarhöggsmað- urinn rænir henni hins vegar og klippir af henni vængina33 » Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Bókaútgáfan Bjartur sendir nú frá sér fimm nýjar íslenskar skáldsögur. Saga Eiríks Guðmundssonar nefnist Sýrópsmáninn. Hún fjallar um ung- an mann sem er rekinn úr vinnu við Vísindavefinn og heldur þá til Ítalíu ásamt unnustu og syni. Síðasta skáldsaga Eiríks, Undir himninum, kom út fyrir fjórum árum og vakti verðskuldaða athygli. „Lesendur fyrri bóka Eiríks þekkja „sinn Eirík“ í Sýróps- mánanum en þetta eru samt mjög ólík verk,“ segir Guðrún Vilmund- ardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „Þetta er listilega skrifuð og skemmtileg bók,“ bætir hún við. „Því snarpari og einfaldari sem athugasemdir Eiríks eru um lífið því athyglisverðari og dýpri eru þær.“ Svar við bréfi Helgu nefnist stutt skáldsaga eftir Bergsvein Birgisson. „Knöpp saga en afar stór,“ segir Guðrún um sögu Bergsveins. „Þetta er klassísk ástarsaga, hjartasker- andi og fallega skrifuð. Söguhetjan er bóndi um miðja síðustu öld sem verður ástfanginn af konu, en verður að velja milli hennar og sveitarinnar sinnar. Þetta eru hugleiðingar um ást og það sem hefði getað orðið.“ Guðrún segir að Útlagar, vænt- anleg skáldsaga Sigurjóns Magn- ússonar sé dramatísk örlagasaga. Sigurjón hefur áður byggt skáldverk á sögulegum staðreyndum og liðnir tímar lifna við í meðförum hans. Út- lagar gerist í lok sjötta áratugarins og fjallar um unga sósíalista sem halda til náms í Austur-Þýskalandi. „Þetta er örlagasaga fólks sem leitar að ást og sjálfstæði, en þess bíður annar veruleiki en það bjóst við,“ segir Guðrún. Margréti Örnólfsdóttur er margt til lista lagt og í fyrra vakti skáld- saga hennar um stúlkuna Aþenu, talsverða athygli. Von er á nýrri bók um Aþenu er nefnist Hvað er málið með Haiti? Loks ber að geta spennu- sögu eftir Lilju Sigurð- ardóttur, Fyrirgefning, en þar kemur við sögu ást- arsöguþýðandinn Magni, rétt eins og í Spori, fyrstu sögu Lilju. Lilja uppgötvaðist þegar hún sendi fyrri söguna inn í Dan Brown-samkeppni hjá Bjarti fyrir nokkrum árum. Útlagar, ástarsaga bónda og starfsmaður Vísindavefjarins  Ólíkar íslenskar skáldsögur koma út hjá Bjarti í ár Morgunblaðið/G.Rúnar Guðrún Vilmundardóttir Útgáfustjórinn segir fimm íslenskar skáldsögur koma út hjá Bjarti. Þá gefur Bjartur út nýjar norrænar spennusögur. „Við höfum sérstaka ánægju og gleði af útgáfu ljóðabókanna,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti. Þrjár nýjar ljóðabæk- ur hafa þegar litið dagsins ljós. Ein þeirra, Leyndarmál annarra eftir Þórdísi Gísladóttur, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar á dögunum. Enginn heldur utanum ljósið nefnist ný bók Vésteins Lúð- víkssonar og þá er von á ljóða- bók frá Óskari Árna Óskarssyni, Þrjár hendur nefnist hún. Síð- asta bók Óskars Árna, Skugga- myndir úr ferðalagi var tilnefnd til Bókmenntaverðlaunanna fyr- ir tveimur árum. „Það eru alltaf tíðindi þegar Óskar Árni kemur með nýja ljóðabók, hann gefur svo fína tilfinningu fyrir Reykjavík, er sannkallað borgarskáld,“ segir Guðrún. Óskar þýðir líka Kaffihús treg- ans eftir Car- son McCull- ers, sem Bjartur gef- ur út sem Neon-antík. Veita ánægju og gleði ÞRJÁR LJÓÐABÆKUR Óskar Árni Óskarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.