Morgunblaðið - 03.01.2011, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
EDDA BRAGADÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Frostafold 6,
Reykjavík,
sem lést að morgni annars dags jóla, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
5. janúar kl. 15.00.
Bjarni Hermann Sverrisson, Erla Vignisdóttir,
Lana Kolbrún Eddudóttir, Jóhanna Björg Pálsdóttir,
Ingibergur Bragi Ingibergsson,
Magnús Grétar Ingibergsson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUNNAR ÞORBJÖRN HARALDSSON
fyrrv. vélstjóri og húsvörður,
Áshamri 33,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja fimmtu-
daginn 30. desember.
Útför hans fer fram frá Landakirkju föstudaginn
7. janúar kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hans er bent á Félag einstakra barna, sími 895-8661, eða önnur
líknarfélög í Vestmannaeyjum.
Jórunn Guðný Helgadóttir,
Helgi Benóný Gunnarsson, Jarþrúður Kolbrún Guðmundsdóttir,
Haraldur Þorsteinn Gunnarsson, Kristín Gunnarsdóttir,
Matthildur Gunnarsdóttir, Jón Gunnar Hilmarsson,
Nanna Björk Gunnarsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SKARPHÉÐINN ÁRNASON,
Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést mánudaginn 27. desember.
Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
7. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimilið
Höfða, Akranesi.
Sigurbjörn Skarphéðinsson, María Karlsdóttir,
Sigrún Birna Skarphéðinsdóttir, Pétur Örn Jónsson,
Aðalheiður Skarphéðinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
STEINUNN EGILSDÓTTIR,
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn
20. desember, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 5. janúar kl. 13.00.
Eygló S. Stefánsdóttir, Þórhallur Sveinsson,
Hafþór R. Þórhallsson, Sæunn Jóhannesdóttir,
Hafsteinn G. Þórhallsson,
Berglind Þórhallsdóttir, Ragnar Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar
PÁLL GÍSLASON
læknir,
Árskógum 8,
lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi,
Fossvogi, laugardaginn 1. janúar.
Soffía Stefánsdóttir og börn.
Takk fyrir allar yndislegu og
skemmtilegu stundirnar elsku
amma Unna.
Það var svo gaman að koma í
Bólstaðarhlíð, þegar við vorum öll
saman hjá ykkur afa. Þá var leikið
allan tímann og hún mun alltaf sitja
í minningu okkar öll gleðin sem þar
ríkti. Einn af uppáhaldsleikjum
okkar krakkanna var leikurinn
„bannað að snerta gólf“ en þá byrj-
uðum við að henda öllum pullunum
úr sófanum út um alla stofu og
hlupum þar á milli og þú brostir
bara alltaf þegar við byrjuðum.
Þegar við vorum búin að fá nóg af
þeim leik gengum við frá pullunum
og felu- og eltingarleikurinn hófst,
leikurinn sem enginn skildi nema
við og þú, hann gekk út á að hlaupa
skrilljón hringi í kringum eldhúsið
og koma við inni í kústaskáp, kíkja
smá inn í eldhús og hlaupa svo fleiri
hringi. Svo kíktum við í kökuskáp-
inn undir hrærivélinni til þess að
skoða hvað væri til af kökum og ef
okkur leist ekki á úrvalið var skellt
í klessuköku sem var uppáhald
okkar allra.
Gistinætur hjá þér og afa gleym-
ast aldrei. Þá létum við ljós okkar
skína. Tilhlökkunin var mjög mikil
að koma og gista hjá ykkur og það
er ekki hægt að segja annað en þið
afi væruð og munið alltaf verða
eitthvert mikilvægasta fólkið í lífi
okkar barnabarnanna. Baðferðirn-
ar voru nú ekki fáar og alls ekki
leiðinlegar. Amma, þú skrúbbaðir
okkur frá toppi til táar með þvotta-
poka og þá vorum við hrein og fín
fyrir háttinn. Það var aldrei spurn-
ing um að fá að vaka lengur því að
maður var dauðþreyttur eftir æð-
islegan dag hjá ykkur, fengum að
velja bók og þá var það oftast Dep-
ill og þú elsku amma okkar last fyr-
ir okkur með þinni yndislegu rödd.
Daginn eftir vöknuðum við við
gómsæta lykt úr eldhúsinu og við
fengum okkur ristað brauð með
osti í morgunmat eða besta grjóna-
graut í heimi sem þú eldaðir hik-
laust ef við báðum um hann. Þá sat
maður sæll eftir yndislegan svefn
og talaði við ykkur afa um allt milli
himins og jarðar.
Þegar við vorum búin að borða
og hjálpa þér að taka af borðinu fór
maður í föndurskápinn og sótti liti,
leir eða vatnsliti og við fórum að
föndra. Við sitjum hér öll saman og
erum að rifja upp hvað það var allt-
af gaman að koma til ykkar, við er-
um öll á mismunandi aldri en eigum
sömu minningar um þig.
Svo voru jólin líka alltaf
skemmtileg, – skákkakan sem okk-
ur þótti og er flottasta kaka í heimi.
Þegar allir áttu svo að setjast til
borðs byrjaði þrasið mikla um hvar
hver átti að sitja, en þú sagðir alltaf
að við mættum sitja þar sem við
vildum. Síðustu stundirnar okkar
með þér eru okkur ógleymanlegar
og munu alltaf sitja í minningunni.
Þú hefur snert hjörtu okkar allra
og þar munt þú ávallt eiga stóran
stað. Takk fyrir allt elsku besta
amma. Þú hefur alltaf verið engill-
inn okkar og við höfum alltaf og
munum alltaf líta mikið upp til þín.
Þú ert og verður alltaf amma eng-
ill.
Alla daga með okkur endaðir þú
alltaf eins, með kossi, góða nótt og
við sögðum saman bænina sem þú
kenndir okkur öllum.
Takk fyrir allt.
Sigrún Rut, Sigrún, Freyr,
Helgi Hreinn og Sólveig.
Elsku amma okkar.
Þegar við hugsum um eitthvert
orð sem lýsir þér best þá dettur
okkur í hug orðið amma, þú ert
yndisleg í alla staði og hefur gert líf
okkar allra frábært. Hlegið með
okkur, huggað okkur, baðað okkur
og alltaf verið til staðar. Takk fyrir
allar yndislegu og skemmtilegu
stundirnar, elsku amma Unna.
Við ætlum að rifja upp dæmi-
gerðan dag hjá þér og afa.
Það var alltaf svo gaman að
koma í Bólstaðarhlíð, þegar við
vorum öll saman hjá ykkur afa. Þá
var leikið allan tímann og það mun
alltaf sitja í okkar minningu öll
gleðin sem átti sér stað þar.
Einn af uppáhaldsleikjum okkar
krakkanna var leikurinn „bannað
að snerta gólf “ en þá byrjuðum við
að henda öllum pullunum úr sóf-
anum út um alla stofu og hlupum
þar á milli og okkur þótti það hrika-
lega gaman og þú brostir bara alltaf
þegar við byrjuðum. Þegar við vor-
um búin af fá nóg af þeim leik geng-
um við frá pullunum alveg sjálf og
felu- og eltingarleikurinn hófst,
leikurinn sem enginn skildi nema
við og þú, hann gekk út á að hlaupa
skrilljón hringi í kringum eldhúsið
og koma við inn í kústaskáp, kíkja
smá inn í eldhús og hlaupa svo fleiri
hringi.
Svo þegar það var búið kíktum
við í kökuskápinn undir hrærivél-
inni til þess að skoða hvaða kökur
væru og ef okkur leist ekki á úrval-
ið þá var skellt í eitt stykki klessu-
köku sem er uppáhald okkar allra.
Gistinætur hjá þér og afa eiga
aldrei eftir að gleymast. Þá létum
við ljós okkar skína og við lékum
okkur út í það óendanlega og þú
tókst fullan þátt í því. Tilhlökkunin
var mjög mikil að koma og gista hjá
ykkur afa og það er ekki hægt að
segja annað en að þú og afi voruð og
munuð alltaf verða eitt mikilvæg-
asta fólkið í lífi okkar barna-
barnanna.
Baðferðirnar voru nú ekki fáar
og alls ekki leiðinlegar! Amma, þú
skrúbbaðir okkur frá toppi til táar
með þvottapoka og þá vorum hrein
og fín fyrir háttinn. Það var aldrei
spurning um að fá að vaka lengur
því að maður var dauðþreyttur eftir
æðislegan dag hjá ykkur, fengum
að velja bók og þá var það oftast
Depill og þú, elsku amma, okkar
last fyrir okkur með þinni yndis-
legu rödd. Besta grjónagraut í
heimi eldaðir þú hiklaust, ef við
báðum um hann.
Við sitjum hér öll saman og erum
að rifja upp hvað það var alltaf
gaman að koma til ykkar, við erum
öll á mismunandi aldri, en eigum
sömu minningar um þig.
Svo voru jólin líka alltaf
skemmtileg. Skákkakan sem okkur
þótti og er flottasta kaka í heimi.
Þegar allir áttu svo að setjast til
borðs byrjaði þrasið mikla um hvar
hver átti að sitja, en þú sagðir alltaf
að við mættum sitja þar sem við
vildum.
Síðustu stundirnar okkar með
þér eru okkur ógleymanlegar og
munu alltaf sitja fastar í minning-
unni. Þú hefur snert hjörtu okkar
allra og þar munt þú ávallt eiga
stóran stað. Takk fyrir allt, elsku
besta amma. Fyrir okkur hefur þú
alltaf verið engillinn okkar og við
höfum alltaf litið og munum alltaf
líta mikið upp til þín. Þú ert og
verður alltaf amma engill.
Alla daga með okkur endaðir þú
þá eins, með kossi, góða nótt og við
sögðum saman bænina sem þú
kenndir okkur öllum.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Sigrún Rut, Helgi Hreinn,
Freyr, Sigrún og Sólveig.
Brostinn er hlekkur í fjölskyld-
unni frá Efri-Grænagarði. Unna
systir var burt kölluð eftir stutt
veikindi 21. desember.
Ég man að það var gleðidagur í
Brautarholti 8. febrúar 1935 þegar
grátur heyrðist inn í stofuna og
ekki síst vegna þess að hann kom
frá systur með kolsvart hár eins
foreldrarnir, og þá var kátt í kotinu.
Hún var vatni ausin og látin bera
seinni hluta af nafni ömmu sinnar í
móðurætt, sem tók loforð af móður
okkar um að ef hún eignaðist dóttur
þá mætti hún ekki nota skírnar-
nafnið sitt, en hún hét Steinunn,
þannig uppfyllti móðir okkar loforð
sitt og dóttirin skírð Unnur.
Fjölskyldan fluttist frá Brautar-
holti að Grænagarði í desember
1938 og vorum við þá orðin Ísfirð-
ingar. En við héldum tryggð við
Fjörðinn því pabbi var mikið í fé-
lagsstörfum bæði í íþróttafélaginu
Ármanni og málfundafélagi sem
var mjög öflugt, hélt meðal annars
úti blaði sem hét Neisti.
Þannig að ekki var óeðlilegt að
við systkinin gengjum í barnaskól-
ann þar. Síðar voru þessi félög sam-
einuð og þá varð til íþrótta- og mál-
fundafélagið Ármann.
Í Firðinum kynntist Unna nokkr-
um sínum bestu vinkonum sem hún
hélt samandi við alla tíð, þar má
nefna Soffíu í Tungu og frænkur
okkar Ingu og Sollu sem eru syst-
urdætur pabba.
Ekki má gleyma Siglufirði, hún
fór þangað með pabba og mömmu í
mörg sumur þar sem pabbi var
netagerðarmeistari hjá Pétri
Njarðvík og hann fylgdi bátunum
sem voru með síldarnætur frá
Grænagarði, þar kynnist hún
Huldu Steins og Jóhönnu Skafta og
það varð ævilöng vinátta.
Unna stundaði nám við Gagn-
fræðaskólann á Ísafirði, með henni
í bekk var Birna Björnsdóttir og
þeirra kynni urðu upphaf nýs kafla
í æviskeiði beggja.
Það komu þrír Þingeyingar til
skíðaæfinga á Ísafirði haustið 1951,
Unna bað þá að útvega sér og Birnu
kaupavinnu í Mývatnssveit næsta
sumar og það gekk eftir. Unna fór
fyrst, það var tvíbýli á jörðinni og
hún útvegaði Birnu pláss á hinum
bænum. Þarna kynntist Unna
Hjálmari sínum Torfasyni frá Hall-
dórsstöðum í Laxárdal, fjölhæfum
íþróttamanni, sérstaklega í spjót-
kasti, og sennilega hefur hann skot-
ið ástarör í brjóst hennar og þar
hefur hún setið föst síðan.
Unna og Hjálmar settu saman bú
á Bergstaðastræti og síðar í Ból-
staðarhlíð 60, sem frekar mátti
kalla félagsheimili, því þarna komu
saman vinir og ættingjar beggja og
oft glatt á hjalla og margir gistu hjá
þeim í lengri eða skemmri tíma
vegna veikinda eða annarra erinda
og ég var einn af þeim sem nutu
þess vegna veikinda, sem seint
verður fullþakkað.
Við Sigga heitin áttum því láni að
fagna að fara sex ár í röð með þeim
í skíðaferðir á sama stað í Aust-
urríki auk ferða innanlands, þessar
stundir gleymast seint.
Að lokum bið ég þann sem öllu
ræður að styðja og styrkja Hjálmar
og fjölskyldu hans um stundir og ég
veit að Unna mun fá góða heim-
komu þar sem allar þrautir hverfa.
Með þessum orðum kveðjum við þig
kæra systir að sinni, en ég veit að
þú tekur á móti mér þegar þar að
kemur.
Þinn bróðir,
Gunnar og Valgerður.
Elsku systir, mig langar til að
kveðja þig hér með nokkrum línum.
Eftir uppvaxtarár þín í foreldra-
húsum á Grænagarði fórst þú ung
að heiman og gekkst að eiga lífs-
förunaut þinn Hjálmar Torfason.
Þið settust að í Reykjavík og stofn-
uðuð heimili, Hjálmar gerðist gull-
smiður og rak verkstæði og versl-
un. Brátt voru börnin orðin fjögur
og þú annaðist um heimilið. Þú
fórst að vinna úti þegar börnin
stækkuðu og fóru út í lífið.
Þótt þú færir ung úr föðurhúsum
hélst þú nánu sambandi við foreldra
og ættingja á Ísafirði. Þú dvaldir
þar oft um tíma á sumrin með börn-
in, komst á jólum og páskum, í
skíðaferðir, berjaferðir og á Hest-
eyri. Það eru margar minningar
sem koma upp í hugann frá æsku-
dögum okkar á Grænagarði þar
sem þú lékst þér á skíðum og skaut-
um á veturna og á sumrin dvaldir
þú á Siglufirði með foreldrum okk-
ar sem störfuðu þar um sumartím-
ann. Við sem nutum samvista við
þig og fjölskyldu þína erum í
ómældri þakkarskuld við ykkur
Hjálmar, fyrir gestrisni og marg-
víslega aðstoð þegar við þurftum að
fara til Reykjavíkur. Það var alltaf
pláss til að lofa okkur að vera og
heimili ykkar stóð okkur alltaf opið.
Þegar börn okkar dvöldu við nám
í Reykjavík varst þú þeim sem önn-
ur móðir sem þau gátu alltaf leitað
til. Við minnumst þín sem heil-
steyptrar persónu sem varst fórn-
fús, hjálpsöm og traustur vinur. Þú
helgaðir líf þitt fjölskyldu þinni og
ástvinum.
Elsku systir, við Lena og börn
okkar minnumst þín með þakklæti
og djúpri virðingu. Blessuð veri
minning þín.
Elsku Hjálmar, við sendum þér
og fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Lena og Oddur Pétursson.
Fleiri minningargreinar um Unni
Pétursdóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.