Morgunblaðið - 06.01.2011, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011
✝ HrafnhildurGunnarsdóttir,
ávallt kölluð Hrabba,
fæddist í Reykjavík
26. nóvember 1955.
Hún lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 28. desember
2010. Hrafnhildur var
dóttir Þuríðar Krist-
jánsdóttur, f. 9.1.
1921, d. 28.4. 1991,
frá Krithóli, Lýtings-
staðahreppi, Skaga-
firði og Gunnars Jó-
hannssonar, f. 9.2.
1922, d. 9.1. 1979, frá Mælifellsá í
sama hreppi. Foreldrar Þuríðar
voru Ingibjörg Jóhannsdóttir, f. í
Þorsteinsstaðakoti 1888, d. 1947, og
Kristján Árnason frá Gili í Svart-
árdal, f. 1885, d. 1964. Foreldrar
Gunnars voru Lovísa Sveinsdóttir
frá Mælifellsá, f. 1894, d. 1979, og
Jóhann Pétur Magnússon frá Gil-
haga í Lýtingsstaðahreppi, f. 1892,
d. 1979. Foreldrar Hrafnhildar
voru búsett að bænum Varmalæk í
Skagafirði til ársins 1954 þar sem
þau ráku saumastofu og verslun en
fluttu þá til Reykjavíkur. Hrafn-
hildur var næstyngst 8 systkina.
Systkini Hrafnhildar eru Bragi
dótturina Hildi Ýri, f. 5.1. 1988.
Fyrir átti Örn eina dóttur, Margréti
Örnu, f. 19.10. 1976, er gift Svavari
Þóri Guðmundssyni, f. 27.11. 1977.
Börn þeirra eru Nína Rakel, f. 21.3.
2007, og Guðmundur Þór, f. 27.1.
2009.
Hrafnhildur gekk í Hlíðaskóla til
9 ára aldurs og lauk gagnfræða-
prófi frá Laugalækjarskóla árið
1972. Hrafnhildur lærði síðar til
sjúkraliða og starfaði við það á ár-
unum 1975-1986, m.a. á ungbarna-
vökudeild, blóðskilunardeild og lyf-
lækningadeild Landspítalans.
Einnig starfaði hún á sjúkrahúsi
Vestmannaeyja um tíma og á
skurðstofu Fæðingarheimilis
Reykjavíkur þar til það var lagt
niður árið 1986. Á árunum 1990-
1994 vann Hrafnhildur við bók-
bandsstörf hjá Frjálsri fjölmiðlun
og Bókbandsstofunni Flatey. Árið
1997 kláraði Hrafnhildur nám frá
tölvu- og rekstrarsviði Rafiðn-
aðarskólans og árið 2002 markaðs-
og útflutningsnám frá Endur-
menntun Háskólans. Hún var sölu-
fulltrúi hjá Mjólkursamsölunni frá
árinu 1998 til lokadags.
Hrafnhildur verður jarðsungin
frá Grafarvogskirkju í dag, 6. jan-
úar 2011, og hefst athöfnin kl. 13.
Gunnarsson, f. 21.6.
1944, d. 9.1. 2006,
Sveinn Þröstur Gunn-
arsson, f. 26.7. 1945,
Hjörtur Þór Gunn-
arsson, f. 16.9. 1946,
d. 1.11. 2007, Kristján
Ingi Gunnarsson, f.
25.9. 1949, Jóhann
Vísir Gunnarsson, f.
19.1. 1951, Svanhild-
ur Helga Gunn-
arsdóttir, f. 27.11.
1952, og Gunnar Þór-
ir Gunnarsson, f. 2.5.
1962.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir átti
tvö börn með fyrrum sambýlis-
manni sínum, Hrafni Haukssyni, f.
2.8. 1952, d. 26.4. 2000, þau Önnu
Grétu, f. 19.7. 1976, er gift Álfgeiri
Loga Kristjánssyni, f. 20.2. 1975.
Synir þeirra eru Hugi Freyr, f.
1.12. 1999, og Nói Steinn, f. 23.9.
2005, og Gunnar Hauk, f. 25.11.
1980, er í sambúð með Lilju Ósk
Björnsdóttur, f. 31.5. 1980. Börn
þeirra eru Hrefna Rós, f. 22.12.
2004, og Björn Jaki, f. 21.10. 2008.
Hrafnhildur og Hrafn slitu sam-
vistum 1981. Hrafnhildur giftist 26.
nóvember 1985 Erni Jóhannessyni,
f. 10.4. 1952, og áttu þau saman
Ég kveð þig með trega og söknuði
mamma mín og vildi ég hefði getað
notið nærveru þinnar miklu lengur.
Þú varst kölluð frá okkur alltof
snemma en ég trúi því að þú hafir
æðra hlutverki að gegna. Ég veit að
nú ertu komin á góðan stað þar sem
þú þarft ekki að þjást lengur en bar-
áttu þinni við illvígan sjúkdóm er nú
lokið. Þú barðist til síðasta dags af
æðru- og óttaleysi og ætlaðir ekki
að gefast upp, enda afskaplega
sterk kona.
Þú varst yndisleg mamma og
amma og ávallt til staðar fyrir okk-
ur systkinin, maka og börn. Ég veit
að þú átt eftir að vera með okkur
áfram og hafa áhrif í okkar lífi.
Megir þú hvíla í friði, elsku mamma
mín.
Í dag skein sól á sundin blá
og seiddi þá,
er sæinn þrá
og skipið lagði landi frá.
Hvað mundi fremur farmann gleðja?
Það syrtir að, er sumir kveðja.
Ég horfi ein á eftir þér
og skipið ber
þig burt frá mér.
Ég horfi ein við yztu sker.
Því hugur minn er hjá þér bundinn,
og löng er nótt við lokuð sundin.
En ég skal biðja, og bíða þín
uns nóttin dvín
og dagur skín.
Þó aldrei rætist óskin mín
til hinsta dags ég hrópa og kalla,
svo heyrast skal um heima alla.
(Davíð Stefánsson.)
Þín dóttir,
Anna Gréta.
Þín ég minnist, móðir mín
elskuleg, sterk og stoðin mín.
Sorg og söknuður okkar leiðir skilja
þrátt fyrir þinn sterka einlæga vilja.
Okkar góðu minningar ég mun ætíð
geyma
uns leiðir okkar sameinaðar í eina.
Ég kveð þig nú með koss á kinn
sofðu rótt í hinsta sinn.
Þín dóttir,
Hildur Ýr.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
tengdamóðir mín er látin úr krabba-
meini, langt fyrir aldur fram.
Dauðastríð Hröbbu, eins og hún var
jafnan kölluð, var stutt, enda ekki
hennar stíll að láta aðra sjá um sig
lengi. Hrafnhildur var einstök
manneskja; hjartahlý, umhyggju-
söm og góður vinur og félagi í alla
staði. Í henni er mikil eftirsjá.
Ég var afar lánsamur að eignast
Hröbbu sem tengdamóður fyrir 18
árum þegar við Anna Gréta fórum
fyrst að vera saman. Á þessum tíma
var líf mitt í töluverðri óreiðu og sú
óreiða átti eftir að aukast næstu 2-3
ár á eftir. Til Hröbbu gat ég alltaf
leitað án þess að finnast ég dæmd-
ur. Hún var gædd sérstöku jafn-
aðargeði sem svo margir sækjast
eftir en fáir öðlast tök á. Líkt og
ekkert kæmi henni á óvart, að lífið
þyrfti bara að fá að ganga sinn
vanagang. Sem betur fór sá Hrabba
eitthvað meira en óreiðuna við
strákinn og ég fann aldrei fyrir
dómhörku eða fyrirframgefnum
skoðunum frá henni þrátt fyrir að
vera ekki beint efni í drauma-
tengdasoninn á þessum tíma. Síðan
þá hefur mikið vatn runnið til sjáv-
ar.
Í gegnum árin fór ætíð vel á með
okkur Hröbbu og hún var okkur
Önnu ávallt hjálpleg, traustur félagi
þegar mest á reyndi. Henni var
margt til lista lagt. Hún var gædd
miklum skipulagshæfileikum og list-
ræn var hún nokkuð. Þegar mikið
bar við tók hún jafnan á sig mestu
ábyrgðina en lét yfirleitt ekki mikið
fyrir sér fara. Innan fjölskyldunnar
ríkti nokkurs konar þögult sam-
komulag um ábyrgð Hröbbu við
stórar og mikilvægar athafnir. Allir
vissu hvar mesta ábyrgðin lá og
engin gerði athugasemdir við það
enda Hrabba ætíð best til þess fallin
meðal okkar að bera miklar byrðar.
Í gegnum árin hef ég verið í félagi
við Hrafnhildi í ótal ferðalögum,
bæði innanlands og utan, sem og í
veislum og við skemmtanir hvers
konar, bæði innan fjölskyldunnar og
annars staðar. Ég kveð hana nú sem
góðan og traustan vin, allt of
snemma. Sérstaklega þótti mér
vænt um að vera beðinn af henni að
sjá um veislustjórn í 50 ára afmæl-
isveislu hennar haustið 2005. Þá
þótti mér afar vænt um komu henn-
ar og Arnar til Stokkhólms snemm-
sumars 2010 þegar ég varði dokt-
orsritgerð mína frá Karolinska
Institutet og við hátíðarkvöldverð
að lokinni vörninni. Stolt þeirra af
tengdasyninum var ósvikið.
Far vel góði vinur. Minningin um
dugnaðarkonuna Hrafnhildi Gunn-
arsdóttur mun hjálpa okkur sem
eftir sitjum við að takast á við miss-
inn.
Ég votta Erni Jóhannessyni, eft-
irlifandi eiginmanni Hrafnhildar,
Önnu Grétu, Gunnari Hauki, Hildi
Ýr og Margréti Örnu, mökum
þeirra og börnum ásamt öðrum fjöl-
skyldumeðlimum, vinum og félögum
Hröbbu mína einlægustu samúð á
þessari kveðjustund. Guð geymi
Hröbbu okkar.
Álfgeir Logi.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Örn.
Með nokkrum orðum vil ég minn-
ast elskulegrar mágkonu minnar,
Hrafnhildar, sem lést milli jóla og
nýárs aðeins 55 ára að aldri. Það er
svo óraunverulegt að hugsa sér að
þessi sterka og hrausta kona sé
horfin héðan eftir minna en árs
veikindi. Hún var næstyngst átta
systkina og sú þriðja þeirra sem
fékk það erfiða hlutskipti að berjast
við krabbamein. Eldri bræður henn-
ar Bragi og Hjörtur létust í árs-
byrjun 2006 og árslok 2007. Hrabba
var ákveðin í að vinna þennan bar-
daga og lét engan bilbug á sér finna
þrátt fyrir þjáningar og erfiðar
meðferðir í marga mánuði, en þar
kom að hún varð að lúta í lægra
haldi og ógnvaldurinn sigraði.
Ég sá Hröbbu fyrst þegar hún
var 9 ára gömul hnáta, á heimili til-
vonandi tengdaforeldra minna í
Hvassaleiti. Hún var ekki há í loft-
inu en mjög fjörug, kraftmikil og
dugleg stelpa, sem var þá strax far-
in að taka til hendinni og hjálpa til á
stóru og erfiðu heimili. Hrabba
gerðist síðar barnfóstra hjá okkur
Hirti þegar hún var 13 ára og gætti
Rikka sonar okkar eitt sumar. Hún
var sérlega samviskusöm og barn-
góð og sýndi þá strax hvað í henni
bjó og að það var hægt að treysta
henni fullkomlega. Þau frændsystk-
in hafa svo verið vinnufélagar og
vinir síðustu 13 árin hjá Mjólkur-
samsölunni. Það var þessi góði eig-
inleiki sem mér fannst alltaf ein-
kenna Hröbbu, hún var dugleg,
ósérhlífin, traust og vönduð mann-
eskja og hún var ávallt tilbúin að
hjálpa til við hvaðeina sem hennar
nánustu þörfnuðust. Hrabba var
prúðmenni og róleg yfir öllu því sem
henni var falið og vann öll sín verk
af vandvirkni og yfirvegun og var
mjög flink kona sem maður dáðist
ósjálfrátt að.
Hrabba og Örn, eiginmaður henn-
ar, áttu silfurbrúðkaup í nóvember
sl. Hann og börnin þeirra sjá nú öll
á bak yndislega góðri eiginkonu,
móður og vini sem ávallt var til
staðar fyrir þau og barnabörnin sín,
þegar þau þurftu á að halda.
Hrabba var í eðli sínu hógvær kona
og trygglynd og fremur dul á sína
hagi, en var samt félagslynd og
hafði gaman af að skemmta sér á
góðum stundum í góðra vina hópi og
ferðaðist víða, bæði innanlands og
utan. Seint í haust fór hún með
æskuvinkonum sínum til Kaup-
mannahafnar, þá orðin mikið veik.
Hún vildi greinilega nýta tímann og
naut ferðarinnar vel. Hún var vin-
sæl meðal fjölmargra vina og vinnu-
félaga sinna og ég veit að oft var
leitað til hennar þegar skipuleggja
þurfti ferðir og ýmsar uppákomur á
vinnustaðnum á liðnum árum. Ég
veit líka fyrir víst að það er mikill
missir að henni þar og að hennar
verður sárt saknað.
Við í fjölskyldunni trúum því
varla enn að Hrabba sé farin frá
okkur og munum sakna hennar
mjög mikið, því hún var góð systir,
mágkona og frænka, sem okkur
þótti öllum vænt um og lífið verður
mun snauðara án hennar. Erfiðast-
ur er þó missir eiginmanns, barna,
tengdabarna og barnabarna og
votta ég þeim og systkinum hennar
og öðrum ættingjum mína innileg-
ustu samúð. Megi fögur minning
Hrafnhildur Gunnarsdóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku amma; ég vona að þú
eigir eftir að hafa það gott og
gaman. Síðan vona ég líka að
þér eigi eftir að líða vel með
mömmu þinni og pabba, og
bræðrum þínum. Guð geymi
þig.
Hugi Freyr
Elsku amma.
Ég veit að þú ert núna að
fara til Guðs og í jörðina. Ég
veit að það er langt til Guðs og
mig langar að segja bless við
þig, amma. Ég vona að það
verði gott hjá þér hjá Guði.
Ég sakna þín, amma.
Þinn,
Nói Steinn.
✝ Þórunn K. Helga-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 4. febr-
úar 1920. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Holtsbúð í Garðabæ
29. desember 2010.
Þórunn var dóttir
hjónanna Helga
Ólafssonar, trésmíða-
meistara, f. 8.5. 1891,
d. 25.10. 1976, og
Þóru Guðrúnar Krist-
jánsdóttur, hús-
móður, f. 27.7. 1891,
d. 17.1. 1976. Systur
Þórunnar: Kristjana Pálína, f. 5.8.
1921, d. 8.11. 1984, Ólafía, f. 28.8.
1924, og Sólrún Katrín, f. 18.4.
1928.
Þórunn giftist þann 18. maí 1946
Sveini H. Þórðarsyni, fyrrv. skatt-
stjóra, f. 21.2. 1916, d. 22.7. 1987.
Þau byggðu sér hús stuttu síðar á
Ölduslóð 9 í Hafnarfirði og bjuggu
þar allan sinn búskap. Þau eign-
uðust tvær dætur: 1) Þóra Guðrún,
f. 8.7. 1951, maki Arnór Egilsson,
f. 6.7. 1948. Börn þeirra eru Krist-
ín Ósk, Halldór
Helgi, Sveinn Ólafur
og Kjartan Ingimar.
2) Þórdís Helga, f.
23.8. 1956, maki Vig-
fús Jóhannsson, f.
3.9. 1955, d. 22.3.
2006. Börn þeirra eru
Heiða Björk, Hannes
Bjarki, Hanna Björk,
Helga Björk og Hilm-
ar Bjarki. Lang-
ömmubörn Þórunnar
eru þrjú.
Þórunn lauk gagn-
fræðaprófi frá Flens-
borgarskólanum í Hafnarfirði. Hún
fór snemma út á vinnumarkaðinn
og vann alla tíð, að undanskildum
þeim árum sem hún var heima
með dætur sínar ungar. Þórunn
hóf störf á Skattstofu Reykjanes-
umdæmis árið 1964 og starfaði þar
sem fulltrúi þangað til hún lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Útför Þórunnar fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 6.
janúar 2011, og hefst athöfnin kl.
13.
Elsku amma.
Nú er komið að leiðarlokum. Þín
verður sárt saknað. Við viljum
þakka fyrir allar heimsóknirnar til
okkar í Svíþjóð. Við vorum alltaf
full tilhlökkunar þegar von var á
þér. Það var alltaf spennandi að
sýna þér nýtt land og nýja siði.
Sérstaklega minnumst við ferðar
okkar til Stokkhólmsborgar, þegar
við gengum milli safna og nutum
lífsins. Í okkar huga ert þú og
Ölduslóðin Ísland. Þar eru okkar
rætur. Þar hittumst við frænd-
systkinin og þar héldum við okkar
fermingarveislur sem þú hjálpaðir
okkur að halda af miklum mynd-
arskap.
Síðustu árin voru þér erfið. Megi
þúsund englar fylgja þér til betri
heims.
Takk, amma, fyrir allt.
Kristín Ósk, Halldór
Helgi, Sveinn Ólafur
og Kjartan Ingimar.
Amma Þórunn hefur alla tíð ver-
ið stór hluti af lífi okkar systk-
inanna. Nánast alla okkar ævi höf-
um við búið nálægt henni og
samgangur verið mikill. Í nær 20
ár, eða á meðan heilsan leyfði,
heimsótti amma okkur nánast dag-
lega. Amma fylgdist með öllu sem
var að gerast hjá okkur systkinun-
um og mætti á hvers kyns sam-
komur, hvort sem um var að ræða
opið hús í leikskóla, kóratónleika,
jazzballett-sýningar eða viðburði í
tónlistarskólanum. Þá voru það ófá
skiptin sem hún ferðaðist með okk-
ur, bæði innanlands og erlendis.
Amma var alltaf tilbúin til að að-
stoða okkur og stóðu dyrnar á
Ölduslóðinni okkur systkinunum
alltaf opnar. Í gegnum árin höfum
við setið með henni í fallega garð-
inum hennar sem hún lagði svo
mikla rækt við, bakað með henni
parta, vöfflur og pönnukökur, rætt
um viðburði líðandi stundar við eld-
húsborðið og búið hjá henni.
Minningarnar sem við eigum um
ömmu eru ófáar, og munum við
varðveita þær að eilífu.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku amma, takk fyrir öll
skemmtilegu samtölin, umhyggj-
una, hlýjuna og samveruna. Hvíld-
in er nú tekin við og verður án efa
tekið vel á móti þér. Þú hefur verið
svo stór hluti af tilveru okkar, og
nú hefur myndast mikið tómarúm.
En við huggum okkur við það að
þér líði nú betur. Þú verður alltaf
hluti af lífi okkar og vitum við að þú
munt fylgjast áfram með okkur,
eins og þú hefur alltaf gert.
Hvíl í friði, elsku amma okkar.
Þín barnabörn,
Heiða Björk, Hannes
Bjarki, Hanna Björk, Helga
Björk og Hilmar Bjarki.
Þórunn K. Helgadóttir