Morgunblaðið - 06.01.2011, Side 8

Morgunblaðið - 06.01.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011 Ríkisstjórnarútvarpið fékk stjórn-málafræðing í gærmorgun til að spá í spilin um framtíð ríkisstjórn- arinnar. Eðli máls samkvæmt var talið heppilegast að ræða málin við innanbúðarmanninn Eirík Bergmann Ein- arsson, fyrrverandi varaþingmann Sam- fylkingarinnar.    Eftir hefð-bundnar um- ræður um „órólegu deildina“ í Vinstri grænum sagðist Eiríkur telja fremur líklega niður- stöðu að ríkisstjórnin færi að líta á sig sem minnihlutastjórn.    Að því búnu hélt varaþingmaður-inn fyrrverandi því fram að minnihlutastjórnir væru algengari en ekki á Norðurlöndum, en að ís- lensk stjórnmál hefðu ekki verið nægilega „þroskuð“ til að halda úti slíkum stjórnum.    Ekki er óalgengt úr slíkri átt aðÍsland sé dregið niður og gert lítið úr því. Stundum er það gert til að þjóna hagsmunum ESB, en nú eru líkur á að Samfylkingin geti ekki haldið saman meirihlutastjórn og þá er því dreift að tími hinna þroskuðu stjórnmála sé runninn upp.    Nú, þegar það hentar Samfylk-ingunni, heitir það þroski hjá frændum okkar á Norðurlöndum að geta ekki komið saman meiri- hlutastjórnum, en vanþroski hjá Ís- lendingum að hafa tekist það.    Íslenskir stjórnmálamenn hafa líkaverið of vanþroskaðir til að stunda samráðsstjórnmál gegn al- menningi, en að mati stjórnmála- fræðings Samfylkingarríkisstjórnar- útvarpsins er æskilegt að úr þessu verði bætt ef það mætti verða til þess að lengja í forystuleysi Samfylking- arinnar í íslenskum stjórnmálum. Eiríkur Berg- mann Einarsson Þroskað samráð gegn kjósendum STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.1., kl. 18.00 Reykjavík -4 skýjað Bolungarvík -1 alskýjað Akureyri -5 snjókoma Egilsstaðir -5 snjókoma Kirkjubæjarkl. -2 skýjað Nuuk 0 heiðskírt Þórshöfn 3 skýjað Ósló 0 snjókoma Kaupmannahöfn -1 heiðskírt Stokkhólmur -1 alskýjað Helsinki -12 skýjað Lúxemborg -2 heiðskírt Brussel 1 léttskýjað Dublin 5 léttskýjað Glasgow 2 skúrir London 5 skýjað París 2 súld Amsterdam 0 heiðskírt Hamborg -2 heiðskírt Berlín -3 heiðskírt Vín -3 alskýjað Moskva -8 skýjað Algarve 17 skýjað Madríd 8 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 10 skýjað Aþena 8 skýjað Winnipeg -20 heiðskírt Montreal -5 léttskýjað New York 2 heiðskírt Chicago -6 skýjað Orlando 20 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:13 15:55 ÍSAFJÖRÐUR 11:52 15:25 SIGLUFJÖRÐUR 11:37 15:07 DJÚPIVOGUR 10:51 15:16 BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra segir að setning reglugerð- ar um viðburði í opinni dagskrá sjón- varps taki lengri tíma en hún hafi gert ráð fyrir, en vonar að biðinni ljúki senn. Það breyti samt ekki þeirri ákvörðun 365 miðla að sýna flesta leiki Íslands í heimsmeist- arkeppninni í handbolta, sem hefst í Svíþjóð í næstu viku, í læstri dag- skrá Stöðvar 2 sports og sama gildi hugsanlega um HM 2013. Í byrjun ágúst sem leið tryggði Stöð 2 sport sér réttinn til að sjón- varpa frá heimsmeistarakeppninni í handbolta í Svíþjóð 2011 og á Spáni 2013. Í kjölfarið hóf mennta- málaráðuneytið að vinna í því að leikir Íslands á HM yrðu sýndir í op- inni dagskrá eins og verið hefur í Sjónvarpinu í um fjórðung aldar. Of seint í rassinn gripið Í sumar sagði menntamálaráð- herra mikilvægt að hægt væri að fylgjast með leikjunum í beinni út- sendingu í opinni dagskrá og hún er enn á sömu skoðun en áréttar að ráðuneytið geti ekki haft áhrif á gang mála fyrr en reglugerð, þar sem birtur sé listi yfir mikilsverða viðburði, liggi fyrir. Eftirlitsstofnun EFTA hafi yfirumsjón með málinu á öllum stigum, enda sé heimildina til að birta slíkan lista að finna í sjón- varpstilskipun ESB. Sýna verði fram á áhorfstölur þeirra viðburða sem talið er að eigi heima á slíkum lista og sem sendir eru út með reglu- bundnum hætti, hafa víðtækt sam- ráð við hagsmunaaðila við undirbún- ing og ákvarða framkvæmdina og hugsanleg ágreiningsmál í samræmi við Evrópureglur. Að lokum þurfi samþykki allra EES-ríkja á fundi með framkvæmdastjórninni áður en listinn taki gildi hér á landi. „Þetta er því ekki eitthvað sem er afgreitt á nokkrum mánuðum, segir hún.“ Katrín viðurkennir að sennilega hafi verið farið of seint af af stað með að huga að reglugerð í þessu efni. Málið hafi oft verið rætt, en fyr- ir sína tíð hafi sú ákvörðun ávallt verið tekin á hinum pólitíska vett- vangi að láta kyrrt liggja. „Mér fannst borðleggjandi að fara í þessa vinnu, þegar málið kom upp í sumar, en hún tekur meiri tíma en ég átti von á,“ segir hún. Menntamálaráðherra segir auk þess að ekki sé hlaupið að því að setja saman lista um viðburði sem eigi að sýna í opinni dagskrá í sjónvarpi. Ekki sé aðeins um íþróttaviðburði að ræða heldur ýmsa menn- ingarviðburði sem sýndir séu með reglubundnum hætti. Sem dæmi nefn- ir Katrín að í Aust- urríki séu árlegir ný- árstónleikar sinfóníu- hljómsveit- arinnar og Óperudans- leikurinn á listanum yfir mikilsverða við- burði. Hún spyr til dæmis hvort þetta eigi að eiga við um viðburði eins og dagskrá í tengslum við opnun tónlistarhússins Hörpu. 21 stórmót frá 1984 Íslenska karlalandsliðið í hand- bolta komst óvænt inn á Ólympíu- leikana í Los Angeles 1984 og hefur síðan verið með á fernum Ólympíu- leikum að auki (1988, 1992, 2004, 2008), tekið níu sinnum þátt í úr- slitakeppni heimsmeistaramótsins (1986, 1990, 1993, 1995, 1997, 2001, 2003, 2005, 2007), leikið sex sinnum í úrslitakeppni Evrópumótsins (2000, 2002, 2004, 2006, 2008, 2010) og tvisvar í B-keppninni (1989, 1992). Úrslitakeppni HM í Svíþjóð er því 21. stórmót liðsins síðan 1984, en vegna þessarar frammistöðu hefur gjarnan verið talað um handbolta sem þjóðaríþrótt og leikmennina sem strákana okkar. Þjóðaríþrótt Árangurinn hefur kallað á mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Rúv hefur til dæmis sýnt alla leiki Íslands og fleiri til í fyrrnefndum mótum beint og í opinni dagskrá. Þannig hefur Sjón- varpið fært þjóðaríþróttina og strák- ana okkar beint inn í stofu lands- manna. Þessi mikla umfjöllun hefur m.a. gert það að verkum að áhugi landsmanna á leikjunum hefur verið ótvíræður. Til dæmis var um 82% uppsafnað áhorf á leik Íslands og Danmerkur í EM fyrir um ári. Upp- safnað áhorf á leik Íslands og Pól- lands var um 77%, 76,4% á leik Ís- lands og Frakklands, 73,6% á leik Íslands og Noregs og 71,8% á úr- slitaleik Frakklands og Króatíu. Fyrir skömmu lék kvennalands- liðið í úrslitakeppni EM. Sjónvarpið sýndi beint frá mótinu og var upp- safnað áhorf á leik Íslands og Króat- íu 44,7%, 28,7% á leik Íslands og Rússlands og 25,6% á leik Íslands og Svartfjallalands. Um svipað leyti sýndi Stöð 2 sport frá heimsbikarmóti karla í Svíþjóð í læstri dagskrá. Uppsafnað áhorf á leik Íslands við Svíþjóð var 7,6% og við Noreg 7,1%. Erfið fæðing og læst á meðan  Handbolti hefur verið kallaður þjóðaríþrótt Íslendinga en blikur eru á lofti  Reynslan sýnir að áhorf er mun minna á kappleiki í læstri dagskrá en opinni Morgunblaðið/hag Þjóðaríþrótt Íslenska landsliðið í handbolta hefur nánast verið heima í stofu landsmanna í aldarfjórðung, en nú verður breyting á því. Sláandi munur er á uppsöfnuðu áhorfi á beinum útsendingum leikja í opinni dagskrá Sjón- varpsins og læstri útsendingu Stöðvar 2. Í haust léku U21-lið Íslands og Skotlands í fótbolta tvo leiki um sæti í úrslitakeppni EM. Úti- leikurinn var sýndur beint í op- inni dagskrá Sjónvarpsins og var uppsafnað áhorf 58%. Heimaleikurinn var sýndur í læstri útsendingu á Stöð 2 sport 2 og var uppsafnað áhorf 11%. Uppsafnað áhorf á EM-leik Ís- lands og Portúgals í Sjónvarp- inu var 61,3%, en 12,7% á Stöð 2 sport 2 á leik Danmerkur og Íslands. Munurinn var enn meiri á beinum útsend- ingum stöðvanna frá HM sl. sumar. Læst dagskrá laðar ekki að BEINAR ÚTSENDINGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.