Morgunblaðið - 03.01.2011, Síða 11
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Bryndís Hún segir löngu tímabært að íslenskar bækur , sem taka á framburðarþjálfun R og S hljóðanna, komi út.
kvæmum tíma í lífi
þeirra,“ segir hún.
Foreldrar geti
þannig notað bæk-
urnar til að kanna
stöðu barna sinna.
„Það er þó mjög
mikilvægt að árétta
að ef barn nær ekki
t.d. R- og S-
hljóðunum með
þeirri hvatningu og leiðbeiningum
sem bækurnar veita, eiga foreldrar
strax að leita til talmeinafræðings.“
Máni og Maja fylgja
lesandanum eftir
Bækurnar og spilin sem fylgja
þeim er ætlað að hjálpa foreldrum
og fagfólki að vinna rétt með und-
irbúning hljóðmyndunar R- og S-
hljóðanna og samhliða er unnið með
þætti sem undirbúa lestrarfærni.
Í bókunum er þyngdarstigið
markvisst aukið. Farið er frá hljóð-
myndun á stökum hljóðum yfir í erf-
iðari og lengri orð, R eða S er æft
fremst, aftast og í miðju orða á
skipulegan hátt og svo tengt í þyngri
samhljóðasambönd.
Persónurnar Máni og Maja
fylgja lesandanum eftir og útskýra
hvern þátt á einfaldan hátt. Þessu er
fylgt eftir með æfingum og myndum.
„Það á að vera gaman að læra og
takast á við spennandi hluti í hljóð-
myndun og framburði. Bækurnar
eru því settar upp með leik og æfing-
ar í huga sem höfða til breiðs aldurs-
hóps og henta t.d. vel nýjum Íslend-
ingum af erlendum uppruna. Það
fylgir tvöfalt borðspil með hvorri
bók, sem undirstrikar að það er
hægt að gera leik úr framburðaræf-
ingunum. Þú kastar t.d. teningi og
ferð áfram á borðspilinu og segir það
orð sem þú lentir á. Síðar getur þú
sagt setningu eða sögu í kringum
orðið o.s.frv. Borðspilin eru líka mið-
uð við þyngdaraukningu; á annarri
hlið eru hljóðin sögð fremst, aftast
og í miðju orða, en á
bakhliðinni eru þau
sögð í mismunandi
samhljóðasamböndum
sem er erfiðara,“ segir
Bryndís.
Samhliða bók-
unum komu út svokall-
aðar framburð-
aröskjur sem skólar
og talmeinafræðingar
nota gjarnan í samstarfi við foreldr-
ana. Í framburðaröskjunum eru all-
ar myndir í bókunum í tvöföldu setti,
stór myndaspjöld af táknmyndum
fyrir hljóðin og nákvæmar leiðbein-
ingar um notkun efnisins. Þannig
geta skólar og foreldrar unnið sam-
an á skipulegan hátt.
Framburðarerfiðleikar
geta leitt til stríðni
R- og S-hljóðin eru með síðustu
málhljóðunum sem börn tileinka sér
á forskólaaldri. Við 4 ára aldur er
allt að 25 % barna sem hafa ekki náð
þessum hljóðum og fram að 6 ára
aldri ná þau hljóðunum smám sam-
an. „Það er kjörið að nota þann tíma
vel og hvetja börnin á réttan hátt um
hljóðmyndunina um leið og lestr-
arfærni er undirbúin,“ segir Bryn-
dís.
Hún segir að gera megi ráð fyr-
ir að hjá 7 ára börnum eigi um 2%
þeirra í erfiðleikum með að mynda
R-hljóðið. Þá má búast við að um
3-5% barna á fyrstu árum grunn-
skóla eigi í einhverjum framburð-
arerfiðleikum og verði fyrir stríðni
sem hafi áhrif á líf þeirra og jafnvel
starfsval. „Við getum breytt þessu í
langflestum tilvikum með réttum
æfingum á réttum tíma. Greining
talmeinafræðings er t.d. mikilvæg til
að meta hvort líkamlegar ástæður
liggja að baki því að barn nær ekki
réttum framburði. Þá er mikilvægt
að gera sér grein fyrir samspili frá-
vika í framburði og hljóðkerfis-
þáttum og lestrarörðugleikum.“
Máni og
Maja.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
Bryndís lauk meistaragráðu í talmeinafræði í Bandaríkjunum árið 1986 og hefur starfað
við greinina síðan. Árið 1989 gáfu hún og faðir hennar, Guðmundur Egilsson, út bókina
Heyrnarlausir á Íslandi; Heyrnleysingakennsla á Íslandi frá upphafi og saga félags
heyrnarlausra. Árið 2007 kom út bókin Einstök mamma þar sem Bryndís fjallaði um
reynslu sína af því að alast upp hjá heyrnarlausri móður. Ári síðar fékk bókin barna-
bókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar fyrir að vera besta frumsamda barnabók-
in. Árið 2008 kom fyrsta bókin út í flokknum Lærum og leikum með hljóðin, undirbún-
ingur fyrir hljóðmyndun og tal. R og S bækurnar eru sjálfstætt framhald af þeirri bók.
Bryndís er einn af sex talmeinafræðingum sem starfrækja Talþjálfun Reykjavíkur.
Hún starfar einnig hjá Skólaskrifstofum Vestmannaeyjabæjar og Reykjanesbæjar,
Voga, Sandgerðis og Garðs. Þá tengist starf hennar reglubundið Hjallastefnuskólum og
háls-, nef- og eyrnadeild Landspítalans, þar sem hún starfaði um árabil.
Fékk barnabókaverðlaun 2008
HEFUR STARFAÐ SEM TALMEINAFRÆÐINGUR Í 25 ÁR
Gakktu á eitt fjall í viku með Ferðafélagi Íslands á nýju ári
Nýársgjöfin frá þér til þín er bætt líðan og betra form á nýju ári.
Upplifðu íslenska náttúru í skemmtilegum félagsskap undir
öruggri fararstjórn og lærðu að þekkja landið.
Esjan, Keilir, Helgafell, Botnssúlur, Hvannadalshnúkur,
Akrafjall, Réttarfell, Löðmundur og 44 önnur fjöll.
Dagsferðir allt árið og tvær helgarferðir að auki.
Komdu með okkur og finndu náttúrubarnið í hjarta þínu.
Verð kr. 52.000
Verkefnisstjóri: Páll Ásgeir Ásgeirsson
Kynningarfundur í sal
Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6
miðvikudag 5. janúar kl. 20.00.
Skráning á skrifstofu Ferðafélags Íslands í síma 5682533. Heimasíða FÍ www.fi.is
Eitt fjall á viku með FÍ 2011