Morgunblaðið - 03.01.2011, Page 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
Kennsla hefst
10. janúar
Gæðaklassík 20. aldar
Sinfóníuhljómsveit Íslands, 21. jan-
úar.
Bent Sørensen: Exit Music. Prokofj-
ev: Píanókonsert nr. 1. Ravel: Píanó-
konsert í G. Stravinskíj: Sinfónía í 3
þáttum. Lise de la Salle píanó;
Stjórnandi: Ilan Volkov.
„Undrabarnið frá Cherbourg,
Lise de la Salle (f. 1988), afhjúpaði
sannkallaðan öldungsþroska undir
glitrandi virtúósayfirborði æsku-
hjúps … lék jafnt á fingrum sólist-
ans örðulaus hraðsaumstækni, fít-
onsþróttur og skáldleg syngjandi,
og bar í senn vott um nærri ann-
arlegt innsæi hjá ekki eldri
hljómlistarmanni.“
Dúndrandi banastuð
Listasafn Íslands, Myrkir mús-
íkdagar, 24. janúar.
Verk eftir Jón Leifs, Þorkel Sig-
urbjörnsson, John Speight (frumfl.),
Leif Þórarinsson og Jón Nordal.
Einleikarar: Þórunn Ósk Mar-
inósdóttir víóla, Einar Jóhannesson
klarínett og Elísabet Waage harpa.
Kammersveit Reykjavíkur. Stjórn-
andi: Bernharður Wilkinson.
„Tónleikunum lauk svo með
löngu klassískum þríþættum Con-
certo lirico Jóns Nordal fyrir
hörpu og strengjasveit frá 1975 er
kórónaði hágæðayfirbragð tón-
leikanna svo eftir sat með afburða-
flutningi Kammersveitarinnar und-
ir markvissri stjórn Bernharðs í
auðsæju banastuði.“
Hörkugaman!
Bústaðakirkja, tónleikar Kamm-
ermúsíkklúbbsins 20. mars.
Verk eftir Hindemith, Danzi, Þorkel
Sigurbjörnsson*, Ibert, Mozart og
Poulenc*. Blásarakvintett Reykjavík-
ur (Hallfríður Ólafsdóttir flauta, Daði
Kolbeinsson óbó, Einar Jóhannesson
klarínett, Jósef Ognibene horn og
Hafsteinn Guðmundsson fagott)
ásamt Vovku Ashkenazy píanó*.
„Hér fór smitandi spilagleði og
árangurinn var eftir því. Í einu
orði sagt: hörkugaman!“
Meistaraverk í meistaratúlkun
Hallgrímskirkja, Kirkjulistahátíð, 10.
apríl.
Brahms: Ein deutsches Requiem.
Birgitte Christensen S, Andreas
Schmidt Bar. ásamt Mótettukór Hall-
grímskirkju og félögum úr Sinfón-
íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi:
Hörður Áskelsson.
„… voru innlifun, fágun og
kraftur, jafnt í kórsöng sem hljóm-
sveitarleik, slík að hlustendur sátu
bísperrtir til enda. Tjáningardýpt
og frumleikaneisti hins hálffertuga
Hamborgartónskálds nutu sín víða
svo að hárin risu á höfði manns.“
Eggjandi eyrnaveizla
Sinfóníutónleikar í Langholtskirkju,
23. apríl.
Vivaldi: Árstíðirnar. Piazzolla: Cuatro
estaciones porteñas. Elfa Rún Krist-
insdóttir fiðla; strengir og semball
úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Stjórnandi: Wolfram Christ.
„Tæknin var ávallt upp á hundr-
að, og á þeim trausta grunni skart-
aði sólistinn æ meira heillandi og
persónulegri túlkun á viðfangsefn-
inu af magnaðri innlifun og krafti.
Eldheitar undirtektir nærstaddra
komu því engum á óvart.“
Upphafinn endurreisnarseiður
Kristskirkja, Listahátíð, 15. maí.
Kórverk eftir Dunstable, Josquin des
Prez, Tallis ofl. Kammerkórinn Carm-
ina. Stjórnandi: Árni Heimir Ingólfs-
son.
„Unaður hlustandans var engu
líkur. Þurfi þjóðin einhvern tíma á
sameiginlegu afláti að halda væri
beinasta lausnarleiðin því líklegast
að láta Carminu syngja þessa dag-
skrá suður í Páfagarði.“
Dansað og dillað við dauðann
Sinfóníutónleikar, 10. september.
Verk eftir Ligeti, Liszt, Rakhman-
inoff og Stravinskíj. Víkingur Heiðar
Ólafsson píanó; Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Stjórnandi: Ilan Volkov.
„Vakti athygli hvað hljómsveitin
var í flennifínu formi strax frá
fyrsta takti. Snerpan var rosaleg
og spilagleðin skvettist upp um
alla veggi í smellandi samtaka út-
tekt á balkönsku Rómaeðli.“
Smellandi örugg víóla
Sinfóníutónleikar, 28. október.
Ravel: La valse. Bartók: Víólukons-
ert. Rimskíj-Korsakov: Sheherazade.
Þórunn Ósk Marínósdóttir víóla; Sin-
fóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi:
Petri Sakari.
„… gegndi … furðu hvað ynd-
isfagur tónn Þórunnar Óskar Mar-
inósdóttur náði samt langt út í sal,
jafnvel á lægstu tíðni. Túlkun
hennar var smellandi örugg, hryn-
skerpan snörp og hæga lagferlið
líðandi mjúkt sem nýbráðið
smjör.“
Íhugunarperlur á æðrutímum
Kristskirkja, kórtónleikar 16. nóv-
ember.
Verk eftir John Tavener.
Margrét S. Stefánsdóttir S, Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir MS, Hrólfur
Sæmundsson Bar. og Adrian Pea-
cock B ásamt Kammerkór Suður-
lands. Stjórnandi: Hilmar Örn Agn-
arsson.
„… var mögnuð túlkun Kamm-
ersveitar Suðurlands undir ratvísri
stjórn Hilmars Arnar á gegnsæjum
en að sama skapi vandmeðförnum
kórverkum Taveners hiklaust af
þeim gæðaflokki sem jafnast á við
það bezta er hérlend kórmennt
hefur fram að færa.“
Innblásin Mahlerfimma
Sinfóníutónleikar, 2. desember.
Schubert: Ófullgerða sinfónían.
Mahler: Sinfónía nr. 5.
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórn-
andi: Vasily Petrenko.
„… nú gat að heyra stór-
innblásna túlkun sem veitti hlust-
endum kvöldsins upplifun í ótví-
ræðum sérflokki. Að halda manni
stálnegldum á stólkanti í heilar 72
mínútur – ýmist í yndismóki eða
aftakaspennu – er a.m.k. eitthvað
sem gerist ekki á hverjum degi.“
Bestu klassísku tónleikarnir
Morgunblaðið/Kristinn
Rosalegt „Vakti athygli hvað hljómsveitin var í flennifínu formi strax frá
fyrsta takti. Snerpan var rosaleg og spilagleðin skvettist upp um alla veggi í
smellandi samtaka úttekt á balkönsku Rómaeðli.“ Hinn ísraelski Ilan Volov
stýrði Sinfóníuhljómsveitinni á glæsilegum tónleikum í september.
Ríkarður Örn Pálsson
Tónleikum er skipað í tímaröð
Eyjaskegg
Höfundur Valgerður Rúnarsdóttir í
samvinnu við hópinn. Dansarar: Að-
alheiður Halldórsdóttir, Inga Maren
Rúnarsdóttir, Ragnar Ísleifur Braga-
son, Sibylle Köll, Tanja Marín Frið-
jónsdóttir, Tinna Grétarsdóttir, Unnur
Elísabet Gunnarsdóttir, Valgerður
Rúnarsdóttir. Tónlist: Þorgrímur
Andri Einarsson í samstarfi við Lydíu
Grétarsdóttur. Umgjörð: Guðný
Hrund Sigurðardóttir.
„Verkið Eyjaskegg var sýnt í
Brimhúsinu. Þar er rýmið sjálft
notað sem útgangspunktur og inn-
blástur verksins. Margar fallegar
myndir spruttu fram, til dæmis af
syngjandi konum, vaktmanni og
fiskum í neti. Nauðsynlegt er að
minnast á dans Tinnu Grét-
arsdóttur. Hreyfingar hennar í
samspili við rýmið og tónlistina
sköpuðu ljóðræna stemningu. Þrátt
fyrir að vera byggt upp af fjórum
sjálfstæðum hlutum var það samt
sem áður heilsteypt og vel samsett
að mestu leyti, en endir verksins
hefði mátt vera meira afgerandi.
Hér var gerð áhugaverð tilraun og
vonandi verða fleiri gerðar í fram-
tíðinni af Valgerði og samstarfs-
fólki hennar.“
Soft target
Höfundur Margrét Sara Guðjóns-
dóttir. Dansari: Johanna Chemnitz.
Texti: Gordon Spragg. Tónlist: Peter
Rehberg.
„Greinilegt er að vel og ítarlega
hefur verið unnið með hreyfing-
arnar. Þrátt fyrir að vera látlausar
voru þær ákveðnar og bjuggu yfir
dínamík sem hélst út allt verkið.
Tónlist verksins átti stóran þátt í að
skapa andrúmsloft þess og styrkti
það enn frekar. Verkið hafði þétta
og góða uppbyggingu og dáleiðandi
áhrif á áhorfandann. Hér átti að
sitja, njóta og leyfa sér að dáleiðast
með. Óhætt er að segja að verkið er
ferskur andblær inn í íslenskt dans-
líf.“
Transaquania – Into Thin air
Íslenski dansflokkurinn. Höfundar
Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og
Gabríela Friðriksdóttir í samvinnu við
dansara. Tónlist Valdimar Ólafsson
og Ben Frost. Búningar og umgjörð
Gabríela Friðriksdóttir og Hrafnhildur
Hólmgeirsdóttir.
„Samspil tónlistar, hreyfinga og
sterks andardráttar gerði það að
verkum að áhorfendur drógust
gjörsamlega inn í verkið og
gleymdu jafnvel sjálfir að anda.
Transaquania – Into Thin Air er á
sama tíma fallegt, ógnvekjandi,
fyndið og alvarlegt. Verk sem eng-
inn ætti að láta fram hjá sér fara.“
Bestu danssýningarnar
Ógnvekjandi „Transaquania – Into Thin Air er á sama tíma fallegt, ógnvekj-
andi, fyndið og alvarlegt. Verk sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.“
Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir og Margrét Áskelsdóttir
Verkunum er skipað í stafrófsröð.
Topplistar ársins 2010
Gagnrýnendur og blaðamenn Morgunblaðsins velja það besta í listum á nýliðnu ári
[Sjá einnig lista í gamlársblaði.]