Morgunblaðið - 06.01.2011, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
FRÉTTASKÝRING
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Niðurstaða vinnufundar þingflokks
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs í gær var að þingflokkurinn
í heild styður ríkisstjórnina, að sögn
formanns flokksins, Steingríms J.
Sigfússonar. Hann segir að menn
verði að gefa sér meiri tíma og verk-
efnin framundan og vinnubrögð verði
áfram rædd innan flokksins.
Skeytin hafa flogið milli nokkurra
þingmanna VG eftir að þrír þing-
menn, þau Lilja Mósesdóttir, Atli
Gíslason og Ásmundur Einar Daða-
son, sátu hjá við lokaafgreiðslu fjár-
laga fyrir jól. Ágreiningnum var vís-
að til þessa þingflokksfundar þótt
Atli Gíslason og fleiri vildu ræða þau
fyrr.
Fundurinn stóð frá hádegi til
klukkan sjö með um tveggja klukku-
stunda hléi um miðjan daginn.
Í sókn í seinni hálfleik
„Fundurinn var góður og hrein-
skiptnar umræður. Niðurstaðan var
alveg skýr hvað það varðar að það er
engin breyting á okkar stöðu sem rík-
isstjórnarflokks. Það styðja allir
þingmenn flokksins ríkisstjórnina,“
sagði Steingrímur.
„Við ætlum að halda áfram að
funda og ræða þau stóru viðfangsefni
sem við erum með í höndunum eða
við vitum að eru framundan. Við ætl-
um að reyna að gefa okkur meiri tíma
til að þétta raðirnar og tala saman.
Reyna að bæta vinnubrögð okkar
hvað það snertir. Við verðum að horf-
ast í augu við það, eins og aðrir, að við
höfum verið að glíma við mjög stór og
erfið viðfangsefni. Menn hafa verið
störfum hlaðnir,“ segir Steingrímur.
Hann vonast til að nú gefist betri tími
til samráðs og fundarhalda og að
rækta tengslin við grunneiningar
flokksins, svæðisfélögin.
„Við lítum svo á að við séum að
gera hérna ákveðin kaflaskil. Það er
að nálgast tveggja ára afmæli ríkis-
stjórnarinnar og það má segja að við
séum að fara inn í seinni hálfleikinn
og þá ætlum við að fara úr vörn í
sókn.“
Þegar Steingrímur var spurður að
því hvort komið hefði verið til móts
við þremenningana sagði hann að í
þingflokknum væru fimmtán þing-
menn. „Við þurfum öll að taka tillit til
skoðana hvert annars og finna sam-
nefnara og bestu málamiðlunina í
þeim tilfellum sem við erum ekki al-
gerlega sammála, annaðhvort mál-
efnalega, við mat á stöðu eða í vinnu-
brögðum. Það gleymist oft í
umræðunni, eins og undanfarna
daga, að við erum 90% sammála og
erum tiltölulega heildstæður flokkur
með skýra stefnu og erum að uppi-
stöðu til sammála um okkar stefnu
og okkar vinnu. En auðvitað koma
upp mál, ekki síst við svona aðstæð-
ur, þar sem menn þurfa að skiptast á
skoðunum um það hvernig eigi að
taka á hlutunum og við ætlum að
gera það.
Ég tel að þessi umræða undan-
farna daga hafi næstum að segja ver-
ið barnaleg, vegna þess að það voru
engin stór tilefni til að ætla að það
væri að verða grundvallarbreyting á
stöðu okkar sem ríkisstjórnarflokks.
Við erum með tiltölulega nýlega
samþykkt flokksráðsfundar, þar sem
samþykkt var einróma eindreginn
stuðningur við þátttöku okkar í
þessu ríkisstjórnarsamstarfi.“
Treystum hvert öðru
„Já, já, við treystum hvert öðru og
ræðum það sem við þurfum að ræða
[…] og jöfnuðum ýmsan ágreining,“
sagði Steingrímur þegar hann var
spurður að því hvort traust ríkti inn-
an þingflokksins eftir ágreininginn
síðustu vikur. Hann sagði að vissu-
lega hefði hjáseta þremenninganna
við lokaafgreiðslu fjárlaga verið erfið
uppákoma og hana borið tiltölulega
brátt að. Þingflokkurinn ætlaði hins
vegar ekki að láta það trufla áfram-
haldandi vinnu flokksins í ríkisstjórn.
Fara í að þétta raðirnar
Allir þingmenn VG styðja ríkisstjórnina Málin verða áfram til umræðu í þingflokknum
„Fundurinn var góður og hreinskiptnar umræður,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG
Morgunblaðið/Ómar
Setið Þingflokkur VG kom saman um hádegi í gær. Hlé var gert á fundinum en síðan haldið áfram til rúmlega sjö.
Fundað vegna hjásetu
» Boðað var til fundarins í
kjölfar þess að Lilja Móses-
dóttir, Atli Gíslason og Ás-
mundur Einar Daðason sátu
hjá við lokaafgreiðslu fjárlaga.
» Steingrímur J. Sigfússon
sagði traust ríkja innan þing-
flokksins. Hjásetan hefði verið
erfið uppákoma og hana borið
tiltölulega brátt að.
„Það hefur engin breyting orðið á stuðningi þingflokks-
ins í heild sinni við ríkisstjórnina. Það eru hins vegar
fjölmörg verkefni sem bíða okkar sem ríkisstjórnar-
flokks. Við eigum eftir að fara betur yfir þau og ræða
þau við okkar samstarfsflokk, hvernig ætlum við að taka
á efnahagsstefnunni þegar AGS fer, hvernig ætlum við
að taka á sjávarútvegsmálum, auðlindamálum og svo
framvegis,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, starfandi þing-
flokksformaður VG, við blaðamenn eftir fundinn í gær.
„Allt eru þetta stórmál sem þarf að takast á við á næstu
vikum og mánuðum og við þurfum að sjálfsögðu að ræða okkur í gegnum.
Við erum að gera það og munum gera það áfram.“ Næsti fundur þing-
flokksins verður næstkomandi mánudag.
Árni Þór sagði of snemmt að segja til um það hvort ESB-málin færu í
annan farveg. „Þetta viðfangsefni er í ákveðnum farvegi. Það fara að koma
ákveðin kaflaskipti í það þegar við förum að móta okkar samningsstöðu í
einstökum málum. Þá þurfum við að ræða saman um það, bæði innan
flokksins og á milli flokkanna,“ segir Árni Þór.
Spurður hvort það ríkti traust á milli þremenninganna og annarra þing-
manna flokksins sagðist Árni Þór telja að svo væri.
Þurfum að ræða okkur í gegnum málin
„Það voru sérstaklega rædd þau stóru mál sem hafa ver-
ið til umræðu í okkar flokki og valdið málefnaágrein-
ingi, eins og efnahagsstefnan, vinnubrögðin og síðast en
ekki síst Evrópusambandsumsóknin og staða hennar,“
segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG. Hann
segist fagna því að fram hafi farið hreinskiptnar og opn-
ar umræður og þær hafi verið löngu tímabærar.
Ásmundur Einar hefur talað fyrir breyttri stefnu í
Evrópumálum. Hann segir að umsóknarferlið hafi verið
rætt og sú staða sem málið sé komið í með kröfum um
aðlögun að stjórnkerfi ESB. „Kröfur þessa efnis eru að byrja að birtast
okkur, hægt og rólega,“ segir Ásmundur. Spurður að því hvort hann telji
að ný stefna verði tekin segir Ásmundur að ekki náist að útkljá svo stórt
mál á einum stuttum fundi. „Menn voru sammála um að ræða málið áfram.
Ég bind töluverðar vonir við að einhver niðurstaða fáist í það enda var
samþykkt flokksráðsfundar VG afdráttarlaus og öllum fjárveitingum frá
ESB hafnað sem og allri aðlögun að sambandinu.“
Ásmundur segist ekki vera á leið úr þingflokknum enda fari sjónarmið
hans vel saman við þau grunnsjónarmið sem VG var stofnað um.
Bind vonir við niðurstöðu í ESB-málum
„Þetta voru mjög hreinskiptnar umræður um ágrein-
ingsmálin. Þeim lauk ekki og verður fram haldið á þing-
flokksfundi á mánudag,“ sagði Lilja Mósesdóttir, þing-
maður VG, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.
„Ég legg áherslu á að við mótum sem fyrst efnahags-
stefnu sem tekur við af AGS sem er á leiðinni út,“ segir
Lilja og telur sig hafa fengið nokkrar undirtektir. „Við
skiptumst á skoðunum um það og ég óskaði eftir að við
ræddum málið frekar.“
Spurð að því hvort hún teldi að hluti þingmanna
flokksins vildi hana út úr þingflokknum sagðist Lilja ekki hafa orðið vör
við það á þessum fundi. „Ég upplifði það eftir hjásetuna að ákveðinn þrýst-
ingur væri frá Samfylkingunni um að ekki yrði litið á okkur sem hluta af
stjórnarliðinu.“
Lilja sagðist aðeins taka einn dag í einu í pólitíkinni þegar hún var spurð
að því hvort hún teldi að fylkingarnar væru að ná saman og bætti því við að
hún tryði ekki öðru en að það yrði.
Tek einn dag í einu í pólitíkinni
Þegar nokkrir nemendur við
Menntaskólann á Akureyri könnuðu
verð á smokkum á Íslandi í nýjum
áfanga í skólanum ofbauð þeim
hversu hátt það er. Verðkönnunin
var hluti af verkefni í svonefndum
Íslandsáfanga sem verið er að reyna
í fyrsta skipti í MA, fyrstum skóla á
landinu, og áttu nemendur þar að
velja sér málstað og berjast fyrir
honum.
„Okkur fannst verð á smokkum
svo hátt að við fórum að kynna okk-
ur þetta og komumst þá að því að
þeir eru í hæsta mögulegum [virðis-
auka]skattsflokki og eru flokkaðir
sem munaðarvara en ekki heilbrigð-
isvara,“ segir Birta Kristjánsdóttir,
einn nemendanna. Eftir því sem þau
komust næst við eftirgrennslan sína
var ódýrasta stykkið af smokkum á
landinu á 80 krónur.
„Okkur finnst þetta svo mikilvægt
því þjóðfélagið er að borga mjög há
gjöld fyrir kynsjúkdóma og með-
höndlun þeirra og ótímabærar þung-
anir, þá bæði fóstureyðingar og að
styðja einstæðar mæður,“ segir hún.
90% á undirskriftalista
„Við hugsuðum okkur þetta þann-
ig að fyrst væri hægt að lækka verð
fyrir unglinga og námsfólk sem er
ekki að vinna eða vinnur lítið. Það er
enginn að fara segja unglingum að
hætta að stunda kynlíf svo það yrði
þá bara gert áfram óvarið,“ segir
Birta.
Nemendurnir stofnuðu Facebook-
síðu sem hluta af verkefninu og
stóðu þar að auki fyrir undir-
skriftasöfnun í skólanum um að
breyta virðisaukaskattlagningu á
smokkum. Segir Birta að um 90%
nemenda við menntaskólann
hafi skrifað nafn sitt undir
og ætlunin sé að skila list-
anum til heilbrigðisráðu-
neytisins og annarra yfir-
valda sem málið varðar.
kjartan@mbl.is
Vilja gera smokka ódýrari
Nemendur við Menntaskólann á Akureyri vekja athygli á
háu verði á smokkum Flokkaðir sem munaðarvara
Ríkið setur smokka í hæsta
skattþrep þannig að á þeim er
25,5% virðisaukaskattur og eru
þeir flokkaðir sem mun-
aðarvara. Beiðni frá Sótt-
varnaráði um ókeypis
smokka fyrir ungt fólk
hefur legið á borði
heilbrigðis-
ráðuneytisins frá
árinu 2004.
Í hæsta
skattþrepi
HÁTT VERÐ Á SMOKKUM
Maður á tvítugsaldri sem reyndi að
ræna útibú Arionbanka í Árbæ í
gærmorgun og viðhafði ógnandi til-
burði við starfsmenn bankans gaf
sig sjálfur fram við lögreglu í gær-
kvöldi og játaði aðild sína að verkn-
aðinum.
Gisti ungi maðurinn fanga-
geymslur lögreglunnar í nótt og
stóð til að yfirheyra hann nú í
morgun.
Játaði aðild að
tilraun til banka-
ráns í Árbænum