Morgunblaðið - 03.01.2011, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
ódýrt alla daga
Forsteiktar fiskibollur
899kr.kg
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gífurlegt eignatjón hefur orðið í
mestu flóðum sem um getur í Queens-
landríki í Ástralíu. Útlitið næstu daga
er dökkt en spáð er þrumuveðri og úr-
helli. Það versta er því ekki yfirstaðið
og reikna yfirvöld með því að vatna-
vextirnir muni valda vandræðum út
mánuðinn. Líf tvö hundruð þúsund
manna hefur farið úr skorðum og
kolagröftur og annar iðnaður orðið
fyrir mikilli röskun.
Kona drukknaði þegar bíll hennar
fór á kaf og er sjómaður talinn af eftir
að hans var saknað. Um 1.000 manns
höfðust við í neyðarskýlum í nótt en
margir vildu ekki yfirgefa heimili sín
af ótta við gripdeildir.
Mikið álag á björgunarsveitir
Samgöngur hafa víða lamast og
hafa björgunarsveitir og lögregla unn-
ið nótt sem nýtan dag við að koma
fólki sem hefur orðið innlyska á heim-
ilum sínum á öruggan samastað og
undir læknishendur. Er ekki vitað um
frekara manntjón.
Björgunarliðið er örþreytt og er
liðsauki frá öðrum ríkjum landsins á
leið til Queensland til aðstoðar.
Raskar útflutningi
Fram kemur á vef The Australian
að tjónið sé metið í milljörðum ástr-
alskra dala, eða sem svarar hundruð-
um ma. kr. Má þar nefna að útflutn-
ingur á kolum frá ríkinu mun að
óbreyttu ekki komast í fullan gang
fyrr en í vor, en þar er um að ræða
eina mikilvægustu útflutningsvöru
landsins. Þá hefur sykurrækt og ann-
ar landbúnaður orðið fyrir tjóni, ásamt
því sem miklar vatnsskemmdir hafa
orðið á húsum og vegamannvirkjum.
Flætt hefur yfir svæði sem er á
stærð við Frakkland og Þýskaland og
búa yfirvöld í borginni Rockhampton
sig undir að fjöldi húsa fari á kaf.
Flugvöllur borgarinnar, þar sem um
77.000 manns búa, er lokaður og hefur
öll umferð til hennar verið bönnuð, að
því er fram kemur í The Courier Mail,
helsta dagblaði ríkisins. Segir þar
einnig að bærinn Emerald hafi farið
svo illa út úr flóðunum að það kunni að
taka allt að tvö ár að bæta upp skað-
ann.
Flóðamet gæti fallið
Veðurfræðingar spá úrhelli í Rock-
hampton næstu daga og því að vatns-
hæðin nái hámarki á miðvikudag er
hún fari í 9,4 metra. Útlitið er enn
dekkra í bænum St. George, um 500
km vestur af höfuðstað ríkisins, Bris-
bane, en þar eru taldar líkur á að
flóðahæðin jafni metið frá því í fyrra
er hún náði 13,39 metrum, eftir að yf-
irborð árinnar Balonne hækkaði um
11 metra um helgina. Til að gera illt
verra hefur þrumuveður og haglél
aukið á tjónið en haglið getur skemmt
bíla og þök húsa.
Yfir 20 bæir og borgir hafa orðið
fyrir tjóni í vatnavöxtunum og mun
umfang vatnsskemmdanna ekki skýr-
ast að fullu fyrr en að nokkrum vikum
liðnum, þegar vatnið sjatnar.
Hættulegar skepnur á sveimi
Á sumum stöðum er ekki lengur
óhætt fyrir fólk að hafast við í húsum
sínum vegna þess að krókódílar og
snákar hafa borist með vatninu og
svamla nú um á milli húsanna.
Flóðin eru sem áður segir þau
mestu í sögu ríkisins og komst And-
rew Fraser, fjármálaráðherra
Queensland, svo að orði að vatns-
flaumurinn væri í ætt við hamfaralýs-
ingar Biblíunnar, enda uppi neyðar-
ástand á miklu landflæmi.
Eigendum smærri fyrirtækja og
einyrkjum í frumframleiðslu hefur
þegar verið heitið hátt í þremur millj-
ónum króna til að koma rekstrinum í
samt horf þegar vatnið hörfar. Hve-
nær það verður er óvíst.
Hamfaraflóð í Queensland
Reuters
Eyðilegging Nánast allt íbúðarhúsnæði í bænum Theodore hefur orðið fyrir miklum skemmdum.
Reuters
Á þurru landi Hundur og páfagauk-
ur deila búri á leið á öruggan stað.
Ástralskar björgunarsveitir glíma við mestu flóð á sögulegum tímum í ríkinu Miklar skemmdir á
íbúðarhúsum og mannvirkjum 200.000 manns hafa orðið fyrir röskun eða tjóni Ótti við gripdeildir
FLÓÐ Í ÁSTRALÍU
250 km
Stórar kolanámur í Queensland hafa lokast vegna
geysilegra flóða að undanförnu og er útlit fyrir að marga
mánuði muni taka að koma útflutningi í sama horf
Brisbane
Hay Point
Bowen Basin
Foxleigh
Moranbah
German Creek Gladstone
Bundaberg
Callide
Dawson
Flóðin hafa sett stórt
strik í reikning kola-
vinnslu en alls veltir
kolaiðnaður landsins
hátt í 6.000 ma. kr. á ári
TJÓNIÐ ER MIKIÐ
Kolanámur með
samanlagða vinnslu upp
á 90 milljónir tonna á ári
liggja undir vatni
Yfirvöld vara við heilsu-
farslegri hættu vegna
flóðavatns, s.s. vegna
mengunar, ásamt hættunni
af krókódílum og snákum
Lokun Bundaberg-hafnar
hefur raskað útflutningi á
sykri frá Ástralíu en landið
er einn mesti sykurútflytj-
andi veraldarinnar
Miðlungsflóð Stórflóð Hafnir sem
hafa lokast/
umferð raskast
Kolanámur
þar sem vatn
hefur flætt
QUEENSLAND
Kóralhaf
Repúblikaninn
Arnold
Schwarzenegger
lætur í dag af
embætti ríkis-
stjóra Kaliforníu
eftir sjö ára setu.
Hann kveður
embættið sem
einn óvinsælasti
ríkisstjórinn í
sögu sam-
bandsríkisins en nýleg könnun leiddi
í ljós að aðeins 22% aðspurðra voru
ánægð með störf hans undir lokin.
Við honum tekur demókratinn
Jerry Brown en hann var áður ríkis-
stjóri á árunum 1975-1983.
Schwarzenegger varð lítt ágengt í
glímunni við geysilegan skuldavanda
Kaliforníu og á það sinn þátt í fyrir-
sögnum á borð við „Hasta La Vista,
Failure“, eða „Vertu sæll, misheppn-
aður“, með vísan til frægrar setning-
ar hans í hlutverki „Tortímandans“.
Vöðvatröllið hyggst þó ekki setj-
ast í helgan stein heldur leggja hönd
á plóg í baráttumálum sem eru hon-
um hugstæð, þar með talið á vett-
vangi umhverfismála.
„Tortím-
andinn“
kveður
Schwarzenegger
stefnir á grænu málin
Arnold
Schwarzenegger