Morgunblaðið - 06.01.2011, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Núverandiríkisstjórnstendur
ekki í lappirnar en
áköfustu stuðn-
ingsmenn hennar
benda hróðugir á
að hún geti þó enn
setið. Og þótt hún
njóti aðeins stuðn-
ings 35 prósenta þjóðarinnar
geti hún samt setið og setið.
Þetta er að forminu til rétt. En
er endilega víst að þótt „fyrsta
hreinræktaða vinstristjórnin“
hafi breyst í setulið, af því að
hún stendur ekki lengur fyrir
neitt, að stuðningsmönnum
hennar á þingi muni líða vel
með það. Er það álitleg fram-
tíðarsýn fyrir næstu kosningar
að sækja fram á sitjandanum?
Fræðimenn og hinar talandi
stéttir halda því fram að þótt
stjórnin sé þannig augljóslega
sest í kör, sem er áfangi í að
leggjast í hana, þá sé stjórnar-
andstaðan ekki mikið burðugri,
því hún meini í raun ekkert með
kalli sínu eftir kosningum. Hún
óttast að eiga ekki upp á pall-
borðið hjá kjósendum þrátt fyr-
ir bullandi óvinsældir stjórnar-
herra og ekki sé útilokað að
þingsins bíði gnarrvæðing eins
og borgarstjórnarinnar. Þess
utan horfi einstakir þingmenn
hennar skelfingu losnir til
þeirrar prófkjörsbaráttu sem
kosningum fylgi. Ríkisstjórn
með þannig stjórnarandstöðu
gæti ekki einu sinni fallið þótt
hún innst inni vildi það helst.
Það sé því uppi mjög óvenjuleg
staða.
Nú er lítill vafi á að kjós-
endur tækju þingrofi og kosn-
ingum vel. Þeir vita að ekkert
getur orðið verra eða vitlausara
en það ástand sem nú er. Og
þótt sjálfsagt séu ekki allir enn
komnir með upp í kok af gnarri
er ekki líklegt að margur sé
sólginn í tvöfaldan skammt.
Kaffihúsaspekingar og þeir
„fræðimenn“ sem fréttastofur
leita helst til hafa reynst mis-
vitrir. En þeir hafa
þó dálítið hald í
fréttum sem bárust
um yfirlýsingar
eins af þingmönn-
um Framsóknar-
flokksins. Vefritið
AMX segir svo frá
fyrir fáeinum dög-
um: „Siv Friðleifs-
dóttir, þingmaður Framsóknar-
flokksins, vill ekki þjóðstjórn
eins og Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður
flokksins. Henni líst ekki held-
ur á kosningar.
Siv sagði í Morgunútvarpi
Rásar 2 í morgun að hún teldi
að kosningar núna væru eitt af
því sísta sem samfélagið þyrfti
á að halda um þessar mundir.
Hún hefði frekar verið tals-
maður þess að stjórnmálamenn
reyndu að einbeita sér að upp-
byggingu í samfélaginu í stað
þess að skapa meiri óróleika.“
Siv telur sem sagt að „sam-
félagið“ þurfi síst af öllu á kosn-
ingum að halda núna. Ef hún á
við samfélagið í þinghúsinu fer
hún sjálfsagt nærri um það. En
utan þess gilda önnur sjónar-
mið og væntingarnar þar eru
gjörólíkar. Orð þessa þing-
manns Framsóknarflokksins
verða naumast skilin öðruvísi
en svo en að hún muni taka af-
stöðu til mála með hliðsjón af
því hvort ríkisstjórnin komi
þeim í gegn af eigin rammleik
eða ekki. Sé sprungið undir rík-
isstjórninni muni Siv breytast í
varadekk í málinu, óháð því
hvaða afstöðu hún eða flokkur
hennar hafa til þess. Slík fram-
ganga er að vísu á svig við
ákvæði stjórnarskrár um frum-
skyldu þingmanna við af-
greiðslu mála. En þingmað-
urinn virðist vilja vinna það til
svo hún og þeir hinir í lokaða
„samfélaginu“ þurfi ekki að
horfa framan í alvörusam-
félagið með þeim óróleika sem
slíku kynni að fylgja, fyrr en
þeir geta ekki vikist undan því
lengur við lok kjörtímabils.
Framsóknarflokk-
urinn hefur verið að
vinna sér traust.
Einstakir þingmenn
mega ekki grafa
undan því}
Sérkennileg staða
Forsætisráð-herra leggur
mikla áherslu á að
sameina
atvinnuvega-
ráðuneytin í eitt og
verður ekki betur
séð en helsti tilgangur þess sé
að fækka ráðherrum Vinstri
grænna og sérstaklega að losna
við óþægan ráðherra.
Ljóst er orðið að áhugi á
sameiningu þessara ráðuneyta
er enginn í þeim atvinnugrein-
um sem um ræðir. Áhuginn hef-
ur aldrei verið fyrir hendi í
sjávarútvegi og landbúnaði og í
fyrradag ritaði formaður Sam-
taka iðnaðarins grein hér í
blaðið þar sem
hann lýsir and-
stöðu við þessi
áform.
Í áliti meirihluta
allsherjarnefndar
frá því í haust þar
sem fjallað var um þetta mál er
lögð áhersla á að samráð þurfi
að fara fram áður en breyting á
atvinnuvegaráðuneytum geti
orðið að veruleika. Nú þegar af-
staða þeirra sem samráðið snýr
að liggur fyrir ætti forsætisráð-
herra að sjá að sér og láta málið
niður falla. Í ljósi reynslunnar
er þó líklegra að hún haldi
áfram að reyna að niðurlægja
þingmenn Vinstri grænna.
Atvinnuvegirnir
leggjast alfarið gegn
sameiningu atvinnu-
vegaráðuneyta}
Skýr afstaða V
onandi er ekki verið að ljóstra upp
miklu leyndarmáli þegar sagt er
frá því að fleiri en einum ráðherra
Samfylkingar er hlýtt til formanns
Sjálfstæðisflokksins og þeir hefðu
síður en svo á móti því að vinna með honum.
Sennilega yrði sú samvinna til meiri farsældar
en hið ólánlega sambýli við Vinstri græna þar
sem hysteríuköst einstakra þingmanna eru
orðin nær daglegt brauð með tilheyrandi leið-
indum fyrir þjóðina. En Samfylkingin virðist
þó enn um sinn dæmd til samvista við flokk
sem er sundurtættur af innanflokksátökum.
Formaður Sjálfstæðisflokksins virðist svo
dæmdur til valdaleysis, sem er náttúrlega óþol-
andi tilhugsun fyrir sjálfstæðismenn. Sannar-
lega má margt þokkalegt segja um sjálfstæð-
ismenn en þeir eru sérkennilega innréttaðir að
því leyti til að þeir telja að engir aðrir en þeir séu færir um
að stjórna landi og þjóð svo fullur sómi sé að. Þegar vel
liggur á manni dáist maður að þessu sjálfstrausti en svo
koma stundir þegar maður hefur litla þolinmæði gagnvart
þessu yfirlæti.
Formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni,
hefur ekki tekist í nægilegum mæli að skapa sér það
traust sem formaður stórs stjórnmálaflokks þarf að njóta
eigi hann að verða einn af forystumönnum þjóðarinnar.
Hann kemur reyndar ágætlega fyrir og virðist sanngjarn
og góðgjarn. En það er með Bjarna eins og Hamlet, hann
á í vandræðum með að gera upp hug sinn. Of oft virðist
sem hann eigi í innri baráttu um það hvort
hann eigi að vera hann sjálfur eða eigi að vera
eins og aðrir vilja hafa hann. Og þessir „aðrir“
eru gömlu brýnin í hans eigin flokki, menn-
irnir sem nú um stundir nýta orku sína í að
telja landsmönnum trú um að allar helstu
hættur sem geti steðjað að lítilli þjóð sé að
finna innan Evrópusambandsins. Þar deila
þeir hugmyndafræði með þeim einstaklingum
í Vinstri grænum sem telja helstu leið þjóðar-
innar til farsældar vera að snúa aftur til nátt-
úrunnar og tína fjallagrös. Og svo nær þessi
hópur enn furðulegri samhljómi við forseta
Íslands. Þetta segir manni að allir geta náð
saman að lokum. Sem í þessu sambandi er
ekki mjög hughreystandi tilhugsun.
Afstaða formanns Sjálfstæðisflokksins til
Evrópusambandsins er óljós. Stundum talar
hann um það af velvilja en öðrum stundum talar hann eins
og gömlu forystumennirnir í hans eigin flokki. Hann er
samt aldrei sérlega sannfærandi sem harður andstæð-
ingur Evrópsambandsins. Það er meira eins og hann sé að
reyna að gera gömlu mönnunum til geðs. Vera eins og þeir
vilja hafa hann. Enda þekkir hann þá vel, ólst upp meðal
þeirra og sér þá sem eins konar föðurímynd. Flest vitum
við að það er ekki gott að láta aðra hefta sig. Sjálfstæði er
alls ekki það sama og gömul sjálfstæðisstefna. Allir ein-
staklingar eiga að hafa frelsi til að finna sig á sínum eigin
forsendum. Bjarni Benediktsson verður einhvern tímann
að fara að heiman. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Fer Bjarni að heiman?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Vinnuveitendaárið
2011 er gengið í garð
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
O
ft er talað um það sem
„vinnuveitendajól“ þeg-
ar helgidaga jóla ber
upp á helgi, en það þýðir
auðvitað að frídögum
launafólks fækkar, og því meir sem
skörunin er meiri. Jólin sem nú eru
senn gengin um garð falla sannarlega
undir þessa óformlegu skilgreiningu,
en jóladagur var laugardagur og ann-
ar dagur jóla því vitaskuld sunnudag-
ur. Það var síðan við hæfi að nýja árið
hæfist á laugardegi, því segja má að
árið í ár sé í heild sinni „vinnuveit-
endaár.“
Óvenjufáir frídagar
Sé dagatal ársins skoðað sést að
óvenjumargir frídagar lenda á helgi.
Auk þess lenda tveir á sama degi,
skírdagur og sumardagurinn fyrsti,
en páskarnir eru óvenjuseint í ár. Jól-
in verða lítt skárri en nú, í frídögum
talið, en jóladag ber að þessu sinni
upp á sunnudag. Séu annar í páskum,
annar jólum og annar í hvítasunnu
taldir sem frídagar falla 7 slíkir á
virka daga á árinu, en þar sem tveir
lenda á sama degi verða frídagarnir
einungis 6.
Þetta er töluvert minna en und-
anfarin tvö ár. Frídagarnir voru 14
árið 2009 og 11 á síðasta ári. Hagur
fríþurfi vænkast aftur á næsta ári, en
þá verða frídagarnir 13, meðal annars
vegna þess að jóladagur verður á
þriðjudegi.
Eins og sjá má geta sveiflurnar
verið miklar á milli ára. Á árum eins
og í ár, þegar frídagar eru fáir, kem-
ur sú umræða gjarnan upp hvort ráð-
ast eigi í tilfæringar hátíðisdaga, til
dæmis til þess að færa frídaga sem
lenda á helgi á virkan dag, og þá sem
fyrir eru á virkum dögum nær helg-
um. Sú umræða fer hins vegar ekki
jafn hátt á þeim árum sem eru hlaðin
frídögum, líkt og var árið 2009, og
verður aftur árið 2012.
Meðaltalið sigrar að lokum
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, segist opinn fyrir því að skoða
breytingar en leggur áherslu á það að
horft sé á málið til lengri tíma. „Af því
við erum með það kerfi sem við erum
með gengur þetta alltaf svolítið fram
og til baka. En meðaltalið sigrar allt-
af að lokum,“ segir hann. Málið snúist
í raun ekki um það hvort frídagarnir
sjálfir séu fleiri eða færri, heldur
þessar sveiflur sem verði á milli ára.
Vilhjálmur segir þetta meðal
annars hafa verið rætt við gerð kjara-
samninga. „Það var rætt hvort ætti
að flytja frídagana til, þannig að til
dæmis fimmtudagsfrídagarnir færð-
ust yfir á helgar. Einu sinni var þetta
komið nokkuð langt, en þá vantaði
kannski úrslitaáhugann til þess að
keyra þetta í gegn.“
Hann segir aðspurður að ástæða
þess að ekki hafi verið ráðist í ein-
hvers konar breytingar sé að sam-
komulag hafi ekki náðst í samfélag-
inu um hvernig eigi að haga málum.
„Ég hef til dæmis sjálfur velt því fyr-
ir mér af hverju ekki er haldið upp á
sumardaginn fyrsta þegar er komið
fram á sumar. En sumt fólk er mjög
vanafast og vill halda upp á sum-
ardaginn fyrsta og engar refjar. Það
þarf að fara fram almenn umræða um
þetta,“ segir Vilhjálmur. Hann nefnir
einnig uppstigningardag sem dæmi
um frídag sem hugsanlega mætti
færa til. „Það er oft lítið um að vera í
kringum hann og ég held að það væri
alveg dæmigerður frídagur sem
mætti flytja nær helgi. Það er hægt
að nota daga eins og uppstigning-
ardag, eftir einhverri reglu, til þess
að taka þá ennþá lengri helgi í kring-
um 17. júni,“ nefnir Vilhjálmur sem
dæmi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sumardagurinn fyrsti Íslendingar fagna fyrsta degi sumars á fimmtu-
degi á tímabilinu 19.-25. apríl. Í ár ber hann upp á skírdag, 21. apríl.
14
Frídagar árið 2009
11
Frídagar árið 2010
6
Frídagar árið 2011
13
Frídagar árið 2012
* Árið 2011 ber tvo frídaga upp á
sama dag og teljast þeir því sem einn
frídagur. Aðfangadagur og gaml-
ársdagur eru báðir taldir sem heilir
frídagar öll árin.
‹ SVEIFLUR MILLI ÁRA ›
»