Morgunblaðið - 06.01.2011, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.01.2011, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011 ✝ Brjánn Árni Óla-son var fæddur í Reykjavík 13. júní 1947. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 31. des- ember 2010. Foreldrar hans voru Valgerður Árnadóttir, húsmóðir og verkakona, f. 8. desember 1918, d. 4. febrúar 1999, og Óli Hermannsson, lög- fræðingur og þýðandi, f. 18. september 1914, d. 7. júní 1997. Þau skildu árið 1952. Valgerður og Óli eignuðust 7 börn og var Brjánn fimmti í röð þeirra systkina. Þau eru: 1) Árni Ólason, sjómaður, f. 1942. Dóttir hans er Valgerður, fram- leiðslustjóri, f. 1979. Stjúpdóttir hans er Þórunn Brandsdóttir, versl- unarstjóri, f. 1968. 2) Margrét Val- gerðardóttir, sjúkraliði í Reykjavík, f. 1943, gift Leifi Á. Aðalsteinssyni, rannsóknarmanni, f. 1943. Börn þeirra eru Helgi, verkfræðingur, f. 1963, Aðalsteinn, lektor, f. 1967, og Jóhanna, leikskólakennari, f. 1975. 3) Ragnheiður Helga Óladóttir, verkakona í Reykjavík, f. 1944. Börn hennar eru Bjarni Bjarnason, rithöf- undur, f. 1965, og Valgerður Bjarna- dóttir, f. 1967. Sambýlismaður Ragn- heiðar er Elías R. Sveinsson, trésmiður, f. 1952. 4) Hermann Óla- son, f. 1946. Sonur hans er Davíð, f. 1974. 5) Guðrún Kr. Óladóttir, for- stöðumaður, f. 1950, gift Birni V. Gunnarssyni, iðn- verkamanni, f. 1949. Dóttir þeirra er Mar- grét Helga, nemi, f. 1974. 6) Hrólfur Óla- son, bílstjóri og prent- ari í Reykjavík, f. 1952. Börn hans eru Melkorka, hjúkr- unarfræðingur í Dan- mörku, f. 1978 og Hrafn Árni, nemi, f. 1981. Stjúpsonur Hrólfs er Ragnar Blöndal, f. 1972. Hálf- bræður Brjáns eru Oddur Ólason, lögfræðingur, f. 1953, og Guðni Ólason, stýrimaður og bíl- stjóri, f. 1961. Brjánn kvæntist Dagmar Guðrúnu Gunnarsdóttur, þroskaþjálfa, árið 1979. Þau skildu 1998. Synir þeirra eru Jón Hjörtur, f. 1.10. 1981, og Gunnar Óli, f. 5.5. 1991. Brjánn hóf sambúð með eftirlifandi eiginkonu sinni Valdísi „Dísu“ Þórðardóttur, nuddfræðingi, f. 5.9. 1943, snemma árs 2004 og giftust þau 16.6. 2007. Synir Valdísar af fyrra hjónabandi eru Þórður Gunnar Jóhannsson, skipavélfræðingur í Singapore, f. 1966, og Jóhann Ingvar Jóhannsson, bílstjóri í Noregi, f. 1970. Brjánn vann ýmis störf í landi en var lengst af sjómaður og sat í stjórn Sjómannafélags Íslands frá 1996 til dánardags. Útför Brjáns fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 6. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Það var mikið áfall fyrir okkur öll þegar Brjánn, svili minn, greindist með illkynja sjúkdóm fyrir sex vik- um. Sjúkdómurinn var svo skæður að ekki fékkst við neitt ráðið. Hann tókst á við veikindin af mikilli still- ingu og Dísa, konan hans, stóð sem klettur við hlið hans þar til yfir lauk. Brjánn lést stuttu áður en gamla árið kvaddi. Kvöldið áður heimsótti ég hann á sjúkrahúsið. Hann var þá ótrúlega hress og ég kvaddi hann með þeim orðum að ég myndi fljót- lega líta til hans aftur. Ég átti ekki von á því að þetta væri okkar síðasti fundur. Í sumar vorum við í Auð- kúlukirkjugarði að koma fyrir leg- steini á leiði tengdaforeldra okkar. Hvorugum okkar hefur víst dottið í hug á þeirri stundu að hann ætti svo stutt eftir. Ég kynntist Brjáni fyrst fyrir sex árum þegar hann og Dísa, mágkona mín, hófu sambúð. Þau giftu sig fyrir rúmum þremur árum og voru mjög samrýmd. Brjánn var sérstaklega barngóður og reyndist barnabörnum Dísu ákaflega góður afi og er því söknuður þeirra nú mikill þegar afi er farinn. Brjánn og Dísa voru að ljúka við byggingu sumarbústaðar austur í Árnessýslu, sannkallaðs un- aðsreits, sem þau kölluðu „Hreiðr- ið,“ þegar Brjánn féll frá. Það var draumur þeirra að njóta þar elliár- anna saman en því miður rætist sá draumur ekki. Strax við fyrstu kynni af Brjáni sá ég að þar fór mikill mannkostamaður. Brjánn var greindur og vel lesinn. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á þjóðmál- um og varð ekki auðveldlega haggað frá sannfæringu sinni en mat þó og virti skoðanir annarra. Var gaman að ræða við hann um þjóðmálin og landsins gagn og nauðsynjar. Naut sín vel reynsla hans og þekking á mikilvægi þeirra stétta sem oft eru kallaðar hinar vinnandi stéttir. Brjánn var sjómaður og hafði lengi starfað á skipum landhelgisgæslunn- ar og notið þar mikillar virðingar. Var honum lengi falin sú ábyrgð að leiða samningaviðræður fyrir stétt- arfélag sitt. Í þeim viðræðum kom sér vel að Brjánn var rólegur og fast- ur fyrir, hann var rökfastur en um leið sveigjanlegur og hlustaði vel á aðra. Átti hann gott með að skilja kjarnann frá hisminu og koma með skynsamlegar tillögur sem samn- ingsaðilar hinum megin borðsins hlustuðu á og vildu skoða. Brjánn hafði sérstaklega góða nærveru, var rólegur og ljúfur en stutt í glettnina þegar við átti. Hann var fyrstur manna til að taka málstað annarra og leggja gott til ef honum fannst á einhvern hallað að ósekju. Kunni hann að haga orðum sínum af hóg- værð og stillingu svo eftir var tekið. Hann var vörpulegur á velli, með- almaður á hæð og sterkur. Hann fór sér að engu óðslega og framkoman var öll fumlaus. Hann var smiður góður, laginn og vandvirkur. Smiðs- hæfileikarnir nutu sín vel við smíði „Hreiðursins.“ Þar sat vandvirknin í fyrirrúmi, hver spýta felld af stakri nákvæmni og öll vinna og frágangur bar vott um mikla snyrtimennsku. Við Ragnhildur sendum Dísu og öðr- um aðstandendum hans okkur inni- legustu samúðarkveðjur. Sigurður H. Pétursson. Það vildi stundum skvettast upp á dekkið á siglingu vinar míns og frænda, Brjáns Ólasonar, um lífsins ólgusjó. Gat jafnvel gengið á með brotsjóum. Hann var einstaklega blíðlyndur og hjartahlýr maður og því berskjaldaður, ætti hann ódreng- lyndi að mæta. Augun segja vísir menn spegil sál- arinnar. Það gilti jafnt um Brján sem aðra. En hann átti tvo sálarspegla að auki, þar sem voru synir hans. Seint mun Guði fullþökkuð sú líkn í þraut, að báðir synirnir Brjáns skyldu vera honum til huggunar og hughreyst- ingar í stuttu en hörðu banastríði. Þeir trega nú föður sinn, en mega um leið vera stoltir af honum, líkt og hann var af þeim. Engum geta hlotnast betri eftir- mæli en þau, að hafa verið drengur góður. Slíkur maður var Brjánn. Þess vegna var honum það svo mikils virði, að eignast konu eins og hana Dísu. Þau hjónin deildu með sér drengskapnum og hún var honum sú stoð, er hann þarfnaðist svo mjög. Blíðlyndi Brjáns og sterk réttlæt- iskennd hans gerðu honum erfitt að sætta sig við ranglæti þessa heims. Því lét honum best að standa með þeim, er minna máttu sín. Ég skal ekki segja, hvort það var af þeim hvötum, sem hann tók sig til, fimm ára gamall, og braut rúðu í Alþing- ishúsinu. Þetta var nokkrum árum eftir 30. mars átökin 1949, sem urðu vegna inngöngu Íslands í Atlants- hafsbandalagið. „Glæpurinn“ var því ekki aðeins stór, heldur og framinn á viðsjárverðum tímum. Þetta rann auðvitað upp fyrir blessuðum drengnum, að afbroti frömdu. Hljóp hann því sem leið lá yfir Austurvöll og inn í Landsímahúsið, en þar var Ríkisútvarpið þá til húsa. Gekk hann þar rakleiðis á fund móðurbróður síns, Jóns Múla, og játaði á sig „glæpinn“. Múlinn hafði gaman af og var ekkert að tilkynna þessum litla en framtakssama frænda sínum, að þeir voru staddir í miðri útsendingu. Og nú er dóttir Múlans ákærð í hópi s.k. níumenninga, fyrir að hafa van- virt Alþingi. Segi menn svo, að sagan endurtaki sig ekki. Ég hef enga sérstaka trú á dauð- anum. Reyndar trúi ég því, að hann sé aðeins áfangi á langri leið. Þess vegna óska ég Brjáni vini mínum góðrar ferðar í fullri vissu þess, að við munum hittast aftur á nýjum slóðum. Dísu og sonum Brjáns, þeim Jóni Hirti og Gunnari Óla votta ég samúð mína í vissu þess, að sárasta söknuði má í fyllingu tímans snúa til ljúfra minninga. Pjetur Hafstein Lárusson. Drengur góður, Brjánn Árni Óla- son, er fallinn frá. Hann háði skamma og erfiða bar- áttu við illvígan sjúkdóm og eftir standa ástvinir harmi slegnir. Við, samferðamenn um stund, skoðum í ferðaskjóður okkar – lítum gjafirnar og nestið sem Brjánn skil- ur eftir fyrir okkur að nýta og njóta. Í mínum poka er örlæti, hjálpsemi og lundin ljúf, ættlæg kímnigáfa og vakandi auga fyrir líðandi stund. Þar er minning um góðlyndan mann. Áfram mun ég njóta þessara eig- inleika í frændum mínum og sonum Brjáns sem voru honum báðir svo kærir. Þannig streymir lífið og kyn- slóðirnar bera hið eilífa ljós. Ég þakka samfylgdina, björtu stundirnar og gjafirnar um leið og ég votta sonum Brjáns, eiginkonu hans og ástvinum öllum mína dýpstu sam- úð. Kristín Helga Gunnarsdóttir. Brjánn Árni Ólason ✝ Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, DÓRÓTHEA ANTONSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, sem lést laugardaginn 1. janúar, verður jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju, Hvolsvelli, föstudaginn 7. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjargarheimilið, Hátúni 12. Fyrir hönd aðstandenda, Charlotte Guðlaugsson, Anton Karl Þorsteinsson, Hanna Valdís Garðarsdóttir, Helga Þorsteinsdóttir, Baldur Þór Bjarnason, Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir, Hreimur Örn Heimisson og barnabörn. ✝ Elskuleg dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN VILBERGSDÓTTIR, Háagerði 43, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 3. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 11. janúar kl. 15.00. Jóhanna Ögmundsdóttir, Sigurbjörg Svavars, Eyþór Örlygsson, Sylvía Svararsdóttir, Ragnar Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNGRÍMUR MAGNÚSSON, Víkurási 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 7. janúar kl. 13.00. Ásta Björk Arngrímsdóttir, Guðmundur Sigurbjörnsson, Magnús Arngrímsson, Katrín Inga Geirsdóttir, Kjartan Arngrímsson, Karen Anna Sævarsdóttir Michelsen, barnabörn og barnabarnabörn.  Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓRUNN K. HELGADÓTTIR, Ölduslóð 9, Hafnarfirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ miðvikudaginn 29. desember, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, í dag, fimmtudaginn 6. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Þóra Guðrún Sveinsdóttir, Arnór Egilsson, Þórdís Helga Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir minn og mágur, RICHARD AXELSSON, lést á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg föstudaginn 31. desember. Guðbjörg Axelsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson. ✝ Látin er í Trelleborg, Svíþjóð, kær systir okkar og frænka, SIGRÍÐUR FJÓLA LEO, Dista. Blessuð sé minning hennar. Systkin og frændsystkin. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JAKOBÍNA S. G. HAFLIÐADÓTTIR, Drekavogi 20, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni föstudagsins 24. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við viljum færa öllum þeim sem önnuðust hana á blóðlækningadeild og göngudeild einlægar þakkir fyrir. Einnig færum við Brynjari Viðarssyni lækni og Elísu innilegar þakkir. Þökkum auðsýnda samúð. Sveinn Óskarsson, Dadda G. Ingvadóttir, Helga Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.