Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1945, Qupperneq 11

Skátablaðið - 01.04.1945, Qupperneq 11
er á seiði?“ spurði hann. „Það má hamingj- an vita,“ svaraði Pétur. „Við fundum þessa vagna hér ljóslausa, Bill særðan, en hvað um lækninn hefur orðið ... . “ „Pétur, Pét- ur!“ Monk var mikið niðri fyrir. Dreng- irnir flýttu sér til hans. „Sjáið, póstvagn- inn hefur verið brotinn upp og tæmdur.“ „Mennirnir með eitthvað á bakinu,“ hvísl- aði Pétur. „Nú skil ég,“ sagði Jack. „Þeir hafa stolið læknisbifreiðinni, lagt henni þversum á veginn, svo að póstvagninn stöðv- aðist, slegið Bill í rot og rænt póstinum.“ „Þarna kemurðu með það,“ sagði Pétur. „En við verðum að láta hendur standa fram úr ermum. Vilfreð, þú manst eftir honum Brown, sem við vorum í útilegu hjá í fyrra. Hann hefur síma. Hlaupið nú eins og eldibrandar þangað og hringið á lögregluna. Biðjið svo Brown að koma hing- að með bifreiðina sína til þess að flytja Bill til læknisins. Sendu líka mann til sveit- arforingjans og flokksforingjanna og segðu þeim, hvað á seiði sé.“ Og um leið voru otrarnir horfnir út í myrkrið. Pétur og félagar hans þrír hlupu nú þang- að, er þeir höfðu séð mennina tvo og héldu svo eftir hinni mjóu skógargötu, sem þeir höfðu séð þá fara. Allt í einu datt Jack um eitthvað, sem lá í götunni. 1 skjóli tveggja skátahatta kveiktu þeir á eldspýtu. Fyrir fótum þeirra lágu nokkrir póstpokar, sund- ur skornir, en blöð og bréf lágu dreifð út um allt. „Þeir hafa haldið áfram,“ hvíslaði Jack. Þeir hröðuðu nú för sinni eftir skóg- argötunni, en fóru þó hljóðlega. Loksins komust þeir á veginn og á brúna, og er þeir fóru yfir brúna, heyrðu þeir blásið í hljóðpípu. Þeir hlustuðu — sveitarmerkið. „Þetta er sveitarforinginn okkar,“ sagði Monk, „áfram!“ Nokkurn spöl frá brúnni lá hliðargata frá veginum, og lá hún yfir á annan veg, sem var fimm kílómetra í SKÁTABLAÐIÐ burtu. „Upp þessa götu,“ sagði Pétur. „Þeir þora varla að fara gegnum þorpið." Hann tók krít upp úr vasa sínum og dró stórt X þvert yfir veginn og ör með sveitarmerk- inu í áttina að hliðargötunni. „Nú ættu þeir að geta fylgt okkur,“ sagði hann. Rétt í þessu skauzt bifreið framhjá þeim. „Þarna fer Brown,“ sagði Jack. „Nú fer að koma líf í tuskurnar." Og áfram héldu þeir, hratt en hljóðlega. Allt í einu staðnæmdist Pét- ur og hvíslaði: „Þarna eru þeir.“ Beint framundan þeim sáu þeir óljóst tvo skugga bera við loft og hverfa bak við hæðina. „Förum þvert yfir engið og komumst fram fyrir þá á beygjunni,“ hvíslaði Jack. Dreng- irnir stukku yfir girðinguna, hlupu yfir engið og komust loks, móðir og másandi, á veginn, rétt hjá Grænahyl. Grænihylur var gömul ofanjarðarnáma, sem unnin hafði verið í hæðina, sem vegurinn lá eftir. Þver- hnýpt var niður í hylinn, en handrið úr tré sett á veginn til öryggis vegfarendum. Grænihylur var 25 metra djúpur og oft notaður af þorpsdrengjunum sem baðstað- ur á sumrin. Þarna biðu drengirnir. Allt 11

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.