Morgunblaðið - 06.01.2011, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Afleiðingar hlýnunar sjávar suður og
vestur af landinu hafa verið þær, svo
dæmi séu nefnd, að meira af úrkomu
hefur fallið sem regn í stað þess að
falla sem snjór.
Sömuleiðis hafa
orðið talsverðar
breytingar á út-
breiðslu fiskteg-
unda á íslensku
hafsvæði.
„Síðustu 10-15
árin hafa orðið
breytingar á Norð-
ur-Atlantshafi á þá
lund að hlýsjór úr
austanverðu haf-
inu hefur breiðst út í auknum mæli til
vesturs vegna þess að hringstreymi
kaldari sjávar frá Labradorhafi hefur
gefið eftir,“ segir Héðinn Valdimars-
son, haffræðingur á Hafrannsókna-
stofnuninni.
„Fyrir vikið hefur meira verið af
heitari og saltari sjó á íslensku haf-
svæði en áður. Ákveðnustu einkennin
hafa verið fyrir sunnan og vestan land
en jafnramt fyrir norðan og austan, þó
að sveiflur þar hafi verið meiri þessi
síðustu ár. Hlýnunin hefur að stærst-
um hluta orðið fyrir áhrif breytinga á
hringrás lofthjúpsins eða lægðagangi
þar, með orkuskiptum sjávar og lofts á
þessu hafsvæði,“ segir Héðinn.
Flókið samspil
Fram kom í Morgunblaðinu í gær að
vísindamenn við svissneska stofnun
um haffræði og tækni (EAWAG) hafa
fundið vísbendingar um miklar breyt-
ingar á hafstraumum í Norður-Atl-
antshafi frá 8. áratug síðustu aldar.
Straumarnir hafa áhrif á veðurfar á
norðurhveli jarðar. Breytingar hafi
verið greindar á djúpsjávarkóröllum í
Atlantshafi sem bendi til þess að áhrif
hins kalda Labradorstraums séu að
dvína. Straumurinn kaldi mætir hlýj-
um Golfstraumnum sem kemur úr
suðri.
Labradorstraumurinn og Golf-
straumurinn eru liðir í flóknu samspili
veðurfarslegra þátta sem kenndir eru
við „Norður-Atlantshafssveifluna“ en
hún ræður miklu um veðurfar í Evr-
ópu og Norður-Ameríku. Vísinda-
menn hafa bent á truflun eða breyt-
ingu á sveiflunni sem skýringu á
rökum eða hörðum vetrum í Evrópu
og miklum sumarþurrkum í Rúss-
landi á nýliðnum árum.
Héðinn sagðist ekki hafa kynnt sér
niðurstöður þessarar rannsóknar sér-
staklega, en fyrir lægi að eftir 1996-7
hefði orðið hlýnun í sjónum við Ísland.
Í hlýsjónum sunnan við neðansjávar-
hryggina milli Íslands og Grænlands
annars vegar og Íslands og Færeyja/
Skotlands hins vegar næmi þessi
hlýnun 1-1,5 gráðum í efri sjávarlög-
um.
Langtímabreytingar á hringrás
„Fæðuskilyrði í sjónum breytast
oft í kjölfar hlýnunar eða kólnunar,“
segir Héðinn. „Þessi hlýnun hefur
leitt til þess að nokkrum árum síðar
fór að verða vart við aukna ýsugengd
norður fyrir land, aukna útbreiðslu á
skötusel, breytingar á göngum upp-
sjávafiska eins og kolmunna, sem
rauk upp úr öllu um tíma með bættri
nýliðun, og makríllinn fór síðan að
breiða úr sér í kjölfarið.
Á sama tíma hefur það gerst á og
við landið að meira af úrkomunni hef-
ur fallið sem regn en ekki sem sjór
eins og áður.
Það er erfitt að skilja á milli hvað er
vegna breyttrar hringrásar í and-
rúmsloftinu og hvað er vegna breyt-
inga á eðli hafstrauma. Þetta er ná-
tengt og ef breytingar verða í sjónum
þá verða breytingar í andrúmsloftinu
og öfugt. Ég tel haldbærustu skýr-
ingu þessarar hlýnunar síðustu ár
vera tengda langtímabreytingum á
brautum lægða og hringrás lofthjúps-
ins,“ segir Héðinn.
Regn frekar en snjór
og breytt fiskgengd
Breytingar á hringrásinni í andrúmsloftinu og á eðli
strauma í hafinu eru nátengdar, segir haffræðingur
G RÆN L A N D
Í S L A N D
L A
B R
A D
O
R
Í R L A N D
NÝFUNDNA-
LAND
N
O
R
E
G
U
R
NORÐ
UR
ATL
ANTSHAFSSTRAUMUR
NO
RE
GS
ST
RA
U
M
U
R
Labrador-
haf
No
rs
ka
ha
fið
Grænlands-
haf
LA
B
RA
D
O
RS
TR
AU
MUR
DJ
ÚP
ST
RA
UM
AR
TIL SU
Ð
U
RS
GOLFSTRAUMUR
Reykjavíkurborg
hækkaði fjárhags-
aðstoð til fram-
færslu í nóvember
sem leið og er
fjárhæðin í sam-
ræmi við tilmæli
velferðarráð-
herra.
Eins og fram
kom í Morgun-
blaðinu í gær hefur Guðbjartur
Hannesson velferðarráðherra beint
þeim tilmælum til sveitarstjórna að
þær hækki mánaðarlega fjárhags-
aðstoð sína til einstaklinga þannig að
hún verði sambærileg við atvinnu-
leysisbætur, en grunnatvinnuleysis-
bætur eru 149.523 kr. á mánuði.
Björn Blöndal, aðstoðarmaður
borgarstjóra, segir að Reykjavíkur-
borg hafi þegar hækkað fjárhags-
aðstoðina og á ekki von á frekari
hækkunum að sinni.
Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar
Reykjavíkurborgar til framfærslu
einstaklinga er 149.000 kr. frá og
með 1. janúar sl., en var áður 125.540
krónur. Fjárhagsaðstoð til hjóna er
nú 223.500 kr. en var 200.864 kr.
steinthor@mbl.is
Reykjavík
á undan
ráðherra
Björn Blöndal
Lýsing í innri hluta Hvalfjarðar-
ganga fullnægir kröfum staðla þar
að lútandi, samkvæmt niður-
stöðum mælinga sem Mannvit
verkfræðistofa hf. hefur gert.
Lýsing verður aukin nokkuð
innan beggja munna ganganna á
árinu 2011 í samræmi við hertar
kröfur frá árinu 2010, að sögn
Spalar sem á og rekur göngin.
Áætlaður kostnaður er 15 millj-
ónir króna.
Sem kunnugt er fengu Hval-
fjarðargöngin ekki háa einkunn í
skýrslu EuroTap í fyrra og var
m.a. fundið að lýsingunni.
Samkvæmt mælingum Mannvits
er lýsing á innra svæði ganganna,
sem er tæplega 5 km langt, 5-30%
yfir lágmarkskröfum. Breyta þarf
lýsingu á fyrstu 80 metrunum inn-
an við gangamunna.
Auka þarf lýsingu á hluta svo-
kallaðs aðlögunarsvæðis, sem tek-
ur við af innkeyrslusvæði og nær
um 430 metra inn fyrir ganga-
munna beggja vegna.
Lýsing bætt
í göngunum
Héðinn sagði að sambærilegar
breytingar hefðu orðið upp úr
1920 þegar hlýnaði og stóð það
skeið fram undir 1960. Hann
sagðist telja að hlýnunin þá og
nú gætu átt sér hliðstæðar or-
sakir. Héðinn sagðist varast að
spá um framhaldið, þróunin
gæti orðið í hvora áttina sem
væri. Það sem væri fast í hendi
væri að hitastig sjávar hefði
hækkað fyrir 10-15 árum og hit-
inn hefði síðan sveiflast í kring-
um hærra meðaltal.
Erfitt að spá
um þróunina
SVIPAÐ Á SÍÐUSTU ÖLD
Héðinn
Valdimarsson
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Val á langhlaupara ársins stendur
nú yfir á hlaupavefnum hlaup.is og
verða úrslit tilkynnt á laugardag.
Þetta er í annað skipti sem lang-
hlaupari ársins er valinn og líkt og
fyrr eru útnefndir langhlauparar
ársins af báðum kynjum.
Mikill áhugi er á langhlaupum á
Íslandi um þessar mundir, mikið
framboð af keppnishlaupum úti
um allt land og þátttökumet í
hlaupunum eru slegin með reglu-
legu millibili. Ágæt afrek voru
unnin á árinu; mörg brautarmet
voru slegin með eftirminnilegum
hætti, Íslandsmet voru sett og
ekki má heldur gleyma því að ótal
margir bættu sinn persónulega ár-
angur.
Mikill fjöldi hlaupara var til-
nefndur og af þeim valdi valnefnd
sex karla og sex konur. Hægt er
að kjósa um langhlaupara ársins á
www.hlaup.is fram til miðnættis í
dag, fimmtudag. Þar má einnig
lesa rökstuðning valnefndar fyrir
tilnefningunum en ástæðurnar fyr-
ir tilnefningum eru eins misjafnar
og hlaupararnir eru margir.
Sá elsti 84 ára
Þær konur sem tilnefndar eru í
stafrófsröð þessar: Anna Sigríður
Sigurjónsdóttir 49 ára, Helen
Ólafsdóttir 39 ára, María Krist-
jánsdóttir 47 ára, María Kristín
Gröndal 30 ára, Rannveig Odds-
dóttir 37 ára og Sigurbjörg Eð-
varðsdóttir 52 ára.
Þeir karlar sem eru tilnefndir
eru þessir: Björn Margeirsson 31
árs, Guðmundur Sigurðsson 50
ára, Gunnlaugur Júlíusson 58 ára,
Höskuldur Kristvinsson 61 árs,
Jón Guðlaugsson 84 ára og Sig-
urjón Sigurbjörnsson 55 ára.
Morgunblaðið/Eggert
Áhugi Þátttökumet var sett í Gaml-
árshlaupi ÍR og fleiri hlaupum.
Kosið um
langhlaup-
ara ársins
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Fréttir af eldsvoða í húsi við Eiðs-
vallagötu að morgni sunnudags hafa
varla farið fram hjá neinum. Það var
stórkostlegt lán í óláni að fjögur
ungmenni björguðust naumlega úr
húsinu en nýjustu tíðindi eru afleit;
að kveikt hafi verið í.
Hugsanlegt er að kviknað hafi
óvart í húsinu, kannski var það vilj-
andi, en lögreglan er sem sagt viss
um að það hafi verið af mannavöld-
um. Full ástæða er til að hvetja alla
sem hugsanlega getað aðstoðað við
rannsókn málsins að gefa sig fram.
Lögreglan hefur óskað eftir því
að ná tali af ungum manni, sem var á
vettvangi þegar lögregla og slökkvi-
lið komu að húsinu en gafst ekki
tækifæri til að ræða við þá. Hann er
talinn dökkhærður og grannur og
víst þykir að hann hafi verið klædd-
ur í gallabuxur og svarta peysu með
rauðum merkingum.
Rétt er að taka fram að viðkom-
andi liggur ekki undir grun en lög-
regla telur engu að síður mikilvægt
að ná tali af honum. Sími lögregl-
unnar er 464-7705.
Hreggviður Harðarson, einn
þeirra sem björguðust úr eldsvoð-
anum í Eiðsvallagötu, lýsti lífs-
reynslunni í Morgunblaðinu á
þriðjudaginn. Hann sagði blaða-
manni þá að vinirnir ættu eftir að
hitta Steinþór Stefánsson, sem fyrir
algjöra tilviljun var í göngutúr í
Eiðsvallagötu, heyrði í reykskynj-
aranum og gat vakið einn þeirra sem
svaf innandyra. „Ég á líka eftir að
skila honum úlpunni,“ bætti Hregg-
viður svo við. Þegar hann kom út, á
nærbuxum og bol, smeygði Steinþór
sér úr úlpunni og klæddi hann í.
Þórsarar halda ekki þrettánda-
gleði að þessu sinni, eins og þeir hafa
gert í áratugi með örfáum undan-
tekningum. Þrettándagleðin hefur
verið mikilvæg tekjulind í gegnum
árin en síðustu ár hafa Þórsarar boð-
ið bæjarbúum til skemmtunarinnar.
Ekki tókst að útvega styrktaraðila í
ár en formaðurinn, Sigfús Helgason,
vonast til þess að geta tekið upp
þráðinn strax næsta ár.
N4 Sjónvarp hér á Akureyri
stóð á dögunum fyrir vali á Norð-
lendingi ársins. Fjölmargir voru til-
nefndir en fyrir valinu varð Helga
Sigríður Sigurðardóttir. Enginn vafi
var á því, segir á vef N4, hvað áhorf-
endum stöðvarinnar var efst í huga:
hetjuleg barátta og ótrúleg björgun
Helgu Sigríðar, sem er aðeins 13
ára, en hneig niður í Sundlaug Ak-
ureyrar og var um tíma mjög hætt
komin eftir kransæðarstíflu.
Hjörleifur Örn Jónsson er ein-
leikari á marimbu á fyrstu tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar Norð-
urlands á þessu ári. Þeir verða í Hofi
síðdegis á sunnudag og á efnisskrá
eru Holberg-svíta eftir Edvard
Grieg, Konsert fyrir marimbu og
strengjasveit eftir Ney Rosauro og
Kammersinfónía í c-moll eftir Shos-
takovich.
Tónleikaárið á Græna hattinum
hefst með því að söngfuglinn Sigríð-
ur Thorlacius og hinn glaðbeitti
Bogomil Font koma fram ásamt
Guðmundi Óskari úr Hjaltalín,
Magnúsi Tryggvasyni Eliassen
trommara og Davíð Þór Jónssyni
hljómborðsmeistara. Eru tónleik-
arnir kallaðir óveðurstónleikar (!) og
verða á laugardagskvöldið.
Ken Leslie, sem nú dvelur í
gestavinnustofu Gilfélagsins, opnar
sýningu í gallerí BOXi í dag kl. 17.
Óhugnalegt við
Eiðsvallagötu
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Bjargvættur og úlpueigandi Steinþór Stefánsson við Eiðsvallagötu 5.