Hamar - 23.12.1958, Blaðsíða 5
i
HAMAR
5
®rv*fc>-5 fVífc>o r<ífc>-j rvífc>s cvífc>i rvifc>j rvifc^j rvifc>j fvifc>i iVifc>j rvifc>j í-vifc>j fvifc>j fVifc>j rvifc>j f-vifc>j fVifc>j fVifc>j rvifc/j rvifc>j rvifc>j rvifc>j rvifc>-j rvifc>j rvifc>j rvifc>j rvifc>j cvifc>j®
j Kirkjan og trúarlíí í Hafnarfirði [
® 'jfTjív; c^tJív? tr^ív? ovJív; t<#v; k#v> ^Sívj o?{ív? ^Jív -wvfcVJ c*^v? K}jív? c*-#v? oijív? í>íJív? -->^ív? ®
*
V
V
*
\
Þar sem jólin fara nú í hönd,
fannst ritstjóra Hamars vel við
eiga, að í jólablaðinu kæmi grein
um kirkju- og trúarlíf Hafnfirð-
inga. Á fáum hátíðum mun
kirkjan vera jafnvel sótt sem á
jólunum, enda er hún sú hátíð
sem er mannanna börnum kær-
ust. Boðskapur jólanna á erindi
til allra, hvort sem þeir eru
kristnir eða ei og væri óskandi,
að mennirnir breyttu samkvæmt
honum, því frið á jörðu viljum
við öll.
Hamar sneri sér til eins af
prestum kaþólsku kirkjunnar og
þeirra tveggja manna í kirkjum
bæjarins, Fríkirkjunni og Hafn-
arfjarðarkirkju, sem ganga næst-
ir prestinum í hinni kristilegu
þjónustu kirkjunnar á hverjum
stað, en það eru meðhjálpar-
arnir, og óskaði eftir að fá að
ræða nokkuð við þá um kirkj-
urnar og trúarlíf í Hafnarfirði.
Urðu þeir vel við þessari beiðni,
en meðhjálpararnir eru eins og
flestum Hafnfirðingum er,
kunnugt, þeir Jóel Ingvarsson,
skósmíðameistari, í Hafnar-
fjarðarkirkju og Kristinn J.
Magnússon, málarameistari, í
Fríkirkjunni. Bæði séra Vroom-
en, prestur Karmels-klausturs-
ins og séra Gerhard Boots tók
mjög vel í beiðni Hamars, en
þar sem séra Boots er nú þjón-
andi prestur St. Josephskirkj-
unnar var rætt við hann að
þessu sinni.
Hafnarfjarðarkirkja.
Jóel Ingvarsson, skósmíða-
meistari, hefur verið meðhjálp-
ari í Hafnarfjarðarkirkju í tólf
ár, en í þjónustu hennar og
Garðakirkju hefur hann verið
í rúm 40 ár. Byrjaði hann með
Friðriki Bjarnasyni í söngflokkn
um í Garðakirkju. Jóel hefur
mikið komið við sögu trúarlífs
í Hafnarfirði og haft forustu
í K.F.U.M. í fjölda ára, en í
þann göfuga kristilega félags-
skap gekk hann á fyrsta afmæl-
isfundinum árið 1912.
— Upphaf Hafnarfjarðar-
kirkju?
— Hafnarfjarðarkirkja var
vígð 20. desember 1914 af Þór-
halli biskupi Bjarnasyni, en
fyrsti prestur var Árni Björns-
son, prófastur, þáverandi prest-
ur í Garðakirkju. Kirkjan
er sprottin upp úr hinni gömlu
Garðakirkju á Álftanesi, en
þangað sóttu Hafnfirðingar
kirkju öldum saman. Við til-
komu hinnar nýju kirkju, var
hætt að messa í Garðakirkju,
en þó var hún notuð nokkrum
sinnum síðar í sambandi við
útfarir. Garðakirkja á sér merka
sögu og hafa þjóðkunnir menn
verið prestar þar, þeirra á með-
al má nefna séra Þórarinn Böðv-
arsson, séra Jens Pálsson og séra
Árna Björnsson, en þeir voru
einnig prófastar. Af aðstoðar-
prestum minnist ég séra Þor-
steins Briem og séra Björns
Stefánssonar frá Auðkúlu, en
hann lézt fyrir skömmu.
Frá því að Hafnarfjarðar-
kirkja tók til starfa hafa þjón-
andi prestar í henni verið: Séra
Árni Björnsson, sem jafnframt
var síðasti prestur í Görðum.
Hann andaðist í Hafnarfirði 26.
marz 1922, en eftir lát hans
þjónaði séra Friðrik Friðriksson
söfnuðinum, þar til núverandi
prestur, Garðar Þorsteinsson,
cand. theol. úr Reykjavík var
vígður til Garðaprestakalls sum-
arið 1932. Hann er einnig pró-
fastur og þjónar auk Jiess Bessa-
staða- og Kálfatjarnarkirkju. —
Má geta þess hér, að sér Garð-
ar heldur guðþjónustur á Elli-
heimilinu Sólvangi öðru hvoru,
en það er mikið starf að þjóna
svo víða sem hann gerir.
— Hverjir hafa verið með-
hjálparar?
— í Garðakirkju man ég eft-
ir Magnúsi á Dysjum, Guð-
mundi Eyjólfssyni frá Hlíð í
Garðahreppi, föður Ingvars Guð
mundssonar í Hafnarfirði, Gísla
Jónssyni, föður Margrétar, Torfa
og Jóns Gíslasonar, sem allir
Hafnfirðingar þekkja. Gísli var
síðasti meðhjálparinn í Garða-
kirkju og hinn fyrsti í Hafnar-
fjarðarkirkju. Skömmu áður en
hann lézt, tók Steingrímur
Torfason við, en við fráfall hans
tók ég að mér meðhjálpara-
starfið. Var það fyrir 12 árum
sem fyrr er getið. Flestir núlif-
andi Ilafnfirðingar minnast enn
Steingríms heitins.
— Yngri kynslóðin kann yfir-
leitt ekki góð skil á, í hverju
meðhjálparastarfið er fólgið.
Hvað gefur þú frætt okkur um
það, Jóel?
— Starf meðhjálpara í okkar
söfnuði er eins og í flestum
öðrum söfnuðum, fólgið í dag-
legulegu eftirliti með kirkjunni.
Þegar kemur til stærri verka
eða verkefna, annast sóknar-
nefndarformaður eða sóknar-
nefndin það, sem gera þarf. —
Eins og meðhjálparar hafa ætíð
gert við þessa kirkju, frá því er
ég man, aðstoða ég við messu-
gjörðina, les bæn, skrýði prest-
inn og þjóna svo sem við á í
hverri guðþjónustu. Starf með-
hjálparans er þjónustustarf í
kirkjunni og á hann að leiða
söfnuðinn í upphafsbæninni,
undirbúa hann undir að með-
taka athöfn guðþjónustunnar.
Það eru margir, sem vinna
að kirkjustarfinu og guðþjón-
ustunni auk préstsins og með-
hjálparans. Organistinn, og kór-
inn, hafa á hendi mikilvægt
hlutverk, ef guðþjónustan á að
fara vel fram og öðlast áhrifa-
ríkan blæ.
Af organistum við Garða-
kirkju og Hafnarfjarðarkirkju
minnist ég frú Guðrúnar, konu
séra Jens prófasts, Runólfs
Þórðarsonar, Salomons Heiðars,
Gísla Sigurgeirssonar og Frið-
riks tónskálds Bjarnasonar. Allt
Við vígsluathöfn hins fagra pípuorgels í Hafnarfjarðarkirkju.
Meðhjálparinn í Hafnarfjarðarkirkju, Jóel Ingvarsson, les bæn. Til hægri
er prófasturinn, séra Garðar Þorsteinsson.
þetta fólk lék á orgel Garða-
kirkju og mun Friðrik Bjarnason
hafa verið síðasti organisti
Garðakirkju og hinn fyrsti hjá
Hafnarfjarðarkirkju. Var hann
organisti kirkjunnar þar til fyr-
ir nokrum árum, að Páll Kr.
Pálsson tók við af honum.
Margir hafa komið við sögu
kirkjukórsins og væri of langt
mál að geta þeirra allra.
Um safnaðarlífið og kirkjuna
mætti skrifa langt mál. Það er
ætíð einlægur ásetningur þeirra,
sem annast málefni kirkjunnar,
að hún megi vera sem hlýlegust
og virðulegust svo að fólki megi
líða vel meðan á guðþjónustu
stendur. Það er ekki langt síð-
an, að kirkjan var lagfærð að
utan sem innan og fyrir nokkr-
um árum var sett nýtt og vand-
að pípuorgel í hana. Þá var og
söngloftið stækkað. Safnaðar-
stjórn skipa nú: Gestur Gamal-
íelsson, formaður, Olafur Tr.
Einarsson, ritari. Jón Gestur
Vigfússon, gjaldkeri, Magnús
Guðjónsson og ég meðstjórn-
endur. Safnaðarfulltrúi er Ól-
afur Tr. Einarsson og hringjari
kirkjunnar er Ingólfur Jónsson.
í Hafnarfjarðarkirkju er starf-
rækt kvenfélag, sem hefur gert
kirkjunni margt til góða, prýtt
hana og skreytt, fært henni góð-
ar gjafir og stutt hana á marg-
víslegan hátt. Meðal annars má
nefna, að það gaf kirkjunni
fermingarkirtla, ínjiig fagra
og einnig gáfu konurnar dýra
dregla í kirkjuna. Formaður fé-
lagsins er frú Margrét Gísla-
dóttir.
Presturinn, sem er andlegur
leiðtogi safnaðarins í trúarleg-
um efnum, hefur tekið upp það
nýmæli til að örva kirkjusókn-
ina að óska eftir því við foreldra
væntanlegra fermingarbarna á
vorin, að þeir mættu með ferm-
ingarbörnunum í kirkju við guð-
þjónustu. Hefur þetta borið
góðan árangur.
Á ári hverju eru haldnar yfir
30 guðþjónustur í kirkjunni, en
með þeim, sem eru haldnar á
Sólvangi eru þær töluvert fleiri.
— Við, sem yngri erum vit-
um vel, hversu lítil áherzla er
nú lögð á að útbreiða kristna
trú í skólum landsins, en meira
lagt upp úr að túlka og kenna
sjónarmið efnishyggjunnar. Því
langar mig til að spyrja þig,
Jóel, sem hefur komið jafn mik-
ið við sögu kristilegra félaga
ungra manna og kvenna í Hafn-
arfirði í hverju starfsemi K.F.
U.M. og K. er fólgið og hver
er staða þessara félaga innan
kirkjunnar.
— Mér er ljúft að svara þess-
ari spurnignu. Tilgangur K.F.
U.M. og K. er hinn sami og
kirkjunnar, sem er að efla trú-
arlíf meðal ungra manna og
kvenna og glæða áhuga þess
fyrir kirkjusókn.
— K.F.U.M. og K. er þá ekki
sértrúarflokkur, eins og maður
Framhald á bls. 7)