Morgunblaðið - 06.01.2011, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011
Mig furðar oft á því
hvað skattar virðast
vera mikið bannorð hjá
sumum og þá sér-
staklega sjálfstæð-
ismönnum. Nú er það
staðreynd að í öllum
þróuðum þjóðfélögum
eru skattar nauðsyn-
legir til að reka stjórn-
kerfi þjóðfélagsins.
Skattkerfi eru í meg-
inatriðum tvenns-
konar, þ.e. beinir skattar og óbeinir
skattar. Beinir skattar eru til þess að
gera einfaldir, þ.e. þeir eru lagðir á
atvinnutekjur einstaklinga, en óbein-
ir skattar geta verið mjög flóknir.
Öll þjóðfélög eru með einhvers-
konar skattstofna til að afla tekna í
ríkissjóð til að fjármagna verkefni
sem sameiginlega nýtist þjóðinni.
T.d. samgöngukerfi (vegi, brýr, flug-
velli, hafnir og fl.), heilbrigðisstofn-
anir (sjúkrahús, heilsugæslustofn-
anir o.s.frv.), menningarstofnanir
allskonar (leikhús, listasöfn og margt
fleira), menntastofnanir ( frá leik-
skóla til háskóla), orkuveitur (hita-
veitur og rafveitur) og margt fleira
sem of langt yrði upp að telja. Allt er
þetta reist og rekið fyrir skattpen-
inga þjóðarinnar og er því sameign
hennar til afnota fyrir alla.
Hugsið ykkur lesendur góðir, ef öll
þessi mannvirki og þjónustuþættir
þeirra væri í eigu einkafélaga eða
einstaklinga, rekin af þeim og gjöld
fyrir afnot þeirra væri alfarið á hendi
einkaaðila, eigenda þeirra, þar sem
gróðasjónarmiðin ráða ríkjum. Mun-
urinn á samfélagsrekinni þjónustu
og einkarekinni þjónustu er einfald-
ur, en það er að samfélagsleg þjón-
usta er rekin á rekstrarlegum for-
sendum án hagnaðar, en einkarekin
samfélagsleg þjónusta er rekin með
það fyrst og fremst í huga að skila
hagnaði. Þ.e. gróða til eigenda.
Hver er reynslan af einkavæðingu
samfélagslegrar þjónustu eins og að
framan er getið, t.d. í BNA, þar sem
þróunin hefur verið sú, að stöðugt
eru fleiri og fleiri án fullnægjandi
heilbrigðisþjónustu og færri og færri
komast til æðri mennta
úr alþýðustétt.
Þróunin í átt til
einkavæðingar á fé-
lagslegri þjónustu hér á
landi hefur verið að
aukast á síðustu tveim
til þrem áratugum og
sérstaklega að frum-
kvæði sjálfstæð-
ismannna, sem hafa tal-
ið það frumskyldu sína
að efla einkaframtakið í
öllum atvinnuþáttum
þjóðlífsins.
Þetta byrjaði með einkavæðingu á
stærstu auðlind þjóðarinnar, sjáv-
arauðlindinni, með gjafakvótanum
þar sem sægreifar LÍÚ hafa braskað
með auðlindina svo að milljarðar
hafa sogast út úr atvinnugreininni og
lagt margar sjávarbyggðir landsins í
rúst.
Á þessum áratug, sem nú er að
líða, var að frumkvæði forystumanna
Sjálfstæðisflokksins ákveðið að stór-
efla einkaframtakið. Þeir einka-
væddu bankana, landssímann og
hluta menntakerfisins, Hraðbraut,
Bifröst og fleira, og hver er útkoman
í dag? Það vita allir, sem vilja vita og
örugglega alþýða þessa lands, sem
nú verður að bera meginþunga þeirr-
ar byrðar sem þessi öfugþróun hefur
orsakað
Það er athygliverð staðreynd og
megintilgangur þessara skrifa að
Norðurlöndin, Danmörk, Noregur,
Svíþjóð, Finnland (og Ísland þar til
fyrir 8-10 árum) eru talin mestu og
bestu velferðarríki heimsins
Og takið eftir, þar eru skattar
mjög háir, sem þýðir að þeir eru
grundvöllur velferðarríkisins.
Skattar
Eftir Hafstein
Sigurbjörnsson
» Öll þjóðfélög eru
með einhverskonar
skattstofna til að afla
tekna í ríkissjóð til að
fjármagna verkefni sem
sameiginlega nýtist
þjóðinni.
Hafsteinn
Sigurbjörnsson
Höfundur er eldri borgari.
Á síðasta reglulega
Alþingi var lagt fram
frumvarp um breyt-
ingu á lögreglulögum.
Frumvarp sem miðaði
að því að stækka og
fækka lögregluemb-
ættum landsins úr
fimmtán í sex auk emb-
ættis ríkislög-
reglustjóra og Lög-
regluskóla ríkisins.
Frumvarp þetta dagaði uppi í alls-
herjarnefnd Alþingis. Nú hafa heyrst
raddir í þá veru að núverandi dóms-
málaráðherra, Ögmundur Jónasson,
hyggist leggja frumvarpið fram að
nýju.
Ljóst er, í hugum velflestra lög-
reglumanna, að meginhvati þessa
frumvarps er ástand efnahagsmála á
Íslandi, auk þess sem einhverjir hafa
bent á það að Samfylkingin hafi horn
í síðu embættis ríkislögreglustjóra
(RLS) og vilji veg þess embættis sem
minnstan eða jafnvel engan. Slíkt hef-
ur jafnvel sést á prenti.
Það verður að segjast hreint alveg
eins og það er að það er með hreinum
ólíkindum að kjörnir fulltrúar á Al-
þingi Íslendinga hafi ekki enn séð
sóma sinn í því að skilgreina hlutverk
lögreglu betur en fram kemur í 1. gr.
lögreglulaga og að mögulega sé póli-
tík að hafa áhrif á ákvarðanir ráða-
manna er kemur að skipulagi lög-
gæslu á Íslandi. Sá er þetta skrifar
vill, í lengstu lög, trúa því að kjörnir
fulltrúar á Alþingi Íslendinga láti
ekki pólitík ráða því hvernig lög-
gæslumálum þjóðarinnar er háttað.
Það sem átt er við með því, sem að
ofan greinir um skilgreiningar, er það
að Alþingi Íslendinga hafi ekki enn,
þrátt fyrir rúmlega 200
ára sögu löggæslu á Ís-
landi, séð sóma sinn í því
að skilgreina:
1. Öryggisstig á Ís-
landi.
2. Þjónustustig lög-
reglu og að því loknu
skilgreina:
3. Mannaflaþörf lög-
reglu, út frá skil-
greindum öryggis- og
þjónustustigum og að
síðustu:
4. Áætlað fjárveit-
ingar til löggæslu á Íslandi út frá lið-
um 1-3 hér að ofan.
Það hlýtur hver og einn að sjá það,
sem á annað borð vill sjá og heyra, að
ekki er hægt að taka mikilvægar
ákvarðanir um skipulag stofnana og
stofnanauppbyggingu út frá fjár-
lögum eingöngu! Það hlýtur að þurfa
eitthvað annað og meira til, t.d. að
skilgreina hlutverk viðkomandi stofn-
ana! Þegar kemur að löggæslu hlýtur
hver og einn Íslendingur að sjá nauð-
syn þeirra starfa er lögregla sinnir!
Að öðrum kosti myndi ríkja hér
skálmöld.
Lögreglan á Íslandi er sennilega sú
stofnun þjóðarinnar sem hefur þurft
að undirgangast hvað mestar skipu-
lagsbreytingar á starfsemi sinni – að
öllum öðrum stofnunum hins op-
inbera ólöstuðum. Allar þessar
„skipulagsbreytingar“ á lögreglu
hafa verið unnar undir merkjum
„hagræðingar“; „betri nýtingar fjár-
heimilda“; „eflingar og styrkingar“
og „aukins öryggis og öryggistilfinn-
ingar“ svo fáeinir útjaskaðir „frasar“
séu tíndir til.
Staðreyndir málsins tala sínu máli
svo sem berlega kom í ljós við út-
komu skýrslu ríkislögreglustjórans
um ofbeldi gegn lögreglumönnum nú
á dögunum! Staðreyndirnar eru þær
að mikil fækkun hefur orðið á lög-
reglumönnum á Íslandi frá árinu
2007 eða um sextíu (60) lög-
reglumenn.
Hagræðing? – Nei!
Betri nýting fjárheimilda? – Nei!
Efling og styrking löggæslu? –
Nei!
Aukið öryggi og öryggistilfinning?
– Nei!
Hvar stöndum við þá í dag? Við
stöndum á þeim krossgötum að fara í
þá vinnu að skilgreina hlutverk lög-
reglu – hefðum reyndar nú þegar átt
að vera löngu búin að því! Við stönd-
um í þeim sporum að Alþingi Íslend-
inga og þeir sem þar sitja í umboði
þjóðarinnar þurfa að gera það upp við
sig hvort löggæsla á Íslandi lúti lög-
málum fagmennsku eða pólitíkur! Við
stöndum í þeim sporum að rétt er að
líta yfir farinn veg þannig að hægt sé
að átta sig á því á hvaða leið við erum
sem þjóð! Við stöndum í þeim sporum
að ákveða hvort við viljum halda uppi
löggæslu á Íslandi yfirhöfuð.
Fáist ekki svör við þessum spurn-
ingum og þeim skilgreiningum sem
lagt er til að farið verði í er allt eins
gott að hætta að sinna hér löggæslu
og láta reka á reiðanum. Það hlýtur
hver og einn að sjá að sú staða er ekki
eitthvað sem þjónar hagsmunum Ís-
lands og Íslendinga. Það hlýtur hver
og einn að sjá það, sem á annað borð
vill sjá og heyra, að löggæsla á ekki
að lúta duttlungum pólitískra flokka
og skoðana. Það hlýtur hver og einn
að sjá það að löggæsla er eitthvað
sem snertir alla Íslendinga og allir
ættu að geta verið sammála um að
fagmennska en ekki pólitík á að ráða
þar ríkjum.
Það er með öllu ólíðandi að lög-
regla þurfi að lúta pólitískum ákvörð-
unum hverju sinni. Það er með öllu
ólíðandi að lögregla og öryggi þeirra
sem henni er ætlað að sinna sé undir
hæl fjárveitinga frá ári til árs og eða
duttlungum pólitíkusa hverju sinni!
Öryggi er ekki eitthvað sem á að fást
með peningum. Öryggi er ekki eitt-
hvað sem bara hinir ríku eiga að geta
leyft sér. Öryggi er fyrir alla, óháð
innkomu og efnahag! Öryggi og lög-
gæsla er fyrir fólkið sem byggir þetta
land. Löggæsla er nauðsynlegur þátt-
ur í því velferðarþjóðfélagi sem við
viljum telja okkur tilheyra.
Hlutverk ríkisins er að halda uppi
starfsemi lögreglu algerlega óháð
efnahag ríkisins og þegna þess hverju
sinni og því ríður á að skilgreiningar
séu í lagi – svo einfalt er það nú bara.
Að öðrum kosti erum við í fót-
sporum keisarans í ævintýrinu um
„Nýju fötin keisarans“ – hreinlega
nakin.
Eftir Snorra
Magnússon
Snorri Magnússon
»… löggæsla er eitt-
hvað sem snertir
alla Íslendinga og allir
ættu að geta verið sam-
mála um að fagmennska
en ekki pólitík á að ráða
þar ríkjum!
Höfundur er formaður
Landssambands lögreglumanna.
(Ó)skipulagsbreytingar
Það er vert að
vekja athygli á af-
ar merkilegu við-
tali í áramótablaði
Viðskiptablaðsins.
Þar kemur fram
að Rannveig Rist,
forstjóri álversins
í Straumsvík, hafi
í mars 2008 varað
forráðamenn Rio Tinto Alcan við
hruni íslensku bankanna.
„Í aðdraganda kreppunnar, í mars
2008, gerðum við okkur grein fyrir í
hvað stefndi hér á landi og fórum út í
það að borga upp allar skuldir. Í júní
var þetta félag hér á Íslandi orðið
skuldlaust … Í samskiptum mínum
við menn innan Rio Tinto var ég búin
að segja að ég teldi að allir bankarnir
hérna myndu falla. Við vorum undir
það búin þegar það gerðist,“ hafði
Viðskiptablaðið eftir Rannveigu Rist.
Á meðan aðrir stigu trylltan dans
útrásarinnar kom Rannveig Rist fyr-
irtæki sínu í skjól. Hún lét verkin
tala. Það er að vonum að Rannveig
Rist hafi fengið viðskiptaverðlaun
Viðskiptablaðsins fyrir árið 2010. Það
er vert að hafa í huga að Rio Tinto
hefur verið að loka verksmiðjum sem
eru jafnvel talsvert yngri en álverið í
Straumsvík. Í hrunadansi krepp-
unnar var raunveruleg hætta á því að
slökkva þyrfti á kerskálum í Staums-
vík með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum fyrir 450 starfsmenn og fjöl-
skyldur þeirra. Með réttum
viðbrögðum starfsfólks í Straumsvík
var komist hjá samdrætti og lokun
kerskála með ófyrirséðu tjóni fyrir ís-
lenskt efnahagslíf.
Hallur Hallsson,
blaðamaður og rithöfundur.
Fyrirhyggja
Frá Halli Hallssyni
Hallur Hallsson
Bréf til blaðsins
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Munið að slökkva
á kertunum
Kerti úr sama pakka geta brunnið
mismunandi hratt og á ólíkan hátt