Skátablaðið - 01.04.1945, Qupperneq 9
BADEN POWELL:
Leyndarmálið í kjarrinu
Þetta myndi verða ágæt fyrirsögn fyrir
leynilögreglusögu. En hún segir aðeins frá
því, sem kom fyrir mig í morgun. Fyrir
morgunverð fór ég í hina venjulegu göngu-
för mína um garðinn. Ég vökva alltaf blóm-
in á kvöldin og fer svo á morgnana til þess
að líta eftir vexti þeirra, næstum því í
þeirri von, að eitthvert þeirra hafi vaxið
dásamlega mikið yfir nóttina.
Auðvitað hef ég aldrei séð, að blómin
hafi vaxið neitt sérstaklega mikið yfir eina
nótt, en í morgun sá ég leyndardómsfulla
eyðileggingu. Nokkrar hávaxnar jurtir (að
vil ég leggja það til — við næstu útgáfu
þessarar bókar — að nafn Baden Powells
verði ekki skammstafað B-P, því að það
minnir svo á benzíngeyma og olíubíla B. P.!
í sögunni um Baden Powell eru margar
myndir og mun söguhetjan sjálf hafa teikn-
að margar þeirra.
Ég trúi vart öðru en að allir — bæði eldri
og yngri — hafi gaman af því að lesa þessa
bók um hinn heimsfræga skátahöfðingja
og kynnast um leið markmiðum skátahreyf-
ingarinnar og starfi í þágu mannúðar, hjálp-
fýsi og drengskapar.
Verið þið viðbúin! Helgi Eliasson.
SKÁTABLAÐIÐ
nafni canna) höfðu verið brotnar og ber-
sýnilegt var, að einhver hafði legið þar yfir
nóttina. í nokkurra metra fjarlægð höfðu
stórar lilíur verið brotnar af einhverjum,
sem hafði gengið þar um. Nokkru fjær
hafði verið gengið yfir annað blómabeð.
Jarðvegurinn var harður og þurr, svo að
erfitt var að finna nokkur áreiðanleg spor,
sem gætu sagt okkur, hver hafi verið hinn
óboðni gestur.
Um nóttina hafði ég vaknað við einkenni-
legt gól. Ég kveikti á vasaljósinu og lýsti í
kringum mig, en sá ekkert markvert.
Ég spurði gamla, innfædda garðyrkju-
manninn okkar, hvað hann héldi um leynd-
armálið. Einu merkin um fótspor, sem við
sáum, voru fjögur tá-för hlið við lilið. Þau
sýndu engar liolur eftir klær eins og för
hunda, úlfa og sjakala, svo að við álvktuð-
um, að þessi för væru eftir dýr af katta-
kyni, sem halda klónum alltaf inni, nema
þegar þau eru að hremma bráðina.
En svo fundum við far, sem var eins og
nýra í laginu. Ég spurði Dumborry, hvort
hann héldi, að þetta væri hýena. Hann er
æfður veiðimaður. Hann hristi höfuðið og
sagði, að þetta hlyti að vera leopardi. En
þá kom offurstinn, sem er velþekktur ljóna-
veiðari og dýrafræðingur. Hann rannsakaði
sporið nákvæmlega og sagði síðan: „Þetta
dýr er leópardi. Aftasti hluti fótsporsins
sýnir það.“
Þannig var leyndarmálið í kjarrinu leyst
og við verðum að gæta þess að Hyrie litla
sé inni á nóttinni. En ég er gramur við
þennan leóparda fyrir það að vera að eyði-
leggja blómin mín.