Morgunblaðið - 03.01.2011, Page 23
DAGBÓK 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
GOTT? JÓN, ÞETTA KAFFI ER NÆSTUM
ÞVÍ FULLKOMIÐ, FYRIR UTAN AÐ ÞAÐ
BRAGÐAST EINS OG... TJARA
HVAÐ
ER
ÞETTA?
ÞETTA ER ELDFLUGA ÉG SEM HÉLT AÐ ÞETTA
VÆRI FLUGELDUR
ÉG HEF EKKERT Á MÓTI
ÞVÍ AÐ HVALIR LEIKI SÉR...
...ÉG VIL BARA EKKI AÐ ÞEIR LEIKI SÉR MEÐ MIG!
SVO ÞÚ
KALLAR ÞIG
WOLVERINE!
EN
ÞAÐ HRÆÐIR
EKKI
KOLKRABBA
EINS OG MIG
ÞVÍ ÉG ER MEÐ ÁTTA ÚTLIMI! HÖFUM ÞAÐ SJÖ!
VIÐ
EIGUM AÐ
GEFA HONUM
ÞUNGLYNDIS-
LYF
ÞÚ
HLÝTUR AÐ
VERA AÐ
GRÍNAST!
HVERNIG
STENDUR Á ÞVÍ AÐ
NÚTÍMASAMFÉLAG
REYNIR ALLTAF AÐ
LEYSA ÖLL VANDAMÁL
MEÐ LYFJAGJÖF?
HEYRÐU!?! EITTHVAÐÞURFUM
VIÐ AÐ GERA
GEFÐU
MÉR
VERKJALYF
ÞAÐ ER
ENN EIN
RÚSSÍBANAREIÐIN
Í KAUPHÖLLINNI
EF ÞESSIR
VERÐBRÉFAMIÐLARAR
EINBEITTU SÉR AÐ
VINNUNNI SINNI ÞÁ
VÆRI MARKAÐURINN
EFLAUST STÖÐUGRI
ÞÚ
ERT SVO
MIKILL
SAUÐUR!
EKKI ER
ÉG AÐ LEIKA
MÉR Í
RÚSSÍBÖNUM
ALLAN
DAGINN!
Siðferði bóksala
Ég þurfti að skipta
bók sem ég fékk í
jólagjöf, hún hafði
verið keypt í Office1
fyrir jólin á 3.995 kr.
Ég fór hinn 29. des-
ember til að skipta
bókinni og fékk ég að-
eins 2.488 kr. fyrir
hana. Er ég bað um
skýringu var mér
mætt með dónaskap
og hreinlega sagt
(undir rós) að ég væri
að reyna að hafa pen-
inga af versluninni
þar sem bókin hefði
verið á lægra verði einhverja daga
en á því sem hún var keypt. Það
breytir ekki því að þó að ég hafi ekki
haft kvittun að ég fékk 1.507 kr.
minna en varan var keypt á. Stúlkan
sem ég talaði við taldi
þetta sjálfsagt og máli
sínu til sönnunar
nefndi hún að aðrar
verslanir gerðu slíkt
hið sama. Ef rétt er er
þetta slæmt versl-
unarsiðferði, sem svo
sem vekur ekki undr-
un á Íslandi í dag. Ég
mun í framhaldinu
hafa samband við eig-
endur fyrirtækisins.
Arndís Hauksdóttir.
Næla fannst
Næla fannst fyrir utan
Sóltún 28, upplýsingar
í síma 551-7547.
Ást er…
… að fara saman í kaffi.
Mötuneyti
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Fé-
lagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl.
9.30, lomber kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl.
9.30 og lomber kl. 13. Kynning á starf-
semi Gjábakka 2011 verður miðvikudag-
inn 5. janúar kl. 15.
Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9,
leiðsögn i vinnustofum hefst mánudaginn
10. janúar.
Hvassaleiti 56-58 | Vinnustofa kl. 9,
brids kl. 13.
Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl.
8.50. Listasmiðja kl. 9, félagsvist kl. 13.30.
Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10, útskurður
og handavinna kl. 9-12 og 13-16, samvera
með djákna kl. 14.
Sigrún Haraldsdóttir er glöð íbragði er hún heilsar nýju ári:
Heillaár í hönd nú fer,
hyggst ég láta nægja
lukku að fagna, leika mér,
lifa, brosa og hlæja.
Pétur Stefánsson horfði á ára-
mótaskaupið eins og margir á
gamlárskvöld, en var heldur óhress
með hvernig til tókst:
Seint get ég mínum sorgum drekkt,
síður frá þeim hlaupið.
Ósköp fannst mér ömurlegt
áramótaskaupið.
Hjálmar Freysteinsson bætti við í
léttum dúr:
Leiðra ætti að létta skap
lágt þó enn sé kaupið,
að úr hlátri engan drap
áramótaskaupið.
Ingólfur Ómar Ármannsson er
þakklátur almættinu og hefur fulla
ástæðu til:
Góða heilsu gafstu mér
og gáfur ærið snjallar;
drottinn minn ég þakka þér
þessar gjafir allar.
Fátt er skemmtilegra aflestrar
en Íslenzk fyndni. Þar má finna
braginn Davíð konungur og Úría
eftir Jón Þorsteinsson:
Aldrei mundi Úría
orðið svona viðskila,
hefði ekki Batseba
baðað sig við lindina,
Davíð með sinn kvæða-klið
klifrað upp á húsþakið,
litið þennan sóma-sið.
Svona er stundum hreinlætið.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af lukku og heillaári
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
- nýr auglýsingamiðill
...þú leitar og finnur
Félagsstarfeldriborgara
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100