Morgunblaðið - 06.01.2011, Side 10

Morgunblaðið - 06.01.2011, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011 Þjóðminjasafn Íslands er glæsilegt safn sem við Íslendingar mættum monta okkur meira af og heimsækja oftar. Þjóðminjasafnið heldur úti flottri vefsíðu á slóðinni Natmus.is og þar má lesa margan fróðleik um starfsemi safnsins sem er mjög víð- tæk. Á síðunni eru upplýsingar um sýn- ingar, útgáfu, fræðslu, hvað er í boði fyrir gesti, minjar og rannsóknir og þar undir eru upplýsingar um forn- leifar, forvörslu, húsasafn, munasafn, þjóðháttasafn og ljósmyndsafn. Svo má lesa sér til um safnið, sögu og starfsemi þess. Þjóðminjasafnið telst stofnað 24. febrúar 1863. Í dag er það vísinda- og þjónustustofnun í eigu íslenska ríkis- ins. Því er ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í land- inu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi ís- lensku þjóðarinnar frá upphafi til vorra daga og stuðla að því að sem flestir geti haft gagn og gaman af sögu og minjum lands og þjóðar. Meginhluti safnhússins við Suð- urgötu 41 í Reykjavík hýsir grunnsýn- ingu Þjóðminjasafnsins: Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Vefsíðan www.natmus.is Morgunblaðið/Ernir Búningur og bátur Tvennt af mörgu á sýningu í Þjóðminjasafni Íslands. Hvernig varð þjóðin til? Í dag er þrettándi og síðasti dagur jóla. Þrettándinn er alltaf 6. janúar og heitir upphaflega opinberunar- hátíð og hefur verið tengdur ýmsum kristnum trúaratburðum, einkum skírn Krists og Austurlandavitr- ingum. Hérlendis hefur hann öðru fremur verið lokadagur jóla, segir í bók Árna Björnssonar, Sögu dagana. Margir gera sér aðeins glaðari dag í dag í tilefni þess að jólahátíðinni lýkur nú formlega, þeir bera fram betri mat, borða restina af jólakon- fektinu og skella sér á þrettánda- brennu en eitthvað verður af þeim um landið í kvöld. Endilega … … kveðjið jólin með stæl Morgunblaðið/Kristinn Þrettándinn Brennur verða í kvöld. Það er oft gert grín að tæknikunnáttu eldra fólks og ungt fólk ranghvolfir augunum yfir töktum foreldra sinna með fjarstýringuna eða tölvumúsina. Sérfróðir segja að lykillinn að því að fá mömmu og pabba til að nota tæknina sé ekki að kaupa það nýjasta og flottasta handa þeim, heldur leita að búnaði sem svarar grunnþörfum og gerir það sem þau vilja sérstaklega gera. Það er líka hjálplegt ef það að læra á búnaðinn er ekki alveg nýtt fyrir þeim, að þau þekki smá til. Það þarf líka að vera gulrót á hinum endanum, eitthvað hvetjandi. Svo tækni festist við eldra fólk verður að skilja hvað fær þau til að finnast notkun á búnaðinum skemmtileg. Það sem heillar ungt fólk er ekki endilega það sem heillar það eldra og verður jafnvel það sem fælir þau frá. Tæknibúnaður fyrir eldra fólk þarf að hafa þrjár viðmiðanir: einfaldleika í notkun, að auðvelt sé að leita sér upp- lýsinga um notkun með símaaðstoð og búnað sem er auðvelt að vinna með. Þegar tækið er komið upp verður ánægjan að vega þyngra en átakið. Það er líka mikilvægt að meta hversu stórt tæknilegt skref eldra fólk- ið er tilbúið að taka. Þeir sem kunna á myndbandstæki og mynddiskaspilara eru líklegri til að fagna nýjum búnaði. Einfaldur búnaður sem svarar per- sónulegum þörfum er málið, eins og tölvupóstur, eitthvað sem gerir það auðveldara að vera í sambandi við fjöl- skylduna og skoða myndirnar af barnabörnunum. Lesbúnaður eins og Kindle er líka Tækni Eldra fólk vill tæknibúnað sem svarar grunnþörfum Reuters Eldra fólk Líka fyrir tækni. Bónus Gildir 6.- 9. jan. verð nú áður mælie. verð Appelsínur .............................. 198 219 198 kr. kg Grape ..................................... 198 219 198 kr. kg Frosnir mangóbitar 1 kg........... 498 598 498 kr. kg Frosnir ananasbitar 1 kg .......... 498 598 498 kr. kg Bónus floridanasafi 1 ltr .......... 179 195 179 kr. ltr ES haframjöl 500 g ................. 69 75 138 kr. kg Barilla spagettí 1 kg ................ 259 277 259 kr. kg Bónus lýsisperlur 300 stk. ....... 398 498 398 kr. pk. Bónus engiferdrykkur 500 g ..... 149 298 298 kr. ltr Fjarðarkaup Gildir 6. - 8. jan. verð nú áður mælie. verð Nautagúllas úr kjötborði........... 1.598 1.998 1.598 kr. kg Lambafille m/fitu úr kjötborði... 2.998 3.498 2.998 kr. kg Svínakótelettur úr kjötborði ...... 998 1.458 998 kr. kg Hamborgarar 4x80 g ............... 496 596 496 kr. pk. SS rauðvínslegið lambalæri ...... 1.902 2.378 1.902 kr. kg Fjallalambs hangif.partur úrb.... 2.128 2.364 2.128 kr. kg Toppur 2 ltr............................. 198 239 99 kr. ltr Appelsínur .............................. 148 198 149 kr. kg Hagkaup Gildir 6. - 9. jan. verð nú áður mælie. verð Holta kjúklingavængir ferskir .... 299 398 299 kr. kg Holta kjúklingaleggir ferskir ...... 659 878 659 kr. kg Holta kjúklingabitar blandaðir... 559 798 559 kr. kg Holta kjúklingalundir ferskar ..... 1.931 2.758 1.931 kr. kg Íslands naut wok strimlar ......... 2.024 2.698 2.024 kr. kg Íslands lamb helgarst. úrb. læri 1.874 2.498 1.874 kr. kg Floridana heilsusafi 1 ltr .......... 199 244 199 kr. stk. Myllu Risabrauð ...................... 199 238 199 kr. stk. Krónan Gildir 6. - 9. jan verð nú áður mælie. verð Grísahryggur úrb...................... 999 1.998 999 kr. kg Grísapanna............................. 998 1.698 998 kr. kg Núðlur m.kjúklingi ................... 629 898 629 kr. kg Lambafille m. fiturönd ............. 2.998 3.498 2.998 kr. kg Grísagúllas ............................. 998 1.698 998 kr. kg Grísasnitsel............................. 998 1.698 998 kr. kg Ísl. m. kjúklingabringur ............ 1.998 2.298 1.998 kr. kg Kexsm. karamellusnúðar .......... 399 549 399 kr. pk. Lambi eldhúsrúllur................... 398 498 398 kr. pk. Nóatún Gildir 6. - 9. jan. verð nú áður mælie. verð Lambalæri kryddað/ókryddað... 1.348 1.498 1.348 kr. kg Lambalærissneiðar .................. 1.399 1.998 1.399 kr. kg Lamba sirloinsneiðar ............... 1.198 1.498 1.198 kr. kg Lamba framhryggjarsneiðar ...... 1.798 1.998 1.798 kr. kg Ungnautagúllas ....................... 1.899 2.398 1.899 kr. kg Ísl. m. kjúklingur heill .............. 695 869 695 kr. kg Ristorante pítsa funghi............. 499 649 499 kr. stk. Jöklabrauð.............................. 279 399 279 kr. stk. Bounty zewa eldhúsrúllur ......... 398 498 398 kr. pk. Þín Verslun Gildir 6. - 9. jan. verð nú áður mælie. verð Ísfugls kjúklingur heill .............. 749 1.072 749 kr. kg Ísfugls kjúklingalæri og -leggir .. 698 998 698 kr. kg Toppur sódavatn 2 ltr............... 289 210 105 kr. ltr Hámark súkkulaði 250 ml........ 179 199 716 kr. ltr Trópi appelsínu m/aldinkj. 1 ltr 239 289 239 kr. ltr Capri Sonne djús 10x200 ml ... 598 739 60 kr. stk. Hunt́s spagettísósa 0sta 751 g 279 349 372 kr. kg Helgartilboðin Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is ÍGömlu matarbúðinni erum.a. seldar vörur undir vöru-merkinu Urta Islandica semþær Þóra og Ólöf Erna standa að. Undir því merki er fyrst og fremst framleitt te úr þurrk- uðum íslenskum jurtum. „Þar ber helst að nefna að- albláberjate sem er að öllu leyti úr þurrkuðum bláberjum. Svo erum við með te sem heitir Boðflennur en það er úr hvönn, kerfli og njóla,“ segir Þóra en nafnið vísar í að jurt- irnar eru taldar boðflennur í ís- lenskri náttúru en eru allar þekktar lækningaplöntur sem eru notaðar til að ráðast gegn óboðnum gestum, bakteríum og veirum, í mannslík- amanum. Að auki búa þær til krydd- sultur og síróp úr jurtum og berj- um. Sírópið var upphaflega hugsað til að setja út í teið en að sögn Þóru nota margir það í eftirrétti og í sal- öt. Vörur úr íslenskum jurtum ekki nógu sýnilegar Þóra segir að sér og Ólöfu hafi þótt vera þörf fyrir búð eins og Gömlu matarbúðina á heilsu- vörumarkaðnum þar sem mikil áhersla er lögð á jurtir. „Mér fannst að það mætti vinna meira með íslenskrar jurtir til að þær næðu máli. Þrátt fyrir að það séu þónokkrir að framleiða úr þeim fannst mér fannst það litla sem er framleitt ekki ná að vera al- mennilega sýnilegt. Hugmyndin var að koma inn með það sem vantaði þannig að þetta næði einhverju máli með hinum framleiðendunum, næði samlegðaráhrifum og yrði sýni- legra. Það má í því samhengi til dæmis nefna íslenskar snyrtivörur sem eru gerðar úr jurtum. Nú eru komnir nógu margir framleiðendur til að snyrtivörurnar séu sýnilegar og raunverulegt val,“ segir Þóra. Aðspurð segir Þóra að Urta Is- landica vörunum og Gömlu mat- arbúðinni hafa verið vel tekið. „Við erum búnar að fá frábærar við- Sérhæfa sig í vörum úr íslenskum jurtum Í haust var Gamla matarbúðin opnuð við Austurgötu í Hafnarfirði. Verslunin sér- hæfir sig í vörum sem eru unnar úr íslenskum jurtum en í henni er einnig að finna handverk, hönnun og myndlist sem vísa í jurtir og sjávargróður. Eigendurnir Þóra Þórisdóttir myndlistarmaður og Ólöf Erna Adamsdóttir kennari kynntust á braut- argengisnámskeiði Impru þar sem konur eru hvattar til að hrinda góðum hug- myndum í framkvæmd – og er það nákvæmlega það sem þær gerðu. Sætindi Þóra og Ólöf búa til kryddsultur og síróp úr jurtum og berjum. Baðsalt Margt fallegt og gott fyrir líkama og sál er til sölu í búðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.