Morgunblaðið - 06.01.2011, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 6. J A N Ú A R 2 0 1 1
Stofnað 1913 4. tölublað 99. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
fylgir
með
Morgu
nblaði
nu í da
g
FRAMKVÆMDU
GÓÐA
HUGMYND
ÆTLAÐ LÁN
GALDRA-
HÓTEL
MARAÞON-
KARÓKÍ
BJARKAR
VIÐSKIPTABLAÐIÐ
OG FINNUR.IS NORRÆNA HÚSIÐ 30GAMLA MATARBÚÐIN 10
Meðlimir lána-
nefndar Kaup-
þings, Hreiðar
Már Sigurðsson
forstjóri, Sigurð-
ur Einarsson
stjórnarformað-
ur, Bjarki Diego,
yfirmaður lána-
sviðs móðurfélags
Kaupþings, og
stjórnarmennirnir Gunnar Páll
Pálsson og Bjarnfreður Ólafsson
vildu ekki tjá sig um lánafyrir-
greiðslu til rússneska auðkýfingsins
Alishers Usmanovs þegar Morgun-
blaðið leitaði eftir því í gær.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru litlar eða engar líkur á
því að ætlað 270 milljarða króna lán
til Usmanovs hafi verið afgreitt af
lánasviði Kaupþings. Fréttastofa
Ríkissjónvarpsins hefur sagt fréttir
af því í vikunni að á síðasta fundi
lánanefndar bankans hinn 24. sept-
ember 2008 hafi verið teknar
ákvarðanir um samtals 450 millj-
arða króna lánveitingar, en þar af
áttu 270 milljarðar að fara til Usm-
anovs. »Viðskipti
Lánanefnd tjáir sig ekki
um lán til Usmanovs
Alisher
Usmanov
Staðan í inn-
heimtu sekta og
sakarkostnaðar
er slæm. Rúm-
lega nítján þús-
und mál eru til
innheimtu og að-
eins í desem-
bermánuði síðast-
liðnum þurfti að
afskrifa 87 mál,
upp á 6,7 millj-
ónir króna. Útlit er fyrir að fjöldi
krafna fyrnist í ár, m.a. vegna pláss-
leysis í fangelsum landsins.
Að meðaltali afplánuðu tveir fang-
ar vararefsingu á dag árið 2010.
Hins vegar eru 884 einstaklingar
eftirlýstir í kerfi lögreglu vegna
ógreiddra sekta hjá Innheimtu-
miðstöð sekta og sakarkostnaðar. Þó
svo að þeir megi búast við að vera
handteknir mega þeir allt eins búast
við að vera sleppt strax úr haldi þar
sem ekki er pláss til afplánunar. »13
Fjöldi krafna
vegna sekta
fyrnist í ár
Áhrif plássleysis
Frelsi Vararefsing
er sjaldan afplánuð.
Ennþá er stefnt að því að skrá Ice-
landic Group á hlutabréfamarkað,
eins og sagt var þegar Framtaks-
sjóður Íslands keypti hlut í fyrirtæk-
inu. Ágúst Einarsson, stjórnar-
formaður Framtakssjóðsins, segir
að viðræður við erlenda fjárfesting-
arsjóðinn Triton snúi að sölu á ein-
stökum erlendum eignum fyrirtæk-
isins, svo sem verksmiðjum í
útlöndum. „Ef til stæði að selja fyr-
irtækið allt væri framkvæmdin að
sjálfsögðu allt önnur, en viðræð-
urnar núna snúa aðeins að sölu á til-
teknum erlendum eignum Icelandic,
sem mun ekki hafa nein áhrif á ís-
lenskt atvinnulíf.“ »Viðskipti
Enn stefnt að skráningu
Icelandic á markað
„Okkur telst til að helmingur allra
nýrra bíla sem seldust á síðasta ári
hafi farið til bílaleiganna. Í hinum
hópnum eru almennir viðskipta-
vinir sem kaupa gjarnan bíla sem
eru kannski aðeins fyrir ofan miðju
í verðlagi. Þá er þetta gjarnan fólk
sem er sæmilega statt, er með pen-
inga í handraðanum,“ segir Özur
Lárusson hjá Bílgreinasambandinu
um þá staðreynd að veruleg aukn-
ing varð í sölu nýrra fólksbíla í
fyrra en þá voru 3.106 slíkir fluttir
inn til landsins. Hann segir verð á
nýjum bílum vera of hátt vegna
gengisfalls krónunnar og að ungt
fólk treysti sér ekki til að kaupa
nýjan bíl. »13
Bílaleigurnar og þeir
efnameiri kaupa bíla
Morgunblaðið/Jim Smart
Bílar Bílaleigur kaupa flesta bíla.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Umræðu um ágreiningsmál innan
þingflokks Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs er ekki lokið.
Næsta lota verður á þingflokksfundi
næstkomandi mánudag. Á þing-
flokksfundinum í gær var ekki rætt
um breytingar á skipan í nefndir
þingsins og reyndi því ekki á það
hvort þremenningarnar sem sátu hjá
við afgreiðslu fjárlaga hafa traust fé-
laga sinna til starfa sinna í þinginu.
Á fundinum var rætt um mál sem
valdið hafa ágreiningi, ekki síst eftir
að þrír þingmenn VG sátu hjá við
lokaafgreiðslu fjárlaga, meðal ann-
ars um efnahagsstefnuna og Evr-
ópusambandsumsóknina. Steingrím-
ur J. Sigfússon, formaður VG, sagði
eftir fundinn að niðurstaða fundarins
væri skýr, allir þingmenn flokksins
styddu ríkisstjórnina.
Opinskáar umræður
Þótt vinnufundur þingflokksins í
gær stæði í fjórar til fimm klukku-
stundir fékkst ekki niðurstaða í þau
mál sem ágreiningur er um og
áherslur í þeim verkum sem fram-
undan eru á stjórnarheimilinu.
Steingrímur sagði raunar að tekist
hefði að jafna ágreining í sumum
málum en eftir væri að ræða málin
frekar. Árni Þór Sigurðsson, starf-
andi formaður þingflokks VG, sagði
að umræðan héldi áfram á fundi
næstkomandi mánudag.
Þingmenn VG sem rætt var við
sögðu að umræðurnar hefðu verið
hreinskiptnar og opinskáar en nið-
urstaða væri ekki fengin.
Vísaði á stjórn þingflokksins
Ásmundur Einar Daðason á sæti í
fjárlaganefnd og var sérstaklega
gagnrýndur fyrir það að sitja hjá við
lokaafgreiðslu fjárlaga með Lilju
Mósesdóttur og Atla Gíslasyni. Á
fundinum í gær var ekki rætt um
breytingar á störfum þremenning-
anna í nefndum þingsins. Steingrím-
ur vísaði á stjórn þingflokksins þeg-
ar hann var spurður hvort þau nytu
trausts í þessi störf. Árni Þór sagði
að engar breytingar hefðu orðið þar
á.
MFara í að þétta raðirnar »4
Morgunblaðið/Golli
Í Aðalstræti Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason vildu lítið segja þegar þau yfirgáfu skrifstofur VG eftir fundinn í gærkvöldi, fyrst þingmanna flokksins.
Umræðunni ekki lokið
Þingflokkur VG mun halda áfram að ræða ágreiningsmál og verkefni ríkis-
stjórnarinnar á næstu fundum Ekki var rætt um breytingar á skipan í nefndir
Össur Skarphéðinsson utanrík-
isráðherra sagði að fundur VG í
gærkvöldi hefði hreinsað loftið.
Deilurnar innan VG hefðu engin
áhrif á störf ríkisstjórnarinnar
eða umsókn Íslands um aðild að
Evrópusambandinu. „Eftir
þennan fund liggur ljóst fyrir að
óánægja þessara [þriggja] þing-
manna er ekki svo mikil að þeir
telji rétt að hverfa frá stuðningi
við ríkisstjórnina,“ sagði hann.
gislibaldur@mbl.is
Loftið hreinsað
SAMSTARFIÐ ÓBREYTT