Morgunblaðið - 06.01.2011, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011
✝ Páll Ólafssonfæddist 6. júní
1953 í Kópavogi.
Hann lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 29. desember
2010.
Foreldrar hans
voru Ólafur Kristófer
Pálsson, málmsmiður,
síðar afgreiðslumað-
ur hjá Olís, frá Fiti
undir Vestur-
Eyjafjöllum, f. 27.
júní 1921, d. 2. maí
2005, og Sigríður
Petra Vilhjálmsdóttir, húsfreyja,
frá Siglufirði en alin upp í Reykja-
vík, f. 8. júní 1926, d. 4. mars 2010.
Systkini Páls eru: 1) Kristinn Rich-
ardsson, sölumaður, f. 27. maí 1946,
d. 13. mars 2006. Kona hans var
Kristín Þorvaldsdóttir, starfsmaður
í mötuneyti, f. 28. ágúst 1951. Börn
þeirra eru Rebekka Gylfadóttir, f.
1970, Þorvaldur Gísli, f. 1973 og
Arnfreyr, f. 1974. Áður átti Krist-
inn soninn Ólaf, f. 1965. 2) Heiðrún
Hulda Ólafsdóttir f. 16. ágúst 1948,
d. 4. október 1954. 3) Vigdís Hulda
Ólafsdóttir, skrifstofumaður, f. 14.
desember 1950. Maður hennar var
Hálfdán Bjarnason, bifreiðastjóri, f.
28. apríl 1949, d. 13. febrúar 1995.
Börn þeirra eru Sigríður Laufey, f.
1968, Bjarni f. 1972, Ólafur, f. 1976
og Hörður Kristján, f. 1983.
Páll kvæntist þann 14. september
2001 Þóru Björk Hjartardóttur,
málfræðingi og dósent við Háskóla
Íslands, f. 16. ágúst 1958. Foreldrar
hennar eru Hjörtur Gunnarsson,
kennari, f. 4. apríl
1932 og Guðrún Þor-
steinsdóttir, kennari,
f. 28. júlí 1921, d. 28.
mars 1983.
Páll lauk stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík
1974 og B.A.-prófi í
bókasafnsfræði, sál-
arfræði og almennri
bókmenntasögu frá
Háskóla Íslands 1978.
Hann starfaði á Há-
skólabókasafni á
námsárum sínum en
hóf störf sem bókasafns- og upplýs-
ingafræðingur á Kleppsspítala árið
1978. Frá 1982 stjórnaði hann sér-
fræðibókasafni Geðdeildar Land-
spítalans við Hringbraut. Eftir sam-
einingu bókasafna sjúkrahúsanna í
Reykjavík árið 2001 varð hann
starfsmaður Heilbrigðisvísinda-
bókasafns Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss og starfaði þar til
dauðadags.
Náttúran í sinni margbreytilegu
mynd átti hug Páls allan og þekk-
ing hans á landinu var víðtæk.
Hann var mikill útivistarmaður og
göngugarpur og ófá eru spor hans
um fjöll og firnindi jafnt að vetri
sem sumri. Hann tók virkan þátt í
starfsemi Ferðafélags Íslands og
átti sæti í stjórn félagsins og nefnd-
um þess um árabil. Hann var enn
fremur fararstjóri hjá Ferðafélag-
inu um margra ára skeið.
Páll verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju í dag, 6. janúar
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
Þótt við hefðum fylgst með veik-
indum Palla frá upphafi kom það
okkur illilega á óvart þegar okkur
bárust þau tíðindi að hann hefði lát-
ist nokkrum klukkustundum fyrr.
Þótt nánir ættingjar okkar og vinir
hafi á undanförnum árum þurft að
lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómnum
óvægna lifir lengi vonin, ef vinur
veikist, um að betur muni fara í
þetta sinn.
Við kynntumst Palla fyrir all-
nokkrum árum þegar þau Þóra
Björk tóku saman og giftust ekki
löngu síðar. Samhentari hjón var
vart hægt að hugsa sér. Áhugamál-
in voru hin sömu, gönguferðir jafnt
að vetri á gönguskíðum sem að
sumri upp um fjöll og firnindi, mest
innan lands en þó einnig erlendis.
Gagnkvæm hlýja, ástúð og virðing
einkenndi allt þeirra fas.
Leiðir okkar lágu oft saman á
sumrin hvort heldur var í göngum
með Trimmklúbbi Seltjarnarness,
Góðvinum Grunnavíkur-Jóns eða
Ferðafélagi Íslands. Efstar í minn-
ingunni eru ef til vill ferð TKS um
Lakasvæðið, sem Þóra skipulagði
af stakri nákvæmni, án efa með
styrk frá Palla, ganga um Gerpis-
svæðið fyrir austan einnig með
TKS og ferð góðvina til Grunnavík-
ur á Ströndum. Alls staðar kom
þekking Palla á landinu vel í ljós
sem hann miðlaði okkur hinum á
sinn hæga og rólega hátt. Hann var
ekki einn af þeim sem sífellt þurftu
að koma þekkingu sinni að. Langt
var frá því en sjaldan var komið að
tómum kofunum ef hann var spurð-
ur. Þá stóð ekki á svörum.
Þóra Björk hefur misst mikið.
Það sem eftir lifir eru minningarn-
ar um traustan og góðan mann sem
aldrei fyrnast. Við sendum henni
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guðrún Kvaran og
Jakob Yngvason.
Við hlaupafélaganir töluðum
stundum um að við myndum hlaupa
saman sem háaldraðir menn. Aldrei
var sú hugsun nærri að einhver
okkar myndi falla frá langt fyrir
aldur fram. Raunin hefur hins veg-
ar orðið önnur. Við horfum á eftir
öðrum félaga okkar á innan við
hálfu ári. Nú kveðjum við þann okk-
ar fjögurra sem í raun var ímynd
heilbrigði og hreysti, Pál Ólafsson.
Við söknum hans sárt.
Kynni okkar hófust á Kleppsspít-
ala fyrir um 20 árum þar sem við
vorum allir við störf. Þá var Páll
þegar orðinn mikill ferðagarpur,
fór um fjöll og firnindi, oft sem leið-
sögumaður. Það var ekki síst fyrir
þennan áhuga Páls á hreyfingu og
útiveru sem litli hlaupahópurinn
okkar varð til. Páll var kjölfestan í
hópnum, sá sem hélt öllum þráðum
í sinni hendi, vissi meira um hlaup
en við hinir, ákvarðaði hlaupaleiðir,
fylgdist með veðri og vindum og all-
ar upplýsingar um hver gæti mætt
eða ekki mætt fóru í gegnum Pál.
Þá var hann ávallt með nýjustu tíð-
indi úr þjóðlífinu til frekari grein-
ingar á meðan hlaupið var. Páll var
áreiðanlegur og taktfastur. Hann
mætti jafnan fyrstur og hlaupastíll
hans var ákveðinn og jafn.
Páll var einstaklega traustur vin-
ur, umburðarlyndur og greiðvikinn.
Hann var ekki alltaf margmáll um
sína einkahagi en þoldi vel forvitni
og gassagang okkar hinna. Hann
bara brosti. Hann var hins vegar í
essinu sínu þegar kom að því að lið-
sinna, leiðbeina og þjóna öðrum á
sviði upplýsinga og bóka. Ekkert
var auðveldara en biðja Pál að
hjálpa sér, upplýsingarnar, greinin,
bókarkaflinn var kominn í næsta
hlaupatíma. Eftir langan og farsæl-
an starfsferil þekkti hann sitt svið,
sitt fólk, hver þurfti hvað og hvern-
ig. Í hugum flestra var alltaf hægt
að gera ráð fyrir Páli og hans
trausta félagsskap og látlausu þjón-
ustu.Það er í raun ótrúlegt að þessi
trausti vinur okkar skuli nú allur.
Við gerðum ráð fyrir að þau ein-
kenni sem hann kvartaði yfir fyrir
stuttu myndu ganga yfir og við
myndum hlaupa áfram um ókomna
tíð. Sú varð ekki raunin. Við minn-
umst góðs vinar og hlaupafélaga og
sendum eftirlifandi eiginkonu, fjöl-
skyldu og ástvinum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hörður Þorgilsson.
Sigurjón Stefánsson.
Páll réðst sem bókavörður að
Kleppsspítalanum, síðar geðdeild
Landspítalans, fyrir rúmum 30 ár-
um. Kom sér vel fyrir okkur sam-
starfsmenn hans að hann kunni vel
sín fræði og var hjálpfús og áhuga-
samur við heimildaleit fyrir aðra
starfsmenn deildarinnar, hvort sem
var vegna meðferðar sjúklinganna
eða vegna rannsókna sem starfs-
mennirnir unnu að á hverjum tíma.
Það kom sér og vel hve lipur og
ólatur hann var því að safnið var
dreift á þrjá staði sem hann þurfti
að fara á milli til þess að veita öðr-
um starfsmönnum deildarinnar að-
stoð.
Jafnframt aðalstarfinu við fræða-
safnið sinnti Páll bókasafni fyrir
sjúklinga Kleppsspítalans sem
hann hafði opið einu sinni til tvisvar
í viku hverri. Það safn var upphaf-
lega kallað bókasafn Víðihlíðar sem
hjónin Ragnhildur Hjaltadóttir og
Kristján Siggeirsson gáfu til deild-
arinnar um miðjan fimmta áratug
síðustu aldar. Framan af önnuðust
vistmenn það með aðstoð forstöðu-
konu spítalans. Síðar fluttist það í
aðalbygginguna á Kleppi og þar sá
Páll um safnið af sömu lipurð og al-
úð við alla sem þangað leituðu.
Eftir að bókasafn geðdeildarinn-
ar varð hluti af læknisfræðibóka-
safni Landspítlans hefur það nýtt
lipurð Páls og hversu vel hann var á
sig kominn, en hann var í frístund-
um skokkari og fjallagarpur. Ný-
lega þurfti ég á aðstoð hans að
halda vegna heimildaleitar og frétti
þá að hann væri staddur að störfum
á Landakoti. Að venju brást Páll
skjótt við beiðni minni og sendi mér
rafrænt greinina strax næsta morg-
un, er hann kom til starfa á geð-
deildinni. Þannig hafði samstarf
okkar alltaf verið í meira en 30 ár,
aldrei nein óþarfa bið eða töf.
Fráfall Páls er missir fyrir alla
sem á aðstoð hans hafa þurft að
halda og mikill skaði þegar slíkur
afbragðs maður fellur frá á besta
aldri vel innan við sextugt.
Fjölskyldu Páls votta ég innilega
samúð.
Tómas Helgason.
29. desember lést á Landspítal-
anum starfsmaður Heilbrigðisvís-
indabókasafns Landspítalans, Páll
Ólafsson, eftir stutt en erfið veik-
indi. Páll hóf störf sem bókasafns-
og upplýsingafræðingur á Land-
spítalanum fyrir 32 árum. Hann var
stjórnandi Geðdeildarbókasafnsins
frá upphafi, fyrst á Kleppi og síðar
á geðdeild, Hringbraut. Eftir sam-
einingu bókasafnanna 2001 varð
hann starfsmaður Heilbrigðisvís-
indabókasafns LSH og starfaði þar
til dauðadags. Einnig hafði hann
umsjón með deildarsafni öldrunar-
deildarinnar á Landakoti frá árinu
2004.
Páll var sérstaklega góður starfs-
maður og ætíð mjög vel liðinn af
sínu samstarfsfólki og þeim sem
hann veitti þjónustu. Það var gott
að leita til hans sem leiðbeinanda
og eða að finna efni fyrir safngesti.
Einnig fylgdist hann vel með
fræðasviði starfsmanna geðdeildar
og færði hann þeim gjarnan greinar
og annað efni sem hann taldi að
kæmi þeim að gagni í þeirra starfi.
Hann annaðist safnkennslu fyrir
geðdeildina og þá sérstaklega
læknanema. Hann gegndi einnig fé-
lags- og trúnaðarstörfum í
tengslum við vinnuna og hjá BHM.
Hann var vinsæll meðal samstarfs-
fólks, ætíð vingjarnlegur og traust-
ur.
Á kaffistofu starfsmanna bóka-
safnsins kom í ljós hvað hann var
góður hlustandi og á svipnum sá
maður að hann skildi svo vel hvað
klukkan sló. Innskot hans voru allt-
af áhugaverð og hnitmiðuð. Hann
var útivistarmaður og hlaupari og
hljóp gjarnan í hádegishléinu með
nokkrum félögum. Það var aðdáun-
arvert að sjá þá hlaupa fyrir
gluggann, hvernig sem viðraði. Síð-
ast hljóp hann sex kílómetrana í
byrjun nóvember og er erfitt að
skilja hversu hratt sjúkdómurinn
vann á þessum hrausta manni.
Hann fór í gönguferðir bæði hér á
landi og erlendis. Einnig var hann
fararstjóri í slíkum ferðum. Var
ætíð gaman að frétta af ferðum
hans og var gott að sækja til hans
fróðleik um ferðaútbúnað þar sem
hann fylgdist vel með öllum nýjung-
um á því sviði. Hans er sárt saknað
af samstarfsmönnum.
Við vottum aðstandendum hans
samúð og þá sérstaklega konu Páls,
Þóru.
F.h. starfsmanna Heilbrigðisvís-
indabókasafns Landspítalans,
Sólveig Þorsteinsdóttir,
deildarstjóri.
Er ég frétti af andláti Páls Ólafs-
sonar bókasafnsfræðings var ég
mjög sleginn. Ég kynntist Páli vel
þegar ég hóf störf á geðdeild LSH
árið 1986. Við könnuðumst hvor við
annan frá æskuslóðum okkar í aust-
urbæ Kópavogs, hann þó eilítið
eldri en ég. Á geðdeildinni á þess-
um tíma var þá þegar rík vísinda-
rannsóknarhefð. Páli var alltaf mik-
ið í mun að kynna fyrir okkur þau
skrif og þær rannsóknir sem aðrir
starfsmenn höfðu unnið að. Því þótt
deildin hafi ekki verið stór þá voru
menn ekki alltaf að ræða um nýj-
ustu skrif sín og erfitt gat verið að
fylgjast með öllum skrifum sam-
starfsmanna. Fjölmargar voru
ferðirnar til Páls til að afla gagna,
panta bækur frá útlöndum og ekki
síst til að leita aðstoðar við að leita
að vísindagreinum. Þekking Páls á
starfi sínu var víðtæk og til fyrir-
myndar. Hann var alltaf tilbúinn að
leggja á sig töluverða vinnu við leit
og söfnun á þeim greinum og upp-
lýsingum sem við þörfnuðumst.
Hann hafði líka frumkvæði að því
að fylgjast með og láta okkur vita
um greinar í erlendum tímaritum
sem hann hélt að kæmu okkur að
notum. En það var ekki bara vegna
fræðanna sem gott var að setjast
niður hjá Páli. Hann var mjög
áhugasamur um ýmis málefni, þar á
meðal um útiveru og náttúru sem
við höfðum sameiginlega áhuga á.
Páll var einn af þeim samstarfs-
mönnum sem auðguðu deildina og
var ómissandi hlekkur í þeirri keðju
sem nauðsynleg er til að halda
gangandi góðu fræðilegu- og vís-
indalegu starfi. Pál hitti ég síðast í
sumar í jarðarför fyrrverandi sam-
starfsmanns okkar frá geðdeildinni.
Ég þakka Páli fyrir samfylgdina
og votta Þóru eiginkonu hans mína
dýpstu samúð. Hans verður mikið
saknað.
Eiríkur Líndal,
sálfræðingur.
Góður ferðafélagi og fjallagarpur
er fallinn frá, óvænt og allt of
snemma. Við göngufélagar hans
stöndum eftir hnípnir og sorg-
mæddir og finnst tilveran í hæsta
máta ósanngjörn. Palli kom inn í
trimmklúbbinn okkar í fylgd Þóru
sinnar og var fastur förunautur í
fjallaferðum sem farnar voru á veg-
um klúbbsins eða í tengslum við
hann. Hann var reyndur útivistar-
maður og nutum við hin góðs af
reynslu hans og glöggskyggni á
veður og náttúrufar. Palli var ekki
margmáll enda ekki auðvelt að
komast að í jafn kjaftaglöðum hópi
en hann átti til þegar að mál voru til
lykta leidd og þögn færðist yfir, að
horfa til fjalla og vekja athygli okk-
ar hinna á ýmsu í náttúrunni sem
farið hafði fram hjá öllum nema
honum. Hann var góður göngumað-
ur, fróður og notalegur ferðafélagi
og brosti kankvís um leið og hann
setti upp fjallahattinn sinn. Við
þekktum hann líklega þó mest í
gegnum ást hans á Þóru sinni. Viss-
um hvernig hann tók á móti henni
eftir hlaup og erfiðar æfingar með
heimalöguðum orkudrykkjum,
hvernig hann horfði á hana og
brosti og sagði hana svo fallega
svona útitekna, hvernig þau tvö
voru fullkomnir ferðafélagar og
lífsförunautar. Nú fer daginn aftur
að lengja og fyrr en varir förum við
að huga að fjallaferðum vorsins.
Þær ferðir verða ekki eins og forð-
um, sætið hans Palla verður ekki
fyllt en minning um góðan dreng
verður borin áfram í hugum okkar
og hjörtum. Um leið og við þökkum
honum alltof stutta samfylgd send-
um við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til Þóru og fjölskyldu Palla.
Hugur okkar er hjá ykkur.
F.h. félaga í TKS,
Guðrún Geirsdóttir.
Ég þekkti Pál Ólafsson sem Palla
hennar Þóru, en við Þóra höfum
verið saman í trimmklúbbi í nokkur
ár. Klúbburinn sem aðallega er
hlaupahópur stendur einnig fyrir
nokkrum alvöru gönguferðum á
hverju ári og þar kom Palli iðulega
sterkur inn. Ljúfur og hæglátur, en
afar góður göngufélagi. Mikill nátt-
úruunnandi og fjölfróður. Úr þess-
um ferðum á maður margar
skemmtilegar minningar og sumar
broslegar, alla vega eftir á, eins og
þegar Palli datt niður um sömu jök-
ulsprunguna í tvígang á Hrútfjalls-
tindum. Sennilega er erfiðasta ferð-
in sem við fórum saman á
Sveinstind í Öræfajökli. Sú ferð var
farin fyrir einungis hálfu ári og
engan gat þá grunað að Palli myndi
greinast með krabbamein sem
leiddi hann til dauða á einungis
nokkrum vikum. Palla verður sárt
saknað af okkur göngufélögunum.
Friðbjörn.
Kveðja frá vísinda-, mennta-
og gæðasviði Landspítala
Þótt Landspítalinn sé eflaust í
hugum flestra fyrst og fremst spít-
ali þar sem leitast er við að lækna
og líkna, fer það kannski ekki eins
hátt frá degi til dags, að þar fer
fram umfangsmikil háskólastarf-
semi, þar sem nemendur í hinum
ýmsu heilbrigðisstéttum stunda
nám og starfsþjálfun og þar sem
stundaðar eru vísindarannsóknir,
sem standast strangasta erlendan
samanburð. Á þennan hátt er leit-
ast við að leggja grunn að framtíð-
armönnun heilbrigðiskerfisins, auk
þess sem vísindaleg hugsun er í
daglegu starfi undirstaða þess að
starfsfólk heilbirgðiskerfisins geti
tileinkað sér framfarir, sem kunna
að verða til annars staðar, auk þess
að vera stöðugt að leita leiða til að
bæta sitt starf fyrir skjólstæðinga
sína.
Til þess að árangur náist á há-
skólasjúkrahúsi þurfa því að vera
til staðar innviðir sem menn taka
kannski ekki eftir á hverjum degi,
en verða fljótt varir við ef eitthvað
bregst eða þjónusta, sem þeir taka
sem sjálfsagða, er ekki lengur til
staðar. Þessi lýsing á til dæmis við
um starfsemi Heilbrigðisvísinda-
bókasafns Landspítalans. Þar
starfar fólk sem viðheldur stöðug-
um og tafarlausum aðgangi heil-
brigðisstarfsmanna að nýjustu og
bestu upplýsingum hvaðanæva úr
heiminum, upplýsingum sem eru
nauðsynlegar til kennslu, vísinda-
starfa sem og þjónustu við sjúk-
linga. Slíkur starfsmaður var Páll
Ólafsson bókasafns- og upplýsinga-
fræðingur sem lést á Landspítalan-
um þann 29. desember sl., eftir
stutt en erfið veikindi.
Páll hóf störf á Landspítalanum
fyrir 32 árum og þjónaði starfsfólki
á geðdeildunum frá upphafi, fyrst á
Kleppi og síðar á geðdeildinni við
Hringbraut. Eftir sameiningu
bókasafnanna 2001 varð hann hluti
teymisins á Heilbrigðisvísinda-
bókasafni LSH þar sem hann starf-
aði til dauðadags. Páll barst ekki á
heldur nýtti sína sérfræðiþekkingu
til hins ýtrasta og vann sín störf af
hinni mestu fagmennsku. Þannig
varð hann með sinni hljóðlátu og
markvissu framgöngu mjög vel lið-
inn af þeim sem hann veitti sína
þjónustu sem og samstarfsfólki
sínu.
Veikindi Páls komu okkur öllum
á óvart og ekki síst hve alvarleg þau
reyndust. Hann tókst á við þau af
bjartsýni og æðruleysi þótt hann
augljóslega gerði sér grein fyrir því
að brugðið gæti til beggja vona.
Maður ræður ekki alltaf sínum næt-
urstað. Páll skilur eftir sig stórt
skarð í litla hópnum okkar. Eigin-
konu og aðstandendum vottum við
einlæga samúð. Páls Ólafssonar
verður sárt saknað.
Kristján Erlendsson læknir,
framkvæmdastjóri.
Páll Ólafsson HINSTA KVEÐJA
Eitt er dauðanum ofviða
eins og okkur hinum
við fortíðinni
fær hann ekki hróflað
né við minningum haggað
né um aldur
hugblæ og arfleifð
góðs manns.
Magnús Skúlason.