Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1945, Síða 12

Skátablaðið - 01.02.1945, Síða 12
í sumar fóru „Hólmverjar" í þrjár viku- lokaútilegur. Sú fyrsta var farin að Furu og gengið á Drápuhlíðarfjall, önnur í Grímsskarð og gengið í Grímshelli og á Grímsfjall og sú þriðja í Vatnsdal og gengið á Drápuhlíðarfjall. Vetrarstarfsemin hófst með hlutaveltu þeirri, sem getið er í „Skjaldmeyja“-frétt- unum og að henni lokinni hófst flokks- starfið. Mjög örðugt er um starfsemi vegna húsnæðisvandræðanna. Skátafélagið Útherjar, Þingeyri. (15. nóv. 1944.) Á slíkum stöðum, sem Þingeyri, getur verið erfitt að starfrækja skátafélag. Stund- um er erfitt að ná drengjunum saman, og einnig háir fámenni nokkuð. Skyndilegar vinnukvaðningar og veður getur liaft mikil áhif á ferðalagaáætlanir lítils skátafélags í litlu þorpi, þar sem flestar samgönguleiðir að og frá liggja um hafið. „Útherjar“ tóku í fyrsta sinn þátt í lands- móti í sumar. Voru tveir skátar frá þeim á Þingvöllum og líkaði vel vistin. Farið var í skemmtiferð til ísafjarðar og um leið í heimsókn til skátafélagsins „Ein- herjar“. Fengu þeir hinar ágætustu viðtökur og var mjög mikil ánægja með ferðina. Vetrarstarfsemin hófst á tilsettum tíma og gengur eftir vonum vel. Aðaláherzla mun verða lögð á prófin og er mikils vænzt af vetrarstarfinu. Eftir nýár mun verða haldin skemmtisamkoma á vegum félagsins. Skátafélagið Gagnherjar, Bolungarvík. (14. nóv. 1944.) Skátafélag þetta var stofnað 17. sept 1944 og er því ekki hægt að búast við mikilli sumarstarfsemi hjá því. Stofnendur voru 5, en nú er einn þeirra fluttur úr héraðinu, svo að ekki verða nema 4 til að starfa í vetur. Munu þeir áreiðanlega starfa af beztu getu og í ráði er að fjölga félögum eitt- hvað. Skátafélagið Einherjar, ísafirði. (11. nóv. 1944.) „Fulltrúar frá öllum félögum í bænum, m. a. Einherjum, voru kvaddir á viðræðu- fund hjá bæjarstjóra til undirbúnings há- tíðahalda 17. júní. Allir skátar á ísafirði tóku þátt í skrúðgöngu þeirri er haldin var, og var annar fánaberinn skáti. — Skátar önnuðust merkjasölu þennan dag, — drógu fána á stengur og aðstoðuðu á ýmsan ann- an hátt.“ „Á sumardaginn fyrsta var gengið fylktu liði í kirkju og hlýtt á skátamessu.“ „Forseti íslands heimsótti ísafjörð 7. ágúst. Eftir beiðni bæjarfógeta héldu skátar opnum gangbrautum. Við móttökurnar voru allir hérstaddir „Einherjar“ og „Val- kyrjur“. Fánaberar voru 2 Valkyrjur og 6 Einherjar. Fánaliðið heilsaði er skip forseta lagðist að bryggju og gekk á undan forseta og móttökunefndinni að ræðustað forseta. Er Ægir fór frá bæjarbryggjunni kvaddi fánaliðið. Síðan gengu allir skátarnir fylktu liði gegnum bæinn og út á Norðurtanga- bryggju og er skipið sigldi fram hjá, var hrópað húrra fyrir forsetanum og heilsað með fánum, en skipið svaraði með fána- kveðju." í útileguna í Leyningshólum fóru to Einherjar, og létu þeir hið bezta yfir för- inni. í sambandi við útileguna fóru Ein- herjarnir ásamt nokkrum Akureyringum í skemmtiferð norður í Mývátnssveit. Ferðalög Einherja voru mörg og mikil. M. a. var gengið á Glámu, Kaldbak við SKÁTABLAÐIÐ 12

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.