Morgunblaðið - 11.11.2010, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ | 7
Ef stemning er fyrir því hjá starfsfólkinu
getur verið mjög skemmtilegt að fólk komi
með jólakökur og gotterí í vinnuna. Á
mörgum heimilum eru bökuð kynstur af
smákökum og ugglaust einhverjir bakarar
á vinnustaðnum sem vilja láta ljós sitt
skína.
Jafnvel má gera úr þessu lítinn viðburð
þar sem sest er niður í rólegheitum, þægi-
leg jólalög sett á fóninn, og kannski borið
fram kalt jólahlaðborð. Með nokkra góða
osta við höndina, graflax, eðalskinkur, paté,
sultur og jólasíld tekur enga stund að
galdra fram prýðilegt veisluborð. Svo má
ekki gleyma maltölinu og kannski jafnvel
skenkja vín í glös og skála fyrir jólunum.Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn
Kalt jólaborð á
örskotsstundu
Á mörgum vinnustöðum er rólegra yfir
jólin. Þá er fjarska skemmtilegt að taka
frá part úr degi til að gera eitthvað létt
og jólalegt. Slík uppákoma getur hrist
hópinn betur saman og létt lundina hjá
öllum.
Sumir bjóða starfsfólkinu út að borða
í langan hádegismat og dreifa jafnvel
litlum glaðningum í leiðinni. Aðrir velja
að fara í litla óvissu- eða skemmtiferð.
Innlit í Keiluhöllina í Öskjuhlíð eða á Go-
kart-völlinn er eitthvað sem allir hafa
gaman af.
Svo má líka taka upp á því að baka á
vinnustaðnum, ef aðstaða er til. Í betri
bakaríum má fá tilbúið piparkökudeig og
það er skemmtileg afþreying að skera út
kökur og skreyta með vinnufélögunum.
Ekki skemmir fyrir ef vinnurýmið fyllist
af yndislegum piparkökuilmi. Þar sem
ekki er ofn til afnota má föndra konfekt
og þarf ekki mikið meira en marsípan-
massa, hnetur og núggat í einfaldar en
góðar konfektuppskriftir. Súkkulaði-
hjúpinn má hita á rafmagnshellu eða
jafnvel í örbylgjuofninum.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Brugðið á leik
á aðventunni
Jólagjöfin verður alltaf hlýlegri ef hún er
höfð persónuleg. Hægt er að velja klass-
íska matarkörfu fyrir starfsfólk eða við-
skiptavini en kjörið að bæta kannski við
einum hlut sem tengist viðtakandanum
sérstaklega.
Kassi af góðum golfkúlum eða
skemmtileg kylfuhlíf er t.d. tilvalinn
glaðningur handa golfáhugamanninum.
Áttaviti eða vandaður vasahnífur hentar
að sama skapi útivistarmanninum og
kemur örugglega í góðar þarfir.
Ef þú veist að barn er á heimilinu má
lauma í körfuna leikfangi eða barna-
teiknimynd og ef einn fjölskyldumeðlim-
urinn er fjórfættur og loðinn er upplagt
að með öllum jólamatnum fylgi eins og
eitt gott nagbein eða katnip-leikfang.
Morgunblaðið/Ómar
Eitthvað per-
sónulegt í
pakkann