Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1945, Side 16

Skátablaðið - 01.02.1945, Side 16
Ú R HEIMl SKÁTA Framhald af bls. 13. við landgöngubrúna undir fánum og kvöddu forseta með fánakveðju.“ „í sumar létum við girða land, sem við ætlurn að reyna með skógrækt í. Ætlum við bæði að grisja það kjarr, sem er þar fyrir og einnig að gróðursetja trjáplöntur. Girðingin er 120 X 80 metrar að stærð. Þá höfum við einnig í sumar ráðist í að byggja gufubaðstofu hér í þorpinu, og höf- um við þegar komið henni undir þak. Erum við nú búnir að einangra alla veggi með þúnnu torfi. Þeir verða síðan múrhúðaðir, hema í baðstofunni sjálfri, sem verður þilj- uð innan með panel og hann svo lakkbor- inn. Húsið, sem er 7 X 5>6o metrar, er allt úr steinsteypu, og hafa skátarnir sjálfir unnið mikið að byggingunni." Vétrarstarfsemin hófst í október og virðist ætla að ganga vel. SkátaféSagið Fálkar, Skagafirði. Skátafélagið „Fálkar" mun vera fyrsta fé- lagið og líklega það eina á íslandi, sem stofnað hefur verið og starfar uppi í sveit. 22. marz 1934 var stofnuð Skátasveit Stað- 16 arhrepps með þremur félögum. Fyrstu sex árin starfaði hún með skátafél. „Andvarar“ á Sauðárkróki og var þá sem önnur sveit þess. Síðan 1940 hefur sveitin starfað sem sjálfstætt félag innan vébanda B. í. S. Á s. 1. ári varð því skátasveit þessi tíu ára, og óskar Skátablaðið henni til hamingju með þetta merka afmæli. Er nú sýnt og sannað, að skátastarfsemin þrífst engu verr í sveit- um en í kaupstöðum, þrátt fyrir strjálbýli og ýrnsa aðra örðugleika. í surnar fóru „Fálkar“ meðal annarra ferða út í Drangey og einnig í berjaferð „fram í sveit“, og var sú ferð farin á hest- um. Vetrarstarfið hófst með fjölmennri dans- samkomu í samkomuhúsi Staðarhrepps til ágóða fyrir félagið. í vetur mun félagið starfa í þremur flokkum auk ylfingaflokks. Félagsfundir eru haldnir einu sinni í mánuði. „Skátafélagið „Fálkar“ þakkar öllum, sem hafa stutt félagið á liðnum árum, því að þeir eru margir, sem það hafa gert, og sumir ættu skilið meira en þakklætisorðin tóm. Nti eftir þessi reynsluár líta „Fálkar" björtum augum á framtíðina.“ Félagsforingi „Fálka“ er Sigurður Jóns- son. Skátafélagið Fylkir, Siglufirði. (12. jan. 1945.) Eins og kunnugt er, er Siglufjörður mesta síldveiðistöð landsins. En síldin vill ekki láta veiða sig nema á sumrin, og er þá svo tímafrek, að lítill tími verður aflögu fyrir skátana að fara í útilegur, skemmtilegustu starfsemi skátahreyfingarinnar. í maímánuði var farið í 5 daga félagsúti- legu fram í Hóldalsbotn og tóku flestir fé- SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.