Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 7

Skátablaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 7
Sumardagurinn fyrsti 1945 ÁVARP Gleðilegt sumar! — Gleðilegt sumar er kveðjan, sem í dag berst frá manni til manns. Hér á Islandi er sumrinu innilega fagnað. Það er boðið velkomið yfir bæ og byggð, og það færir nýtt líf í unga og gamla. Við skátar höfum valið hinn fyrsta sum- ardag að okkar hátíðisdegi, því að við vilj- um og vonum, að okkar störf séu vor- og sumarverk — störf gróandans í þjóðfélaginu. Við gerum okkur ljóst, að æfin er eins og árið, sem rennur í aldanna skaut — æfin er vor, sumar, haust og vetur. Aldrei verður liðinn tími endurheimtur, ekkert spor æf- innar stigið afturábak. Misnotað vor og vanrækt sumar boðar erfitt haust og harðan vetur. Á dögum vorsins, bernsku og æsku, vilj- um við safna þrótti til sumarstarfa, auðga hugann af minningum um glaðar stundir í góðum hóp, auka þrótt og þekkingu við störf til almennings heilla, vernda hinn veika stofn gegn kuldanæðingum vorsins og beina vaxtarmætti frjóanga manndómsins inn á heillavænlegar brautir. Skátar vilja gera þetta, en akur vorsins er stór og við náum oft styttra en skyldi. En ef við vinn- um vel, hver á sínum stað, þá erum við við- búnir að fagna hausti og vetri, þá hræða ekki sporin að baki, þá angrar ekki glötuð SKÁTABLAÐIÐ eða vanrækt æska, þá þurfurn við ekki að harma glatað tækifæri — æskuna, sem aldrei kemur aftur til baka. Sá, sem af léttúð eða hugsunarleysi, lætur æskuna líða hjá án þess að búa sig undir störfin, sem bíða, hann vaknar einhvern tíma við vondan draum við það, að alvara lifsins skellur á veik- byggðum varnargörðum og brýtur framtíð- ina í mola. Ég meina þetta ekki eingöngu hvað viðvíkur skátastörfum, heldur miklu fremur um annan undirbúning undir lífið, vanrækslu á skólum, vanrækslu á að auðga sig að þekkingu og þrótti, vanrækslu á að temja sér gjörhygli og góða siði, vanrækslu á að innvinna sér traust og velvild ráðandi kynslóðar. Það er alltof mikill hluti æskulýðsins, sem ekkert veganesti hefur með sér frá æsku- árunum, nema slæma vana, ef til vill mann- skemmandi lesti, brotið sjálfstraust og fyllt- ir svartsýni og hatri til lífsins — það er glöt- uð æska — óbætanlegasta tjónið, sem nokk- ur maður getur orðið fyrir. Skátahreyfing- in er ekki trygging eða fullkomið öryggi á þessu sviði, heldur er hún viti á ströndinni Framh. á bls. ig. 1

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.