Morgunblaðið - 06.01.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.01.2011, Qupperneq 14
fordæmi,“ sagði Rene Otayek, sér- fræðingur í málefnum Afríku við rannsóknastofnun í Frakklandi. Hann sagði þetta í fyrsta skipti sem haldin væri þjóðaratkvæðagreiðsla í Afríkuríki um aðskilnað tiltekins svæðis sem hefur verið hluti af rík- inu frá því að evrópsku nýlenduveld- in skiptu álfunni. Íbúar Erítreu samþykktu sjálf- stæði frá Eþíópíu í þjóðaratkvæða- greiðslu árið 1993 eftir 30 ára stríð. Erítrea er þó ólík Suður-Súdan að því leyti að landið var ekki hluti af sambandsríkinu Eþíópíu fyrr en árið 1952 og var innlimað í Eþíópíu tíu ár- um síðar. Samræmist þjóðarétti Roland Marshall, sérfræðingur í málefnum Súdans við rannsókna- stofnun í París, sagði að mestu máli skipti að stjórnvöld í Súdan og Sam- einuðu þjóðirnar hefðu samþykkt þjóðaratkvæðagreiðsluna. „At- kvæðagreiðslan er haldin í samræmi við reglur þjóðaréttar,“ sagði hann. „En hún sýnir að það er hægt að knýja fram aðskilnað. Og úr því að þetta er hægt getur það borgað sig að berjast fyrir aðskilnaði.“ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla í Suður-Súd- an á sunnudaginn kemur um hvort landshlutinn eigi að fá sjálfstæði skapar fordæmi fyrir aðskilnaðar- hreyfingar í öðrum Afríkulöndum, að mati sérfræðinga í málefnum álf- unnar. Búist er við að tillaga um að Suður-Súdan verði sjálfstætt ríki verði samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslunni og stærsta landi Afríku verði skipt í tvennt. Það yrði söguleg niðurstaða því að Einingarsamtök Afríku, sem heita núna Afríkusam- bandið, hétu því á sjöunda áratug aldarinnar sem leið að halda í landa- mærin sem mörkuð voru í Afríku á ríkjaráðstefnu í Berlín árið 1885 þegar evrópsk nýlenduveldi skiptu álfunni á milli sín. Eftir að Afríkurík- in fengu sjálfstæði voru leiðtogar þeirra sammála um að nauðsynlegt væri að halda landamærunum óbreyttum, ella væri hætta á að deil- ur um landamæri og aðskilnaðar- kröfur hleyptu allri álfunni í bál og brand. „Suður-Súdan skapar óneitanlega  Þjóðaratkvæðagreiðslan gæti gefið aðskilnaðarsinnum í Afríku byr í seglin Sjálfstæði Suður-Súdans talið skapa fordæmi 300 km Olíuleiðsla Helstu olíulindir Múslímar í meirihluta Olíuvinnslu- svæði Trúarhópar Súnní- Múslímar Afrísk trúar- brögð Kristnir 5% 25% 70% Stærð: 2,5 millj. ferkm Íbúafjöldi: 43,9 millj. VLF: 10.700 milljarðar VLF á mann: 255.000 kr. Verðbólga: 11,2% SÚDAN Í HNOTSKURN (’09) Þjóðernishópar Blökku- menn Arabar Beja 6% Aðrir 3% 52%39% ÞJÓÐARATKVÆÐI Í SÚDAN Heimildir: Reuters, CIA World Factbook Tillaga um að Suður-Súdan verði sjálfstætt ríki verður borin undir þjóðaratkvæði þar á sunnudaginn kemur Atkvæðagreiðslan á að standa í sjö daga Kjörsóknin þarf að vera 60% til að niðurstaðan gildi 1955 Uppreisn aðskilnaðarsinna í suðurhlutanumhefst 1972 Friðarsamningur undirritaður í Addis Ababa 1983 Komið á íslömskum lögum, sharia, í öllu landinu, borgarastríð blossar upp að nýju 2002 Stjórn Súdans og uppreisnarmenn undirrita vopnahléssamningmeð ákvæði um að Suður-Súdan geti sóst eftir sjálfstæði sex árum síðar 2003 Uppreisnarmenn í Darfur grípa til vopna. Herinn og vígasveitir sem styðja stjórnina brjóta uppreisnina á bak afturmeð fjöldamorðum 2005 Borgarastríðinu lýkurmeð friðarsamkomulagi og samsteypustjórnmynduð. Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Suður-Súdans og Abyei-héraðs heimiluð 2008 Stjórnin og leiðtogar Suður-Súdans ná samkomulagi um stjórn Abyei-héraðs 2010 Febr. Stærsta uppreisnarhreyfingin í Darfur, JEM, og stjórnin undirrita friðarsamning. Forseti Súdans lýsir yfir því að stríðinu í Darfur sé lokið 2010 Des. SPLM lýsir yfir stuðningi við aðskilnað Suður-Súdans SPLM/A Þjóðfrelsis- hreyfing/her Súdans JEM Réttlætis- og jafnréttis- hreyfingin Ráðamenn í Khartoumhafa beitt landsvæðiðmisrétti frá nýlendutímanum Um70% allrar olíuframleiðslunnar í Súdan eru framleidd í suðurhlutanum SAGA ÁTAKANNA SUÐUR-SÚDAN HELSTU UPPREISNARHREYFINGAR Flestir íbúanna eru kristnir eða hefðbundinnar afrískrar trúar EÞÍÓPÍA Khartoum Port Sudan Darfur Abyei Rauða- haf Juba KENÍAÚGANDA EGYPTALAND TSJAD LÍBÍA AUSTUR- KONGÓ S Ú D A N NO R Ð U R S U Ð U R 14 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011 Árleg snjó- og íshátíð var sett í gær í kín- versku borginni Harbin sem nefnd hefur verið „ísborgin“. Hátíðin stendur í mánuð og búist er við að milljónir manna sæki hana til að skoða snjólistaverk og íshallir sem eru eins og klipptar út úr ævintýrabókum. Reuters Snjó- og íshátíð sett í kínverskri ísborg Um 40 bæir hafa orðið fyrir tjóni af völdum mestu flóða sem orðið hafa í sögu Queenslands- ríkis í Ástralíu. Leðja, sem berst með flóðunum, er talin geta skaðað lífríkið í rifinu Miklatálma, stærsta kóralrifi heims, að sögn Michelle Devlin, sem stundar rannsóknir á rif- inu. Flóðin ná yfir svæði sem er á stærð við Frakkland og Þýska- land og hafa valdið um 200.000 manns tjóni. Hermt er að 1.200 íbúðir séu á kafi í vatni. Um 75% kolanáma lokuð Yfirvöld í Queensland segja að flóðin hafi þegar kostað kolanámufyrirtæki sem svarar 110 millj- örðum króna vegna tafa í kolavinnslu. Áætlað er að námufyrirtækin tapi jafnvirði rúmra 11 milljarða króna á dag. „75% kolanáma okkar eru lokuð núna vegna flóðanna, þannig að þau hafa gríðarleg áhrif á heimsmarkaðinn,“ sagði Anna Bligh, forsætisráð- herra Queensland. Flóðin virtust hafa náð hámarki í borginni Rock- hampton í gær og vatnshæðin var þá 9,2 metrar, ívið minni en gert hafði verið ráð fyrir. Veðurfræðingar sögðu að flóðin myndu halda áfram næstu vikurnar þar sem útlit væri fyrir áframhaldandi úrhelli. Flóð hafa valdið tjóni í 40 bæjum  Um 1.200 íbúðir á kafi í vatni í Queensland í Ástralíu Eitt flóðasvæðanna í Rockhampton. Allt að 100 dauðar dverg- krákur hafa fund- ist í bænum Fal- köping í Svíþjóð og ekki er vitað hvað olli dauða þeirra. Sérfræð- ingur sem rann- sakar fuglana sagði að of snemmt væri að fullyrða nokkuð um orsökina. Dag- ens Nyheter hafði eftir fuglafræð- ingnum Anders Wirdheim, að fugl- arnir hefðu líklega orðið mjög hræddir, flogið um í blindni og fallið niður eftir að hafa rekist hver á ann- an eða á einhverja hluti. „Dverg- krákur nátta sig í stórum hópum. Þegar fuglarnir verða hræddir eiga þeir til að fljúga upp hundruðum saman.“ Wirdheim sagði að mjög óvenju- legt væri að svo margir fuglar fynd- ust dauðir í Svíþjóð. Um 5.000 dauð- ir fuglar fundust í Arkansas í Bandaríkjunum um áramótin og 500 í Louisiana skömmu síðar en ekki er vitað hvað olli dauða þeirra. Dularfullur fugladauði í Svíþjóð Einn dauðu fuglanna skoðaður. Yfirvöld í Sádi- Arabíu hafa fangað gæsa- gamm sem grun- aður er um að hafa njósnað í þágu ísraelsku leyniþjónust- unnar Mossad. Fuglinn var með GPS-sendi sem merktur var Tel Aviv-háskóla og það varð til þess að sádi-arabísk dagblöð birtu ásakanir um að Mossad hefði notað fuglinn til að njósna. Ísraelskir fuglafræð- ingar sögðu þetta fáránlega samsæriskenningu og sendirinn hefði aðeins verið notaður til að fylgjast með ferðum fuglsins. „Njósnafugl“ handtekinn Gæsagammur.Redie Bereketeab, fræðimaður við Norrænu Afríkustofnunina, telur hættu á að stríð blossi upp að nýju í Súdan vegna ýmissa óleystra deilumála. Enn sé t.a.m. deilt um mikilvægt hérað, Abyei, hvernig marka eigi landamærin, hvernig semja eigi um nýtingu vatns úr Níl og hvernig skipta eigi tekjum af olíuframleiðslunni í Súdan. Einnig þarf að semja um hvernig skipta eigi gríðarlegum skuldum Súdans, auk þess sem óvissa er um hvort Suður-Súdanar, sem búa í norður- hlutanum, fái ríkisborgararétt þar. Í höfuðborginni einni búa tvær milljónir manna af suðursúdönsk- um uppruna. Hætta á að stríð hefjist á ný MÖRG DEILUMÁL ERU ENN ÓLEYST

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.