Skátablaðið - 01.04.1945, Qupperneq 12
í einu hvíslaði Monk: „Þeir eru að koma.“
„Nú er þó óhætt að kveikja sér í síga-
rettu,“ sagði rödd í myrkrinu. „Hér getur
enginn séð til okkar.“ „Það skyldi maður
ætla,“ sagði önnur rödd. Það var kveikt
á eldspýtu og í ljósbjarmanum sáu dreng-
irnir sér til mikillar undrunar bifreið
standa á veginum.
„Áfram,“ hvíslaði Pétur, og allir dreng-
irnir stukku út á veginn.
„Hver er þar?“ Glampi frá sterku vasa-
Ijósi skein á drengina. „Nú, skátar. Hvað
eruð þið að fara, drengir? Eruð þið í næt-
urleik?"
„Já,“ svaraði Jack, „og erum að elta ykk-
ur. Lögreglan er á leiðinni." Um leið og
Jack sleppti orðinu, kom vasaljósið f 1 júg-
andi beint á Pétur og Jack, sem stóðu hlið
við hlið. Þeir beygðu sig niður, en um leið
stökk annar maðurinn á þá. Árásin var svo
snögg, að þeir ultu um koll, og maðurinn
á þá ofan. Þá gripu þeir í hann og hófust
nú grimmileg áflog á veginum. Hinn þorp-
arinn réðist á Tom og Monk, sem fékk svo
vel útilátið högg á höfuðið, að hann kút-
veltist eftir götunni. Tom stökk á þorpar-
ann og greip utan um hann og hékk þar.
Leikurinn barst þvert yfir veginn og að
handriðinu. Þar gat þorparinn losað sig og
gaf Tom rokna högg undir hökuna, svo
að hann hné niður eins og hann væri skot-
inn. En um leið skauzt upp af veginum
lítill skuggi — Monk. Hann rann á þorp-
arann eins og hrútur og setti hausinn af
alefli í kviðinn á honum, svo að hann
hrökklaðist á handriðið. Það heyrðist brak
og brestir, hræðsluóp, skvamp — síðan þögn.
Á meðan var háður harður bardagi á veg-
inum. Allt í einu heyrðist í bifreið, það
ískraði í hemlum, og bifreiðarljós lýstu upp
bardagasvæðið. — Pétur lá á miðjum veg-
inum með brotna hnéskel, Jack hélt um
munninn fullan af blóði, en þjófurinn var
á harðahlaupum niður veginn. í þessu stökk
maður út úr bifreiðinni og hentist eftir
flóttamanninum. Þetta var sveitarforinginn.
Jack sá hann ná þorparanum, rétta snögg-
lega út hendina, og þorparinn steyptist til
jarðar. Nú voru lögregluþjónarnir komnir
á vettvang. „Hvar er hinn þrjóturinn?“
spurðu þeir. „Og hvar er Monk?“ umlaði
í Tom, sem var að rakna úr rotinu. Jack
leit í kringum sig. Handriðið var brotið.
Hann gægðist niður. „Monk, Monk, ertu
þarna?“ Neðan úr myrkrinu heyrðist lágt
óp: „Hjálp!“ Þegar lögregluþjónarnir lýstu
með vasaljósunum sínum niður, sáu þeir
fölt andlitið á Monk. Hann hafði náð með
annarri hendi í klettanybbu og hélt sér
þannig upp úr vatninu, en með hinni hend-
inni hélt hann í eitthvað, sem þeim sýndist
vera höfuð. „Hjálp, ég er að missa,“ stundi
hann. „Bíddu, ég kem.“ Og áður en nokk-
urn varði, hafði Jack sparkað af sér skón-
um og steypt sér niður í djúpið. Eftir nokkr-
ar sekúndur var hann kominn að Monk.
„Geturðu bjargað sjálfum þér?“ spurði
Jack. „Já,“ svaraði Monk. Jack tók með
báðum höndum undir höku þorparans og
synti baksund með hann þangað, sem gott
var að komast upp úr. Þangað komu lög-
regluþjónarnir og gerðu strax á honum lífg-
unartilraunir, sem fljótt báru árangur.
Síðan báru þeir hann upp á veginn, settu
báða þrjótana inn í lögreglubifreiðina,
báðu sveitarforingjann fyrir bifreið þjóf-
anna og óku brott.
„Hvernig var þetta eiginlega, Monk?“
spurði Pétur. Hann hafði ekki fylgzt vel
með síðustu atriðunum. „Ég veit það varla,“
sagði Monk. „Við duttum báðir niður, þeg-
ar handriðið brotnaði. Hann greip strax
sundtökin í áttina til lands, en allt í einu
hætti hann og sökk. Ég rétt náði í hann og
gat haldið honum uppi.“ „Já, hann fékk
Framh. á bls. ij.
SKÁTABLAÐIÐ
12