Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1945, Qupperneq 7

Skátablaðið - 01.02.1945, Qupperneq 7
SKÁTABLAÐIÐ TÍU ÁRA Um þessar mundir eru liðin tíu ár frá því, að B.f.S. tók að gefa út Skátablaðið. Ýmislegt hefur drifið á daga blaðsins, þó að ekki sé það eldra, en þess mun þó ekki verða getið hér. Fyrsti ritstjóri blaðsins var Jón Oddgeir Jónsson, og hefir ritstj. farið þess á leit við hann, að hann skrifaði nokkur orð í tilefni afmælisins. Jón Oddgcir Jónsson Það eitt, að tekizt hefur að halda lífi í íslenzku skátablaði samfleytt í 10 ár, er mjög eftirtektarvert, einkum þegar þess er minnst, að eitt ágætt íslenzkt skátablað kom út á tíu ára fresti, þ. e. Liljan, sem kom út allt árið 1916 og aftur allt árið 1926, en síðan ekki meir. Og slík er saga margra ís- lenzkra skátablaða. Einstök félög eða áhuga- samir einstaklingar innan félaganna hafa rokið til með miklum dugnaði og gefið út blað — fundið vöntun á skátamálgagni og gert sitt til þess að bæta úr því — en skort öruggan bakhjall. Þetta Skátablað, sem þú heldur á, er orð- ið tíu ára gamalt og bakhjallurinn er Bandalag íslenzkra skáta, sá bakhjallur, sem okkur öllum ber að efla til þess m. a., að Skátablaðið geti einnig komið út næstu 10 ár — eða eigum við ekki heldur að segja næstu 100 ár — því ekki það. Til er ís- lenzkt tímarit, sem er orðið 118 ára gamalt og mun vera elzta tímarit á Norðurlönd- um. Það var undir forustu hins fyrsta íslenzka skátahöfðingja, Axel V. Tuliniusar, sem B.Í.S. réðist í að gefa út þetta málgagn. Bjartsýni hans, dug og samvinnuhug, var það að þakka, að blaðið hljóp af stokkun- um. Bandalagið var þá orðið tíu ára gamalt, með þrettán félög að baki sér, dreifð um allt land. Mikil þörf var á að tengja þessi félög fastara saman með sameiginlegu mál- gagni og jafnframt leitast við að kynna al- menningi nánar tilgang félagsskaparins. Og þótt oltið hafi á ýmsu með þetta blað, hefur það vissulega áorkað miklu til góðs fyrir skátafélagsskapinn hér á landi á liðnum tíu árum. Það er ósk okkar allra á þessum tíma- mótum Skátablaðsins, að það megi eflast sem mest, og jafnan halda á málefnum ís- lenzkra skáta með djörfung og drengskap. Með skátakveðju. Jón Oddgeir Jónsson. SKÁTABLAÐIÐ 7

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.