Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ Gjöf sem gleður Little Things Mean a Lot Nýr geisladiskur með ljúflingslögum á borð við Moon River, Over the Rainbow, So in Love, Smoke Gets in Your Eyes, All the Things You Are o.fl. í vönduðum flutningi frábærra tónlistarmanna. Hljómsveitina skipa: Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigurður Ingvi Snorrason, Sigrún Eðvaldsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Martial Nardeau, Pálína Árnadóttir, Hávarður Tryggvason og Pétur Grétarsson. Útgáfutónleikar í Íslensku óperunni þann 20. nóvember kl. 17 Miðaverð 2.500 kr. Miðasala á www.midi.is og www.opera.is A ð velja réttu jólagjöfina handa starfsmönnum og viðskiptavinum getur oft verið töluverður hausverkur fyrir stjórnendur. Þjónusta Val- foss miðar að því að létta valið og leysa vandann á þægilegan og hagkvæman hátt. „Við erum níu ára gamalt fyrirtæki og sérhæfum okkur í markaðs- og auglýsingavörum sem og gjafa- vörum fyrirtækja,“ segir framkvæmdastjórinn, Eva Rós Jóhannsdóttir, en gjafakörfurnar frá Valfoss njóta mikilla vinsælda. „Auk þess að setja góða mat- vöru í körfuna er algengt að velja t.d. danskar hönn- unarvörur sem við höfum á boðstólum, s.s. frá Ros- endahl og Eva Solo. Síðan eru íslenskar hönnunarvörur að koma mjög sterkar inn á síðustu árum og margir skemmtilegir og fallegir munir að velja úr.“ Einfalt er að setja saman góðan gjafapakka sem samræmist verðhugmyndum og markhópi hvers og eins. „Ef svo ber undir, og nægur tími gefst, höfum við jafnvel getað látið sérframleiða vöru fyrir kaup- andann,“ segir Eva en Valfoss á í samstarfi við virta íslenska matvælaframleiðendur og suma rómuðustu hönnuði landsins. Hvað vill fólk fá? Eva er með nokkur góð ráð fyrir stjórnandann sem leitar að hárréttu gjafakörfunni. „Við gætum að því í okkar úrvali að bjóða ekki aðeins upp á gjöf sem gleð- ur og fyrsta flokks vöru, heldur einnig gjafir sem koma að góðum notum. Sígild hönnunarvara er t.d. eitthvað sem flestir kunna vel að meta og nota í mörg ár. Svuntur, servíettur, kertastjakar og óróar falla líka mjög vel í kramið. Mjög vinsælt hefur verið síð- ustu ár að leggja áherslu á íslenska framleiðslu, bæði í mat og munum, og oft áhersluatriði að allt sem ratar í pakkann nýtist örugglega 100% þeim sem þiggur.“ Algengt er að uppistaðan í matarkörfu sé gæða hamborgarhryggur eða hangikjöt. „Þó er að færast smám saman í aukana að velja frekar minna saltaðan og reyktan mat. Þannig eru t.d. kalkúnabringur orðn- ar mjög vinsælar og alls kyns tegundir af lúxus- skinkum sem eru í raun tilbúnar til að fara beint á hátíðarborðið,“ segir Eva. „Grafinn lax er alltaf vin- sæll, og svo ostarnir, patéin og sætindin, og kóróna má körfuna með gæðakaffi frá Kaffitári.“ Innpakkað og klárt Að nýta sér þjónustu fyrirtækis eins og Valfoss léttir ekki aðeins á valkvíðanum heldur getur þýtt hag- kvæmari kaup og tímasparnað. „Við sjáum um að pakka öllu inn í fjölbreyttar gerðir og stærðir af gjafaöskjum eins og þarf. Mikil áhersla er lögð á vandaðan frágang og má merkja gjöfina t.d. með sat- ínborða með áprentuðu merki fyrirtækisins sem gef- ur. Síðan afhendum við pakkana upp að dyrum fyr- irtækisins.“ ai@mbl.is Gott að huga tíman- lega að jólagjöfunum Smekkur Eva Rós Jóhannsdóttir segir æ algengara að velja til gjafa hátíðarmat sem er minna reyktur og saltaður. Kalkúnabringur og skinkur eru t.d. vinsælar. Sígild hönnunarvara er gjöf sem flestir kunna vel að meta og gaman að láta t.d. fylgja með fallegri jólamatarkörfu. Léttari jólamatur líka vinsæll Ekki er seinna vænna fyrir stjórnendur að huga að jólagjafamálunum. Eva segir að því fyrr sem þessu verkefni er sinnt, því auðveldara sé að finna bestu lausnina. „Ef þetta er gert á síðustu stundu er erfiðara að panta vöruna í tíma og erfiðara að sníða gjafirnar að sérþörfum. Um leið er hætt við að tor- veldara verði að semja um hagstæð- asta verðið fyrir suma hluti og kostn- aðurinn því hærri fyrir vikið.“ Að sögn Evu leggja íslenskir stjórn- endur iðulega mikinn metnað í að setja saman jólaglaðninginn og aug- ljóst að góður hugur og alúð fylgir gjöfinni. „Margir leggja mikla vinnu í valið og sumir leggja sig svo mikið fram að þeir fara í nokkra hringi áður en komist er að endanlegri nið- urstöðu.“ Sérþarfir kalla á góðan undirbúning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.