Morgunblaðið - 03.01.2011, Page 6

Morgunblaðið - 03.01.2011, Page 6
Karl Sigurbjörnsson „Það er fólkið í landinu, þjóðin sjálf, sem fer með æðsta valdið,“ sagði forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, í nýársávarpi sínu. Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra sagði nauðsynlegt að leiða til lykta áratuga deilur um auðlindamál á nýju ári í sínu ávarpi og biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, sagði stórháskalegt „ef hreyfiafl- ið andspænis áföllum þjóðlífsins verður hin óhelga þrenning: reiði, hatur og hefnigirni“. Ólafur Ragnar sagði að á liðnu ári hefði þjóðin sýnt að hún gæti tekið forystuna. „Atkvæða- greiðslan 6. mars var afdráttarlaus vitnisburður um hve vel stjórnskipun lýðveldisins virkar þegar mest á reynir, að þjóðin er fullfær um að fara með valdið sem henni ber.“ Þjóðin fari sjálf með æðsta valdið, enda sé vilji fólksins kjarni lýðræðisins. Hinn eindregni þjóðarvilji hafi á örlagastundum reynst Íslendingum býsna vel. Þá vék hann orðum að fátækt í þjóðfélaginu, sem hann segir smánarblett á þjóðinni. „Samfélag sem kennir sig við norræna velferð getur ekki liðið að vikulega standi þúsundir í biðröðum eftir mat.“ Því sé brýnt að grípa til aðgerða til að sigrast á fá- tæktinni. Í áramótaávarpi sínu sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra rökstudda ástæðu til að ætla að nú væru bjartari tímar framundan. „Nú sjást loks jákvæð teikn um bata og um að mikill ár- angur hafi náðst. Og ég fullyrði að framundan séu ár uppbyggingar og vaxtar.“ Sameign þjóðarinnar Þá vék hún orðum að þeim málum sem verða til umfjöllunar á stjórnlagaþingi. „Á nýju ári þurfum við einnig að leiða til lykta áratuga deilur um auð- lindamál. Við þurfum að ná sátt um nýjan grunn að sjálfbærri og sanngjarnri stefnu varðandi dýr- mætustu auðlindir þjóðarinnar, meðal annars um fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðlindir sjávar, orkan í iðrum jarðar og þau verðmæti sem fólgin eru í vatninu, jafnt heitu sem köldu eiga að vera sam- eign þjóðarinnar og þannig þarf að ganga frá mál- um að arðurinn renni með sanngjarnari hætti en verið hefur til allra Íslendinga,“ sagði hún. Andi tortryggni og vantrausts sækir að Sr. Karl Sigurbjörnsson biskup sagði í nýársá- varpi sínu stórháskalegt ef reiði, hatur og hefni- girni verða hreyfiaflið til að takast á við aðsteðj- andi vanda. „Svo margt ber því miður vott um það og það hve andi tortryggni, vantrausts og virðing- arleysis sækir að. Það er ógnvænlegt, því verði sá andi ofan á þá er allt tapað.“ Foreldrar þyrftu að hafa stuðning við mótun og rækt andlegs lífs á heimilunum. „Ef trú er vikið út af hinu opinbera rými, ef foreldrar og trúsöfnuðir fá ekki uppörvun og stuðning samfélagsins við að bera börn sín til skírnar, kenna þeim bænir og vers og þekkja sögu, mynd og orð Krists og minna þau ungu á skapara sinn og lausnara, þá hverfur kristni úr vitund og menningu, nema hugsanlega sem fjarlægur niður úr horfinni tíð.“ Þjóðin fari með æðsta valdið  Vilji fólksins er kjarni lýðræðisins, sagði forseti Íslands í nýársávarpi  For- sætisráðherra vill útkljá auðlindamál  Biskup segir reiði og hefnigirni hættulega Ólafur Ragnar Grímsson Jóhanna Sigurðardóttir 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011 www.simnet.is/lif Ég undirritaður Þorbjörn Ásgeirsson hef opnað heimasíðu mína, 222.simnet.is/lif. Hún fjallar um stjörnulíffræði og spennusöguna „Sér grefur gröf þótt grafi“, hún er einnig gegnum gangandi heimspeki. Einnig eru þarna aðrar greinar með ýmiskonar fróðleik. Stjörnulíffræðin er „dulspeki“, hún er byggð m.a. á forsendum „Lífeindarinnar“, sem hefur svipað hlutverk að gegna og ljóseindin. Þessar báðar tegundir einda hafa innifaldar geymdir sem skila frá sér og taka á móti upplýsingum. Þorbjörn Ásgeirsson, nuddfræðingur. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, væntir þess að nið- urstaða fáist um hvort embættið fái aðgang að upplýsingum um nokkra af viðskiptavinum gamla Kaup- þings, og starfsemi bankans, í lok febrúar. Úrskurðar æðsta dóms- stigs í Lúxemborgar er nú beðið. Ólafur segist vongóður um að emb- ætti sérstaks saksóknara fái gögnin sem um ræðir, afhent. Fram kom á vefsíðu enska dagblaðsins Daily Telegraph í gær að eigendur Ban- que de Havilland, sem reistur var á rústum Kaupþings í Lúxemborg, berðust nú gegn því að embætti sér- staks saksóknara fengi gögnin af- hent. Bankinn er í eigu hinnar ensku Rowland-fjölskyldu, sem heldur því fram að Havilland-banki tengist ekki á nokkurn hátt Kaup- þingi í Lúxemborg. Í síðasta mán- uði úrskurðaði dómstóll í Lúx- emborg að bankinn yrði að afhenda gögnin en sonur Davids Rowland, Jonathan, sem tók við sem forstjóri bankans eftir að Magnús Guð- mundsson var leystur frá störfum vegna rannsóknar embættis sér- staks saksóknara, staðfestir að bankinn hafi ásamt nítján við- skiptavinum sínum, áfrýjað nið- urstöðunni. Ólafur Þór segist í sam- tali við Morgunblaðið ekki geta gefið upplýsingar um hvaða við- skiptavinir bankans það hafi verið sem áfrýjuðu niðurstöðu dómstóls- ins. Inntur eftir því hvaða þýðingu gögnin muni hafa fyrir rannsókn á málefnum Kaupþings, getur Ólafur heldur ekki sagt til um það. Raunar hafi hann ekki endanlega hugmynd um hvaða upplýsingar leynist í gögnunum, enda hafi þar til bær yf- irvöld í Lúxemborg annast húsleit- ina hjá Banque de Havilland. Væntir niðurstöðu um Kaupþings- gögn í febrúar  Segist ekki þekkja hvað leynist nákvæmlega í gögnunum frá Lúx Morgunblaðið/Golli Í Héraðsdómi Ólafur Þór Hauksson er sérstakur saksóknari. Verði frum- varp um breytingu á sveitarstjórn- arlögum sam- þykkt gæti það þýtt að borgarfull- trúar í Reykjavík yrðu að minnsta kosti 23, en þeir eru í dag 15. Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa er skil- greindur á ákveðnu bili, og tengd- ur við íbúafjölda sveitarfélagsins undanfarin átta ár. Frumvarpsdrögin liggja fyrir á vef innanríkisráðuneytisins en þau eru afrakstur vinnu starfshóps. Í frumvarpsdrögunum eru ekki lagðar til „grundvallarbreytingar á sveitarstjórnarlögum“ eins og það er orðað í skilabréfi starfs- hópsins. Hins vegar komi þar fyrir nýmæli m.a. um fjármál sveitarfé- laga, samvinnu sveitarfélaga, rétt- indi og skyldur sveitarstjórn- armanna og möguleika íbúanna til aðgangs að upplýsingum. Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórnum gæti breyst Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi tólf einstaklinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum á nýárs- dag. Eftirtaldir hlutu heiðursmerkið: Ágústa Þorkelsdóttir bóndi, Refsstað, Vopnafirði, fyrir störf í þágu dreifbýlis og heimabyggðar. Björgvin Halldórsson tónlist- armaður, riddarakross fyrir fram- lag til íslenskrar tónlistar. Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar. Dóra Guðbjört Jónsdóttir gull- smiður, fyrir framlag til þjóðlegrar gull- og silfursmíði. Jón Karl Karlsson, fyrrverandi formaður Verkamannafélagsins Fram og Alþýðusambands Norður- lands, fyrir störf í þágu verka- lýðsmála og réttindabaráttu. Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir, fyrrverandi sveit- arstjóri, oddviti og alþing- ismaður, Reykhólahreppi, fyrir framlag til félagsmála á landsbyggðinni. Karl M. Guðmunds- son fv. íþróttakennari og fræðslustjóri ÍSÍ, fyrir störf að æsku- lýðs- og íþróttamálum. María Jóna Hreins- dóttir ljósmóðir, fyrir brautryðj- endastörf í þágu fósturgreiningar og ljósmóðurfræða. Pétur Gunnarsson rithöfundur, fyrir ritstörf og framlag til ís- lenskra bókmennta. Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins, fyrir framlag til ljósmyndunar og umfjöllun um lífs- hætti frumbyggja á norðurslóðum. Rannveig Löve, fyrrverandi kennari, Kópavogi, fyrir brautryðj- andastarf á sviði lestrarkennslu og störf að málefnum berklasjúklinga. Sigurgeir Guðmundsson, formað- ur Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, fyrir forystu á sviði björg- unar og almannavarna. Tólf sæmdir riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar „Ég er auðvitað þakklátur fyrir þetta því þetta er klapp á bakið,“ segir Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem er meðal þeirra sem forseti Íslands sæmdi riddarakrossi á nýársdag. Í aldafjórðung hefur Raxi skrásett lífið í veiðimanna- samfélögum á norðurslóðum og á árinu kom út bók hans Veiðimenn norðursins sem inniheldur myndir frá þessum tíma. Þá er nýlokið sýningu hans á sama myndefni í Gerð- arsafni í Kópavogi en þaðan fer sýningin út í heim. „Það hafa þrjú, fjögur lönd beðið um hana svo ég get ekki annað en verið ánægður,“ segir Raxi og ját- ar því að nýliðið ár hafi einkennst af velgengni. „En þetta er eins og Ómar sagði: lífið er eins og sjórinn – aldan er stundum há og svo kemur lægð. Það er best að sigla í lygnum polli.“ Þá hafa myndaseríur frá ferð hans á suður- skautið fyrr í vetur birst í Sunnudagsmogganum undanfarið og birtist þriðji hluti þeirrar umfjöll- unar næstkomandi laugardag. Best að sigla í lygnum polli RAGNAR AXELSSON LJÓSMYNDARI MEÐAL ORÐUHAFA Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Morgunblaðið/Eggert Heiðruð Orðuhafarnir fengu riddarakrossinn afhentan við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.