Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1945, Síða 9

Skátablaðið - 01.02.1945, Síða 9
BADEN POWELL: FORINGJAHÆFILEIKAR Foringjahæfileiki er lykillinn að árangri — en foringjahæfileika er erfitt að skil- greina, og foringja er erfitt að finna. Ég hef oft sagt: „Sérhver asni getur verið yfir- boðari og æfður maður getur verið feið- beinandi, en maðurinn er fæddur foringi eins og skáldið, en verður ekki gerður að foringja.“ Ég get samt sagt, að það eru fjögur aðal- atriði, sem foringinn verður að gæta: 1) Hann verður algerlega að treysta og trúa því, sem liann segir, svo að félagar hans smittist af honum og taki þátt í áhuga- málum hans. 2) Hann verður að vera glaðvær og dug- legur, en hafa jafnframt samúð og góðan skilning á félögum sínum og tryggja þannig fullkomna samvinnu mifli þeirra. 3) Hann verður að treysta sjálfum sér vegna kunnáttu sinnar. Þannig öðlast hann traust félaga sinna. 4) Það, sem hann boðar öðrum, verður hann að gera og gefa þannig sjálfur félög- um sínum fordæmi til eftirbreytni. Undirstöðuatriðum foringjahæfileikanna væri ef til vill hægt að ná á símskeytamáli með orðunum: félagslyndi og hæfni. í gær var ég að tala við einn af skóla- stjórum okkar, en hann er mikill uppeldis- fræðingur. Hann sagði mér frá nokkrum uppeldisaðferðum sínum, en þær höfðu annars fengið hárin til að rísa á höfði skóla- eftirlitsmanns. Þessar aðferðir eru þó þær sörnu og skátafræðslan styðst við. Við skulum taka eitt af dæmum hans. — Stúlka nokkur var mjög slæm í reikningi, SKÁTABLAÐIÐ svo að hann spurði hana, hvaða námsgrein henni líkaði bezt. „Auðvitað matreiðsla,“ var svarið. „En hvaða námsgrein finnst þér sízt?“ „Reikningur." „Jæja, í trúnaði sagt, þá er það nú eins með mig, mér líkar ekki reikningur. En svo við víkjum nú aftur að matreiðslunni. Hvernig væri, að þú syðir nú te í stað þess að fara í reikningstíma í dag? Þú hefur góðar kökur með því og svo getum við drukkið saman. Þú verður að kaupa allt hið nauðsynlegasta, en hafðu það nú ekki of dýrt.“ Þessa hugmynd framkvæmdi hún með mestu gleði og næsta dag sagði hann við hana: „Þetta te var alveg ágætt. Getur þú ekki eldað meira og nú í stærri stíl. Við get- um sagt fyrir fimm. Þú býður þá nokkrum kunningjum með.“ Þetta var framkvæmt, fljótt og vel. Árang- urinn varð sá, að með því að finna, hve mikið hún þurfti af bökunarefni og við verðútreikninginn, þá hafði stúlkan verið í reikningstíma. Með áhuga á verkinu og stolti yfir þeirri ábyrgð, sem á henni hvíldi, hafði hún ekki aðeins lært reiking, heldur einnig skilið hina hagnýtu notkun hans. Það er með þessari sömu aðferð, sem skátaforinginn kemur frant þeim áhrifum, sem hann vill fá, þ. e. a. s. með skátaleikj- um, sem drengurinn hefur áhuga á. (Úr „B.-P.s Outlook".)

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.