Hamar - 23.12.1958, Page 24
24
HAMAR
Þessi teiknimynd er úr sögunni Gulleyjan eftir Robert Louis
Stevenson. Nú er spurt hvar þeir hafi falið sig Langi-Jón með
tréfótinn og páfagaukurinn, og hvar hafa tveir vinir Langa-
Jóns falið sig?
Þeir, sem búa í húsunum A, B, C, D og E, eru mjög óvinveittir
hver öðrum, þó þeir séu nágrannar. Hveí- þeirra um sig geymir
bílinn sinn í bílskúrnum til hægri á myndinni. — Húsbóndinn
í húsi A, geymir bílinn sinn í bílskúr A. B í bílskúr B o. s. frv.
Þegar þeir ganga til bílskúra sinna, gæta þeir þess mjög vand-
lega, að ganga aldrei yfir leið nokkurs nágranna síns. Nú skuluð
þið draga línur frá húsunum til bílskúranna til að sýna, hvernig
þeim tekst það. Þið megið aldrei láta línurnar skerast eða láta
línurnar fara út fyrir myndina.
Á árunum 1928 til 1931 var
gefið út blað hér í Hafnarfirði,
er nefndist „Brúin.“ Ritstýrði
Valdimar Long blaðinu í fyrstu
en síðar Þorleifur Jónsson.
Margir eldri Hafnfirðingar
muna vel eftir „Brúnni", enda
var bún merkilegt framlag til
blaðaútgáfu hér í bæ.
Jólablað Hamars birtir hér
til fróðleiks og skemmtunar fyr-
ir lesendur sína, örlítið sýnis-
horn á víð og dreif úr „Brúnni"
fyrir tæpum 30 árum:
EFTIRFARANDI birtist í 2.
tölublaði Brúarinnar 8. desem-
ber 1928, undir fyrirsögninni:
Við lestur Brúarinnar:
Lyftibrú er lögð um Fjörð
lífshorf nú er svona:
Fáleik snúa í friða-gjörð,
fagna, trúa, vona.
Bol og grand er ber að hart
bræddu í vandans eldi.
Yfir landið leiddu bjart
ljós, frá andans veldi.
J. B. P.
í JÓLABLAÐI Brúarinnar
1928 voru meðal annars þessar
fréttir:
Togarar: Ver kom inn síðast-
liðið laugardagskvöld með lifr-
artunnur. Sviði á sunnudaginn
með 153 tunnur og Surprise á
mánudagsmorgun með 165
tunnur
Línubátar: Eljan og Papey
komu báðar inn í vikunni, en
höfðu fengið heldur tregan afla.
Jólapott hefur hjálpræðisher-
inn sett upp hér í miðbænum.
Nýir línubátar, tveir að tölu,
bætast við fiskiskipaflota bæjar-
ins nú um áramótin. Hefur verzl
un Böðvarssona keypt annan.
Heitir sá Andey. Hinn bátinn
hefur keypt nýmyndað útgerð-
arfélag er „Sæbjörg" heitir. Bát-
urinn er fenginn í Þýzkalandi
og mun Ólafur skipstjóri Þórðar-
son, sem nú er ytra, koma með
hann innan tíðar.
12. JANÚAR 1929 birtist
þessi auglýsing í Brúnni:
„Vinna er til í svipin, tekjur
rýrar og þörfin aldrei meiri á
ódýrum nauðsynjum. Ætli mat-
vörurnar séu ekki eins og allt
annað ódýrastar hjá Valdimar
Long.
I sama blaði voru m. a. þess-
ar fréttir:
RAUSNARLEG GJÖF. Eins
og kunnugt er, dvelur Ágúst
Flygenring, fyrrum alþingis-
maður og einn mesti frömuður
þessa bæjar nú í Kaupmanna-
höfn vetrarlangt. Að sjálfsögðu
hafa bæjarbúar minnst þessa
vinsæla forvígismanns síns í
fjarveru hans, en þó hefur hann
minnst þeirra en rækilegar. Með
síðustu ferð Gullfoss kom hing-
að fögur og vegleg kirkjuklukka.
Er hún send Hafnfirðingum sem
gjöf frá Flygenring. Kemur þessi
höfðingskapur hans reyndar eng
um á óvart, er kjynnst hafa
manninum, ræktarsemi hans
gagnvart kirkjunni fyrr og síð-
ar og stórlegri rausn á öllum
sviðum.
FJÁRHAGSÁÆTLUN Hafn-
arfjarðarkaupstaðar árið 1929
birtist í Brúnni 15. desember
1928. Heildarniðurstöðutölur
fjárhagsáætlunarinnar þá voru
kr. 332.300,00 og útsvör námu
kr. 226.300,00. Nú munu útsvör-
in vera eitthvað um 16 milljón-
ir króna.
Þessi auglýsing var í sama
blaði:
BÆJARBÚAR geta alltaf
fengið nýórpin egg í Flensborg.
Nú hefur hins vegar verið
hinn mesti hörgull á eggjum
fyrir jólin.
Frá fyrstu Jónsmessuhátíð Magna í Hellisgerði, 24. júní 1923.
Þáverandi bæjarstjóri, Magnús Jónsson, flytur ræðu og afhendir
Magna Hellisgerði. — Ræðustóllinn sést glöggt á myndinni, og
á flötinni fyrir neðan hann, þar sem mannfjöldinn stendur, vaxa
nú tré, sem ná langt upp fyrir ræðustólinn.
(Ljósm.: Guðbjartur Ásgrímsson).
Prófessorinn siglir af stað á trjáfleka til að
rannsaka hafstraumana. Neðst til vinstri á
myndinni sérðu, hvaðan hann leggur af stað.
Hann barst með straumnum, þar til liann kom
að lítilli eyju á miðri myndinni. Þaðan sigldi
hann svo áfram að bryggjunni og húsunum
efst til hægri. Getur þú fundið leiðina, sem
hann fór?
Indíánarnir í Suður-Ameríku hafa sitt sérstaka
lag á að mæla hæð trjáa. Auðvitað gætu þeir
klifrað upp í tré með málband, en þeir hafa
miklu auðveldari aðferð. — Þeir ganga það
langt frá trénu að þeir sjái rétt toppinn á því,
þegar þeir beygja sig áfram svo að fingumir
nemi við ristar. Bilið milli fótanna á að vera
eitt fet. Fjarlægðin frá þeim til trésins er þá
jöfn og hæð þess.
Neðst til vinstri á myndinni sérðu hús vagn-
stjórans og fyrir utan húsið stendur strætis-
vagninn. Vagnstjórinn hefur lofað að aka börn-
unum til aftnsöngs á aðfangadagskvöld.
En það er dálítill vandi að velja rétta leið.
Það má ekki aka nema einu sinni fram hjá
hverju húsi, Húsin eru nítján og í hverju húsi
er eitt barn, sem hann á að sækja.
Getur þú hjálpað vagnstjóranum að velja
veginn?
Aðeins einu sinni fram hjá hverju húsi og
gæta þess að ekkert húsið verði eftir, því það
væri Ieiðinlegt, ef barnið þaðan gæti ekki
komist til kirkjunnar?