Eyjablaðið


Eyjablaðið - 23.12.1961, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 23.12.1961, Blaðsíða 3
JÓLÁBLAÐ EYJABLAÐSINS 3 VIÐ vorum fjórir jafnaldr- arnir, rösklega tvítugir og þekktum lífið eða að minnsta kosti liéldum við það. Herþjónustan var að baki. Við höfðurn allir verið sjóliðar í Eystrasaltsflotanum og lokið þjónustunni samtímis. Eftir það höfðum við unnið saman á norðurslóðum og nú fannst okkur við þurfa að komast til Kaspíahafsins til að verma okk- ur eftir kuldann. Fyrirliðinn í okkar félagsskap er Nikolaj Sjúkareff, fyrrver- andi stýrimaður á tundurdufla- slæðara. Hann er meðalmaður á hæð, mjög herðabreiður, léttur á fæti og hefur stálvöðva. Zjen- ka er aftur á móti grannur og langur, en hann hefur sterklega beinabyggingu og ummál hans um axlir er meira en faðmur. Hann er handleggjalangur og mislyndur. Maður veit eiginlega aldrei, livar maður hefur hann. Og svo er það Mikael, sem var fiskimaður áður en hann kom í flotann. Á löngum vetrarnótt- um meðan hríðin æddi, lýsti hann fyrir okkur hinu hlýja Kaspíliafi, Volgu og hinu frjálsa lífi fiskimannanna. Það var sjálf sagt aðalástæðan fyrir hinu nýja áformi okkar að leita gæf- unnar sem fiskimenn þar suður frá. Forstjóri fiskiflotans var al- veg ferkantaður í laginu með kringluleitt, broshýrt andlit og feiknastórt nef. Hann heilsaði okkur glaðlega og tók í hönd okkar allra í einu. — Þið eruð sem sagt allir sjó- menn? Það var gott. Eg virði reynslu manna mikils. Hvaða réttindi hafið þið, strákar? Við drógum upp skilríki okk- ar og sjóferðabækur. — ]á, sannir kappar allir sam- an. Eg skil ykkur, strákar. Eg var svo sem einu sinni ungur sjálfur, og svo klappaði hann framan á magann á sér og hló hátt. — Og þið viljið fá bát, ein- mitt það. — Já, það er nú það, sem við viljum, sögðum við allir í einu. — Já, ég get skráð ykkur alla saman á margskonar báta. Okk- ur vantar rnenn, og vertíðin er einmitt rétt að byrja. En að fá ykkur bát til umráða, það get ég ekki., Týnist báturinn, þá eru það ykkar áfglöp ,en ég ber á- byrgðina. Meira vildum við ekki heyra Og aflinn fór aftur að glæðast Smásaga eftir B. Torokov. og fórum leiðar okkar. —• Djöfulsins kontórfífl og assúrans-rottuhali, rumdi í Zjen- ka. Við förum héðan strax í dag! En Nikolaj var á annarri skoðun og gekk á undan okkur til stöðva æskulýðssambandsins þar í bæ. Þar hittum við smávaxinn náunga, dálítið innþornaðan. Eftir að hann hafði hlýtt á mál okkar, sagði hann: — Það var ágætt. Heil skips- höfn af útskrifuðum sjóliðum. Við skulum ráða fram úr þessu, strákar, sagði náunginn og snéri sér til félaga sinna í stjórjiinni. En enginn þeirra svaraði neinu ákveðnu. — Verið þið rólegir, strákar, sagði náunginn, þegar hann snéri sér til okkar aftur, við komum þessu í lag. — Við skrifum og biðjum um bát og útvegum ábyrgðarmann, sagði rólegur piltur og kímdi. — Þekktan mann. Líklega dug- ar ekki minna en starfsmaður stjórnarinnar. En það verður á þína ábyrgð, Kurotjkin.. — Við útvegum bát, sagði Kurotjkin, einu sinni enn, og þar með var málinu bjargað. * Nokkrum dögum síðar höfð- um við reyndar fengið nýjan bát. Hann hét því virðulega nafni „Stormsveipúr" "og nafnið rar málað á hann að framan. Þá var allt orðið eins og okkur hafði dreymt urn. Nikolaj varð skipstjóri, Zjenka og Mikael vélstjórar og ég háseti. Sam- kvæmt sjóferðalögunum urðum við þó að bæta tveim mönnum á skipið, tveim vönum fiski- mönnum, annars gat ekki orðið neitt úr neinu. Næstu tveir dagar liðu. Við bjuggum okkur til síldveiða. Gengum frá netum og öðru því, er til þurfti og hugðum að engu öðru. Við vorum svo önnum kafnir við þetta, að við tókum ekki eftir ungum, freknóttum og skolhærðum strák, fyrr en liann stökk niður á þilfar til okkar. Hann tilkynnti okkur ó- feiminn, að hann væri ráðinn hjá okkur og héti Júra. Við tók- um hrifningarlaust á móti hon- um, verð ég að segja. Um kvöldið varð Júra skáld- legur og las upphátt úr eigin ljóðum. Kvæðin voru öll um stúlku, sem hann hafði ekki ennþá séð, en sem hann hlyti einn góðan veðurdag að hitta, samkvæmt væntanlegri ráðstöf- un örlaganna. Þessi ljóð höfðu ekki hin minnstu áhrif á okkur. Við vor- um ekki fyrr vaknaðir næsta morgun en Nikolaj var rokinn til stjórnar æskulýðssambands- ins og bað um, að næsti maður yrði dálítið reyndari fiskimaður og dundaði ekki við ljóðagerð. Kurotjkin lofaði áð útvega slík- an mann. Og um kvöldið kom reyndar sjötti skipverjinn, Vasilí Jeropa- jev að nafni. Hraustlegur mað- ur, eldri en við, líklega svo sem liálf-fertugur, með óræktarlegt slétt hár, sem hékk niður í augu eins og á sígojna, og var sem það hefði aldrei komizt í kynni við aðra greiðu en fingur eig- andans Jaropajev kom um borð í stakki og víðum buxum og lét eins og hann væri heima hjá sér. Hann leit ekki á neinn okk- ar, fleygði sjópokanum sínum á þilfarið, stikaði beint út að borðstokknum, jós upp þrem fötum af sjó og hellti þeim yfir sitt breiða brjóst, stundi, þurrk- aði sér um munninn með hand- arbakinu og teygði úr sér. Nú fyrst virtist hann sjá okkur, en við höfðum raunar hópast í kringum hann. — Ha, ha, umlaði í honum að lokum. — Eg er sendur hing- að sem fiskilóðs af því að ég er vanur. Það er vert að þið vitið að ég stjórna öllu því, sem við kemur veiðunum. Hann leit á hvern einstakan og bætti síðan við: Eg er starfandi sérfræðing- ur. Við hurfum aftur að verki okkar og önduðum léttar. Nú var þó kominn ábyrgur maður urn borð, maður, sem hægt var að byggja á. Það var Nikolaj einn, sem ekki virtist taka ræðu hans hátíðlega. — Ágætt, sagði Nikolaj. En af því að við höfum nú ekkert sér- fræðingsembætti, þá verður þú fyrsti háseti. En hvað heitirðu annars? — Þið getið kallað mig Vasía eða Vaskó eftir því sem þið viljið. Eftir þetta fannst okkur við geta spurt liann spjörunum úr um fiskveiðar hér um slóðir. — Hvar fskurinn er! Hann er hér. Hann rétti fram sterk- lega, loðna hendina og benti Eg þarf ekki að leita að fiski, strákar. Eg sé hann á mörg hundruð metra færi, alveg eins vel og ég sé ykkur hérna núna. * Við veiddum síld rétt hjá Mangysjlak-skaganum. Hér voru saman komnir bátar frá Gurjev, Bakú, Ástrakan, Machatjkala, já, hingað voru meira að segja komnir bátar úr Svartahafinu. Framh. á 5. síðu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.